Morgunblaðið - 14.05.2011, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 14.05.2011, Blaðsíða 29
FRÉTTIR 29Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. MAÍ 2011 Andri Karl andri@mbl.is Samkvæmt Evrópureglum er stefnt að því að allir millilandaflugvellir á Íslandi – líkt og aðrir flugvellir í Evrópu – komi sér upp vökvask- anna fyrir 29. apríl 2013. Reglugerð- in kemur í kjölfar reglna um inni- hald og magn vökva sem farþegar mega hafa með sér í flug. Árið 2006 tóku gildi umræddar reglur um innihald og magn vökva. Með þeim var það takmarkað sem farþegum er heimilt að bera með sér í handfarangri inn fyrir örygg- ishlið. Flugfarþegar máttu aðeins vera með vökva í 100 ml umbúðum eða minni í handfarangri, og urðu þær að vera í lokuðum, gegnsæjum plastpoka. Vegna þessa þurftu far- þegar að kaupa öll drykkjarföng til neyslu í flugvélinni inni á flugvell- inum. Sveið það sumum sárt, enda verðlag á flugvöllum almennt nokk- uð hátt. Reglurnar gilda um allt milli- landaflug til og frá Íslandi en innan- landsflug er undanþegið. Evrópu- sambandið framlengdi vökvabannið í desember 2009, fram í apríl 2013, og var það gert vegna seinkunar á þróun tækjabúnaðar sem gera átti bannið óþarft. Nú er tæknibúnaðurinn tilbúinn og hefur verið settur upp á nokkr- um flugvöllum, m.a. í Stafangri í Noregi. Er sá vökvi sem farþegar hyggjast fara með í handfarangri einfaldlega skannaður þegar farið er í gegnum öryggishliðið. Ekkert bólar þó enn á slíkum skönnum hér á landi og samkvæmt upplýsingum frá Isavia, sem rekur íslenska flug- velli, við fyrirspurn Morgunblaðs- ins, hefur enn ekki verið tekin ákvörðun um málið. „Við erum að kynna okkur og skoða málið. Mál eins og þetta er unnið með Flug- málastjórn Íslands, það eru okkar eftirlitsaðilar,“ segir í svarinu. Eng- ar upplýsingar fengust því um tíma- setningu eða kostnað Isavia við að framfylgja reglunum. Hjá Flugmálastjórn fengust þær upplýsingar að hér líkt og annars staðar í Evrópu verður komið upp umræddum vökvaskönnum. Raunar segir í svari Flugmálastjórnar, að „Isavia ætti að geta veitt þér upp- lýsingar um það hvenær þeir verða búnir að uppfylla Evrópureglurnar en allavega verður að stefna að því að það verði eigi síðar en 29. apríl 2013.“ Vökvaskannar í stað vökvabanns  Isavia þarf að tryggja að settir verði upp vökvaskannar á alla millilandaflugvelli Íslands fyrir 29. apríl 2013  Skannarnir koma í veg fyrir svonefnt vökvabann, þ.e. takmarkanir á vökva farþega í handfarangri Morgunblaðið/Þorkell Leifsstöð Flugfarþegar munu geta drukkið eigin drykki á nýjan leik í flugvélum eftir 29. apríl 2013. Tryggja verður fjölbreyttara fram- boð á óverðtryggðum lánum og skuldabréfum, að mati sérstakrar nefndar sem falið var að meta kosti og galla þess að draga úr vægi verð- tryggingar í íslensku fjármálakerfi, án þess að fjármálastöðugleika sé ógnað. Hluti af því er útgáfa ríkis- sjóðs og Íbúðalánasjóðs á óverð- tryggðum skuldabréfum og að Íbúðalánasjóður bjóði upp á óverð- tryggð húsnæðislán. Nefndin afhenti Árna Páli Árna- syni, efnahags- og viðskiptaráð- herra, sem skipaði nefndina, skýrsl- una í fyrradag. Í henni er lögð áhersla á að forsenda þess að ná tök- um á verðbólgu sé ábyrg stjórnun efnahagsmála. Bæta þurfi hagstjórn og auka virkni peningamálastefnu landsins með því að taka upp þjóð- hagsvarúðartæki. Hvatt verði til sparnaðar Þá telur nefndin mikilvægt að efla fjármálalæsi almennings, upplýs- ingamiðlun við sparnað og lántöku og neytendavernd til að sporna gegn ofskuldsetningu og áhættu tengdri ólíkum lánaformum. Hvatt verði til sparnaðar vegna kaupa á fasteign og búseturétti. Í nefndinni sátu fulltrúar allra þingflokka, efnahags- og viðskipta- ráðuneytisins og fjármálaráðuneyt- isins, auk áheyrnarfulltrúa frá Seðla- banka Íslands, og koma fram þrjú sérálit í skýrslunni. Arinbjörn Sig- urgeirsson, Eygló Harðardóttir, Hrólfur Ölvisson og Lilja Móses- dóttir standa að áliti þar sem lagt er til sem fyrsta skref í afnámi verð- tryggingar að setja þak á hækkun verðtryggingar á ársgrundvelli. Jafnframt verði unnið að lækkun raunvaxta. Næstu skref í afnámi fel- ast í innleiðingu óverðtryggðs hús- næðislánakerfis og fjölgun búsetu- forma. Í áliti Péturs H. Blöndal leggur hann áherslu á að fráleitt sé að hafa tvær myntir í ekki stærra efnahags- lífi, verðtryggða og óverðtryggða krónu. Hann segir ekki hægt að styðja afnám verðtryggingar á þess- ari stundu. Morgunblaðið/Ómar Lán án verðtryggingar Nefndin sem ráðherra skipaði telur meðal annars nauðsynlegt að Íbúðalánasjóður geti boðið upp á óverðtryggð húsnæðislán. Tryggja þarf fjölbreyttara framboð á lánum  Auka virkni peningamálastefnu með því að taka upp þjóðhagsvarúðartæki Eignarlóðir undir sumarhús til sölu Höfum til sölu eignarlóðir í landi Kílhrauns í Skeiða og Gnúpverjahreppi í um klukkustundar akstursfjarlægð frá höfuðborginni. Landið er einkar hentugt til skógræktarog útivistar. Lóðirnar eru frá 5.000 fm -11.600 fm og kosta frá 1.800.000 kr. Rafmagn, vatn og sími er komið að lóðarmörkum. Á vefsíðunni www.kilhraunlodir.is má finna frekari upplýsingar um skipulag, verð og aðra þætti einnig í síma 842 3040 Festu þér þinn sælureit í dag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.