Morgunblaðið - 14.05.2011, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 14.05.2011, Blaðsíða 40
40 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. MAÍ 2011 ✝ Elínborg MaríaEinarsdóttir fæddist á Húsavík 2. febrúar 1919. Hún lést á dvalar- og hjúkrunarheim- ilinu Hlíð á Ak- ureyri 5. maí 2011. Foreldrar hennar voru Sigríður Jóns- dóttir, f. 23. sept. 1898, d. 20. okt 1987, og Einar Björn Davíðsson, f. 25. maí 1892, d. 11. feb. 1968. Systkini El- ínborgar voru Davíð Krist- jánsson, látinn. Hólmfríður, lát- in, hún var gift Bergþóri Bjarnasyni. Ólafur, hans kona er Hrefna Guðmundsdóttir. Jó- hann Sigurgeir, látinn. Stúlka Árið 1943 giftist Elínborg Herði Tryggvasyni, f. 27. okt. 1919, bóndasyninum á Ytri- Varðgjá. Foreldrar Harðar voru Svava Hermannsdóttir og Tryggvi Jóhannsson. Eftir að Svava og Tryggvi brugðu búi tóku Elínborg og Hörður við búinu og bjuggu á Ytri-Varðgjá alla sína búskapartíð. Elínborg og Hörður eignuðust fjögur börn: 1) Tryggvi, kona hans er Freyja Guðmundsdóttir. 2) Sig- ríður, hún var gift Stefáni Stein- þórssyni, látinn. 3) Svavar, hans kona er Brynhildur Pálsdóttir. 4) Birna. Öll eru þau búsett á Akureyri. Útför Elínborgar fer fram frá Kaupangskirkju í dag, 14. maí 2011, og hefst athöfnin kl. 14. sem lést í fæðingu 1932. Björg Ragn- hildur, látin, hún var gift Óskari Helgasyni. Stein- móður, kona hans er Guðrún Ársæls- dóttir. Elínborg fluttist ung með foreldrum sínum að Byrgi í Kelduhverfi þar sem þau bjuggu í allmörg ár. Í eitt ár bjuggu þau á Sandhólum á Tjörnesi, en síð- an flutti fjölskyldan austur á Jökuldal þar sem þau bjuggu á ýmsum bæjum. Elínborg fór fljótlega að heiman eftir ferm- ingu. Hún vann á ýmsum bæjum á Jökuldal, Húsavík og víðar. Þá er elskuleg Ella amma okk- ar loksins komin til afa eftir nokk- urra ára aðskilnað. Það er frá mörgu að segja um hennar líf og okkar minningar um hana. Sér- staklega eru okkur minnisstæð áramótin, alltaf jafn gaman að fara yfir á Varðgjá, horfa yfir Ak- ureyri, skjóta upp flugeldum og njóta besta útsýnis sem hægt var að óska sér. Svo var hefð hjá ömmu eftir að klukkan sló 12 að bjóða öllum gestunum upp á tert- ur og smákökur, það er eitthvað sem við munum aldrei gleyma. Amma var dugleg húsmóðir, hvort sem það var að hjálpa afa með húsdýrin, heyskapinn eða uppskerur. Hún var einnig frábær bakari og bakaði oft dýrindis kleinur. Afi og amma áttu marga kunn- ingja og því alltaf glatt á hjalla á Varðgjá. Á hverjum degi var gestagangur og þá var amma ekki lengi að finna eitthvað gott í búrinu handa þeim, hvort sem það var heimabakað eða úr bakaríi. Við erum stolt af því að hafa átt svona duglega og góða ömmu og hennar verður sárt saknað. En við vitum að núna eru loksins afi og amma sameinuð á ný og allir gleðjast yfir því. Við lífsins stiga ætlum að þramma og þar með okkur verður þú okkar elsku besta amma. Okkur þykir lífið svo skrýtið og margt er svo flókið í heiminum nú. Þá er alltaf gott að vita að okkur getur hjálpað þú. Þú alltaf í huga okkar ert. Þú hjörtu okkar hefur snert með góðmennsku og hjartavernd. Hér og nú ertu heimsins besta amma nefnd. Þú ert sem af himnum send. (Katrín Ruth.) Þín barnabörn, Elínborg, Ragnheiður, Linda, Haraldur og Kolbrún. Elsku amma mín, nú hefur þú fengið hvíldina og þín er sárt saknað. Ég man alltaf eftir því þegar þú sast með mig í eldhúsinu heima á Ytri-Varðgjá og kenndir mér að syngja öll lögin og vísurnar sem við sungum saman eins og fagur fiskur í sjó og ap-jún-sept- nóv. Þetta voru skemmtilegar stundir sem við áttum saman. Mér fannst alltaf jafnfyndið þegar þú fékkst þér smákríu á bekknum í eldhúsinu og breiddir viskastykk- ið yfir höfuðið og þá varstu sko sofnuð um leið. Þú varst alltaf svo ljúf og góð og vildir allt fyrir alla gera. Við áttum margar góðar stundir saman og þú kenndir mér svo margt gott sem ég bý að í dag og ég hef fullt af fallegum sögum að segja Stefaníu og Þorleifi um allt sem þú gerðir fyrir mig. Í bljúgri bæn og þökk til þín, sem þekkir mig og verkin mín. Ég leita þín, Guð, leiddu mig, og lýstu mér um ævistig. Ég reika oft á rangri leið, sú rétta virðist aldrei greið. Ég geri margt sem miður fer, og man svo sjaldan eftir þér. Sú ein er bæn í brjósti mér, ég betur kunni þjóna þér. Því veit mér feta veginn þinn og verðir þú æ Drottinn minn. (Pétur Þórarinsson) Hvíl í friði elsku amma mín. Þín María (Maja). Elínborg María systir mín lést 5. maí sl. Ekki kom þessi fregn okkur á óvart. Við vissum að vik- una á undan hafði hún verið mjög veik. Hún fékk háan hita, var rænulítil og gat ekki nærst. Við fregn sem þessa grefur um sig sorg og söknuður í huga manns, en jafnframt rifjast upp yndisleg- ar minningar frá liðnum árum. Ella, eins og hún var jafnan kölluð innan fjölskyldunnar, var elst okkar systkina. Hún fór fljót- lega að heiman eftir fermingu. Því var það að samverustundir okkar á æsku- og unglingsárum mínum urðu æði stopular, ég var átta ár- um yngri en hún og var því ekki gamall þegar hún yfirgaf æsku- heimilið. Þetta átti heldur betur eftir að breytast eftir að hún gift- ist bóndasyninum á Ytri-Varðgjá, Herði F. Tryggvasyni. Þau hófu búskap á Ytri-Varðgjá og bjuggu þar alla sína búskapartíð. Fljót- lega eftir að undirritaður eignað- ist sína eigin fjölskyldu skapaðist sú venja að fara í heimsókn að Varðgjá a.m.k. einu sinni á ári og dvelja þar jafnvel í nokkra daga. Þetta átti ekki aðeins við um mína fjölskyldu, heldur einnig önnur systkini mín. Fyrir kom að jafnvel þrjár fjölskyldur voru þar gest- komandi samtímis. Það var alltaf mikil tilhlökkun þegar ákveðið var að fara í heimsókn að Varðgjá bæði hjá börnunum en ekki síður hjá þeim fullorðnu. Okkur var allt- af fagnað innilega af þeim hjónum og þeirra fólki. Það var eins og að koma heim. Maður settist í eld- húskrókinn, lét líða úr sér ferða- þreytuna umvafinn gestrisni og hlýju heimilisfólks. Oft var mikið glens og gaman þegar allt fólkið safnaðist saman í eldhúsinu á Varðgjá og lét skeytin ganga á milli með tilheyrandi hlátri og kát- ínu. Þar lét húsbóndinn ekki sitt eftir liggja. Ég gæti í löngu máli talið upp ótal atvik sem voru okk- ur til ánægju og skemmtunar í þessum heimsóknum, en það var í þessum ferðum, sem ég kynntist Ellu systur miklu betur en mér hafði auðnast áður. Hún hafði ein- staklega ljúft geð, alltaf var jafn stutt í brosið og kætina. Hún vildi öllum vel og reyndi eftir mætti að hlúa sem best að mönnum og mál- leysingjum. Þetta virtist heimil- iskisan hennar skynja vel. Hún átti það til að læðast út á kvöldin og veiða mús sem hún vildi greini- lega færa Ellu. Ekki fékk hún að koma inn með músina en settist í kjöltu Ellu, teygði loppurnar upp um háls hennar og malaði. Þannig sátu þær oft langa stund. Ég er viss um að margir vildu nú geta lagt „loppurnar“ um háls Ellu og þakka henni að skilnaði. Það var mikið áfall fyrir fjöl- skylduna á Varðgjá þegar Hörður veiktist illa. Hann lamaðist og varð eftir það að dvelja á hjúkr- unarheimili. Hörður lést árið 2005. Undanfarin ár hefur heilsu Ellu farið ört hrakandi. Hún hefur um árabil dvalið á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Hlíð á Akur- eyri. Þar hefur hún notið ágætrar aðhlynningar hjá því góða fólki sem þar vinnur. Við viljum færa þessu fólki okkar bestu þakkir. Að lokum viljum við Hrefna senda börnum og barnabörnum Elín- borgar okkar innilegustu samúð- arkveðjur. Ólafur Einarsson. Elínborg María Einarsdóttir ✝ Laufey Guð-laugsdóttir fæddist á Bárð- artjörn í Höfða- hverfi 1. janúar 1919. Hún lést á Sjúkrahúsinu á Ak- ureyri 4. maí 2011. Foreldrar Lauf- eyjar voru Emilía Sigurbjörg Hall- dórsdóttir, f. 1. nóv- ember 1878, d. 12. október 1957, og Guðlaugur Jóakimsson, f. 25. mars 1877, d. 8. júlí 1951. Árið 1940 giftist Laufey Arn- finni Gunnþóri Hallgrímssyni frá Jaðri á Látraströnd, f. 24. febrúar 1910, d. 25. maí 1986. Laufey og Gunn- þór eignuðust sex börn, Hallgrím Svav- ar, Tryggva Viðar, Þóreyju, Guðlaug, Hjalta og Emilíu Kristínu. Laufey var næst- yngst af níu systk- inum, sem öll eru lát- in. Systkin Laufeyjar voru Jenný, Höskuldur, Svan- fríður, Sigurvin, Jóakim, Óli, Torfi og Kristín. Útför Laufeyjar fer fram frá Grenivíkurkirkju í dag, 14. maí 2011, og hefst athöfnin kl. 13.30. Ég kveð ömmu mína með miklum söknuði og innilegu þakklæti fyrir allt sem hún var mér og sonum mínum. Góðar minningar eru varðveittar frá samverustundum norður á Grenivík. Það var reisn yfir henni ömmu, alltaf svo fín og vel til höfð. Hún var trygg, um- hyggjusöm og hlý amma og dýr- mætt að eiga hana að. Þrátt fyr- ir háan aldur og veikindi var hún alltaf að og ófáir vettling- arnir og sokkarnir sem hún prjónaði og gaf okkur ættingj- um og vinum. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Valdimar Briem) Þín Harpa. Laufey Guðlaugsdóttir ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, JENS JÓHANNES JÓNSSON, Dalseli 33, Reykjavík, sem lést á Landspítalanum í Fossvogi laugardaginn 7. maí, verður jarðsunginn frá Áskirkju, Reykjavík, mánudaginn 16. maí kl. 15.00. Sólveig Ásbjarnardóttir, Anna Jensdóttir, Sigurður V. Viggósson, Ásbjörn Jensson, Vilborg Tryggvadóttir Tausen, Jón Haukur Jensson, Berglind Björk Jónasdóttir, Ástríður Jóhanna Jensdóttir,Ragnar Kjærnested, Erla Sesselja Jensdóttir, Gunnar Friðrik Birgisson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, PÁLL MARTEINSSON, Brekkugötu 36, Akureyri, lést laugardaginn 7. maí. Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju fimmtudaginn 19. maí kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hans er bent á Heimahlynningu á Akureyri. Ásdís Sigríður Þorsteinsdóttir, Sæmundur Örn Pálsson, Þóra Ellertsdóttir, Þorsteinn Pétur Pálsson, Bergþóra Björk Búadóttir, Kristinn Sigurður Pálsson, Sólveig Alfreðsdóttir, Marta Þuríður Pálsdóttir, afa- og langafabörn. ✝ Elskulegur sonur okkar, bróðir, mágur, barna- barn, frændi og vinur, EGGERT ÖRN HELGASON, Dalhúsum 3, Reykjavík, varð bráðkvaddur á heimili sínu föstudaginn 6. maí. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju mánudaginn 16. maí kl. 13.00. Hólmfríður Eggertsdóttir, Helgi Helgason, Helgi Helgason, Stefán Þór Helgason, Karen Rakel Óskarsdóttir, Inga Rut Helgadóttir, Ísak Hrafn Helgason, Þórunn Þorgeirsdóttir, frændsystkini og vinir. ✝ Elskulegur sonur okkar, faðir, sambýlismaður, bróðir og afi, SVEINN ODDUR GUNNARSSON, Ránargötu 1, Akureyri, lést laugardaginn 7. maí. Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju miðvikudaginn 18. maí kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Heimahlynningu á Akureyri. Guðbjörg Sveinbjörnsdóttir, Gunnar Albertsson, Guðmundur Ásgeir Sveinsson, Guðbjörg Þórunn Sveinsdóttir, Sævar Þór Erlingsson, Sandra Björk Ólafsdóttir, Anna Á. Rósantsdóttir, Bjarki Gunnarsson, Bessi Gunnarsson og barnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar og systir, GUÐLAUG GUÐMUNDSDÓTTIR, lést á heimili sínu fimmtudaginn 5. maí. Útför hennar fer fram frá Digraneskirkju mánudaginn 23. maí kl. 13.00. Fyrir hönd annarra vandamanna, Gylfi Rúnarsson, Anna Gulla Rúnarsdóttir, Inga Dóra Guðmundsdóttir. ✝ Faðir okkar, tengdafaðir, bróðir og afi, BJARNI ÓLAFSSON fv. lektor, lést á hjúkrunarheimilinu Grund þriðjudaginn 10. maí. Útför hans fer fram frá Neskirkju fimmtu- daginn 19. maí kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á starf KFUM og KFUK, sími 588 8899 eða reikningur 117-26-22206, kt. 690169-0889. Gunnar Bjarnason, Kristín Sverrisdóttir, Ólafur Bjarnason, Hallfríður Bjarnadóttir, Terje Fjermestad, Felix Ólafsson og barnabörn. ✝ Minn hjartkæri eiginmaður, faðir, sonur, bróðir, tengdasonur og mágur, PÁLL VALDIMAR KOLKA, lést á deild 11G á Landspítalanum sunnu- daginn 8. maí. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast hans er bent á reikning til styrktar börnum hans, 515–4–253281, kt. 111265–5859. Jarðarförin fer fram frá Hallgrímskirkju þriðjudaginn 17. maí kl. 13.00. Heiður Óttarsdóttir, Perla Kolka Pálsdóttir, Þórunn María Kolka Pálsdóttir, Óttar Páll Kolka Pálsson, Perla Kolka, Óttar S. Einarsson, Hrönn Hákonardóttir, Elín Perla Kolka, Ása Kolka Haraldsdóttir, Margrét Kolka Haraldsdóttir, Björg Kolka Haraldsdóttir og aðrir aðstandendur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.