Morgunblaðið - 14.05.2011, Side 42

Morgunblaðið - 14.05.2011, Side 42
42 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. MAÍ 2011 ✝ Sigríður Jóns-dóttir fæddist að Móskógum á Bökkum 9. mars 1930. Hún lést á Landspítala Foss- vogi, deild A6 29. apríl 2011. Foreldrar henn- ar voru Helga Guð- rún Jósefsdóttir, f. 12.7. 1901, d. 22.5. 1971 og Jón Guð- mundsson, f. 3.9. 1900, d. 30.1. 1988. Sigríður var fimmta í röð 13 systkina. Elstur var Alfreð, f. 1921, d. 2011, Guðmundur Hall- dór, f. 1923, d. 1999, Aðalbjörg Anna, f. 1926, Ásmundur, f. 1928, d. 1958. Yngri en Sigríður eru Svavar, f. 1931, Kristinn, f. 1932, Baldvin, f. 1934, Halldóra Rannveig Hrefna, f. 1935, Pálmi, f. 1937, Hermann, f. 1938, Lúðvík Ríkharð, f. 1940, Svala, f. 1945. Sigríður ólst upp til 10 ára aldurs í Móskógum, en þá flutti fjölskyldan að Molastöðum í Austur-Fljótum. Fluttist að Vallanesi í Vallhólmi 1952 og Fór alfarið að heiman 15 ára og þá í vist. Síðan við ýmis störf, t.d. ráðskona við Barnaskóla Seyluhrepps 16 ára og sá þá líka um veitingasöluna á Hótel Varmahlíð þar sem skólinn var. Var ein af stofnendum Kirkju- kórs Víðimýrarsóknar. Var í Garðyrkjuskólanum Hveragerði og vetrarlangt í Kvennaskól- anum á Löngumýri. Stundaði bústörf í Vallanesi eftir að hún fluttist þangað og seinni árin þar ráðskonustörf í vegagerð og skóla. Í Kvenfélagi Seylu- hrepps og gegndi þar trún- aðarstörfum sem og í Kven- félagi Lýtingsstaðahrepps síðar. Starfaði við Steinsstaða- skóla frá 1974 við hin ýmsu störf, t.d. sem ráðskona, ræsti- tæknir og leiðbeinandi til starfs- loka. Var í ferðamálanefnd Lýt- ingsstaðahrepps um árabil og kom Ferðaþjónustu Steinsstaða- skóla á laggirnar 1981 og var í forustu fyrir henni um árabil. Hefur hún verið rekin síðan, nú sem Ferðaþjónustan Steins- stöðum. Grúskaði mikið í ætt- fræði og fornum fróðleik á seinni árum og naut ferðalaga bæði innanlands og erlendis. Útför Sigríðar fer fram frá Sauðárkrókskirkju í dag, 14. maí 2011, og hefst athöfnin kl. 14. Jarðsett verður í Reykja- kirkjugarði í Tungusveit. giftist Eiríki Valdi- marssyni bónda þar. Börn þeirra eru: Rósa Sig- urlaug, f. 3.1. 1953, maki Guðmundur Pálsson, þau eiga fjögur börn og sex barnabörn. Her- mundur Valdimar, f. 25.10. 1954, maki Selma Dröfn Guð- jónsdóttir, þau eiga þrjú börn og þrjú barnabörn. Helga Guðrún, f. 1.3. 1962, maki Einar Erlingsson. Helga á tvö börn. Jón, f. 5.2. 1963, maki Jó- hanna Valgeirsdóttir, þau eiga fjögur börn. Árið 1974 fluttist Sigríður í Steinsstaðahverfið í Lýtings- staðahreppi og hóf sambúð með Kristjáni Kristjánssyni. Stofn- uðu þau heimili að Lækj- arbakka 9 í Steinsstaðabyggð- inni og var Sigríður þar til heimilis til æviloka. Sigríður fór ung að vinna. Var við barna- gæslu á næsta bæ fyrst 8 ára gömul og teymdi kerruhest sumarlangt í vegagerð 10 ára. Stundum er talað um að brúa kynslóðabil með samvistum þeirra sem yngri eru við þá eldri, en þannig fluttist fróðleikur á milli kynslóða. Þegar ég var barn lifði ég mig inn í frásagnir for- eldra minna frá æskuárum þeirra. Ég reyndi að koma mér upp myndum í hugskoti mínu af aðstæðum og samfélagi sem var ólíkt því er ég sjálfur bjó við. Það var ekki alltaf auðvelt. Og áfram líður tíminn, ég eignast sjálfur börn, þau fullorðnast og eignast líka börn. Þá er farið að tala um fjórðu kynslóð. Þar liggur ein- mitt mergurinn málsins. Hvernig á tíu ára borgarbarn að geta sett sig í spor æskuára langömmu sinnar sem fædd var árið 1930 í afskekktri sveit norður í Skaga- firði. Langömmu sem var fimmta barn foreldra sinna af þrettán. Bjó fyrstu ár ævi sinnar í torfbæ. Fór að hjálpa til við barnapössun og almenn verk svo ung sem hún man. Var send í barnapössun á næsta bæ 8 ára að aldri. 10 ára gömul var hún kúskur í vega- vinnu eins og kallað var, teymdi hest með kerru allan daginn, heilt sumar og fótabúnaðurinn var sauðskinnskór. 12 ára, sneið og saumaði föt á yngri systkini úr hveitipokum. 15 ára farin í burtu í vist á Akureyri. Inn á milli komu þó tímar fyrir leik. Leik- föngin að mestu skeljar og annað sem fannst í fjörunni. Glaðværð, ærsl, stríðni og hlátur einkenndi barnahópinn. Aðalfæðan dregin úr sjó, kjöt á hátíðar- og tyllidög- um, mjólk stundum aðeins til handa þeim yngstu. Skólagangan þrjú ár og þótti gott. Já, það er erfitt fyrir borgarbarnið að skilja að ekki hafi verið til heimilisbíll, sjónvarp, tölvur, eða pitsur og spagettí. Ég varð þeirrar gæfu aðnjót- andi að kynnast Siggu þegar ég varð tengdasonur hennar. Atorka og myndarskapur einkenndu allt hennar líf. Eftir að hafa unnið fyrir sér í nokkur ár dreif hún sig í húsmæðraskóla, tvítug að aldri og lauk þar prófi með hæstu ein- kunn. Hún giftist Eiríki Valdi- marssyni í Vallanesi og eignaðist með honum 4 börn. Hún gekk í öll störf á sveitaheimilinu, var hann- yrðakona sem prjónaði og saum- aði á fjölskylduna og framreiddi hinn besta kost á eldhúsborðið sem ég hef kynnst. Meðfram allri vinnunni stundaði hún félagslíf, var í kvenfélagi og kirkjukór. Árið 1974 hóf Sigga sambúð með Kristjáni Kristjánssyni og flutti þá að Steinsstöðum. Þar vann hún sem ráðskona og kenn- ari til margra ára ásamt því að reka ferðaþjónustu á sumrin. Þá gafst henni einnig meiri tími til lesturs og ættfræðigrúsks sem hún hafði mikinn áhuga á. Hún fékk tækifæri til að ferðast á framandi slóðir eins og til Egyptalands, Túnis, Suður-Afr- íku, Kanada, Rússlands og naut þess í ríkum mæli. Sigga var góðum gáfum gædd og stálminnug fram til þess síð- asta. Hún var hlý kona, glaðvær og söngelsk en gat líka verið stríðin. Hún tók vel á móti mér þegar ég kom inn í fjölskylduna og var mér ávallt sem besta móð- ir. Og alla tíð stóðu okkur hjónum og ömmubörnunum hennar opnar dyr þegar á þurfti að halda. Hafi hún kærar þakkir fyrir allt og allt. Eiginmanni og fjölskyldu votta ég mína dýpstu samúð. Guðmundur Pálsson. Í Fljótunum í Skagafirði er sól- in og sveitin einstök, og fágætar eru afurðir hennar og ávextir langra sumardaga. Rétt eins og amma mín kær, sem kvatt hefur nú þetta jarðlíf. Hún var einstök á sína vísu, af þeirri kynslóð þar sem seiglan og mýktin mótaði einstaklinga sem við í dag lítum upp til og berum mikla virðingu fyrir. Hún amma hafði mikla yfirsýn yfir það fólk sem stóð henni næst og sýndi því mikinn áhuga hvað við niðjar hennar vorum að bar- dúsa í okkar hversdagslífi. Þann- ig var hún afar vís um fólkið sitt, ættingja sína hvort sem þeir voru þremenningar, fjórmenningar, fimmmenningar eða nímenning- ar! Já, alltaf dáðist ég að því hvernig hún gat rakið ættir fólks sundur og saman, enda hefði hún getað keppt í þessari þjóðarí- þrótt með miklum sóma. Við eldhúsborðið á Lækjar- bakka var alltaf stutt í fróðleik- inn hennar ömmu Siggu og við sem yngri erum skildum kannski ekki alltaf hvernig hún gat sífellt dregið eitthvað nýtt og nýtt fram úr erminni. Sem þjóðfræðingur dáðist ég að þessum hæfileikum ömmu minnar, sem barnabarn naut ég þess alltaf að hlusta. Hún amma mín var að eðlisfari mikil dugnaðarkona, en alltaf stutt í glettnina. Það átti ekki við hana að tapa heilsunni, að vera vegna sjúkdóma öðrum háð hvað varðar velferð og öryggi. Ekki það að slík reynsla eigi vel við nokkurn mann sem skapaður er til að lifa og þrauka til hinsta dags. En amma Sigga stóð ekki ein. Fjölskyldan stóð þétt við bakið á henni, og þar stóð fremst- ur Kristján, að öllum öðrum ólöstuðum. En nú hefur amma Sigga gengið óstudd síðasta spöl- inn, það gerði nú með sinni miklu reisn. Hún hefur kvatt að sinni og mun nú hvílast í himneskum friði. Ég veit að hennar nærvera mun þó halda áfram að lifa víða í kringum okkur: gæska ættmóð- urinnar á Lækjarbakka, móður- ástin heima í Vallanesi, og barns- hjartað slær ört í Fljótunum og mun þar njóta hverrar árstíðar á margri þúfunni. Minning ömmu Siggu lifir. Nú þegar vorið vex með sér- hverju nýju grænu grasi og brumi, er gott að setjast niður og láta hugann reika. Leyfa minn- ingunum að fljóta upp úr gleymskunni. Úr himninum hnýti ég lykkju á leið mína til þín. Úr vatninu vatt ég dropa og vökvaði garðinn þinn. Úr jörðinni sprotar spruttu svo hýrnaði hjarta þitt. Úr sólinni stendur loks brúin sem tákn um eilífan frið. Um stund er vegurinn langur frá himninum, til mín. En úr minningum hnýti ég lykkju á leið mína til þín. Minning þín lifir, elsku amma. Ég bið að heilsa. Eiríkur Valdimarsson. Sumarið 1977 lagði ég af stað í mína fyrstu ferð til ömmu og Kristjáns. Ég flaug frá Reykja- víkurflugvelli norður á Sauðár- krók þar sem amma tók á móti mér. Mikið urðum við báðar fegnar þegar ég steig út úr vél- inni og amma tók mig í stóra faðminn sinn og hældi mér fyrir dugnaðinn. Amma og Kristján þurftu bæði að vinna ýmis verk í Steinsstaðaskóla ásamt fleiri starfsmönnum en ég sniglaðist í kringum fullorðna fólkið auk þess sem reynt var að virkja mig í vinnu, meðal annars pappírs- vinnu með Jóa í Stapa. Stundum skrapp ég til þeirra á veturna í nokkra daga og snigl- aðist þá með þeim um Steins- staðaskóla, þar sem Kristján var skólastjóri til margra ára. Sum- arið 1981 þegar ég var níu ára fór ég svo til ömmu og Kristjáns í fyrsta skipti til að dvelja hjá þeim allt sumarið. Þau hófu rekstur á svokallaðri „sumarstarfsemi“ þar sem skólinn var nýttur undir svefnpokapláss, túnin urðu að tjaldstæðum og nýja sundlaugin við Árgarð varð að afþreyingu ferðamanna og stóru sunnudags- baði fyrir krakkana úr sveitinni. Starfsemin óx síðan jafnt og þétt með hverju sumrinu og smám saman urðu bæði virkir dagar og helgar þétt bókaðar undir ætt- armót og ýmsa innlenda og er- lenda ferðahópa. Við rúlluðum þessari starfsemi áfram í sex ár þar sem hver hafði sitt hlutverk. Mitt hlutverk var að taka á móti sundlaugargestum, rukka þá og vísa þeim í klefana og fylgjast með þeim í lauginni eða heita pottinum og reka upp úr klukkan tíu á kvöldin. Það giltu fáar en einfaldar reglur á heimilinu og í næsta ná- grenni; það mátti ekki hlera sveitasímann, ég átti ekki að vaska upp, þrífa eða þvo þvotta, það mátti ekki sniglast innan um gesti á tjaldsvæðunum eða í skól- anum, ekki vera með hávaða eða læti og sýna átti gestum kurteisi, liðlegheit og virðingu. Þegar stund var milli stríða spiluðum við amma eða ég fylgdist með henni leggja kapal og ráða kross- gátur. Vorið 1986 lögðum við þrjú í okkar fyrstu utanlandsferð og flugum til Danmerkur í tveggja vikna reisu um landið. Sú ferð var sérstaklega vel heppnuð í alla staði og dvöldum við meðal ann- ars hjá vinafólki ömmu og Krist- jáns í Jónshúsi og hjá Pálma bróður ömmu og Hönnu konu hans á Jótlandi. Svo liðu árin en við amma vor- um samt alltaf í sambandi og hringdum hvor í aðra og þegar ég eignaðist mitt fyrsta barn, sem var hennar fyrsta langömmu- barn, þá keyrðu þau hjónin suður til að kíkja á drenginn og þótti mér ofsalega vænt um þá heim- sókn. Amma hafði síðan sérlega gaman af því að fylgjast með langömmubörnunum og fá fréttir af þeim. Samverustundir okkar voru margar og dýrmætar og það sem hér hefur verið skrifað er aðeins örlítið brot. Mér fannst erfitt að sjá ömmu svona veika síðustu ár- in og það reyndist erfitt að kveðja hana. Mig langaði alltaf að hitta hana „bara einu sinni enn“ og halda í hönd hennar og strjúka ennið. Bestu þakkir fyrir allt sem þú kenndir mér og gafst mér, elsku amma mín. Ég votta þér mína dýpstu samúð, elsku Kristján. Amma hvílir nú í ró og friði um- vafin ást okkar og fegurð fjallanna. Þín Herdís. Bernskuveröld Sigríðar föður- systur minnar var í Fljótum í Skagafirði þar sem hún ólst upp hjá kærleiksríkum foreldrum í stórum systkinahópi. Hún fædd- ist í Móskógum í Vestur-Fljótum en fluttist að Molastöðum í Aust- ur-Fljótum tíu ára gömul, þegar foreldrar hennar eignuðust þar sína fyrstu ábýlisjörð. Sigga átti góðar minningar úr Fljótunum og komst oft á flug þegar hún rifjaði upp ýmis atvik úr upp- vextinum. Aðeins 15 ára gömul hleypti hún heimdraganum og fór að vinna fyrir sér í vistum, við garð- yrkju- og eldhússtörf og sem kaupakona. Veturinn sem hún vann á hótelinu og við heima- vistina í Varmahlíð 16 ára gömul var henni mjög minnisstæður, en þar var henni falin mikil ábyrgð í veikindum ráðskonu staðarins. Eina skólaganga hennar að loknu barnaskólaprófi var nám við Húsmæðraskólann á Löngumýri í einn vetur og nýtti hún þann tíma mjög vel til náms og átti þaðan glaðar minningar. Á þeim tíma kynntist hún fyrri manni sínum Eiríki Valdimars- syni, sem þá hafði tekið við búi í Vallanesi, rétt við túnjaðar Löngumýrar. Börn þeirra fjögur voru í æsku umvafin ástríki for- eldra. Afkomendurnir eru nú stór og fríður hópur. Þau Eiki og Sigga höfðu bara búið saman í eitt ár þegar þau tóku mig til sumardvalar aðeins fjögurra ára gamla. Ég var síðan hjá þeim flest sumur allan minn uppvöxt. Þau voru mér bæði afskaplega góð og trygg. Ég er þeim þakklát fyrir atlætið og eins fyrir það að hafa fengið að vinna með þeim og nema dýrmætt samband við skepnur og náttúru. Á veturna fylgdist ég svo með búskapnum í gegnum bréfa- skriftir. Það er t.d. alveg á hreinu að Skrauta bar tveimur kálfum í nóvember árið 1957 sem voru rauðskjöldóttir eins og hún. Mér er það einnig minnisstætt þegar Nonni litli, að eigin sögn, fékk blóðnasir í fingurinn og vildi plástur. Á Molastöðum var mikið sung- ið og spilað á hljóðfæri. Sigga hafði góða söngrödd og naut þess að syngja í kórum. Þegar vel stóð á settist hún með gítarinn og við sungum ættjarðar- og dægurlög. Það kom líka fyrir að baðstofu- gólfið í Vallanesi titraði, þegar dansinn dunaði og tekið var und- ir með lögum unga fólksins af fullri raust. Sigga var leifturgreind og af- skaplega vinnusöm og verkhög. Hún var einstök matmóðir, sem gat haft ljósnál (sjógengin bleikja) í matinn þrisvar í sömu viku og samt glatt alla við borðið. Hún var lagin við börn og mjög skipulögð í sínu heimilishaldi. Það vafðist ekki heldur fyrir henni að takast á við óhefðbundin verkefni eins og að aka vörubíl í vegavinnu og ganga til útiverka af þeirri gerð sem þá töldust ekki vera kvennmannsverk. Leiðir Siggu og Eika skildi og hún hóf sambúð með eftirlifandi eiginmanni sínum, Kristjáni Kristjánssyni, sem reyndist henni sálufélagi og vinur til hinstu stundar. Heimili þeirra stóð að Lækjarbakka 9 í hverfinu við Steinstaðarskóla og þar var okkur ætíð tekið opnum örmum. Að leiðarlokum þakka ég Siggu frænku minni fóstrið og ævilanga vináttu. Kristjáni, börnum henn- ar og ástvinum sendum ég og mínir samúðarkveðjur með bæn um blessun. Bjarnheiður K. Guðmundsdóttir. Nú hefur hún Sigríður Jóns- dóttir gengið inn um gullna hlið- ið. Í okkar huga er sterkust myndin af henni „Siggu á skól- anum“ sem auk þess að vera skólastjórafrú sinnti mötuneyti og sérkennslu í Steinsstaðaskóla í Skagafirði mörg árin okkar þar. Sá starfi fórst henni vel úr hendi og ef eitthvað bjátaði á hjá skóla- börnunum var gott að leita til Siggu. Þau hjón stóðu einnig fyr- ir ferðaþjónustu í skólanum yfir sumartímann með miklum mynd- arbrag og urðu fleiri til að feta í þeirra fótspor. Vináttan hélst og væntum- þykjan þótt við flyttum burt og þau Kristján komu að heimsækja okkur til Kaupmannahafnar. Ógleymanlegar eru líka heim- sóknir okkar til þeirra hjóna á Lækjarbakka 9, hvort sem var í morgunsárið eða undir miðnætti. Ávallt var tilreiddur veislumatur og þegar fjölskyldan frá Neðra- Ási í Hjaltadal hélt ættarmót sitt í Steinsstaðaskóla fyrir rúmum áratug kom Sigga með fullan poka af nýsteiktum kleinum til að gleðja og næra. Elskulegi Kristján, kæru Rósa, Valdimar, Helga og Jón og aðrir ástvinir. Þið hafið misst mikið en þið áttuð líka mikið. Sannfæringin um að lífinu sé ekki lokið þótt jarðneskt lífs- hlaup sé á enda færir okkur skjól í söknuðinum, hleypir brosi í gegn um tárin. Því „trúin er full- vissa um það, sem menn vona, sannfæring um þá hluti, sem eigi er auðið að sjá“ (Heb 11.1). Nú sér hún Sigga „augliti til auglitis“ það sem við sjáum „svo sem í skuggsjá, í ráðgátu“ (1Kor 13.12). „En nú varir trú, von og kærleikur, þetta þrennt, en þeirra er kærleikurinn mestur“ (1Kor 13.13). Guð veri með ykk- ur, góðu vinir. Lárus og María frá Mælifelli, Guðrún Lára. Sigríður Jónsdóttir ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÓLÖF SNÆLAUGSDÓTTIR, Guttormshaga, lést á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Lundi miðvikudaginn 11. maí. Jarðarförin fer fram frá Skarðskirkju á Landi laugardaginn 21. maí kl. 14.00. Ólafur Kristinn Þorsteinsson, Guðrún Sigríður Þorsteinsdóttir, Bjarni Heiðar Þorsteinsson, Daníel Þorsteinsson, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur sonur okkar og bróðir, EYÞÓR STEFÁNSSON, Stekkjargötu 3, Neskaupstað, lést þriðjudaginn 10. maí. Hallbjörg Eyþórsdóttir, Stefán Pálmason, Pálmi Þór Stefánsson, Ingibjörg Stefánsdóttir og fjölskyldur. ✝ Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, SIGURBJÖRG GÍSLADÓTTIR, lést á Hrafnistu í Hafnarfirði að morgni fimmtudagsins 12. maí. Jarðarförin verður auglýst síðar. Margrét Friðbergsdóttir, Bergþór Halldórsson, Högni Bergþórsson, Sigurbjörg H. Bergþórsdóttir, Karl Sæberg Jónsson, Halldóra Bergþórsdóttir, Gestur Svavarsson og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.