Morgunblaðið - 14.05.2011, Side 28
28 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. MAÍ 2011
BAKSVIÐ
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
„Okkur er ljóst að lífið hefur hagað
því svo að við erum um skeið gæslu-
menn Flateyjar, náttúru, menningar
og sögu og fáum að njóta hér ein-
stakra gæða meðan svo varir,“ segir
í upphafi samfélagssamnings sem
sendur hefur verið til ábúenda, eig-
enda sumarhúsa í Flatey á Breiða-
firði og fleiri aðila. Stefnt er að því
að samningurinn verði frágenginn á
næstu vikum og undirritaður af íbú-
um, dvalargestum, fyrirtækjum og
stofnunum sem á einn eða annan
hátt koma að lífi og starfi í eyjunni.
Heimir Sigurðsson er stjórnar-
maður í Framfarafélagi Flateyjar
segir að þegar ný stjórn tók við í fé-
laginu fyrir þremur árum hafi verið
ákveðið að vinna að stefnumótun til
framtíðar. „Þessi vinna endaði með
fjölmennu íbúaþingi í fyrrahaust og
áður höfðu fjölmargir aðilar komið
að undirbúningi þingsins, sem við
kölluðum Eyjaþing,“ segir Heimir.
Með eyjuna að láni
„Niðurstöður Eyjaþingsins gefa
vísbendingar um hvernig fólk sér
eyjuna þróast, en hagsmunir eru
margvíslegir,“ segir Heimir. „Í Flat-
ey eru fastir ábúendur, sum-
arhúsaeigendur, ferðaþjónusta og
vaxandi fjöldi ferðamanna. Flatey
tilheyrir Reykhólasveit, en hags-
munir ferðaþjónustunnar liggja hins
vegar í Flatey og Stykkishólmi,
frekar en uppi á Reykhólum.
Það voru skýr skilaboð af þinginu
að fólk lítur þannig á að við séum
með eyjuna að láni. Meðvitað eða
ómeðvitað voru viðhorf mjög margra
á þennan veg. Þegar þessi sýn er
núna komin á blað held ég að einmitt
svona vilji fólk hafa þetta,“ segir
Heimir og vísar til setningar í sam-
félagssáttmálanum þar sem segir:
„Okkar hlutverk er að taka við arfi
forfeðra og haga lífi okkar og gjörð-
um þannig að við skerðum ekki
möguleika þeirra kynslóða sem á
eftir okkur koma.“
Stígagerð og vatnsveita
Framfarafélag Flateyjar í sam-
vinnu við Reykhólahrepp, Sæferðir
og Eyjasiglingu fékk í vetur sem leið
þriggja milljóna króna styrk frá
Ferðamálastofu, vegna úrbóta á
ferðamannastöðum. Framundan er
stígagerð í eyjunni og vinnur Land-
mótun, landslagsarkitektar, að
hönnun stíganna og að því að ná
breiðu samkomulagi við þá sem eiga
hagsmuna að gæta um legu stíg-
anna. Taka verður tillit til margra
þátta eins og náttúru, búskapar, æð-
arvarps og annars fuglalífs.
Fyrir tveimur árum lauk lagningu
vatnsveitu í flest hús í Flatey. Vatnið
er flutt í vatnstönkum Breiðafjarð-
arferjunnar Baldurs út í Flatey og
dælt í tank ofan við höfnina. Þaðan
er það flutt í leiðslum í dæluhús
vatnsveitunnar upp á eyju og þaðan í
húsin. Áður var vatni safnað í
brunna sem tilheyrðu húsunum og
var það misjafnt að gæðum og dugði
tæpast í þurrkasumrum.
„Það var töluverð vinna að koma
vatnsveitunni á laggirnar, en auk
stígagerðarinnar er meðal verkefna
sem bíða okkar að gera áætlanir um
að fá vistvæna raforku út í Flatey,“
segir Heimir. „Þar eru ýmsir mögu-
leikar til skoðunar, en meðal annars
verður rykið dustað af gömlum hug-
myndum sem gerðu ráð fyrir vatns-
leiðslu frá Brjánslæk til Flateyjar
auk rafmagnskapals.
Þá yrði mögulegt að leggja dísil-
vélum sem nú framleiða allt rafmagn
fyrir eyjuna auk þess að minnka til
muna olíukyndingu sem er í flestum
húsum og fá vistvæna orku í staðinn.
Einnig hefur verið rætt um vind-
myllur og að virkja sjávarföllin, en
þær lausnir eru taldar of dýrar fyrir
svo lítið samfélag. “ segir Heimir.
Ljósmynd/Heimir Sigurðsson
Flatey Séð yfir Hafnarey og yfir þorpið í Flatey þar sem eru fjölmörg sumarhús, sem byggja á gömlum merg og mikilli sögu. Tvö býli eru í Flatey.
Gæslumenn Flateyjar
undirbúa samfélagssamning
Fengu þriggja milljóna króna styrk frá Ferðamálastofu Hugað að vistvænni raforku í Flatey
Vatnsveita Baldur flutti 45 þúsund lítra tank út í Flatey og einnig vörubíl
sem notaður var við framkvæmdirnar, en bílar eru sjaldséðir í eynni.
Mikil þátttaka var á Eyjaþingi í lok
ágúst í fyrrahaust, en fyrirtækið Ildi
skipulagði þingið í samvinnu við
Framfarafélagið. Í samantekt um
þingið segir meðal annars:
„Þátttakendum varð tíðrætt um
þolmörk Flateyjar gagnvart ferða-
þjónustu og lögðu áherslu á jafn-
vægi og gagnkvæman skilning milli
búsetu, náttúruverndar, sumardval-
argesta og ferðamanna. Fram kom
ósk um góða og virka stjórnsýslu
og samráð við íbúa og hagsmuna-
aðila, t.d. varðandi framkvæmdir.
Rætt var um mikilvægi verndunar
„Þorpsins“, sem er elsti hluti
byggðar í Flatey og hversu langt
ætti að ganga varðandi skilmála um
framkvæmdir þar.
Þátttakendur áttu sér ýmsa
drauma um framtíðina. Má þar
nefna draum um gestastofu af ein-
hverju tagi sem yrði fastur punktur
í móttöku ferðamanna og rætt var
um sjálfbæra orkunýtingu, vistvæn-
an búskap, sorpflokkun og jarð-
vegsgerð. Rauði þráðurinn í skila-
boðum Eyjaþings er sá að tryggja
þurfi fasta búsetu í Flatey allt árið.
Á því byggist samgöngurnar sem
eru lífæð eyjarinnar, öryggismál og
öll þróun.“
Draumur um gestastofu
TÍÐRÆTT UM ÞOLMÖRK FLATEYJAR Á EYJAÞINGI
Sérstakur saksóknari og Sýslumað-
urinn í Vík voru valdir stofnanir
ársins og Íslenska gámafélagið og
Vinnuföt voru valin fyrirtæki ársins
í nýlegri könnun SFR stéttarfélags í
almannaþjónustu og VR.
Könnunin er stærsta árlega
vinnumarkaðskönnun hér á landi og
mælir hún viðhorf starfsmanna til
vinnustaðar síns og vinnuumhverfis.
Sérstakur saksóknari var efstur í
flokki stærri stofnana (50 starfs-
menn og fleiri) og Sýslumaðurinn í
Vík var efstur í flokki minni stofn-
ana (færri en 50 starfsmenn). Ís-
lenska gámafélagið var efst í flokki
stærri fyrirtækja, annað árið í röð,
og Vinnuföt í flokki minni fyrir-
tækja.
Starfsfólk óánægðara
Sé litið á heildina kemur í ljós að
aðeins dregur úr ánægju starfs-
manna á vinnustöðum, sérstaklega
á stærri stofnunum, en fylgni er
milli starfsánægju og stærðar stofn-
ana. Starfsfólk á minni stofnunum
er almennt ánægðara en á þeim
stærri. Starf og staða starfsmanns
innan stofnunar skiptir einnig máli
en stjórnendur og starfsfólk með
mannaforráð er ánægðara í starfi
en aðrir.
Niðurstöður könnunarinnar sýna
jafnframt að vaxandi óánægja er
með launakjör, en ánægja með
launakjör hefur minnkað tvö ár í
röð. Í ár eru um 60% starfsmanna
óánægð með launakjör sín. Í fyrra
var það 51% og árið 2009 44%.
Nokkur munur er á afstöðu kynja
en konur eru mun óánægðari með
laun sín en karlar. Þær eru hins
vegar ánægðari með sveigjanleika í
vinnu. Karlar segja oftar að ætlast
sé til að þeir vinni yfirvinnu en nið-
urstaða könnunarinnar bendir til
þess að konur fái meira svigrúm til
að útrétta í vinnutímanum en karl-
ar. Þær segjast eiga auðveldara
með að samræma vinnu og fjöl-
skyldulíf en karlar gera.
60% starfsmanna óánægð með launin
Ánægðasta starfsfólkið hjá Sérstökum saksóknara og Sýslumanninum í Vík, skv. nýrri könnun
Starfsfólk ánægðara á minni vinnustöðum en stærri Konur mun óánægðari með laun sín en karlar
Morgunblaðið/Ómar
Sérstakur saksóknari Starfsmenn
þar eru ánægðir í vinnunni.