Morgunblaðið - 14.05.2011, Blaðsíða 10
Ingveldur Geirsdóttir
ingveldur@mbl.is
Nokkuð umdeilt var íhaust þegar tilkynntvar að Egill „Gillzeneg-ger“ Einarsson yrði
meðhöfundur að símaskránni í ár
og sitt sýndist hverjum. Guðrún
María Guðmundsdóttir hefur verið
ritstjóri símaskrárinnar síðan
2005. Hún var afskaplega ánægð
með samstarfið við Egil en hann
fékk Evrópumeistarana úr Gerplu
til að vera með sér.
„Hann er með kápuna og tíu
blaðsíður aftast þar sem eru æf-
ingar með símaskránni. Egill og
fimleikastelpurnar í Gerplu sýna
hvernig nýta má símaskrána til að
gera líkamsræktaræfingar og
koma sér í form,“ segir Guðrún
María.
Símaskráin er um 2 kg að
þyngd og ætti því að nýtast vel
sem lóð. „Við erum ánægð með
samstarfið við Egil, það gekk of-
boðslega vel og útkoman varð eins
og við lögðum upp með í haust,“
segir Guðrún María.
En hvers vegna þetta þema,
hreysti og húmor? „Hugleikur
[Dagsson] var hjá okkur 2007 og
2008 með teiknimyndaseríu. Við
lögðumst yfir það í haust hvað við
ætluðum að gera í ár og þessi
hugmynd kom upp og okkur
fannst hún mjög skemmtileg. Það
er alltaf verið að tala um að þjóðin
sé að þyngjast og fólk vill vera
heilbrigðara. Við veltum fyrir okk-
ur hvað við gætum gert til að
hjálpa fólki og símaskráin er mjög
handhæg til að nota í æfingar.“
Má borða símaskrána
Sumir segja að það sé úrelt
að gefa út símaskrá í papp-
Nýtist sem 2 kg lóð
Símaskráin 2011 kemur út í dag. Þema hennar að þessu sinni er hreysti og
húmor og eru tíu síður lagðar undir líkamsræktaræfingar sem hægt er að
nýta símaskrána í. Rúmlega 420.000 símanúmer eru í skránni.
Morgunblaðið/Sigurgeir S
Með eintak Guðrún María Guðmundsdóttir ritstjóri með nýju Símaskrána
sem kemur út í dag. Þema hennar er hreysti og húmor.
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. MAÍ 2011
Vefsíðan www.failbook.com
Failbook Hvað ritar þú á Fésbókina?
Skondið af
Facebook
Það getur margt skemmtilegt og
skondið birst á hinni frægu Facebook.
Vefsíðan Failbook.com er, eins og
nafnið gefur til kynna, grín-samsafn
af Facebook. Þar eru birtar skemmti-
legar eða áhugaverðar stöðufærslur
hjá Facebook-notendum með at-
hugasemdum. Einnig er stundum
fjallað um eitthvert æði sem gengur á
Facebook eða annað sem tengist síð-
unni vinsælu. Fólk getur verið snið-
ugt, orðheppið eða óheppið á Facebo-
ok og um það má lesa á Failbook sér
til skemmtunar.
Ingveldur Geirsdóttir
ingveldur@mbl.is
Ég byrjaði bara að málaIngólfsfjall og þessarmyndir eru ást mín áfjallinu og fólkinu undir
því.“ Svo mælir Andrés Sigmunds-
son, bakarameistari og listmálari.
Nú stendur yfir á Hótel Selfossi
sýning á fjörutíu vatnslitamyndum
eftir hann sem eru eingöngu af Ing-
ólfsfjalli.
„Myndirnar eru frá ýmsum
sjónarhornum og árstíðum, en ég
hef unnið að þeim undanfarin þrjú
ár,“ segir Andrés.
Spurður hvað hafi heillað hann
svo við fjallið svarar Andrés að það
hafi tekið sig dálítið langan tíma að
átta sig á því. „Frá því ég var
strákur er ég búinn að vera á þessu
svæði; Eyrarbakka, Selfossi, Gríms-
nesi og víðar og hef alltaf verið að
horfa á fjallið án þess í raun og
veru að átta mig á því hvað mér
þótti óskaplega vænt um það. Svo
bara allt í einu kviknaði þessi ást á
því. Ingólfsfjall er svo yndislegt
fjall og það hefur svo mismunandi
liti. Í Grímsnesi er þetta orðið allt
annað fjall en þegar keyrt er
framhjá því í Ölfusinu. Þá koma
Fjallamyndir Andrés við eitt verka sinna af Ingólfsfjalli.
Ástin á fjallinu og
fólkinu undir því
Á myndlistarsýningunni
Óður til fjallsins, sem nú
stendur yfir á Hótel Sel-
fossi, má sjá fjörutíu
vatnslitamyndir af Ing-
ólfsfjalli. Myndirnar mál-
aði Andrés Sigmundsson
bakarameistari. Hann
ann fjallinu heitt.
Rau›arárstígur 14, sími 551 0400 · www.myndlist.is
Opið virka daga 10–18, laugard. 11–17, sunnud. 12–17
Síðasta sýningarhelgi
Jökull Snær
Þórðarson
Listamannaspjall
laugardag og sunnudag
kl. 14–16
Vefuppboð nr. 4 – bókauppboð
Fyrsta vefuppboð Gallerís Foldar á bókum hefst
laugard. 14. maí í samstarfi við Bókina Klapparstíg
Vefuppboð nr. 5 – antíkuppboð
Fyrsta vefuppboð Gallerís Foldar á antík hefst
laugard. 21. maí í samstarfi við Antíkbúðina Hafnarfirði
VM-FÉLAG VÉLSTJÓRA OG MÁLMTÆKNIMANNA
Stórhöfða 25 - 110 Reykjavík - 575 9800 - www.vm.is
Nýgerður
kjarasamningur
VM-Félag vélstjóra og málmtæknimanna heldur
kynningarfundi vegna kjarasamnings VM og SA á
almenna markaðnum.
Önnur mál.
Þriðjudaginn 17. maí
Selfoss, kl. 20 á Hótel Selfoss.
Miðvikudagur 18. maí
Akureyri, kl. 20 á Skipagötu 14, 4 hæð.
Fimmtudagur 19. maí
Reyðarfjörður, kl. 20 á
Hótel Reyðarfirði.