Morgunblaðið - 14.05.2011, Side 41

Morgunblaðið - 14.05.2011, Side 41
MINNINGAR 41 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. MAÍ 2011 ✝ Unnur Guð-björg Jóns- dóttir fæddist á Auðnum í Ólafs- firði 29. apríl 1931. Hún lést á Heil- brigðisstofnun Siglufjarðar 6. maí 2011. Foreldrar Unnar voru hjónin Jón Jónsson, bóndi á Auðnum í Ólafs- firði, f. 13.9. 1886, d. 11.2. 1939 og Anna Guðvarðardóttir, ljós- móðir, f. 19.6. 1890, d. 5.8. 1933. Unnur var yngst sjö systkina. Tveir bræður Unnar, Garðar og Aðalvarður, létust barnungir að aldri. Önnur systkini Unnar eru: Klemens, f. 22.3. 1918, d. 10.12. 2005, Garða, f. 5.5. 1922, d. 19.11. 2009, Aðalgeir, f. 29.8. 1925, d. 29.8. 1982 og Guðfinna, f. 22.4. 1927. Fyrstu sjö ár ævi sinnar bjó Unnur að Auðnum í Ólafsfirði. Móðir Unnar lést þegar Unnur var einungis tveggja ára að aldri og tæpum sex árum síðar lést faðir hennar. Unnur var svo lánsöm að á Auðnum var ráðskona, Guðrún 1977. Eftir að Unnur og Gott- skálk gengu í hjónaband fluttist fósturmóðir Unnar, Guðrún, til þeirra hjóna og bjó hjá þeim til dauðadags. Synir Unnar og Gottskálks eru: 1) Rögnvaldur Gottskálksson, f. 17.5. 1955, giftur Auði Björk Erlends- dóttur, f. 11.5. 1957. Dætur þeirra eru: a) Unnur Guðrún, f. 27.5. 1979, sambýlismaður, Kristinn Kristjánsson, f. 15.4. 1973, sonur þeirra er Hilmir Darri, f. 25.5. 2010. b) Að- alheiður Lovísa, f. 3.1. 1982, sambýlismaður, Guðjón Hall Sigurbjörnsson, f. 9.1. 1981, dóttir þeirra er Lárey Lind, f. 27.12. 2008. 2) Gunnar Gott- skálksson, f. 8.8. 1964, giftur Erlu Ósk Hermannsdóttur, f. 10.12. 1967, dætur þeirra eru: a) Elsa María, f. 12.5. 1991, unn- usti, Jónas Valgeirsson, f. 25.4. 1986. b) Elva Björg, f. 24.6. 1997. Unnur vann ýmis hlutastörf í gegnum tíðina ásamt því að sinna húsmóðurstörfum af mikl- um metnaði. Lengst af starfaði Unnur hjá Sigló síld og Þormóði ramma á Siglufirði. Hún var mikil félagsvera, tók þátt í ýmsu félagsstarfi og starfaði lengi með systrafélagi Siglufjarð- arkirkju. Útför Unnar fer fram frá Siglufjarðarkirkju í dag, 14. maí 2011, og hefst athöfnin kl. 14. Sveinsdóttir, f. 28.2. 1884, d. 22.2. 1974, sem gekk Unni í móðurstað eftir andlát föður hennar. Unnur og Guðrún flytjast þá inn í Ólafsfjarð- arbæ í lítið hús sem þær fjárfestu í sam- an og bjuggu þær þar fram yfir ferm- ingu Unnar. Fljót- lega eftir það flytjast þær saman inn á Akureyri og starfa á Skjaldarvík. Árið 1947 fer Unn- ur til Siglufjarðar. Þar vann hún við ýmis störf en hvað lengst í Köku- og sælgætisgerð Siglu- fjarðar. Fljótlega eftir komuna til Siglufjarðar kynnist Unnur eftirlifandi eiginmanni sínum, Gottskálki Rögnvaldssyni, f. 11.9. 1927. Þau gengu í hjóna- band 23.12. 1951. Foreldrar Gottskálks voru hjónin, Rögn- valdur Guðni Gottskálksson, frá Dalabæ á Úlfsdölum við Siglu- fjörð, f. 26.8. 1893, d. 5.4. 1981 og Guðbjörg Kristín Aðalbjörns- dóttir, frá Máná á Úlfsdölum við Siglufjörð, f. 3.9. 1903, d. 16.11. Elsku mamma, tengda- mamma, amma og langamma. Minningarnar um þig eru svo margar og góðar og því er svo erfitt að kveðja. Þú varst mikil og yndisleg kona, svo hjálpsöm og góð við okkur öll og vildir allt fyrir okkur gera. Alltaf varstu boðin og búin til að aðstoða við hvað sem var. Þú bakaðir og eldaðir fyrir okkur, hjálpaðir til við flutninga, saumaðir gardín- ur, málaðir veggi, passaðir barnabörnin og margt fleira. Þú varst ekki lengi að kalla fram dýrindis veislur hvort sem það voru köku- eða matarhlaðborð og það var ekki sjaldan sem þess þurfti því alltaf voru ein- hverjir gestir hjá ykkur. Aldrei fór það svo þegar við komum í heim- sókn að þú næðir ekki að koma of- an í okkur einhverjum veitingum og varst ekki í rónni fyrr en við vorum búin að þiggja eitthvað. Gjafmildi þín var mikil og hafðir þú unun af því að kaupa eitthvað fallegt og færa okkur þegar þú komst heim frá útlöndum og alltaf tókst þér vel upp, sama fyrir hvert okkar það var. Þú varst ekki spör á faðmlög, hrós og falleg orð í okkar garð, umhyggja þín var mikil. Sjaldan heyrðum við þig segja „nei“ ef borin var upp ein- hver bón, og alltaf vildir þú reyna að leggja þitt af mörkum til að aðstoða okkur. Þú varst mikið fyrir hreyfingu og útiveru og því eru til margar stundir í minn- ingunni með þér í sundi, göngu- túrum, á leikvellinum, í garð- vinnu í sumarbústaðnum, í fjöruferðum og fleira. Þú stund- aðir gönguskíði þegar færi gafst og hafðir unun af og var gaman að sjá þegar þú þaust áfram með glæsibrag. Þér þótti gaman að spila og oft var gripið í spil. Þá var spilaður kani við eldra fólkið og ólsen-ólsen eða veiði- maður við yngra fólkið. Þú hafð- ir unun af því að dansa og varst hrifin af allri harmonikkutónlist og þegar þú heyrðir skemmtileg lög raulaðir þú oft með og dill- aðir þér svolítið í takt. Þú varst glæsileg kona sem tekið var eft- ir, há og grönn og barst þig svo vel. Alltaf varstu vel tilhöfð og hafðir gaman af því að klæða þig í falleg föt og allt fór þér svo vel að þú varst meira að segja glæsileg í jogginggalla. Fyrir okkur öllum varstu algjör hörkukona enda hafðir þú geng- ið í gegnum ýmislegt strax á unga aldri. Falleg varstu að inn- an sem utan, faðmlag þitt svo hlýtt og gott og hlátur þinn svo innilegur og hreinn. Lífsgleðin skein úr andliti þínu sem var alltaf svo bjart og fallegt. Minning um yndislega móður, tengdamóður, ömmu og lang- ömmu mun varðveitast hjá okk- ur öllum. Hvíl í friði og Guð geymi þig. Rögnvaldur, Gunnar, Auður, Erla, barnabörn og barnabarnabörn. Elsku amma. Við söknum þín mikið – takk fyrir allt sem þú gafst okkur. Takk fyrir strok- urnar, hrósyrðin, faðmlögin, tás- unuddið, göngutúrana, sundferð- irnar, spilamennskuna og sögurnar og takk fyrir að hafa verið til. Þú varst okkur alltaf svo góð og alltaf var gott að koma í heimsókn til þín og afa. Við eigum svo margar og fal- legar minningar um þig amma mín sem við munum geyma hjá okkur alla ævi. Guð varðveiti þig elsku amma. Elsa María og Elva Björg. Unnur Guðbjörg Jónsdóttir HINSTA KVEÐJA Finna hjá þér ást og unað yndislega rósin mín. Eitt er það sem aldrei gleymist, aldrei, það er minning þín. (Guðmundur G. Halldórsson) Hvíldu í friði Unnur mín. Gottskálk. ✝ Guðrún Guð-björg Guð- mundsdóttir fædd- ist á Suðureyri við Súgandafjörð 16. ágúst 1918. Hún lést hinn 1. maí 2011 á Heilbrigð- isstofnun Vest- fjarða, Ísafirði. Foreldrar henn- ar voru hjónin Guðmundur Karvel Guðmundsson og Vigdís M. Guðbjörnsdóttir og var hún þeirra eina barn. Ung missti hún foreldra sína og var henni komið fyrir hjá hjónunum Daní- el Eiríkssyni og Amalíu Geirs- dóttur. Ólst hún upp hjá þeim til fullorðinsára ásamt Hallbirni Björnssyni fóstursyni þeirra. Hlíf, f. 1944, gift Ásgeiri Er- lendssyni, f. 1937, d. 1995. Þau eiga þrjú börn. Núverandi eig- inmaður Hlífar er Magnús Daníel Ingólfsson f. 1944. 2) Sigríður Híramína, f. 1946, gift Guðmundi Alberti Ingimars- syni, f. 1945. Þau eiga fjögur börn. 3) María, f. 1949, gift Ein- ari Jónssyni, f. 1948. Þau eiga tvö börn. 4) Amalía, f. 1952, gift Sverri Guðbjarti Guðmunds- syni, f. 1947. Þau eiga fimm börn. 5) Vigdís Jóna Dagný, f. 1953, d. 1982. Var gift Kristni Þorsteini Bjarnasyni, f. 1949. Þau eiga þrjú börn. Fyrir átti Vigdís barn með Magnúsi Ein- ari Ingimarssyni, f. 1938. 6) Friðbert, f. 1955. Barnsmóðir hans var Nukara Poulsen. Þau eiga eitt barn. 7) Guðmundur Karvel, f. 1957. Sambýliskona hans er Gunnhildur Hálfdán- ardóttir, f. 1958. Þau eiga fjög- ur börn. Útför Guðrúnar fer fram frá Suðureyrarkirkju í dag, 14. maí 2011, klukkan 14. Guðrún giftist hinn 10. nóvember 1945 Páli Helga Péturssyni, f. 26. apríl 1914, d. 7. ágúst 1989, frá Laugum við Súg- andafjörð. Guðrún og Páll hófu sinn búskap á Laugum árið 1946 og bjuggu þar til árs- ins 1975 en þá fluttu þau til Suðureyrar. Árið 1991 flutti Guðrún Karvels, eins og hún var ávallt kölluð, til Ísa- fjarðar á Dvalarheimilið Hlíf. Síðustu árin dvaldi hún á öldr- unardeild Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Guðrún og Páll eignuðust saman sjö börn og þau eru: 1) Elsku amma, nú komin ertu í hvíldina eilífu, sameinuð honum afa á ný. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum) Munum sakna þín mikið elsku amma. Hvíl í friði. Petra D. Karvel Guð- mundsdóttir og Rúnar Karvel Guðmundsson. Tignarleg og bein í baki gekk hún rösklega Fjarðarstrætið. Þetta er minning sem ég á um hana ömmu mína frá því hún var nýflutt til Ísafjarðar. Þegar ég hef hugsað til ömmu síðustu daga er það fyrsta sem kemur upp í hugann Engjaþykkni, Ritzkex og ostar. Þetta voru þeir þrír hlutir sem hún passaði alltaf að eiga fyrir mig þegar ég kom til hennar upp á Hlíf eftir skóla. Það var ósjaldan sem ég kom til hennar í hádeginu en mamma vann uppi á Hlíf þar sem amma bjó. Í þeim heimsóknum var oft hægt að gleyma sér við að skoða myndir, en þær átti amma í gíf- urlegu magni. Eftir að ég flutti suður leið lengri tími á milli heimsókna til ömmu og þegar ég eignaðist börnin mín urðu heimsóknirnar aðeins fjörugri. Meðan hún hafði heilsu til fannst þeim fátt skemmtilegra en þegar langamma þeirra rúntaði með þau á göngugrindinni sinni um ganga Hlífar eða spítalans. Sofðu, ljúfa, sól til viðar hnígur, svefn og draumar friða hjartans þrá. Meðan húmið hljótt á jörðu sígur, hvítur engill loki þinni brá. (Þ.H.J.) Megi minningin um ömmu lifa með okkur. Dagný Sverrisdóttir. Elskulega amma mín, ég kveð þig með tárum. Orð fá því ekki lýst hversu sárt það er. Þú varst mér alltaf svo yndisleg og góð og kenndir mér svo margt. Ég man þegar þið afi bjugguð á Súganda á Aðalgötu 38, ég er svo rík að eiga minningarnar. Man þegar afi var að gera að fiski niðri í kjallara, jarðarberin í garðinum þínum sem við frændsystkinin elskuðum að stelast í, þegar þú leyfðir mér að setja á þig andlitsfarða og fleiri dýrmætar minningar sem ég geymi í hjarta mínu. Ég er svo þakklát fyrir ómetanlegar samverustundir sem ég hef átt með þér. Ég veit ekki hvernig ég á að fara að því að kveðja þig elsku amma mín en ég hugga mig við að við munum sjást aftur. Minningin um þig er og verður ljós á vegi mínum alltaf. Þó ég fái ekki að snerta þig veit ég samt að þú ert hér og ég veit að þú munt elska mig og geyma mig og gæta hjá þér. Þegar tími minn á jörðu hér liðinn er og þá ég burtu fer. Þá ég veit að þú munt vísa veg og taka á móti mér. (Ingibjörg Gunnarsdóttir) Elsku amma hvíl í friði, Guð blessi minningu þína. Þín Erna. Elsku amma mín. Nú hefur leiðir okkar skilið að sinni og það er sárt að kveðja þig. En ég efast ekki um að þér líður betur nú. Það var sárt að horfa á Elli kerlingu hrella þig síð- ustu árin en það voru bara björtu hliðarnar sem maður reyndi að draga fram. Það voru forréttindi mín að fá að alast upp svo nærri ykkur afa og ég á endalausar minn- ingar frá Aðalgötunni. Þegar við spiluðum og þú kenndir mér t.d. rakka, kenndir mér að brjóta saman innkaupapoka í tígul á kistunni. Kenndir mér að prjóna lítið stykki sem ég varðveiti vel. Last með mér vísnabókina í herberginu og kenndir mér vísuna um Lata Geira. Þegar þú kenndir mér hvernig karlinn og konan komu út úr litla húsinu á veggnum eftir því sem veðrið ætti að vera gott eða vont. Þegar ég sat á græna tröppustólnum og saug loftið úr plastglasi til að það festist yfir munn og höku þó að þú værir búin að banna mér það. Vertu soldið pen sagðir þú svo oft við mig sem ég var sko ekki. Komdu Karen, kallaðir þú á mig ákveðin þegar ég var að bralla eitthvað mis- gott, stóð einhvers staðar pissublaut eða sat í fjörunni haugadrullug eða úti í sjó eða fékk mér að drekka úr drullu- pollum. Leiðbeindir mér hvern- ig ætti að flysja kartöflur og beinhreinsa fiskinn. Fylgdumst með bátunum koma í land út um eldhúsgluggann og ég lærði hvaða bátur væri hvað. Svo kenndi afi mér að reikna við eldhúsborðið á meðan þú gekkst frá eftir matinn eða ég sat með honum og horfði á fréttirnar í sjónvarpinu og hann sagði að hann hefði komið á alla þessa staði í heiminum sem komu fyrir, eða í huganum sagði hann og brosti. Þegar ég kom með kaldar hendur og þú settist með mér við ofninn í eldhúsinu og nuddaðir hita í hendurnar. Þegar ég fékk að koma með ykkur afa í brúnu Mözdunni með mjúku sætun- um inn á Laugar að taka upp rabarbara. Þegar þú fylgdir mér upp eftir á Hjallaveginn eftir kindastígnum í hlíðinni. Allar þær komur mínar til ykk- ar þegar ég kallaði amma sultubrauð og aldrei stóð á því að ég fengi uppáhaldið mitt með mjólkurglasi. Brauð með rabarbarasultu verður alltaf til minningar um heimsóknir mín- ar til ykkar afa. Þegar ég lá hjá Pollý á gólfinu og þegar hún var óróleg ef hún vissi af mús í kjallaranum og dillaði svo glöð þegar hún var búin að drepa hana. Þegar við vorum á pallinum úti og þú kastaðir upp boltum á stéttinni og greipst þá alla, þú varst sko flottasta amman. Afi að flaka fisk í kjall- aranum, dunda við jarðar- berjaplönturnar eða bralla eitt- hvað annað í skúrnum og á meðan gróf Pollý bein í garð- inum eða lá hjá okkur. Betri afa og ömmu get ég ekki ímyndað mér og mun ég ávallt minnast allrar þeirrar hlýju sem þið umvöfðuð mig og segja stelpunum mínum af ykkur þegar þær verða eldri. Hvíl í friði, elsku amma og afi. Ykkar Karen Guðmundsdóttir. Guðrún Guðbjörg Guðmundsdóttir ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elsku- legs eiginmanns míns og föður okkar, ÓLAFS D. HANSEN frá Patreksfirði, til heimilis Brúnavegi 9, Reykjavík, sem lést á Landspítalanum við Hringbraut miðvikudaginn 27. apríl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey samkvæmt ósk hins látna. Sérstakar þakkir til starfsfólks Hrafnistu Reykjavík, lækna og hjúkrunarfólks á nýrnadeild Landspítalans, séra Sigurðar Jónssonar útfararstjóra og tónlistarmanna fyrir yndislega tónlist. Ingibjörg Guðmundsdóttir Hansen, Harpa, Daníel, Ragnhildur, Guðný og fjölskyldur. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og eiginmaður, ABDEL FATTAH EL-JABALI læknir, Miklubraut 76, Reykjavík, lést á Landspítala Landakoti fimmtudaginn 12. maí. Útförin fer fram í Bænahúsi Fossvogskirkju mánudaginn 16. maí kl. 15.00. Fahad Falur Jabali, Vala Hrönn Viggósdóttir, Ómar Jabali, Gael Corto Jabali, Íris Gísladóttir, Amira Snærós Jabali, Guðrún Finnbogadóttir, Rósa Björk Brynjólfsdóttir. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, amma og tengdadóttir, LILJA JÚLÍUSDÓTTIR, Ásavegi 32, Vestmannaeyjum, lést á Landspítalanum Fossvogi þriðjudaginn 10. maí. Jarðarförin verður auglýst síðar. Ólafur Guðmundsson, Júlía Ólafsdóttir, Guðmundur Ólafsson, Helgi Ólafsson, Birgir Rúnar Óskarsson, Guðrún Sigurjónsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.