Morgunblaðið - 14.05.2011, Qupperneq 57

Morgunblaðið - 14.05.2011, Qupperneq 57
AF LISTUM Díana Rós A. Rivera diana@mbl.is Heimur barnanna heillar migog ég er forfallinn barna-bókafíkill. Mér finnst um- fjöllunarefni bókanna eitthvað svo dásamlegt. Líklega vegna þess að ég næ að samsama mig því auðveld- lega. Kannski of auðveldlega miðað við að ég telst varla lengur barn og bækurnar eru skrifaðar fyrir ald- urshópinn 5-12 ára eða þar um bil. Ég hef bara fullan skilning á því að Fíasól í samnefndum bókum eftir Gerði Kristnýju engist þegar hana langar að gera eitthvað ótrú- lega spennandi en veit að það má ekki því það er ekki „innan skynsemismarka“ eins og mamma hennar segir. Ég verð alltaf glor- soltin þegar ég les nákvæmar lýs- ingar Enid Blyton á nesti söguper- sóna sinna, sérstaklega í Ævintýrabókunum. Hvern langar ekki í sjóðheitt te og þykkar sneiðar af brauði með niðursoðnum og sölt- uðum nautatungum? Og ekki má gleyma stökku kexinu á eftir. Ég hef ég þær sem krakki eða hef upplifað umfjöllunarefni þeirra á einn eða annan hátt. Að sama skapi æpi ég upp yfir mig ef ég heyri salsalag sem ég kannast við úr æsku. Það er nú ekki mikið spilað af þeim í út- varpinu svo þetta gerist sjaldan en þvílík nostalgía sem fylgir því. Það sama gildir um betri helminginn þegar Útvarp Latibær er á fullu blasti í bílnum og Laddi tekur lagið, það vantar hvorki upp á sönginn né hreyfingarnar með á milli þess sem öskrað er af hlátri því Laddi kallinn er svo fyndinn.    Ég held áfram að reyna aðvera opin fyrir nýjungum og vona að dætrum mínum muni með tímanum takast að gera mig að barnatónlistarmenningarsinna. Þangað til fer ég milliveginn og er alveg til í að hlusta, meira að segja hátt, þegar litli unglingurinn setur upplestur einhvers höfundar á barnabók sinni á fóninn og á milli þess píni ég mig í gegnum tónlistina. Ég er meira að segja búin að læra setningu í lagi með Ladda. „Mér finnst gott að tyggja tyggigúmmí … Mér finnst gott að tyggja tyggigúmmí Barnamenning Góð barnabók er gulls ígíldi en skrækar raddir barna- tónlistarinnar geta farið illa með hlustina. aldrei í lífinu smakkað nautatungur en þegar ég les bækurnar þá bók- staflega finn ég ilminn af þeim. Ég hreinlega þrái að fá að taka þátt í Jónsmessuhátíðinni með börn- unum í Ólátagarði, ég er fram- hleypin eins og Fríða framhleypna, ég hrekki fólk óvart eins og Emil í Kattholti og hef upplifað tilfinn- ingapakkann sem Elli Palli gengur í gegnum í Fjólubláum dögum eftir Kristínu Steinsdóttur. Ég beið í ofvæni eftir því að frumburðurinn yrði nógu gamall til að kunna að meta fyrrnefndar bæk- ur og heilan haug af öðrum. „Einn kafla í viðbót,“ segi ég og þykist ekki vita að krakkinn eigi fyrir löngu að vera sofnaður. Á nær hverju kvöldi gef ég mér tíma, með mikilli gleði að sjálfsögðu, til að lesa með skottunni um lítið fólk sem við skiljum báðar svo vel.    Ég verð að segja að viðhorfmitt til barnatónlistar er ekki alveg eins gott, líklega bæði af van- þekkingu og slæmri reynslu „Viltu lækka þetta,“ garga ég innan úr eld- húsi á litla unglinginn sem alltaf þarf að hlusta í botni og er nú bara, ef ég man rétt, ekki nema sex ára. Ég var skrítni krakkinn sem hlust- aði á salsatónlist daginn út og inn og kunni ekki Maísólina fyrr en ég var orðin vandræðalega gömul. Eitt af fáum lögum sem ég man eftir að hafa hlustað á í æsku er Ryksugu- lagið í flutningi Olgu Guðrúnar. Ég og frændi minn áttum það til að setja Eniga Meniga-plötuna hans á fóninn og rokka eilítið. Góðir tímar. Mér finnst þó fátt annað skemmti- legt og um leið og dóttirin hætti sér út úr herberginu sínu slekk ég á gaulinu. „Varst þú ekki hætt að hlusta?“    Ég held að málið sé að migvanti tenginguna sem ég hef við barnabækurnar. Annaðhvort las FRÁBÆR SKEMMTUN FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI FRÁBÆR TEIKNIMYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA „INGENIOUS THRILLER“ – CHICAGO SUN-TIMES – R.EBERT „A THRILLER – AND POETRY“ – SAN FRANCISCO CHRONICLE – EMPIRE - T.V. – KVIKMYNDIR.IS SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI FRÁBÆR GRÍNMYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA  - EMPIRE SÝND Í EGILSHÖLL SÝND Í EGILSHÖLL OG KEFLAVÍK „THOR ER KLÁRLEGA EIN ÓVÆNTASTA MYND ÁRSINS… HASAR, HÚMOR OG STUÐ ALLA LEIÐ. SKOTTASTU Í BÍÓ!“ - T.V. – KVIKMYNDIR.IS  SÝND Í KRINGLUNNI SÝND Á LAU. OG SUN. SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI SÝND Í ÁLFABAKKA OG EGILSHÖLL RÓMANTÍSK GAMANMYND EINS OG ÞÆR GERAST BESTAR. - IN TOUCH „MYNDIN ER FRÁBÆR: KYNÞOKKAFULL OG FYNDIN“ - P.H. BOXOFFICE MAGAZINE STÆRSTA OPNUN ÁRSINS Í USA! 750 kr. á allar sýningar merktar með appelsínuguluSPARBÍÓ SÝND Í ÁLFABAKKA OG AKUREYRI SÝND Í ÁLFABAKKA MIÐASALA Á SAMBIO.IS AÐRIR SÝNINGARTÍMAR GILDA FYRIR SUNNUDAGINN Í KRINGLUNNI - NÁNAR Á WWW.SAMBIO.IS PAUL kl. 5:50 - 8 - 10:20 12 THE LINCOLN LAWYER kl. 8 - 10:20 12 ANIMALS UTD 3D ísl. tal kl. 1:30 - 3:40 L RED RIDING HOOD kl. 5:50 12 FAST FIVE kl. 10 12 YOGI BEAR ísl. tal kl. 3:40 L ÆVINTÝRA-FLÓTTI kl. 1:30 L ANIMALS UTD 3D ísl. tal kl. 2 - 4 - 6 L DRIVE ANGRY 3D kl. 8 - 10:20 16 ARTHUR kl. 8 - 10:20 7 DREKA BANAR ísl. tal kl. 2 - 4 L SOMETH BORROWED kl. 6 L ANIMALS UTD ísl. tal kl. 1:30 - 5:50 L DRIVE ANGRY kl. 8 - 10:20 16 FAST FIVE kl. 2 - 8 - 10:40 12 THOR kl. 5:30 12 / KRINGLUNNI / AKUREYRI / KEFLAVÍK MENNING 57 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. MAÍ 2011

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.