Morgunblaðið - 14.05.2011, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 14.05.2011, Blaðsíða 54
Allt að vinna og engu að tapa  Vinir Sjonna stíga á svið í aðalkeppni Evróvisjón í kvöld með lagið Aftur heim  Stemningin góð í hópnum og strákarnir í góðu formi fyrir stóru stundina María Ólafsdóttir maria@mbl.is Þá er stóri dagurinn runninn upp þegar Vinir Sjonna stíga á svið í að- alkeppni Evróvisjón sem fram fer í Düsseldorf og flytja lagið Aftur heim. Íslenski flokkurinn verður þar í flokki frænda okkar frá Dan- mörku, Svíþjóð og Finnlandi auk fleiri Evrópuþjóða en alls keppa 25 þjóðir um hnossið. Hópurinn hefur verið á ferð og flugi síðustu daga og nóg verið að gera við undirbúning og viðtöl. Þegar blaðamaður nær tali af Matthíasi Matthíassyni, Matta, um hádegisbil á föstudegi, er hópurinn staddur í Evróvisjónhöll- inni og er á leiðinni í fyrsta rennsli fyrir aðalkeppnina í kvöld. Stóri dagurinn „Okkur líst vel á þjóðirnar sem við mætum og erum bara í góðum málum. Eins og við hugsum þetta núna höfum við allt að vinna og engu að tapa. Við ætlum bara að njóta þess að vera hérna og allir eru í góðri stemningu. Við eigum eftir að skila þessu held ég bara nokkuð vel frá okkur. Akkúrat núna er að byrja rennsli með öllum 25 löndunum og við erum að rölta í herbergið þar sem við fáum græjuna í eyrun. Síðan er á dagskránni að bíða í rúman hálftíma áður en við verðum leidd niður á svið. Svo er keppni í kvöld þar sem dómarar allra þjóðanna dæma út frá þeirri frammistöðu. Kvöldið í kvöld er því mikilvægt en á morgun er svo bara stóri dagurinn,“ segir Matti. Aukabirgðir af kjöti Annað rennsli tekur við í hádeg- inu í dag en Matti vonaðist til að hópurinn fengi að hvíla sig aðeins að því loknu fyrir stóru stundina. Hópurinn hefur notið mikils stuðnings að heiman og hefur góð- um kveðjum rignt yfir þá pilta síð- ustu daga. „Það hefur verið mikill stuðningur að heiman sem er geggj- að. Maður heyrir að verið sé að kaupa aukabirgðir af kjöti í Nótat- úni og allt að gerast,“ segir Matti. Á fimmtudagskvöldið horfði hópurinn á seinni undanúrslitariðilinn. Var honum vel fagnað þar af aðdáend- um og piltarnir fengnir í nokkur viðtöl. Það hefur því verið nóg að gera hjá Vinum Sjonna en á mið- vikudaginn fengu þeir þó kærkom- inn frídag til að spóka sig um í borginni og gátu líka haft það nokk- uð náðugt á fimmtudaginn var. „Við áttum frábæran dag og héld- um meðal annars upp á Two Tricky- afmælið hans Gunna en það eru 10 ár síðan hann var á sviðinu í Kaup- mannahöfn,“ segir Matti í léttum dúr og lætur nokkra brandara falla um fé- laga sína í hópnum. Stemningin er greinilega góð í hópnum og húm- orinn hafður í há- vegum. Nú er bara að hugsa hlýtt til strák- anna okkar þegar þeir stíga á sviðið í kvöld. Aðdáendur Þessar gera greinilega ekki upp á milli þjóða og eru í ansi góðum vestum sem líklegast eru heimagerð. Áfram Ísland Páll Einarsson heldur litríkt Evróvisjónpartý í kvöld. 2010 Lena Meyer-Landrut ÞÝS 2009 Alexander Rybak NOR 2008 Dima Bilan RÚS 2007 Marija Serifovic SER 2006 Lordi FINN 8 9 10 11 14 13 15 16 17 44 25 45 40 37 31 1 2 3 4 49 5 6 7 32 33 41 47 39 18 19 20 21 22 23 24 12 38 46 2627 35 34 28 29 30 42 43 48 36 Írland Frakkland Lúxemborg Bretland Holland Svíþjóð Ísrael Noregur SIGURSÆLUSTU ÞJÓÐIRNAR TÖLFRÆÐI (í þúsundum) SIGURVEGARAR SÍÐUSTU FIMM ÁRA SJÓNVARPSÁHORF (Úrslit) GESTIR Á VEF KEPPNINNAR ’08 ’10’09 ’08 ’10’09 73.081 59.792 65.984 88.298 90.820 64.571 Heimild: Evróvisjón Düsseldorf Undanúrslit: 10. & 12. maí Úrslit: 14. maí Lönd sem eru ekki með í ár Keppa nú undir nýjum ríkjaheitum Stofnþjóðirnar 1956 Ljósmynd: Bob Strong, Reuters Grafík: Kinyen Pong/RNGS Lena Meyer- Landrut var sigurvegari í fyrra EVRÓVISJÓN-SÖNGVAKEPPNIN 2011 ÚTBREIÐSLA KEPPNINNAR Belgía Frakkland Þýskaland Ítalía Lúxemborg Holland Sviss 1 2 3 4 5 6 7 Austurríki Danmörk Bretland Svíþjóð Mónakó 8 9 10 11 12 Noregur Finnland Spánn Júgóslavía Portúgal Írland 13 14 15 - 16 17 Malta Ísrael Grikkland Tyrkland 18 19 20 21 Marokkó Kýpur Ísland 22 23 24 Bosnía og Hersegóvína Króatía Slóvenía Eistland Ungverjaland Litháen Pólland Rúmenía Rússland Slóvakía Makedónía 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 Lettland Úkraína Albanía Andorra Hvíta-Rússland Serbía & Svartfjallaland Búlgaría Moldóva Armenía Tékkland Georgía Svartfjallalan dSerbía Aserbaídsjan San Marínó 36 37 38 39 40 - 41 42 43 44 45 46 47 48 49 1950-59 1960-69 1970-79 2000- 1990-99 1980-89 Páll Einarsson er staddur í Part- íbúðinni að undirbúa Evróvisjón- partí þegar blaðamaður slær á þráð- inn til hans. „Mér finnst helst vanta fána frá öðrum löndum hérna en annars er úrvalið gott,“ segir Páll. Hann hefur reynt að halda árlegt Evróvisjónpartí en fer líka í partí til vina sem hann segir vera mikla Evróvisjónfíkla. Eru þá oftast veitt verðlaun fyrir besta búninginn, að vera besti stuðningsmaðurinn og annað slíkt. „Þetta er eitt skemmti- legasta partí ársins,“ segir Páll sem hefur verið Evróvisjónaðdáandi síð- an hann var lítill. „Þegar maður var lítill krakki þá keyptu mamma og pabbi kók í gleri og hraun- og æði- bita og síðan var horft á keppnina,“ rifjar Páll upp. Um 15 manns mæta í partíið annað kvöld og er skilyrði að fólk hafi áhuga á keppninni og mæti tímanlega því húsinu er lokað kl. sjö. Enda er keppnin þá byrjuð og bann- að að trufla þá sem fylgjast vel með. Páll ætlar að skreyta vel en þema ársins er „Allir litir regnbogans, gleði og Evrópusambandið“ og von- ar Páll því að allir mæti skrautlega klæddir. „Það kom mér á óvart að Ísland komst áfram sem er auðvitað gaman því þá verður partíið skemmtilegra,“ segir Páll sem segist halda með sínu landi þó að lagið sé ekki endilega í uppáhaldi. maria@mbl.is Húsinu lokað á slaginu sjö 54 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. MAÍ 2011 Góð stemning hefur myndast fyrir Evróvisjónkepnninni á Íslandi síð- ustu daga, enda kom flestum mjög á óvart að framlag Ís- lands skyldi komast áfram og í dag er spennan auðvitað í há- marki. Í líkamsrækt- arstöðvum hefur sums staðar verið sérstök þemavika þessa vikuna. Þar hefur Evr- óvisjóntónlist fengið að hljóma á meðan fólk svitnar og púlar. Það ætti engum að leiðast að lyfta lóð- um með Gleðibankanum eða hita sig vel upp með taktföstu lagi Rus- lönu, enda virðist framtakið frem- ur hafa glatt landsmenn en hitt. Nú er bara að gera sér glaðan dag í kvöld og halda ærlegt Evróvisjónp- artý. Svitnað við Gleðibankann STEMNING
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.