Morgunblaðið - 14.05.2011, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 14.05.2011, Blaðsíða 60
Signý Gunnarsdóttir signy@mbl.is Þau eiga það sameiginlegt að hafa háð harðari lífsbaráttu en flestir jafn- aldrar þeirra og átt fleiri erfiða daga en margir þurfa nokkurn tímann að ganga í gegnum á liðlangri ævi sinni. Þetta er hópur af börnum sem eru í krabbameinsmeðferð eða hafa nýlok- ið einni slíkri. Með í för eru líka syst- kini og foreldrar en barátta barnsins er alltaf barátta allrar fjölskyldunnar líka. Fyrir viku hélt Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna með 183 af félagsmönnum sínum til Legolands og er fjallað um ferðina í Sunnudags- mogganum. Icelandair flaug með hópinn en annar flugmaðurinn á ein- mitt tveggja ára hnátu í krabba- meinsmeðferð. Óeigingjörn áhöfnin, sem gaf vinnu sína, dekraði við þessa sérstöku farþega. Hjólastólar og kerrur voru nauð- synleg hjálpartæki enda úthaldið ekki mikið hjá þeim sem hafa þurft að liggja inni á spítala svo vikum skiptir. Í Legolandi voru áhyggjurnar lagðar á hilluna og ungir jafnt sem aldnir sameinuðust í gleðinni þennan fallega dag. Eitt foreldrið sagði að það væri eins og að lenda í sykursætri amer- ískri bíómynd að fá slíkan dag með börnunum sínum. Það var viðeigandi að flestar fjölskyldur skelltu sér sam- an í rússíbanaferðir en krabbameins- meðferð hefur oft verið líkt við rússí- banareið. Líkamlegar hindranir barnanna virtust skipta minna máli þessa fáeinu klukkutíma sem garð- urinn var opinn og þreyta og eft- irköst voru tekin út með ánægju að ferðinni lokinni. „Þetta var skemmtilegasti dagur sem ég hef lifað,“ sagði einn fimm ára í hvítblæð- ismeðferð. Þegar garðinum var lokað hélt hópurinn beina leið út á flugvöll og lenti á Íslandi fjórtán klukkustundum frá upp- hafi ferðar. Sykursæt stund veikra barna  Krabbameinsveik börn og fjölskyld- ur þeirra héldu í dagsferð til Legolands Morgunblaðið/Golli Legoland Óskar Örn, framkvæmdastjóri SKB, á leið í Legoland með fjölskyldu sinni. Dóttir hans, Þuríður Arna, hefur glímt við heilaæxli í rúm sex ár. LAUGARDAGUR 14. MAÍ 134. DAGUR ÁRSINS 2011 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í LAUSASÖLU 649 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550 VEÐUR » 8 www.mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Sagðist hafa orðið stúlku að bana 2. Líklega framið í Heiðmörk 3. Var barnsmóðir mannsins 4. Hugðist slíta sambandinu  Hildur Hlíf Hilmarsdóttir heldur fatamarkað á Faktorý á morgun frá kl. 13.00-17.00 þar sem hægt verður að kaupa föt fyrir sumarið á góðu verði. Góðri tónlist og félagsskap lofað. Fatamarkaður á Faktorý á morgun  Svokallað Prog- govisjón verður haldið annað kvöld á Dillon. Hljómsveitirnar Murrk, Postartica og Draumhvörf slá saman í prog- govisjóntónleika sem eiga að vera tilvaldir fyrir þá sem leiðist Evró- visjón eða vilja fagna próflokum og afmæli forseta Íslands. Skemmtunin hefst klukkan 22.00 og stendur fram á nótt. Proggovisjón haldið á Dillon í kvöld  Samkoma á vegum Hollvinafélags Minnesotaháskóla verður haldin til heiðurs tónlistarmanninum Bob Dyl- an í Hafnarhvoli, Tryggvagötu, á sunndag kl. 20.00. KK, Valgeir Guð- jónsson, Gunnbjörn Þorsteinsson og fé- lagar í Hinni ís- lensku Dylan-maf- íu munu stíga á svið auk þess sem spiluð verða myndbrot og tóndæmi frá ferli þessa mikla áhrifavalds. Bob Dylan heiðraður á sunnudag FÓLK Í FRÉTTUM VEÐURÍÞRÓTTIR | 8 SÍÐUR Í DAG SPÁ KL. 12.00 Í DAG Vestan 3-8 m/s með vætu en styttir upp austanlands. Hiti yfirleitt 6 til 11 stig. Á sunnudag Suðvestlæg átt, 3-8 m/s og víða skúrir, en rigning norðaustanlands framan af degi. Yfirleitt bjart suðaustanlands. Hiti 5 til 10 stig. Á mánudag Norðan og norðvestan 5-10 m/s og rigning með köflum, en léttir til sunn- anlands. Hiti 2 til 11 stig, mildast syðst. ÍA og Fjölnir hófu leik í 1. deild karla í knattspyrnu af miklum krafti en bæði liðin unnu leiki sína á útivelli. Skaga- menn skelltu HK, 3:0, á Kópavogsvelli og Fjölnir lagði Selfoss á Selfossvelli, 3:2, eftir að hafa komist yfir, 3:0 í fyrri hálfleik. Þróttur og Grótta skildu jöfn á Laugardalsvelli og sömu sögu er að segja frá viðureign Leiknis og KA. »2 ÍA og Fjölnir hefja keppni af krafti Anna Úrsúla Guðmunds- dóttir, leikmaður Íslands- meistara Vals, og Ólafur Bjarki Ragnarsson, stór- skytta úr HK, voru kjörin bestu leikmenn N1-deildar karla og kvenna í lokahófi handknattleiksfólks sem haldið var í gærkvöldi. Birna Berg Haraldsdóttir, Fram, og Guðmundur Hólmar Helgason, Akureyri, voru valin efnilegust. »1 Anna Úrsúla og Ólafur Bjarki best Keppni í Pepsi-deild kvenna í fótbolta hefst í dag með fimm leikjum. Morg- unblaðið lýkur við að kynna liðin sem leika í deildinni og nú eru það lið KR, Grindavíkur, Aftureldingar, ÍBV og Þróttar sem fjallað er um í átta síðna íþróttablaði. »3-7 Fimm lið kynnt og kvennadeildin byrjar Árlega greinast að meðaltali 10- 12 börn með krabbamein. Styrktarfélag krabbameins- sjúkra barna, SKB, styður þessi börn bæði fjár- hagslega og ekki síð- ur félagslega. Að komast í dags- ferð til Lego- lands létti lund börnum sem allt of lengi hafa ekki séð ástæðu til að gleðjast. Stuðningur ÁSTÆÐA TIL AÐ GLEÐJAST
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.