Morgunblaðið - 14.05.2011, Síða 60

Morgunblaðið - 14.05.2011, Síða 60
Signý Gunnarsdóttir signy@mbl.is Þau eiga það sameiginlegt að hafa háð harðari lífsbaráttu en flestir jafn- aldrar þeirra og átt fleiri erfiða daga en margir þurfa nokkurn tímann að ganga í gegnum á liðlangri ævi sinni. Þetta er hópur af börnum sem eru í krabbameinsmeðferð eða hafa nýlok- ið einni slíkri. Með í för eru líka syst- kini og foreldrar en barátta barnsins er alltaf barátta allrar fjölskyldunnar líka. Fyrir viku hélt Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna með 183 af félagsmönnum sínum til Legolands og er fjallað um ferðina í Sunnudags- mogganum. Icelandair flaug með hópinn en annar flugmaðurinn á ein- mitt tveggja ára hnátu í krabba- meinsmeðferð. Óeigingjörn áhöfnin, sem gaf vinnu sína, dekraði við þessa sérstöku farþega. Hjólastólar og kerrur voru nauð- synleg hjálpartæki enda úthaldið ekki mikið hjá þeim sem hafa þurft að liggja inni á spítala svo vikum skiptir. Í Legolandi voru áhyggjurnar lagðar á hilluna og ungir jafnt sem aldnir sameinuðust í gleðinni þennan fallega dag. Eitt foreldrið sagði að það væri eins og að lenda í sykursætri amer- ískri bíómynd að fá slíkan dag með börnunum sínum. Það var viðeigandi að flestar fjölskyldur skelltu sér sam- an í rússíbanaferðir en krabbameins- meðferð hefur oft verið líkt við rússí- banareið. Líkamlegar hindranir barnanna virtust skipta minna máli þessa fáeinu klukkutíma sem garð- urinn var opinn og þreyta og eft- irköst voru tekin út með ánægju að ferðinni lokinni. „Þetta var skemmtilegasti dagur sem ég hef lifað,“ sagði einn fimm ára í hvítblæð- ismeðferð. Þegar garðinum var lokað hélt hópurinn beina leið út á flugvöll og lenti á Íslandi fjórtán klukkustundum frá upp- hafi ferðar. Sykursæt stund veikra barna  Krabbameinsveik börn og fjölskyld- ur þeirra héldu í dagsferð til Legolands Morgunblaðið/Golli Legoland Óskar Örn, framkvæmdastjóri SKB, á leið í Legoland með fjölskyldu sinni. Dóttir hans, Þuríður Arna, hefur glímt við heilaæxli í rúm sex ár. LAUGARDAGUR 14. MAÍ 134. DAGUR ÁRSINS 2011 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í LAUSASÖLU 649 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550 VEÐUR » 8 www.mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Sagðist hafa orðið stúlku að bana 2. Líklega framið í Heiðmörk 3. Var barnsmóðir mannsins 4. Hugðist slíta sambandinu  Hildur Hlíf Hilmarsdóttir heldur fatamarkað á Faktorý á morgun frá kl. 13.00-17.00 þar sem hægt verður að kaupa föt fyrir sumarið á góðu verði. Góðri tónlist og félagsskap lofað. Fatamarkaður á Faktorý á morgun  Svokallað Prog- govisjón verður haldið annað kvöld á Dillon. Hljómsveitirnar Murrk, Postartica og Draumhvörf slá saman í prog- govisjóntónleika sem eiga að vera tilvaldir fyrir þá sem leiðist Evró- visjón eða vilja fagna próflokum og afmæli forseta Íslands. Skemmtunin hefst klukkan 22.00 og stendur fram á nótt. Proggovisjón haldið á Dillon í kvöld  Samkoma á vegum Hollvinafélags Minnesotaháskóla verður haldin til heiðurs tónlistarmanninum Bob Dyl- an í Hafnarhvoli, Tryggvagötu, á sunndag kl. 20.00. KK, Valgeir Guð- jónsson, Gunnbjörn Þorsteinsson og fé- lagar í Hinni ís- lensku Dylan-maf- íu munu stíga á svið auk þess sem spiluð verða myndbrot og tóndæmi frá ferli þessa mikla áhrifavalds. Bob Dylan heiðraður á sunnudag FÓLK Í FRÉTTUM VEÐURÍÞRÓTTIR | 8 SÍÐUR Í DAG SPÁ KL. 12.00 Í DAG Vestan 3-8 m/s með vætu en styttir upp austanlands. Hiti yfirleitt 6 til 11 stig. Á sunnudag Suðvestlæg átt, 3-8 m/s og víða skúrir, en rigning norðaustanlands framan af degi. Yfirleitt bjart suðaustanlands. Hiti 5 til 10 stig. Á mánudag Norðan og norðvestan 5-10 m/s og rigning með köflum, en léttir til sunn- anlands. Hiti 2 til 11 stig, mildast syðst. ÍA og Fjölnir hófu leik í 1. deild karla í knattspyrnu af miklum krafti en bæði liðin unnu leiki sína á útivelli. Skaga- menn skelltu HK, 3:0, á Kópavogsvelli og Fjölnir lagði Selfoss á Selfossvelli, 3:2, eftir að hafa komist yfir, 3:0 í fyrri hálfleik. Þróttur og Grótta skildu jöfn á Laugardalsvelli og sömu sögu er að segja frá viðureign Leiknis og KA. »2 ÍA og Fjölnir hefja keppni af krafti Anna Úrsúla Guðmunds- dóttir, leikmaður Íslands- meistara Vals, og Ólafur Bjarki Ragnarsson, stór- skytta úr HK, voru kjörin bestu leikmenn N1-deildar karla og kvenna í lokahófi handknattleiksfólks sem haldið var í gærkvöldi. Birna Berg Haraldsdóttir, Fram, og Guðmundur Hólmar Helgason, Akureyri, voru valin efnilegust. »1 Anna Úrsúla og Ólafur Bjarki best Keppni í Pepsi-deild kvenna í fótbolta hefst í dag með fimm leikjum. Morg- unblaðið lýkur við að kynna liðin sem leika í deildinni og nú eru það lið KR, Grindavíkur, Aftureldingar, ÍBV og Þróttar sem fjallað er um í átta síðna íþróttablaði. »3-7 Fimm lið kynnt og kvennadeildin byrjar Árlega greinast að meðaltali 10- 12 börn með krabbamein. Styrktarfélag krabbameins- sjúkra barna, SKB, styður þessi börn bæði fjár- hagslega og ekki síð- ur félagslega. Að komast í dags- ferð til Lego- lands létti lund börnum sem allt of lengi hafa ekki séð ástæðu til að gleðjast. Stuðningur ÁSTÆÐA TIL AÐ GLEÐJAST

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.