Morgunblaðið - 14.05.2011, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 14.05.2011, Blaðsíða 43
MINNINGAR 43 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. MAÍ 2011 ✝ Úlfar fæddistí Ólafsvík 29. ágúst 1942. Hann lést 7. maí 2011. Foreldrar hans voru Víglundur Jónsson, f. 29. júlí 1910, d. 9. nóv- ember 1994, og Kristjana Þórey Tómasdóttir, f. 17. maí 1917, d. 6. júní 1986. Systur hans eru Guðrún Víglunds- dóttir, f. 24. júní 1948, maki Pétur Steinar Jóhannsson, f. 6. nóvember 1947, og Ragn- heiður Víglundsdóttir, f. 16. desember 1950. Úlfar kvæntist 26. júlí 1969 Guðrúnu Karlsdóttir þroska- þjálfa frá Hnífsdal, f. 1. jan- úar 1945. Foreldrar hennar eru Kristjana Hjartardóttir, f. 1. júlí 1918, og Karl Sigurðs- son, f. 14. maí 1918. Guðrún átti fyrir Kristjönu Her- mannsdóttur, f. 8. maí 1967, maki Jóhannes Ólafsson, f. 15. nóvember 1965, börn þeirra eru Sigurbjörg, Jóhanna og Sæbjörg. Börn Úlfars og Guð- rúnar eru: 1) Brynja Björk Úlfarsdóttir, f. 19. janúar 1970, maki Jóhannes Hjálm- arsson, f. 25. nóv- ember 1969, börn þeirra eru Guðrún Kolbrún, Ragn- heiður og Mýra. 2) Hermann Úlf- arsson, f. 31. des- ember 1971, maki Kristrún Klara Andrésdóttir, f. 22. júní 1973, börn hans eru Sigríður Elma, Jana Rún og Halldór Hugi. Börn Krist- rúnar: Hafdís Elva og Ástþór Rúnar. 3) Þórey Úlfarsdóttir, f. 25. apríl 1977. Sonur henn- ar er Úlfar Ingi. Úlfar fæddist í Ólafsvík og hefur verið búsettur þar alla tíð. Hann vann lengst af við fyrirtæki föður síns, útgerð- ar- og fiskvinnslufyrirtækið Hróa hf., á meðan það var og hét. Úlfar átti og gerði út vörubíl á sínum yngri árum en sneri sér að trilluútgerð. Stundaði róðra á sumrin en yfir vetrarmánuðina vann hann við netavinnu. Úlfar og Guðrún áttu heimili í Lind- arholti 10. Útför Úlfars fer fram frá Ólafsvíkurkirkju í dag, 14. maí 2011, kl. 13. Elsku vinurinn minn, nú ert þú farinn á betri stað og laus við allar þjáningarnar sem verið hafa að hrjá þig undanfarin tvö ár. Þú fórst alltof fljótt. Við átt- um eftir að gera svo margt sam- an. Þú varst eiginmaður minn og besti vinur í rúm fjörutíu ár og ég á eftir að sakna þín mikið. Ég verð þér ævarandi þakklát fyrir elsku þína til dóttur minnar sem þú gekkst í föðurstað þegar hún var á öðru ári og hefur þú alltaf verið henni sem besti faðir. Þú varst besti eiginmaður sem nokkur kona getur átt, besti pabbi, besti afi sem nokkur börn geta hugsað sér. Umhyggja þín var slík til afkomenda þinna enda er þín sárt saknað af þeim öllum. Tíminn flýgur áfram og hann teymir mig á eftir sér og ekki fæ ég miklu ráðið um það hvert hann fer. En ég vona bara að hann hugsi svolítið hlýlega til mín og leiði mig á endanum aftur til þín. Ég sakna þín í birtingu að hafa þig ekki við hlið mér og ég sakna þín á daginn þegar sólin brosir við mér. Og ég sakna þín á kvöldin þegar dimman dettur á. En ég sakna þín mest á nóttunni er svipirnir fara á stjá. Svo lít ég upp og sé við erum saman þarna tvær stjörnur á blárri festingunni sem færast nær og nær. Ég man þig þegar augu mín eru opin, hverja stund. En þegar ég nú legg þau aftur, fer ég á þinn fund. (Megas) Nú er lífsins leiðir skilja, lokið þinni göngu á jörð. Flyt ég þér af hljóðu hjarta, hinstu kveðju og þakkargjörð. Gegnum árin okkar björtu, átti ég þig í gleði og þraut. Umhyggju sem aldrei gleymist, ávallt lést mér falla í skaut. (Höf. ók.) Elsku Úlli minn, takk fyrir allt og allt, minning þín mun alltaf vera ljós í mínu lífi. Þín Guðrún. Elsku besti pabbi minn, nú er þín erfiða þrautaganga búin og ég trúi því að þú sért kominn í ljósið þar sem amma og afi taka á móti stráknum sínum með út- breidda faðma. Þú varst svo dug- legur í baráttu þinni. Á hverjum degi gerðir þú æfingar heima þótt kvalinn værir. Þú mættir í sjúkraþjálfun hjá Siggu og fórst í íþróttahúsið í hreyfingu. Þú gerðir allt sem þú gast gert til að halda þinni heilsu en að lokum sigraði sjúkdómurinn. Ég man hvað ég var alltaf mikil pabbastelpa. Skemmtileg- ast þótti mér að fá að fara með þér í vinnuna á vörubílnum og fá að standa fyrir aftan sætið hjá þér. Eins man ég eftir því að í ófá skiptin þegar ég átti afmæli gafst þú mér minnsta boxið af Mac- intosh og það var ekki lítið í aug- um lítillar stelpu. Elsku pabbi, ég kveð þig með sorg í hjarta mínu, ég hefði viljað hafa þig hjá mér svo miklu leng- ur en ég á allar fallegu minning- arnar og góðu stundirnar okkar eftir og enginn getur tekið þær frá mér. Elsku mamma mín, kletturinn okkar allra, við erum samhent fjölskylda og notum okkar kær- leika til að komast í gegnum sorgina saman. Ég elska þig svo mikið, pabbi minn, og ég veit að núna líður þér loksins vel. Frið- urinn í andliti þínu eftir að þú kvaddir okkur og þennan heim sýndi mér það. Leiddu mína litlu hendi, ljúfi Jesús, þér ég sendi bæn frá mínu brjósti, sjáðu, blíði Jesús, að mér gáðu. (Ásmundur Eiríksson.) Þín dóttir, Brynja. Elsku pabbi. Það er svo sárt að þurfa að kveðja þig, elsku pabbi minn. Þú fórst allt of snöggt frá okkur. Þú varst svo góður pabbi og afi, vildir allt fyr- ir okkur gera. Þið mamma eruð stoð mín og stytta og hafið hjálp- að mér. Við áttum svo margar góðar stundir saman og litli gullmolinn þinn og nafni, hann Úlfar Ingi, mun sakna þín svo mikið. Úlfar Ingi er ekki bara búinn að missa afa sinn heldur besta vin sinn. Þið voruð alveg einstakir félagar, háðir hvor öðrum og þið áttuð eftir að gera svo margt saman. Það eru miklar pælingar í gangi hjá Úlfari Inga, „en mamma, hver á þá að telja dósirnar? Mamma, ég er svo hræddur um að vera einn þegar afi er dáinn“. Þið nafnarnir voruð miklir smekkmenn, elskuðuð JOB-ilm- inn, „mamma, ég ætla að fá lykt- ina hans afa“. En við vitum að þér líður bet- ur núna, elsku pabbi, þó svo þú værir svo ósáttur þegar þú greindist fyrir tveimur árum og svo þegar meinið fór aftur á fullt í nóvember sl. En alltaf varstu svo duglegur að gera æfingar hér heima og hjá Siggu sjúkra- þjálfa. Þú varst hörkutól, pabbi minn. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Elsku pabbi! Við kveðjum þig með trega og sorg í hjarta. Sökn- uðurinn og tómleikinn er mikill. Þín verður sárt saknað, karlinn minn. Þín dóttir, Þórey og Úlfar Ingi. Með þakklæti kveð ég mág minn sem er til moldar borinn í dag. Ég man eftir ungum manni sem mér fannst reyndar þá ríg- fullorðinn, pínu feiminn en blíð- legur taka á móti mér stelpu- skotti sem hafði frekjast til að fá að vera hjá stóru systur sem var nýflutt ásamt kærastanum sín- um til heimabæjar hans. Ég taldi mig vera að fara í vist hjá þeim sirka 8-9 ára gömul eða um það bil. Úlfar, eða Úlli eins og hann var alltaf kallaður, tók vel á móti mér og umvafði strax með hlýju og væntumþykju. Ég á margar ljúfar minningar frá sumrunum sem liðu í áhyggjuleysi barnsár- anna. Man eftir jólunum sem ég dvaldi hjá þeim þar sem passað var upp á að ég fengi ekki færri pakka en krakkarnir og vetrar- mánuðunum áður en Hafdís mín fæddist. Samverustundirnar sem voru allt of fáar þar sem Úlli tók alltaf á móti manni eins og týndu dótturinni sem var að skila sér aftur heim. Margar góðar minningar rifj- ast upp frá þessum tíma og oft búið að hlæja að skondnum at- vikum. Man sérstaklega eftir einu atviki, þegar við frænkur vorum um sumartíma dýrasjúk- ar og búnar að draga heim alls konar fugla sem voru særðir og drápust eftir misheppnaða hjúkrun, að Úlli kom heim með hund fyrir okkur. Þrátt fyrir að ævintýrið með hundinn hafi ekki gengið sýnir viðleitnin hversu mikið Úlli vildi fyrir okkur gera. Úlli var einstaklega bóngóður maður og vildi allt fyrir aðra gera. Taldi ekki eftir sér þótt hann þyrfti að hafa fyrir því. Hann var barngóður og skipti engu hvort það væru hans eigin kríli eða annarra, a.m.k. voru mín börn ætíð velkomin eins og hann ætti í þeim hvert bein. Ég man ekki svo langt aftur að Úlli hafi ekki verið til staðar. Gunna og Úlli hefur hljómað sem eitt svo lengi sem ég man. Margs er að minnast: Ólafsvíkurferðirn- ar, þau að koma vestur með krakkana sína og svo barnabörn- in. Fyrir mér var Úlli ekki bara mágur minn, hann var verndari barns og unglings, kær vinur. Man aldrei eftir að hann hafi skammað mig sem barn þrátt fyrir að ég hafi örugglega átt það skilið en ég man eftir ófáum skiptum við brottför þegar Úlli gaukaði smáræði að mér og sagði uss. Lífið er skrítið og vægðar- laust. Úlli greindist með krabba- mein fyrir tveimur árum, sem þrátt fyrir bjartsýni og vonir um að hann ætti mörg ár eftir með okkur bar hann ofurliði 7. maí sl. Ljúfur maður er genginn og hans verður sárt saknað. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. (23. Davíðssálmur) Elsku Gunna mín, Kristjana, Brynja, Hemmi, Þórey, tengda- börn og barnabörn. Minning um góðan mann lifir sem ljós í lífi okkar. Halldóra. Fyrir nokkrum mánuðum var ákveðið að stórfjölskyldan kæmi saman á Ísafirði 8. maí 2011 með mömmu og pabba til að fagna platínubrúðkaupi þeirra. Einnig til að minnast þess að Ásgeir Kristján bróðir og Hermann Lúthersson mágur hefðu orðið sjötugir á þessu ári, þeir fórust báðir 22. des. 1966. Við sem höfðum tök á að mæta þennan dag áttum góðar sam- verustundir í fallegu veðri á Ísa- firði og Hnífsdal. Þegar við kom- um saman um kvöldið fengum við þær sorglegu fréttir að elsku- legur mágur, Úlfar Víglundsson, væri látinn eftir baráttu við ill- vígan sjúkdóm. Ég kynntist Úlla þegar hann og Gunna systir byrjuðu að vera saman og fann ég strax hve mik- ill öðlingur var þar á ferð. Þau Gunna bjuggu sér heimili í Ólafs- vík, fallegt heimili, sem alltaf hefur staðið opið fyrir okkur stórfjölskylduna. Börn þeirra yndisleg hafa einnig búið sér heimili í nálægð við foreldrana og barnabörnin hafa því notið þess að koma í Lindarholtið til afa og ömmu. Úlli var mikið snyrtimenni, það mátti sjá á öllu sem hann kom nálægt, heimilið, garðurinn, vörubíllinn, báturinn, allt þetta sýndi hve vel hann hugsaði um sitt. Margar ferðir hafa verið farn- ar á Nesið og alltaf verið tekið vel á móti okkur. Úlli var alltaf tilbúinn að fara með okkur í skoðunarferðir, hann var svo stoltur af Nesinu, enda engin furða því þar er stórfengleg nátt- úrufegurð. Fyrir okkur Vestfirð- ingana var þetta alveg nýtt landslag, í hverri ferð sáum við eitthvað nýtt. Úlli og Gunna komu á hverju sumri með fjölskylduna vestur í Hnífsdal, þá hafði Úlli gjarnan garðklippurnar með sér og klippti hekkið á Skólaveginum fyrir pabba. Margs er að minnast enda mikill samgangur hjá fjölskyld- um okkar. Úlli, við þökkum þér sam- fylgdina. Hvíl í friði, elskulegur mágur. Elsku Gunna, þú hefur staðið eins og klettur við hlið Úlla í þessum erfiðu veikindum. Við biðjum algóðan guð að gefa þér og fjölskyldu styrk á þessari sorgarstundu. Hjördís, Helgi og börn. Þú ljós, sem ávallt lýsa vildir mér, þú logar enn, í gegnum bárur, brim og voðasker. nú birtir senn. Og ég finn aftur andans fögru dyr og engla þá, sem barn ég þekkti fyrr. (Matthías Jochumsson) Það er margs að minnast við lát mágs míns Úlfars Víglunds- sonar og það er reyndar mjög erfitt að hugsa til þess að sjá hann ekki framar. Síðustu tvö ár voru honum erfið en hann greindist með krabbamein í apríl 2009. Úlfar tók þessum veikind- um af karlmennsku þótt það tæki vissulega á hjá honum. Hann ætlaði svo sannarlega að ná sér upp aftur. Úlfar byrjaði ungur að vinna hjá Hróa hf. við fyrirtæki föður síns við akstur og seinna við út- gerð og umsjón báta í eigu Hróa hf. Hann eignast svo sjálfur vörubíl. Ég man er ég kom til Ólafsvíkur hvað Fordinn hans rauði P-837 var flottur, vel við haldið og þrifinn eins og allir hans bílar sem hann eignaðist seinna. Það var einn af kostum Úlla hvað hann fór alltaf vel með alla hluti og ætlaðist til þess sama af öðrum. Lét þá heyra í sér ef honum fannst það ekki. Úlfar var mjög kappsamur og duglegur og vildi klára þau verk- efni sem hann tók að sér og hann vildi láta hlutina ganga. Hann vildi líka hafa allt í röð og reglu og geta gengið að hlutunum ef á þyrfti að halda. Úlfar bar alltaf hag fyrirtækis föður síns mjög fyrir brjósti. Það var honum mik- ið kappsmál að fá báta í viðskipti á vertíðunum. Hann átti svo sannarlega sinn hlut í því hve það gekk vel. Þá sá hann um þjónustu við þá báta er lönduðu hjá fyrirtækinu. Hann dró ekk- ert af sér við það enda var hann vel liðinn af útgerðarmönnum þeirra báta. Þegar Hrói hf. hætti rekstri keypti Úlfar sér fljótlega litla trillu og gaf hann bátnum nafnið Snæfell. Það nafn bar einn af fyrstu bátunum sem Víglundur faðir hans eignaðist á sínum út- gerðarferli. Þessi trilla var sann- arlega líf hans og yndi. Reri hann Snæfellinu yfir sumarið meðan heilsa entist. Einnig var sonur hans Hermann með honum í út- gerðinni. Úlfar tók líka að sér veiðar- færavinnu fyrir fyrirtæki hér í mörg ár og var mjög eftirsóttur í þau verk. Hann bar alltaf mjög mikla umhyggju fyrir fjölskyldu sinni. Hugsaði vel um börnin sín og ráðlagði þeim allt það besta. Barnabörnin hændust að honum og hann var þeim afar góður. Úlfar kunni mikið af sögum og sagði þær á sinn hátt. Hann var spaugsamur og þegar sá gállinn var á honum var hann hrókur alls fagnaðar. Okkar fjölskyldur hafa búið nánast hlið við hlið í yf- ir fjörutíu ár og hans verður sárt saknað frá Skálholti 13. Að leiðarlokum vil ég þakka Úlfari okkar góðu kynni alla tíð. Við fjölskyldan vottum hans kæru eiginkonu og börnunum, sem hugsuðu svo vel um hann í veikindunum, innilega samúð. Guð blessi minningu Úlfars Víg- lundssonar. Pétur Steinar Jóhannsson. Elsku Úlli. Ég vildi minnast þín í nokkrum orðum. Mér finnst hálfskrýtið að setjast niður og skrifa minningarorð um þig kæri frændi og finnst þú búin að standa þig eins og hetja í þessum erfiðu veikindum þínum. Ég á svo margar skemmtilegar minn- ingar um þig og það sem kemur fyrst upp í hugann er þegar við Þórey vorum að sniglast niðri í Hróa þegar við vorum litlar og fengum oftar en ekki að koma í vörubílinn með þér. Þá var sko mikið stuð og einnig man ég eftir Shell-bílnum sem þú varst líka á. Þú hafðir ekkert á móti því að fá okkur með. Einnig man ég svo vel eftir því að þú kallaðir mig svo oft Mörtu Siggu eða Mangelu því þú vissir að mér líkaði það ekki en það varð bara alltaf til þess að við fórum að hlæja. Svo fannst mér líka svo gaman þegar við fórum öll í Galtalæk og þið með ykkar flotta hústjald. Fannst það alveg geggjað. Mér fannst þú alltaf vera með skemmtilegan og fynd- inn húmor og þú gast alltaf séð spaugilegu hliðina á hlutunum. Alltaf hefur verið gaman að koma á heimili ykkar hjóna í Lindarholti 10. Alltaf fullt hús hjá ykkur og gaman að sjá hvað barnabörnin sækja mikið í að koma. Þú varst algjört snyrti- menni og vildir hafa fallegt í kringum þig. Þú varst alltaf að dytta að garðinum eða húsinu og svo er leið að jólum fannst þér svo gaman að skreyta vel húsið hjá ykkur. Það var alltaf svo gaman að hittast í jólaboðunum hjá okkur og þín verður sárt saknað næstu jól en við vitum að þú verður með okkur líka. Alveg yndislegt að fylgjast með ykkur Úllunum, svo duglegir að hjálpa hvor öðrum. Hann Úlfar Ingi hefur sko lært margt af honum afa sínum sem hann mun búa að alla ævi. Elsku Gunna, Kidda, Brynja, Hemmi, Þórey og fjölskyldur, megi Guð vera með ykkur. Þín frænka, Marta Sigríður Pétursdóttir. Úlfar Víglundsson Grand hótel Reykjavík, Sigtúni 38, sími 514 8000. erfidrykkjur@grand.is • grand.is Grand erfidrykkjur • Hlýlegt og gott viðmót á Grand hótel. • Fjölbreyttar veitingar lagaðar á staðnum. • Næg bílastæði og gott aðgengi. Legsteinar og fylgihlutir MOSAIK Hamarshöfða 4 110 Rvk sími 587 1960 www.mosaik.is • Mikið úrval • Yfir 40 ára reynsla • Sendum myndalista Sími 892 4650 Gísli Gunnar Guðmundsson Guðmundur Þór Gíslason Elfar Freyr Sigurjónsson Netfang: utfararstofaarnes@eyjar.is Þjónusta allan sólarhringinn Sunnlenskar kistur og krossar Hagstætt verð • Sjá likkistur.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.