Morgunblaðið - 14.05.2011, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 14.05.2011, Blaðsíða 30
30 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. MAÍ 2011 BAKSVIÐ Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Assad-fjölskyldan hefur setið við stjórnvölinn í Sýrlandi frá 1971 þegar einvaldurinn Hafez al-Assad varð for- seti landsins, um átta árum eftir að Baath-flokkurinn rændi völdunum. Eftir að einræðisherrann dó árið 2000 tók sonur hans, Bashar, við forseta- embættinu en að sögn fréttaskýrenda hefur hann ekki náð þeim heljar- tökum á landinu sem faðir hans hafði á þriggja áratuga valdatíma sínum. Bashar al-Assad hefur stjórnað landinu með fámennri klíku embættis- manna í hernum og leyniþjónustunni. Flestir þeirra eru náskyldir forset- anum eða úr röðum alavíta sem eru ein grein íslams. Alavítar eru um 10- 12% landsmanna og almennt fyr- irlitnir meðal annarra múslíma, eink- um súnníta sem telja þá vera nánast villutrúarmenn. Bróðir forsetans, Maher al-Assad, er næstvaldamesti maður Sýrlands, stjórnar úrvalssveitum hersins, Lýð- veldisverðinum, og skriðdrekasveitum sem beitt hefur verið síðustu vikur til að kveða niður mótmæli. Þegar Basil, elsti sonur Hafez al-Assads, dó árið 1994 töldu sumir að Maher yrði arf- taki einræðisherrans en þegar til kom var hann talinn of ungur og Bashar tók við völdunum. Skaut máginn í magann Mágur Bashars al-Assads, Assef Shawqat, hefur einnig verið valdamik- ill þótt talið sé að áhrif hans hafi minnkað á síðustu árum. Hann var áð- ur yfirmaður leyniþjónustunnar en var skipaður varaforseti sýrlenska herráðsins á síðasta ári. Shawqat er alavíti og hófst til met- orða í Baath-flokknum eftir að hann kvæntist systur forsetans, Bushra. Shawqat hefur ásamt fleiri sýr- lenskum embættismönnum verið sak- aður um að hafa staðið fyrir morðinu á Rafik al-Hariri, forsætisráðherra Líb- anons, árið 2005. Í rannsóknarskýrslu Sameinuðu þjóðanna voru Shawqat og Maher al-Assad bendlaðir við morðið. Hermt er að stundum hafi þó verið grunnt á því góða með Shawqat og Maher. Sá síðarnefndi er annálaður skaphundur og er sagður hafa skotið mág sinn í magann í rifrildi árið 1999. Hermt er að Shawqat hafi verið flutt- ur á hersjúkrahús í París. Rami Makhlouf, sonur móð- urbróður forsetans, er talinn vera voldugasti maðurinn í viðskiptalífinu í Sýrlandi. Hann á m.a. stærsta far- símafyrirtæki landsins, tvo banka, stórt byggingarfyrirtæki, flugfélag, tvær sjónvarpsstöðvar og fyrirtæki sem flytja inn lúxusbíla og tóbak. Hann er einnig varaformaður stjórn- ar stærsta einkafyrirtækis landsins sem á hlut í olíu- og gasfyrirtækjum. Makhlouf hefur verið sakaður um spillingu og vinahygli og hermt er að ekkert erlent fyrirtæki geti átt við- skipti í Sýrlandi án samþykkis hans. Orðrómur hefur verið á kreiki um að Maher al-Assad kunni að reyna að taka völdin í sínar hendur en ekkert þykir benda til þess að hann sé nógu öflugur til að geta steypt forsetanum af stóli. „Völdin eru algerlega í höndum fjölskyldunnar,“ segir Ayman Ab- delnour, sem var ráðgjafi Bashars al- Assads forseta þar til hann fór í út- legð fyrir fjórum árum. „Það er alger einhugur innan hennar og hann er forsetinn, eins og stjórnarformaður, þeir ræða hlutina og taka ákvarðanir saman.“ Algerlega einráð fjölskylda  Assad-fjölskyldan hefur alla þræði í hendi sér í Sýrlandi  Fámenn og samhent valdaklíka ræður ekki aðeins lögum og lofum í stjórnkerfinu heldur einnig í efnahagslífinu sem er gegnsýrt af spillingu Þykist vera umbótasinni » Assad forseti hefur brugðist við mótmælunum í Sýrlandi með blöndu af pólitískum til- slökunum og valdbeitingu sem hefur kostað allt að 850 manns lífið. » Assad hefur reynt að telja þjóðinni trú um að hann sé vel- viljaður leiðtogi, sem vilji koma á umbótum en ekki tekist það. » „Ætlunin er að kenna alltaf öðrum um mistök stjórnar- innar, þannig að forsetinn geti vikið þeim frá og sagt að nú verði allt betra, svo að fólkið haldi áfram að binda vonir við leiðtogann,“ segir sýrlenski andófsmaðurinn Ammar Abdulhamid. 100 km FJÖLSKYLDUTENGSLIN ÁGRIP AF SÖGUNNI Rami Makhlouf Sonur móðurbróður Assads forseta, sagður ráða yfir nær 60% af hagkerfi landsins í gegnum viðskiptaveldi sitt Assef Shawkat Yfirmaður leyniþjónustu hersins og eiginmaður systur forsetans, Bushra Maher al-Assad Talinn bera mesta ábyrgð á árásum öryggissveita til að kveða niður mótmæli í landinu. VALDAKLÍKA FORSETANS 1963 Baath-flokkurinn tekur völdin í sínar hendur og setur neyðarlög til að kveða niður andóf 1971 Hafez al-Assad kjörinn forseti Sýrlands til sjö ára 1973 Assad beitir hernum til að kveða niður mótmæli eftir afnám stjórnarskrárákvæðis um að aðeins múslími geti verið forseti landsins 1982 Herinn ber niður uppreisn Bræðralags múslíma í borginni Hama, um 10.000 liggja í valnum 1983 Hafez al-Assad fær hjartaáfall 1984 Bróðir Assads, Rifaat, gerður að varaforseta 1994 Sonur Assads, Basil, líklegasti arftaki forsetans, deyr í bílslysi 1998 Rifaat vikið úr embætti varaforseta 2000 Hafez al-Assad deyr. Sonur hans, Bashar, tekur við völdunum 2007 Bashar kjörinn forseti að nýju til sjö ára 2011 Mars - Neyðarlög afnumin Assad-fjölskyldan er úr röðum minnihlutahópsins alavíta sem eru ein grein íslams Alavítar 12% Aðrir 14% Trúarhópar í Sýrlandi: Súnní- múslímar 74% ÍRAK JÓRDANÍA S Ý R L A N D ALAVÍTAR Latakía Assad-fjölskyldan kemur frá svæði þar sem alavítar eru í meirihluta Damaskus Hafez al-Assad 1930-2000 Stjórnaði Sýrlandi með harðri hendi frá 1971 og þar til hann dó Anisa Maklouf Kom úr voldugri og vellauðugri fjölskyldu Basil al-Assad 1962-1994 Átti að taka við völdunum af Hafez al-Assad Majd al-Assad 1966-2009 Dó eftir langvarandi veikindi Bashar al-Assad f. 1965 Núverandi forseti Sýrlands Asma al-Assad f. 1975 Forsetafrú Sýrlands Maher al-Assad f. 1968 Yfirmaður úrvalssveita hersins Látinn Er í valdaklíku forsetans Bushra al-Assad f. 1960 lyfjafræðingur Assef Shawqat f. 1950 Næstæðsti yfirmaður sýrlenska hersins VELDI ASSAD-FJÖLSKYLDUNNAR Í SÝRLANDI Assad-fjölskyldan hefur verið við völd í Sýrlandi frá því að Hafez al-Assad komst til valda árið 1971. Sonur hans, Bashar al-Assad, og fámenn valdaklíka hans ráða nú lögum og lofum í landinu Ljósmyndir: ReutersHeimildir: Fréttir fjölmiðla, sendiráð Sýrlands, CIA World Factbook 36 ára gamall karlmaður frá Sameinuðu arab- ísku furstadæmunum var handtekinn á flugvelli í Taílandi í gær eftir að hafa reynt að smygla bjarnarhúni, tveimur pardusdýrum og nokkrum öpum í ferðatöskum. Öll dýrin eru yngri en þriggja mánaða, meðal annars þessi gibbon-api sem geymdur var í búri á flugvellinum eftir að hann fannst. Dýrin eru sjaldgæf og í útrýming- arhættu. Maðurinn á allt að fjögurra ára fangelsi yfir höfði sér. Lögreglan telur að nokkrir aðrir menn hafi tekið þátt í smygltilrauninni og vonast til að hafa hendur í hári þeirra. Reuters Reyndi að smygla dýrum í ferðatöskum Þótt bandaríski fanginn Eric Torpy hafi enn mikið dálæti á körfuboltahetj- unni Larry Bird dauðsér hann eftir því að hafa beðið dómara um að lengja fang- elsisdóminn yfir sér úr 30 árum í 33. Ástæðan var sú að Larry Bird lék í treyju númer 33. Fanginn var himinlifandi þegar dómarinn lengdi dóminn en nú, sex árum síðar, sér hann eftir beiðn- inni. „Ég vildi að ég hefði fengið 30 ár í stað 33, ég áttaði mig á vitleys- unni nýlega,“ sagði Eric Torpy. „Þrjú ár skipta miklu máli.“ Fanginn verður 33 ára síðar á árinu og getur ekki óskað eftir reynslulausn fyrr en árið 2033. Hann hefur látið húðflúra töluna 33 á báða olnbogana og segir að Bird verði alltaf hluti af sér. Fanginn kveðst vera viss um að körfuboltakempan hafi frétt af þessari undarlegu beiðni hans. „Ég er viss um að hann heldur að ég sé fífl. Ég meina, flestir gera það. Fjölskyldunni minni finnst ég vera fífl og honum finnst það örugglega líka.“ 33 ekki lengur eins flott tala Larry Bird
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.