Morgunblaðið - 14.05.2011, Blaðsíða 32
32 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. MAÍ 2011
● Hagnaður HS Orku á fyrsta fjórðungi
ársins nam 2.231 milljón króna sam-
anborið við 1.190 milljónir króna á sama
tímabili í fyrra.
Lesa má úr reikningnum, að bætt af-
koma stafi aðallega af hækkun á álaf-
leiðum.
Rekstrartekjur félagsins námu 1.953
milljónum króna, samanborið við 1.812
milljónir króna á sama tíma í fyrra.
HS Orka hagnast á
hækkun afleiða
HS Orka Hagnaðist um 2,2 milljarða
króna á fyrsta fjórðungi ársins.
Örn Arnarson
ornarnar@mbl.is
Tvö nágrannaríki Íslands hafa ekki orðið fyrir
jafn miklum skaða og önnur vegna hinnar al-
þjóðlegu efnahagsniðursveiflu í kjölfar fjár-
málakreppunnar sem brast á með fullum
þunga haustið 2008. Eftir viðvarandi hagvöxt
um árabil lenti kanadíska hagkerfið í stuttu
samdráttarskeiði en er komið á hagvaxtar-
brautina á ný. Frammistaða sænska hagkerf-
isins hefur einnig verið eftirtektarverð: Hag-
vöxtur var í kringum 5% í fyrra og búist er við
svipuðum vexti í ár. Bandaríska blaðið The
Wall Street Journal hefur sagt þessa frammi-
stöðu sænska hagkerfisins vera hina glæsileg-
ustu sem hægt sé að finna meðal evrópskra
hagkerfa í kjölfar hinnar alþjóðlegu efnahags-
kreppu.
Af þessu tilefni efndi RSE, rannsóknarmið-
stöð um samfélags- og efnahagsmál, til mál-
stofu um efnahagslega velgengi Kanada og
Svíþjóðar í gær. Framsögumenn voru þeir
Fred McMahon, varaforseti alþjóðlegra rann-
sókna hjá Fraser-stofnuninni í Kanada, og
sænski stjórnmálafræðingurinn og rithöfund-
urinn Fredrik Segerfeldt.
Fram kom í máli beggja framsögumanna að
lykilinn að efnahagsframmistöðu ríkjanna
tveggja um þessar mundir væri að finna í þeim
efnahagsumbótum sem ráðist var í um miðjan
tíunda áratug nýliðinnar aldar. McMahon
benti á að aðhald í ríkisrekstrinum í Kanada
samhliða auknu frjálsræði á markaði og
skattalækkunum hefði lagt grunninn að upp-
gangi síðasta áratuginn. Vakti hann athygli á
því að það ferli sem hófst við efnahagsumbæt-
ur á tíunda áratugnum hafi ekki mótast af hinu
hefðbundna pólitíska litrófi: Vinstrimenn við
stjórn hefðu í jafnmiklum mæli lagt áherslu á
minnkun ríkisútgjalda og hagfelldara skatta-
umhverfi og hægri menn.
Sem kunnugt er hafa kanadískir bankar að
mestu sloppið við að taka á sig skelli vegna
eitraðra veða og vafasamra fjármálagerninga.
Þessi staðreynd rímar vel við það sem kom
fram í framsögu McMahons um að frjálsræði á
markaði væri ekki beinlínis háð magni og um-
fangi lagasetningar, heldur fyrst og fremst
skilvirkni hennar.
Sænska velferðarkerfið goðsögn
Segerfeldt sagði í framsögu sinni að sænska
hagkerfið sem frummynd hins norræna vel-
ferðarkerfis væri í raun og veru goðsögn. Víð-
tækar efnahagsumbætur undanfarin ár hefðu
gert sænska hagkerfið eitt hið markaðsdrif-
nasta og samkeppnishæfasta í heiminum og
góðan árangur mætti þakka þeim aðgerðum.
Þrátt fyrir að skattar væru háir í Svíþjóð miðað
við mörg önnur ríki væri eignarétturinn og
frelsi til athafna kirfilega tryggt af stjórnvöld-
um. Auk þess hefur núverandi ríkisstjórn
gengið langt í lækkunum bæði á fyrirtækjas-
köttum og sköttum á lægstu tekjuhópana. Se-
gerfeldt sagði að þegar saga Svíþjóðar væri
skoðuð kæmi í ljós að grunnurinn að velmegun
og auðlegðinni hefði verið lagður á hundrað ára
tímabili fram til ársins 1970 sem hafi einkennst
af frjálsum viðskiptum og athafnafrelsi. Það
hefði ekki verið fyrr en á áttunda áratugnum
sem sænska ríkið hefði orðið mjög yfirgrips-
mikið í afskiptum sínum af hagkerfinu, með
slævandi áhrifum á hagvöxt.
Lært af Svíum og Kanadamönnum
Reuters
Svíþjóð Sænskir skattgreiðendur njóta vorsins við Kungsträdgården.
Ráðstefna RSE um efnahagslega velgengni í Kanada og Svíþjóð Hagkerfi beggja landa stóð af sér
fjármálakreppuna Frjálsræði lykillinn Sænska hagkerfið eitt það kraftmesta um þessar mundir
● Heildarvelta debetkorta í apríl jókst
um 8,2% frá sama mánuði 2010, en
kreditkortavelta jókst um 13,5% frá
apríl 2010, samkvæmt tölum frá Seðla-
bankanum.
Aukin kortavelta í apríl
Landsframleiðsla í Þýskalandi jókst
um 1,5% á fyrstu þremur mánuðum
ársins, miðað við síðasta fjórðung
ársins 2010. Þýsk þjóðarframleiðsla
hefur nú náð því hámarki sem hún
náði fyrir efnahagskreppuna í
heiminum, í byrjun ársins 2008.
Vöxtur í öðrum ríkjum Norður-
Evrópu var einnig nokkur á fyrsta
fjórðungi: 1% í Frakklandi og svip-
aður í Austurríki, svo dæmi sé
nefnt. Sömu sögu er hins vegar
ekki að segja af þjóðum í syðri
hluta álfunnar. Á Spáni mældist
hagvöxtur 0,3% og á Ítalíu var hann
0,1%. Verg landsframleiðsla dróst
saman um 0,7% í Portúgal. G-ið í
skammstöfuninni PIIGS, sem
gjarnan er notuð yfir skuldsettustu
evruríkin, Grikkland, óx hins vegar
um 0,8%, eftir að hafa dregist mjög
saman næstu fjóra fjórðunga á und-
an. Á öllu samanlögðu evrusvæðinu
mældist 0,8% hagvöxtur á fyrsta
fjórðungi.
Þá var verg landsframleiðsla í
Bretlandi óbreytt á fjórðungnum.
ivarpall@mbl.is
1,5% hag-
vöxtur í
Þýskalandi
Fram kom á ráðstefnunni Virkjum
karla og konur sem Félag kvenna í
atvinnurekstri stóð fyrir í gær að
konur eru í miklum minnihluta þeg-
ar kemur að æðstu stjórnendum
þrjúhundruð stærstu fyrirtækja
landsins.
Ráðstefnan var framhaldsráð-
stefna annarrar slíkrar sem haldin
var í fyrra og á rætur að rekja til
samnings sem Viðskiptaráð Íslands,
Samtök atvinnulífsins, Félag kvenna
í atvinnurekstri, Creditinfo og
fulltrúar allra stjórnmálaflokka
skrifuðu undir 2009, um að auka
hlutdeild kvenna í atvinnulífinu.
Samkvæmt könnun Creditinfo eru
aðeins 24 konur meðal framkvæmda-
stjóra í 300 stærstu fyrirtækjunum.
Hinsvegar er 291 karlkyns fram-
kvæmdastjóri.
Hlutur kvenna er einnig rýr þegar
kemur að setu í stjórnum stærstu
fyrirtækja landsins. Ríflega þúsund
karlar sitja í stjórnum þessara fyrir-
tækja og á sama tíma sitja 196 konur
í viðkomandi stjórnum. Hlutfall
kvenna er hinsvegar stærra þegar
kemur að varamönnum í stjórnum:
388 karlar eru varamenn í stjórnum
stærstu fyrirtækja landsins og eru
123 konur varamenn.
Konur í miklum
minnihluta
Fleiri karlar í
stjórn 300 stærstu
fyrirtækja Íslands
Morgunblaðið/Kristinn
Fjölmenni Kvennafrídagur 2010.
Fagfjárfestasjóðurinn Auður I,
sem er í vörslu Auðar Capital, og
fjárfestirinn Kjartan Örn Ólafs-
son hafa gert tilboð í 10% eign-
arhlut í Eignarhaldsfélaginu
Fjarskipti hf. sem á og rekur
Vodafone á Íslandi.
Stjórn Eignarhaldsfélagsins
Fjarskipta hf. hefur samþykkt
kauptilboðið.
Kaupendurnir greiða fyrir
eignarhlutinn með eign sinni í
fjarskiptafélaginu Tali, sem er að
fullu í þeirra eigu. Stefnt er að
því að sameina félögin í kjölfarið.
Tilboðið er með fyrirvara um
samþykki Samkeppniseftirlitsins
og niðurstöðu áreiðanleikakann-
ana.
Í tilkynningu segir að sameinað
fyrirtæki verði vel í stakk búið til
að koma til móts við kröfur neyt-
enda um hagkvæma og góða fjar-
skiptaþjónustu. „Markmið Auðar
I er að taka þátt í að byggja upp
öflugt fjarskiptafélag sem mögu-
legt er að skrá á hlutabréfamark-
að í framtíðinni.“
Stefnt að sameiningu
Tals og Vodafone
Morgunblaðið/Heiddi
Tal Tilboðið er háð samþykki Sam-
keppniseftirlitsins.
!"# $% " &'( )* '$*
++,-,.
+./-0.
++.-11
2+-32/
20-.1/
+.-+3/
+23-21
+-,+..
+.2-,1
+/4-5
++,-15
+./-54
++3-+2
2+-33
20-343
+.-2,3
+23-/4
+-,223
+.4-0+
+/4-3/
2+.-342.
++5-02
+./-3.
++3-,1
22-05,
20-33.
+.-402
+23-33
+-,21
+.4-55
+/,-,2
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
Hagnaður Haga nam 1.093 millj-
ónum króna á síðasta rekstrarári,
sem lauk í mars, samanborið við 44
milljóna króna hagnað árið á und-
an.
Rekstrartekjur rekstrarársins
námu 66.700 milljónum króna.
Hagnaður fyrir afskriftir, fjár-
magnsliði og skatta (EBITDA)
nam 4.384 milljónum króna.
Heildareignir samstæðunnar
námu 21.830 milljónum í lok tíma-
bilsins og eigið fé 3.612 milljónum.
Eiginfjárhlutfall félagsins var
16,5% í lok tímabilsins en skuldir
nema rúmum 18 milljörðum króna.
Fram kemur í tilkynningu frá
Högum að lánasamningur félags-
ins, sem gerður var í október 2009,
kveði á um gjalddaga í október
2011, með tveimur framlengingar-
heimildum til allt að 24 mánaða í
senn. Samið hafi verið um fram-
lengingu til október 2012, með
frekari framlengingarheimildum
eins og kveður á í samningnum.
1,1 milljarðs hagnaður
Haga á rekstrarárinu