Morgunblaðið - 14.05.2011, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 14.05.2011, Blaðsíða 48
48 DAGBÓK MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. MAÍ 2011 Sudoku Frumstig 4 6 7 9 8 3 1 7 5 1 9 8 3 8 6 4 5 6 1 4 9 5 4 3 5 7 8 6 5 7 1 4 5 6 8 7 4 9 1 7 6 5 9 2 4 6 8 2 1 9 8 7 4 5 8 3 7 4 1 8 2 4 6 3 5 2 5 8 8 6 4 7 1 3 6 2 1 2 5 4 9 8 6 7 3 3 8 6 7 5 2 9 4 1 7 9 4 6 1 3 5 8 2 8 7 9 5 2 1 4 3 6 4 1 3 8 6 7 2 9 5 6 5 2 3 4 9 8 1 7 5 4 8 1 3 6 7 2 9 9 3 7 2 8 5 1 6 4 2 6 1 9 7 4 3 5 8 8 4 5 2 3 6 9 1 7 7 3 1 9 8 4 5 6 2 9 2 6 1 7 5 4 8 3 5 8 3 6 9 2 1 7 4 4 6 9 5 1 7 2 3 8 2 1 7 3 4 8 6 5 9 6 7 4 8 5 9 3 2 1 1 9 2 7 6 3 8 4 5 3 5 8 4 2 1 7 9 6 6 1 3 2 5 8 9 4 7 9 4 2 3 6 7 5 1 8 8 5 7 4 9 1 6 2 3 7 6 5 1 4 2 8 3 9 1 3 8 9 7 5 4 6 2 4 2 9 8 3 6 7 5 1 2 9 1 6 8 4 3 7 5 5 8 4 7 1 3 2 9 6 3 7 6 5 2 9 1 8 4 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Í dag er laugardagur 14. maí, 134. dagur ársins 2011 Orð dagsins: Enginn er þinn líki, Drottinn! Mikill ert þú og mikið er nafn þitt sakir máttar þíns. (Jeremía 10, 6.) Víkverji á snjallan síma sem geturhalað niður tónlist, myndum, myndskeiðum og ýmsum sniðugum forritum. Víkverja finnst gaman að fikta í símanum og reyna hvað hann getur. x x x Það besta finnst honum að síminnhugsar hálfpartinn fyrir hann þegar verið er að senda smáskila- boð. Orðabók símans les nær hugs- anir Víkverja og kemur með tillögur að orðum strax við fyrsta staf. Þetta flýtir óneitanlega fyrir Víkverja sem sendir mörg sms á hverjum degi. x x x Hins vegar getur þetta sniðugahjálpartæki tekið völdin af þeim sem ritar skilaboðin. Síminn skilur t.d. ekki enskuslettur, í það minnsta ekki allar og geri Víkverji prentvillu þá kemur síminn með ýmsar undarlegar uppástungur og hendir svo einstaka sinnum (viljandi að því er Víkverji telur) inn kolvit- lausum orðum. x x x Þannig ætlaði Víkverji að skrifafélaga sínum að hann kæmist ekki á kaffihús því hann þyrfti að sinna sjúkum hundi. Síminn tók hins vegar yfir, vildi ekki orðið „jundur“ (sem átti að vera hundur) en skrifaði þess í stað „ju do“. Í tveimur orðum. Félagi Víkverja spurði um hæl hvort þessi kínverski vinur Víkverja, hann Ju Do, væri mikið veikur? Tæknin er ólíkindatól. x x x Víkverji hallast að því að nú fariað hilla undir að hann fái sam- þykkt hjá mannanafnanefnd nafnið Gjaldmiðill. Alltaf verða þau skrítnari nöfnin sem nefndin samþykkir og einhvern veginn finnst Víkverja að nefndin hljóti að fara að verða óþörf. Fólk megi þá bara skíra börn sín þeim nöfnum sem það vill og óskar helst. Víkverja hefur lengi langað að skíra son sinn Erlendur Gjaldmiðill. Hingað til hefur hann þó ekki þorað að bera nafnið undir nefndina en fer bráðlega að slá til. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 geðveika, 8 kjökr- ar, 9 aldna, 10 mánaðar, 11 kaka, 13 gefa frá sér djúp hljóð, 15 samkomum, 18 náðhús, 21 fiskur, 22 hryssu, 23 að baki, 24 heimska. Lóðrétt | 2 reiður, 3 marg- nugga, 4 bleytukrap, 5 los- um allt úr, 6 ljós á lit, 7 veg- ur, 12 tala, 14 ylja, 15 klína, 16 glatar, 17 ílátin, 18 skarð, 19 hittir, 20 vitlaus. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 helft, 4 skörp, 7 rúman, 8 ólgan, 9 dýr, 11 nart, 13 ældi, 14 álfur, 15 blær, 17 arða, 20 óra, 22 kolin, 23 líkum, 24 akrar, 25 arður. Lóðrétt: 1 hýran, 2 lemur, 3 tind, 4 stór, 5 öngul, 6 penni, 10 ýlf- ur, 12 tár, 13 æra, 15 baksa, 16 ætlar, 18 rokið, 19 aumur, 20 ón- ar, 21 alda. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Orðskviður Ásmundar. V-NS. Norður ♠6 ♥K2 ♦652 ♣KD65432 Vestur Austur ♠1074 ♠D9 ♥ÁG108654 ♥D ♦KG ♦Á10873 ♣10 ♣ÁG987 Suður ♠ÁKG8532 ♥973 ♦D94 ♣– Suður spilar 5♠ doblaða. Eftir Ásmundi Pálssyni er hafður orðskviðurinn: „Ef þú heldur að þú sért í vondum samningi er ómaksins vert að reyna við annan betri.“ Dálkahöfundur hafði þessa speki að leiðarljósi í nýliðnu Íslandsmóti. Vestur vakti á 3♥ og austur lyfti í 4♥. Nú kom Ásmundur inn á 4♠, á hættu gegn utan. Hvínandi dobl í austur. Það var og. Um- ræddur var í norður og rifjaði upp orðs- kviðinn í huganum. Breytti svo í 5♣. Austur doblaði varlega, en Ásmundur hélt tryggð við sjölitinn sinn og sagði 5♠. Vörnin var of áköf. Út kom ♣10 upp á kóng, ás og tromp. Ásmundur tók trompin í þremur umferðum, spilaði síð- an hjarta. Vestur drap og skipti ótíma- bært yfir í ♦K og gosa. Einn niður. Hefðu 4♠ unnist? Óþægileg spurn- ing. 14. maí 1998 Jóhanna Sigurðardóttir talaði samfellt í fimm og hálfa klukkustund í umræðum á Al- þingi um húsnæðisfrumvarp og sló þar með eldra met sem var fimm klukkustundir. 14. maí 2005 Um tvö hundruð manns gengu á Hvannadalshnúk í Öræfa- jökli og höfðu þeir aldrei verið fleiri. Morgunblaðið hafði efir einum þátttakenda að hóp- urinn hefði liðast upp á tind- inn líkt og ormur. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. Þetta gerðist… „Það hefur lengið verið flaggað fyrir mér á afmæl- isdaginn,“ segir Sigurður Hróarsson, forstöðu- maður Sögusetursins á Hvolsvelli, en hann er 55 ára í dag. Hann segist hafa orðið fyrir nokkrum von- brigðum þegar hann áttaði sig á þeirri tilviljun að 14. maí er einnig fæðingardagur forseta Íslands og opinber fánadagur. Sigurður segist aldrei hafa haldið upp á afmælið. Hann rekur það til endurminningar frá því hann var sex ára. Foreldrar hans buðu börnum til afmæl- isveislu en honum fannst svo leiðinlegt að hann hef- ur ekki talið ástæðu til að halda þeim sið. „Ég læt yfirleitt lítið fyrir mér fara þennan dag.“ Hann rifjar þó upp grikk sem samstarfsfólkið gerði honum fyrir fimmtán árum þegar hann var að hætta sem leikhússtjóri Borgarleikhússins. Hann mætti á boðaðan fund í leikhúsráði sem reyndist teiti vegna fertugsafmælis hans. Sögusetrið hýsir Njálusýninguna og lifir Sigurður og hrærist í Njáls- sögu. Afmælisdeginum mun hann verja á Njáluslóðum þar sem hann fer góðan hring með hóp kvenna. „Ég get ekki hugsað mér neitt betra,“ segir Sigurður og vonast, þrátt fyrir allt, til að fá tertu hjá eiginkonunni og dætrunum þegar hann kemur heim. helgi@mbl.is Sigurður Hróarsson 55 ára í dag Vill ekki vita af afmælinu Hlutavelta Ísabella Ronja Benediktsdóttir og Freyja Guð- rún Mikkels- dóttir héldu tombólu fyrir utan Bónus á Laugavegi. Þær söfnuðu 2.923 kr. sem þær færðu Rauða krossi Íslands. Flóðogfjara 14. maí Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólaruppr. Sólsetur Reykjavík 3.21 3,5 9.43 0,6 15.58 3,6 22.15 0,6 4.17 22.33 Ísafjörður 5.16 1,9 11.48 0,2 18.03 1,9 3.58 23.02 Siglufjörður 1.17 0,2 7.30 1,1 13.49 0,1 20.07 1,2 3.40 22.45 Djúpivogur 0.33 1,9 6.43 0,6 13.04 2,1 19.20 0,5 3.40 22.08 Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Talaðu skýrt út um hlutina, þannig að enginn þurfi að efast um tilgang þinn. Ein- beittu þér að því að tala um hlutina frekar en að byrgja þá inni. (20. apríl - 20. maí)  Naut Þú hefur lagt hart að þér til að tryggja fjárhagslegt öryggi þitt og þinna. Hugur þinn er tilbúinn, hvað heldur aftur af þér? (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Það er mikið að gera hjá þér í vinnunni, heima fyrir og í félagslífinu. Talaðu við fólk sem er á sömu bylgjulengd og lestu bækur um andleg málefni. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Óvænt tækifæri berst upp í hend- urnar á þér og nú hefur þú enga afsökun fyrir því að nýta þér það ekki. Hversdagslegir hlut- ir geta þróast í óvenjulegar áttir. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Gömul vandamál, sem tengjast börnum, munu koma upp að nýju. Líf í jafnvægi finnst þér eftirsóknarvert. Festu alla lausa enda. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Þú verður meðvitaðri um mátt orða þinna. Framkvæmdu af glæsibrag í stað þess að fylgja áætlunum eins og vélmenni. Mundu að sannleikurinn er alltaf sagna bestur. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Vertu tilbúinn að aðstoða vin þurfi hann á stuðningi þínum að halda. Ekki halda áfram að lofa upp í ermina á þér. Félagslífið hefur sjaldan verið fjörugra. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Það er sjálfsagt að þú standir á rétti þínum og krefjist þess sem er þitt. Maki þinn á ýmsa góða spretti næstu vikurnar. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Ykkur hafa gefist mörg tækifæri að undanförnu til að kynnast nýjum hlutum og hitta skemmtilegt fólk. Skyldan kallar svo þú þarft að gera þitt besta í stöðunni. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Nú er lag að staldra við og athuga stöðu mála. Vita skaltu að það eru tvær hlið- ar á öllum málum og báðar eiga rétt á sér. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Vinsældir þínar eru gríðarlegar um þessar mundir. Móðir þín, eða önnur mik- ilvæg manneskja í þínu lífi, getur veitt þér styrk varðandi tiltekið málefni. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Nám og ferðalög eru þægileg en þreytandi. Ástvinur tekur nei ekki gilt og saman farið þið í besta ferðalag í áraraðir. Stjörnuspá Helga Guðrún Berndsen, fyrr- verandi stöðv- arstjóri Pósts og síma, Skaga- strönd, til heim- ilis á Háaleit- isbraut 17 í Reykjavík, er áttræð í dag, 14. maí. Hún verður að heiman í óvissuferð með fjöl- skyldu sinni. 80 ára Ellen Viðar Pétursson er ní- ræð í dag, 14. maí. Hún er fædd í Álaborg í Dan- mörku en hefur búið á Íslandi síð- an 1948. Ellen verður að heim- an á afmælisdaginn. 90 ára 1. c4 g6 2. g3 Bg7 3. Bg2 Rf6 4. Rc3 0-0 5. e3 c6 6. Rge2 d5 7. b3 e5 8. d3 d4 9. Re4 Rxe4 10. Bxe4 dxe3 11. Bxe3 f5 12. Bg2 f4 13. gxf4 exf4 14. Rxf4 Bc3+ 15. Kf1 Staðan kom upp í fyrstu deild Ís- landsmóts skákfélaga sem lauk fyrir nokkru í Rimaskóla. Þýski alþjóðlegi meistarinn Thomas Henrichs (2.507) hafði svart gegn Hrannari Baldurssyni (2141). 15. … Be5! 16. Rh3 Bd4 17. Bxd4 Dxd4 18. f3 Bxh3 19. Bxh3 Ra6 20. Hc1 Rb4 21. Be6+ Kg7 22. De2 Hae8 23. c5 Hxe6! 24. Dxe6 Hxf3+ 25. Ke2 Df2+ og hvítur gafst upp enda mát í næsta leik. Landsmótinu í skóla- skák lýkur á morgun, sunnudaginn 15. maí. Keppnin er haldin í Síðuskóla á Akureyri. Nánari upplýsingar um mót- ið og aðra skákviðburði er að finna á www.skak.is. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is Svartur á leik
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.