Morgunblaðið - 14.05.2011, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 14.05.2011, Blaðsíða 45
Valda enda var hann svo samof- inn lífi okkar systkinanna i bernskunni og stór hluti af lífi föð- ur okkar enda mjög kært með þeim bræðrum, að hann var miklu meira en venjulegur frændi. Í okkar huga var Valdi teng- ingin við náttúruna, hann var bóndi á Þrastarstöðum og bjó þar ásamt Diddu, konu sinni, svo lengi sem við munum. Ótal ljúfar minningar skjóta upp kollinum og þá ekki síst einstök gestrisni þeirra hjóna hvenær sem mann bar að garði. Nánast daglegar hjólaferðir Ingu Rósu upp eftir og kofabyggingar hennar og Dídíar, sem Valdi hrósaði þeim mjög fyr- ir. Hlýju móttökurnar sem við fengum hjá honum á hlaðinu þeg- ar við vorum að reka kindurnar, stundum óþekkar og latrækar, upp í Þrastarstaðafjallið á vorin. Ógleymanleg jólaboð þar sem spilað var af hjartans lyst og mik- ið hlegið. Reiðtúrar upp í Þrast- arstaði með pabba á fallegum sumarkvöldum, til að fá Valda til þess að slást í hópinn. Oftar en ekki enduðu þessar ferðir í veislu við eldhúsborðið á Þrastarstöðum þar sem Didda töfraði fram veitingar á sinn ein- staka hátt. Góður samgangur var á milli okkar krakkanna og skap- aði það oft mikið fjör og gleði sem gott er að minnast. Ótal prakk- arastrikum og brögðum var oft á tíðum beitt og oft skemmti Valdi sér manna best. Það var alltaf stutt í geislandi brosið og glamp- ann í augunum þegar eitthvað skemmtilegt gerðist. Með árunum fækkaði sam- verustundunum en það var alltaf jafngott að hitta þau hjónin yfir kaffibolla og kræsingum á Þrast- arstöðum eða fá faðmlag á förn- um vegi og gleðin ósvikin yfir endurfundum. Við kveðjum kæran frænda með virðingu og þökk fyrir allt. Diddu og fjölskyldunni sendum við okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Nú er vík milli vina vermir minningin hlýja. Allra leiðir að lokum liggja um vegi nýja. Við förum til fljótsins breiða fetum þar sama veginn. Þangað sem bróðir bíður á bakkanum hinum megin. (Hákon Aðalsteinsson) Ingi, Helga, Fanney, Þórdís og Ingibjög Rósa Friðbjörnsbörn. Það eru ekki nema nokkrir dagar síðan við kvöddum hana Boggu, fallegu móðursystur mína, og nú er Valdi bróðir henn- ar dáinn. Þau voru ellefu, oft köll- uð Litlu-Brekku-systkinin eftir fyrstu jörðinni sem afi og amma eignuðust eftir 22 ára hjónaband. Áður en þangað kom höfðu þau búið á hjáleigukotum; árin 1920- 1931 í Hofsgerði, smábýli í landi Hofs á Höfðaströnd. Þar eignuð- ust þau Þórhallur og Helga sjö börn og áttu þá þrjú fyrir. Þar fæddust Valdi og Bogga og líka hún Ásdís móðir mín. „Þar var harðasta baráttan háð, samt þykir okkur vænt um Hofsgerði,“ sagði Þórhallur afi í viðtali sem faðir minn átti við hann fyrir 60 árum. „Bæjarhúsin voru léleg og byggði ég þau upp meira eða minna og bætti við efri baðstofu. Við vorum 14 í heimili og sváfu börnin tíu í nýju stof- unni. Timburgólf var í gamla bænum, en ekki þiljað nema upp á miðja veggi og greip konan mín til þess ráðs að klæða yfir hluta veggjanna með pokum svo börnin klóruðu ekki í moldarveggina. Þegar börnin voru orðin sex til sjö ára fóru nágrannarnir að fá þau til barnagæslu og snúninga.“ Og það var einmitt nákvæm- lega það sem ég gerði þegar ég fór í sveitina að Þrastarstöðum til Valda og Diddu, þrjú sumur, sjö, átta og níu ára gamall. Það var aldrei að vita hverju kraftmiklir strákarnir þeirra tækju upp á og eins gott að hafa auga með þeim áður en þeir dyttu í lækinn eða flórinn eða æddu fyrir rakstrar- vélina í heyskapnum. Valdi og Didda urðu þannig um tíma aðrir foreldrar mínir og hafa verið það í huga mér æ síðan. Hjá þeim hafa dætur mínar verið í sveit og strákurinn minn hlaupið eftir rollunum í sömu þúfunum og ég sjálfur fyrir tæpum 60 árum. Þessi tengsl eru ómetanleg og hafa mótað allt okkar líf. Valdi var gull af manni. Lág- vaxinn, hæverskur, nautsterkur, sífellt vinnandi. Sá gjarnan spaugilegu hliðarnar á hlutunum og með blik í augum sagði hann frá og gat grátið af hlátri yfir góð- um sögum. Eftir að við hjónin eignuðumst lítið hús á Höfðaströndinni fyrir nokkrum árum hefur oft verið komið við á Þrastarstöðum. Það er helst að maður hafi veigrað sér við að líta inn þegar fjöldi bíla stendur í hlaði og augljóst er að húsið er fullt af gestum. Hvað skyldu þau annars hafa tekið á móti mörgum gestum um dagana og hvað skyldi hún Didda hafa hlaupið marga kílómetra í eldhús- inu sínu og fram í búr. Nei þar er aldrei í kot vísað. Valdi og Didda voru svo skemmtilega ólík, en samhent hafa þau lifað kraftmiklu lífi á jörðinni sinni í rúm 60 ár. Í janúar sl. sátum við í eldhús- inu hjá þeim og Valdi sagði okkur sögur úr sveitinni, sumar nýjar og sumar gamlar, og svo var talað um pólitíkina. Kollurinn hans í fínu lagi og minnið, en líkaminn lélegur. Og þegar við heimsóttum hann á spítalann um páskana var ljóst, að krafturinn var þorrinn og ljósið í augunum að slokkna. Löngu ævistarfi bóndans lokið eftir endalausan þrældóm, en gott líf og gáska, í fallegri sátt við nátt- úruna og fólkið sitt. Þín er sárt saknað. Þórhallur Sigurðsson. Að standa á hlaðinu hjá Val- gerði og Þorvaldi á Þrastastöðum voru unaðsstundir sem greypst hafa fast í minni. Það er ekki á mörgum stöðum víðsýnna eða fal- legri sjóndeildarhringur. Fegurð- in og friðurinn eflir þakklæti fyrir að fá að lifa og njóta þess, deyja svo sáttur í fyllingu tímans. Valdi á Þrastastöðum er nú genginn til verka á nýjum slóðum. Hann kann því efalaust vel. Hann naut þess á vordögum að sinna sauðburðinum og ef eitthvað gekk illa kallaði hann á Diddu til hjálp- ar. Að loknum sauðburðinum tóku við annir að undirbúa hey- skapinn svo komu göngur og rétt- ir og svo lagðist haustið og vet- urinn að. Valdi vann bústörfin sveittur og sæll en hvítar rendur sáust glöggt í hrukkum við augu og á enni. Alltaf var stutt í bros og sjaldan sá ég hann skipta skapi. Líkaminn hefur verið að láta und- an erli daganna en hugurinn ekki. Valdi var þjáður um skeið en nú er því lokið og hann gengur bros- andi, lágvaxinn og þrekinn, á grænum grundum. Ég er þakklátur fyrir að hafa fengið að kynnast Valda á Þrasta- stöðum, eiga með honum stundir við búskapinn eða staldra við á hlaðinu og ræða við hann um lífið og tilveruna eða kannski pólitík- ina. Ég sé hann fyrir mér á þessum stað svo lengi sem minni mitt dugar. Diddu og afkomendum sendi ég mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Ófeigur Gestsson. MINNINGAR 45 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. MAÍ 2011 HJARTAVERND Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu vegna andláts eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, JÚLÍUSAR REYNIS ÍVARSSONAR frá Móbergi á Rauðasandi, til heimilis að Fálkagötu 6, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks í Maríuhúsi, Landspítala og endurhæfingardeildar að Landakoti fyrir góða umönnun. Jóhanna Gunnlaugsdóttir, Haukur Júlíusson, Ingibjörg Jónasdóttir, Gunnlaugur A. Júlíusson, Sigrún Sveinsdóttir, Ingibjörg Júlíusdóttir, Bragi Guðjónsson, Anna G. Júlíusdóttir, Hjálmar Axelsson, afabörn og langafabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, LÍNU ÞORKELSDÓTTUR, áður til heimilis í Einilundi 2, Akureyri. Sérstakar þakkir til starfsfólks í Einihlíð fyrir hlýja og góða umönnun. Þorkell Ingi Rögnvaldsson, Una Sigurlína Rögnvaldsdóttir, Óskar Smári Haraldsson, Heiðar Rögnvaldsson, Heimir Rögnvaldsson, Guðrún Björg Steinþórsdóttir, ömmu- og langömmubörn. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, DAGNÝJAR INGIMUNDARDÓTTUR, Hraunbúðum, áður Kirkjuvegi 72, Vestmannaeyjum. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Hraunbúða fyrir alúð og góða umönnun. Helga Tómasdóttir, Geirrún Tómasdóttir, Sigurður Tómasson, Guðrún Jakobsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur kærleika, samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, SÓLVEIGAR RÓSU BENEDIKTU TRAUSTADÓTTUR WIIUM sjúkraliða. Sérstakar þakkir fær starfsfólk heimahlynningar Landspítalans og starfsfólk líknardeildar Landspítalans í Kópavogi fyrir frábæra umönnun og stuðning í gegnum þennan erfiða tíma. Sérstakar þakkir fær Friðbjörn Sigurðsson krabbameinslæknir og Valgerður Sigurðardóttir læknir á líknardeild Landspítalans í Kópavogi. Guð blessi ykkur öll. Sigurður S. Wiium, Hrefna Rós S. Wiium, Ívar Halldórsson, Sigurður Heiðar S. Wiium,Gerður Rós Ásgeirsdóttir, Elva Ósk S. Wiium, Þórarinn Friðriksson og barnabörn. ✝ Hjartans þakkir sendum við öllum sem sýndu okkur samúð og hlýju við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, ÞÓREYJAR EINARSDÓTTUR kennara, Mávahlíð 23, Reykjavík. Smári Þórarinsson, Örvar Þóreyjarson Smárason, Birgitta Birgisdóttir, Vala Smáradóttir, Illugi Torfason, Adda Smáradóttir, Alda Örvarsdóttir & Þórey Illugadóttir, aðrir ástvinir og aðstandendur. ✝ Okkar innilegustu þakkir til allra sem auðsýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, RAGNHILDAR JÓNSDÓTTUR frá Gautlöndum, Spítalavegi 13, Akureyri. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Asparhlíðar á dvalar- heimilinu Hlíð fyrir kærleiksríka umhyggju og vináttu sem umvafði Ragnhildi og okkur öll. Geirfinnur Jónsson, Hlíf Sigurjónsdóttir, Sólveig Anna Jónsdóttir, Herdís Anna Jónsdóttir, Steef van Oosterhout, Helga Pálína Brynjólfsdóttir, Eiríkur Gauti, Jón Ásgeir, Guðmundur Karl, Þórunn og Katla, Jón H., Böðvar Ingi H., Jakob og Tómas. ✝ Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og lang- afa, SVEINS ÓLAFSSONAR. Ólafur Sveinsson, Inda Sigrún Gunnarsdóttir, María Sif Sveinsdóttir, Sveinn Sveinsson, Lára Ingvarsdóttir, Sigríður Nanna Sveinsdóttir, Jakob Líndal, Sigurður Valur Sveinsson, Ólafur Rúnar, Gunnur Rós, Judith, Solveig, Gunnar Þór, Sveinn Bjarki, Egill Örn, Berglind Ösp, Andri Rafn, Eiríkur Birkir, Baldur Emil, Eva Guðbjörg, Kristín Amalía og fjölskyldur. Pabbi. Ég hitti Ingó í fyrsta sinn heima hjá ömmu í Osló þegar ég var tæplega þriggja ára. Hann og mamma mín höfðu orðið kærustupar í Stokkhólmi og nú voru þau komin heim til að heilsa upp á mig. Nokkrum mánuðum seinna bjuggum við öll þrjú saman í Osló. Ég held að mér hafi líkað vel við hann frá fyrstu stund. Pabbi var góður og ótrúlega fynd- inn. Vinnusamur og hagsýnn. Svo- lítið viðutan eins og fólk sem veit og kann mikið. Hann var vingjarn- legur, vel lesinn og skikkanlegur. Kurteis, og hógvær á fallegan og svolítið gamaldags hátt. Hann lagði sig fram um að láta fólki líða vel og þó að ég væri aðeins barn fann ég hvað hann var tilfinninga- næmur. Hann var venjulega heima þegar við komum af barna- heimilinu eða skólanum, sat og vann í vinnuherberginu sínu, við ritvélina eða teikniborðið, kíkti upp, og út um gluggann þegar við kölluðum til hans að utan. Hann bjó oftast til kvöldmatinn, oft „falukorv“ með kartöflumús sem hann hafði vanið sig á í Svíþjóð. Hann átti hjól með barnasæti aft- an á og fór á skíði með okkur á vet- urna í Nordmarka og var í stórum, rauðum anórakk sem mamma gaf honum. Á vorin gekk hann með geyminn úr Citroën-bílnum okkar í barnavagni bróður míns niður á bensínstöðina á horninu og lét hlaða hann fyrir sumarið. Hann var stór og hlýr og fallegur, það var góð lykt af honum og hann hafði fína, sterka fótleggi. Hann var með fallegt, dökkt hár og stundum skegg. Hann var oft í gallabuxum með bótum á, í prjón- uðu vesti, mussu, flottum gömlum bolum úr góðri bómull, sumum með myndum á og hann var í am- erískum strigaskóm. Hann söng og spilaði fyrir okkur á gítar á næstum hverju kvöldi: „Sofðu unga ástin mín“, „Sov på min Ingólfur Örn Margeirsson ✝ Ingólfur ÖrnMargeirsson fæddist 4. maí 1948 í Reykjavík. Hann lést á heimili sínu 16. apríl 2011. Útför Ingólfs var gerð frá Dómkirkj- unni í Reykjavík 27. apríl 2011. arm“, „Så skimr- ande var aldrig ha- vet.“ Ég varð lítið vör við að hann drykki of mikið á köflum. Mér fannst hann umhyggjusam- ur, hann var til stað- ar og hann var um margt kjölfestan í fjölskyldunni, trú- lega af því að hann var alltaf heima. Síðustu þrjú árin hef ég búið á Íslandi, og það er eins og ég hafi fyrst nýlega skilið hve mjög ég hef saknað hans í raun öll þau tuttugu og fimm árin sem liðin eru. Ég hef reynt að segja það við sjálfa mig núna, eftir að hann dó, að það hafi verið einhver tilgangur með því að það gerðist einmitt núna. Að það hafi verið endir sem vel var leik- stýrt. Að það hafi ekki verið að ástæðulausu sem hann yfirgaf okkur einmitt núna þegar við höfðum það svo gott saman og ekkert var óuppgert á milli okkar. Og þegar við vorum annaðhvort öll hér eða höfðum einmitt verið það eða vorum á leiðinni hingað. Einmitt þegar við Martha nutum umhyggju hans og Góu svo mjög og hann virtist svo glaður yfir að hafa okkur hér. En ekki hjálpar það mikið. Ég sakna hans ákaflega og sorg mín er djúp yfir að hafa misst hann einmitt núna þegar mér fannst að við hefðum loksins fundið hvort annað aftur. Þegar allt var orðið svo gott. Þegar mér fannst eins og loksins væri allt að byrja. Það verður svo tómlegt á Ís- landi án pabba. Lífið verður svo tómlegt án pabba. Tiril Theresa Myklebost. Skilafrestur | Ef óskað er eft- ir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dög- um fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Minningargreinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.