Morgunblaðið - 14.05.2011, Síða 20

Morgunblaðið - 14.05.2011, Síða 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. MAÍ 2011 Dagskrá Utanríkisráðuneytið, í samvinnu við Alþjóðamálastofnun HÍ, Alþjóðlegan jafnréttisskóla HÍ (GEST) og Þróunarsamvinnustofnun Íslands (ÞSSÍ), kynnir skýrslu FAO um fæðumál, landbúnað og stöðu kvenna. Mánudaginn 16.maí frá kl. 14 til 16 í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnins, Suðurgötu 41 KONUR OG FÆÐUÖRYGGI Skýrsla Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO) Á fundinum verður enskri samantekt skýrslunnar dreift ókeypis. Hermann Örn Ingólfsson, sviðstjóri þróunarsamvinnusviðs utanríkisráðuneytisins ávarpar fundinn. Dr. Marcela Villarreal, yfirmaður kynja- og jafnréttisdeildar FAO, kynnir skýrsluna. Irma Erlingsdóttir, framkvæmdastjóri GEST og EDDU - öndvegisseturs: „Women and the Politics of Development.” Pallborðsumræður að erindum loknum: Dr. Marcela Villarreal, FAO. Dr. Grímur Valdimarsson, fyrrv. yfirmaður fiskiðnaðarsviðs FAO. Dr. Hafdís Hanna Ægisdóttir, forstöðumaður Landgræðsluskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna. Dr. Sigríður Þorgeirsdóttir, prófessor HÍ og stjórnarformaður GEST. Þórdís Sigurðardóttir, skrifstofustjóri Þróunarsamvinnustofnunar (ÞSSÍ). Fundarstjóri: Guðni Bragason, fastafulltrúi hjá FAO. The State of Food and Agriculture Women in Agriculture – Closing the Gender Gap for Development Um helgina stendur Skógræktar- félag Reykjavíkur í annað sinn fyrir vormarkaði á Elliðavatni. Opið verður kl. 10-18 á laugardag og sunnudag. Á laugardeginum er opin hesta- leiga þar sem teymt er undir börn- um. Þá verður kynning á stafgöngu á vegum ÍSÍ og síðdegis verður Vorblót á Vatni á vegum ásatrúar- manna. Fuglavernd og Ferðafélag Íslands verða með kynningu á starfsemi sinni, Félag tré- rennismiða verður með sölusýn- ingu og kennt verður að kasta flugu. Þá mun Skógræktarfélagið hafa margskonar varning til sölu. Vormarkaður hald- inn á Elliðavatni Svæfinga- og gjörgæsludeild á Landspítala, Fossvogi hefur að undanförnu fengið rausnarlega styrki frá Hringskonum og Actavis. Kvenfélagið Hringurinn styrkti deildina til kaupa á vöktunartækj- um á barnavöktum ásamt súrefnis- mettunarmælum sem einnig gefa kost á að fylgjast með breytingum á blóðrauða við blæðingu og kolmón- oxíði við reykeitrun. Þá styrkti Actavis kaup á blöðru- ómtæki sem nýtist fyrst og fremst á vöknun en einnig á svæfingu og gjörgæslu þegar við á. Hefur tækið meðal annars verið notað til að fylgjast með þvagmagni í blöðru til að komast hjá uppsetningu þvag- leggs eftir lágskammtamænudeyf- ingar með góðum árangri. Hringurinn og Actavis samein- uðust svo í kaupum á barkaþræð- ingartæki sem auðveldar erfiðar barkaþræðingar. Tækið varpar mynd af barkaþræðingunni á skjá sem jafnframt auðveldar kennslu þeirra sem eru að læra barkaþræð- ingu. Actavis og Hring- urinn færa gjafir Í dag, laugardag, munu Háskóli Íslands og Ferðafélag Íslands bjóða áhugasömum upp á spennandi gönguferð um gósenland fjör- unnar, en ferðin er tilvalin fyrir alla fjöl- skylduna. Ráðlegt er að mæta í stígvélum og hafa með sér plastpoka undir þang og skeljar. Allir sem hafa áhuga eru velkomnir. Ferðin er ókeypis og hentar fólki á öllum aldri. Lagt verður af stað frá Bessastaðakirkju kl. 11:00. Guðrún Hallgríms- dóttir verkfræðingur og Konráð Þórisson fiskifræðingur munu leiða gönguna, huga að fjörunytjum og rifja upp þýðingu þangs, fjörudýra og fjörugróðurs í fæðunni. Litið verður eftir margæsum og öðrum farfuglum áður en haldið verður að stað til fjörunnar við Hrakhólma (sameinast verður um bíla). Þar verður rölt um og hugað að ýmsu matarkyns, en fé- lagar úr félaginu „Matur - saga - menning“ munu taka þátt í göngunni og miðla fróðleik. Ókeypis göngutúr í fjörunni á Álftanesi Í dag, laugardaginn 14. maí, verður haldin sumarhátíð í Grafarholti. Þessi hátíð er haldin fyrir íbúa Grafarholts og Úlfarsárdals. Boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá á sumarhátíðinni. Hún hefst kl. 10:00 með Fram-hlaupi og lýkur með dagskárlið sem hefst kl. 15:00 en það er veiðikeppni við Reynisvatn. Sumarhátíð haldin í Grafarholti í dag STUTT Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Straumur göngufólks mun liggja upp á Hvannadalshnjúk um helgina. Einar Ísfeld leiðsögu- maður og stjórnandi Jöklamanna (e. Glacier Guides) segir þetta fyrstu stóru ferðahelgina á Öræfa- jökli. „Bara á okkar vegum eru um 130 manns eða 18 línur á leið upp á jökulinn. Síðustu ár og áratugi hef- ur orðið mikil sprenging í áhuga á fjalla- og jöklaferðum, og Íslend- ingar eru að breytast í mikla fjalla- dýrkendaþjóð,“ segir hann og bæt- ir við að áhuginn sé mjög almennur. Það skemmtilega að öll fjöl- skyldan er að taka þátt í þessu „Eitt það skemmtilegasta við þá þróun sem við sjáum er að öll fjöl- skyldan tekur þátt í þessu sporti. Foreldrarnir spreyta sig á því sem er meira krefjandi en taka börnin með sér í léttari gönguhópa og eru að búa til nýja kynslóð með útivist- arþrá.“ Páll Ásgeir Ásgeirsson hjá Ferðafélagi Íslands heldur utan um stærsta leiðangur helgarinnar en hann spáir að í allt verði á bilinu 3- 400 manns á jöklinum, á vegum ýmissa aðila. „Á okkar vegum fer annars vegar minni hópur á Þver- ártindsegg og síðan stór skari á Hvannadalshnjúk. Síðarnefndi hóp- urinn hefur í vetur tekið þátt í verkefninu Eitt fjall á viku og markar ferðin vissan hápunkt í því starfi.“ Páll tekur í sama streng og Ein- ar og segir áhugann á fjallgöngum mikinn og almennan. „Hópurinn sem heldur upp á Hvannadalshnjúk nú er þverskurður af samfélaginu. Þar er að finna allskonar fólk, úr öllum stéttum og á öllum aldri.“ Aðalferðatíminn upp á jökulinn er frá maí og út júní. Þá er jökull- inn vel fær og sprungur fullar af snjó svo hættulítið er að ferðast yf- ir. Þegar líður á sumarið bráðnar snjórinn, sprungurnar koma í ljós og ekki nema á færi vanra manna að bjóða jöklinum birginn. Ekki léttur leikur Og jafnvel þótt jökullinn þyki nokkuð greiðfær á þessum tíma árs er ekki þar með sagt að það sé léttur leikur fyrir göngufólkið að komast upp á hæsta tind landsins. „Ferð eins og þessi þarfnast langs undirbúnings og göngufólkið þarf að vera vel á sig komið,“ segir Páll. „Fólkið þarf að ganga um 25 km vegalengd og um 2.000 metra hækkun á leiðinni.“ Fyrsta stóra helgin á hnjúkunum  Reikna má með um 3-400 manns á Öræfajökli um helgina á vegum ýmissa aðila  Vaxandi áhugi á göngum á fjöll og jökla en mikilvægt að kunna viss undirstöðuatriði Á efsta tindi Einn af mörgum hópum Ferðafélagsins á toppi Hvannadalshnjúks síðasta sumar. Páll Ásgeir Ásgeirsson fararstjóri er fremstur. Ekki léttur leikur að fara á tindinn, segir hann. Einar Ísfeld segir Íslendinga alla jafna gera sér vel grein fyrir að sýna þurfi aðgát og skynsemi þegar haldið er af stað í fjall- gönguleiðangur. „Það eru ákvðein grunnatriði sem fólk þarf að kunna og æfa áður en haldið er af stað. Ef t.d. leiðin liggur um sprungusvæði þarf að kunna björgun úr sprungu og kunna að lesa í snjóalög. Allt eru þetta atriði sem þarf að æfa vel svo allt gangi fumlaust fyrir sig ef eitt- hvað kemur upp á.“ Aðgát og skynsemi HÆTTUR Á LEIÐINNI

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.