Morgunblaðið - 14.05.2011, Blaðsíða 52
52 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. MAÍ 2011
Ferðasumar 2011
Morgunblaðið gefur út glæsilegt sérblað um
Ferðasumar innanlands 2011 föstudaginn 20. maí
–– Meira fyrir lesendur
Katrín Theódórsdóttir
Sími: 569 1105
kata@mbl.is
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR:
PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA:
Fyrir kl. 16, mánudaginn 16. maí.
Ferðablaðið mun veita upplýsingar um hvern landshluta fyrir sig. Ferðablaðið
verður aðgengilegt á mbl.is. Ferðablaðinu verður einnig dreift á helstu Upplýs-
ingamiðstöðvar og bensínstöðvar um land allt.
MEÐAL EFNIS:
Fjölskylduvænar
uppákomur um
land allt.
Hátíðir í öllum
landshlutum
Gistimöguleikar.
Ferðaþjónusta.
Útivist og náttúra.
Uppákomur.
Skemmtun fyrir börnin.
Sýningar.
Gönguleiðir.
Tjaldsvæði.
Skemmtilegir atburðir.
Ásamt fullt af öðru
spennandi efni.
SÉ
R
B
LA
Ð
Pétur Blöndal
pebl@mbl.is
„Við höfum reynt að hegða okkur
þannig að háskólafólk forðist þetta
tímarit,“ sagði Guðbergur Bergs-
son á blaðamannafundi í Þjóðmenn-
ingarhúsinu á miðvikudag þegar
kynnt var nýjasta tölublað Stínu,
tímarits um bókmenntir og listir.
Að þessu sinni er það helgað þýsk-
um bókmenntum og hefur Guð-
bergur valið og þýtt þau 40 ljóð og
smásögur sem frumbirt eru í tíma-
ritinu.
„Ég held okkur hafi tekist það
sæmilega,“ hélt hann áfram. „En ef
það ætlar að sækja að þessu tíma-
riti með ritgerðum sínum, þá verð-
ur það bara rekið.“
Hótaði uppsögn
Afdráttarlausara gat það varla
verið, en Kormákur Bragason, sem
einnig situr í ritnefnd tímaritsins
var fljótur að draga í land: „Það
kemur fram í fyrsta tölublaði að
markmið Stínu er að vera opinn
vettvangur fyrir frjálsa hugsun,
leyfa sem flestum að komast að,“
sagði hann.
„En í sambandi við háskólamenn-
ina verð ég að viðurkenna að við
höfum lykilgrein frá topp-
bókmenntafræðingi í næsta blaði,
Ástráði Eysteinssyni, sem er af-
bragðshöfundur. Þó að mörgu megi
kvarta undan, ætlum við ekki að
loka fyrir slíkt.“
Ekki var eining í ritstjórninni um
þetta mál því Guðbergur svaraði að
bragði: „Ég held það sé óhætt að
loka. Hann má birta einu sinni, síð-
an getur hann birt í Skírni eða þar
sem hann á heima. Og ef hann ætlar
að komast inn aftur, þá bara segi ég
mig úr ritstjórninni.“
Kormákur svaraði og beindi orð-
um sínum að blaðamönnum: „Hann
er með hótanir af og til. Ég verð að
segja að við, þessir fimmmenningar
sem stöndum að blaðinu, séum ólík-
asta fólk sem ég get hugsað mér.
Uppsagnir hafa verið sjö á þessum
árum en fólk hefur alltaf komið aft-
ur. Guðbergur hefur ekki sagt upp
nema einu sinni.“
„Tvisvar,“ leiðréttir Guðbergur,
„en það eru aðallega konurnar sem
hafa sagt upp“.
„Mér fannst merkilegasta upp-
sögnin hjá Guðbergi þegar við vor-
um að fást um hvað blaðið ætti að
heita,“ heldur Kormákur áfram.
„Þá köstuðum við á milli okkar alls-
konar merkilegum nöfnum. Ég var
orðinn þreyttur á þessu og stakk
upp á nafninu Köttur úti í mýri. Þá
kom póstur frá Guðbergi: Blaðið á
að heita Stína og ef þið samþykkið
það ekki, þá er ég hættur.“
Ekki í Frankfurt
Það fer ekkert á milli mála að
þetta er óvenjulegur blaðamanna-
fundur. Enda markmið út af fyrir
sig að rísa upp úr meðalmennsk-
unni. En hvernig skyldi Guðbergur
hafa valið efni í blaðið.
„Það var höfuðvandinn,“ sagði
hann. „Thomas Mann eða aðrir
skrifa mjög langar smásögur, en í
þessu geta aðeins verið stuttar
skáldsögur. Það mátti enginn yf-
irgnæfa eða vera allsráðandi í
þessu hefti. Þar af leiðandi var afar
erfitt að finna smásögur
við hæfi, það þurfti að
lesa ansi mikið og ýta
frá og þá oft helstu höf-
undunum. Engu að síð-
ur fann ég sögu eftir
Hermann Hesse og
önnur skáld sem höfðu
skrifað örstuttar sög-
ur.“
Tekið var fram í boð-
un á blaðamannafund-
inn að þýðingar Guð-
bergs væru í tilefni af
bókamessunni í Frankfurt. En
hann segist þó ekki ætla þangað í
haust.
„Ég verð ekki kynntur
í Frankfurt vegna þess
að það kemur engin bók
út eftir mig. Það er eng-
inn þýskur útgefandi
sem hefur viljað gefa út
bók eftir mig og þar af
leiðandi verð ég ekki í
Frankfurt og ég verð
ekki boðinn til þeirrar
borgar.“
Spurður hvort hann
hafi ekki tekið við kefl-
inu fyrir Íslands hönd í
Frankfurt síðastliðið haust svarar
hann: „Nei, ég tók ekki við því,
heldur talaði við Argentínumennina
[sem voru heiðursgestir í fyrra],
einvörðungu af því að ég tala
spænsku, ekki af neinni annarri
ástæðu.“
Út fyrir tískuna
Og Guðbergur var einnig inntur
eftir ástæðunni fyrir óþoli sínu
gagnvart háskólamönnum. „Eftir
miðja síðustu öld kom fram í
Frakklandi menntamannastefna,
og hún var sú að menntamenn eða
háskólamenn væru ráðandi í bók-
menntum,“ svaraði hann. „Það
væru ekki bókmenntamennirnir
sjálfir, rithöfundarnir og skáldin,
heldur væri þetta öld fræðimanna á
sviði bókmennta. Þá komu fram all-
ir þessir bókmenntafræðingar, sem
leiddi til þess að bókmenntafræð-
ingarnir, að minnsta kosti í Frakk-
landi, fóru að skrifa skáldverk. Það
var svipað því að á Íslandi fóru allir
blaðamenn að skrifa skáldverk. Síð-
an gerðu þeir sér grein fyrir því,
þessir fræðimenn á sviði bók-
mennta, að erfitt væri að skrifa
skáldsögur. Þá hættu þeir við og
hrökkluðust aftur í háskólana. Og
fóru að tala um kvennafræði, sem
var auðvelt að tala um, því kvenna-
fræði voru í tísku – og fræðimenn
fjalla yfirleitt um það sem er í tísku.
Rithöfundar fara út fyrir tískuna.
Og þess vegna er það auðveldasta
leiðin til að verða óvinsæll.“
Guðbergur segist telja tímaritið
prýðilegt að þessu sinni. „Yfirleitt
hefur verið efni frá sömu höf-
undum, til dæmis eftir mig, og það
fer mjög í taugarnar á mér. Svona
tímarit á að vera borið uppi af hinu
almenna skáldi, ekki bara þeim sem
búa í Reykjavík, heldur líka úti á
landi. En það hefur verið erfitt að
sækja efni út á land, nema helst frá
Reykjavíkurskáldum sem hafa far-
ið út í sveit. Og það er mjög dap-
urlegt.“
Spurður hvort það sé birting-
armynd þess að skáldin úti á landi
flytji til Reykjavíkur, svaraði hann:
„Þau fara til Reykjavíkur og síðan
út á land til að hressa sig.“
Nú lagði Kormákur orð í belg:
„Þetta er ekki bara bókmennta-
tímarit, heldur er líka myndlist í
blaðinu. Og nú höfum verið fært
okkur yfir í leikhúsin, þar sem Hall-
grímur Helgason kemur sterkur
inn. Við reynum að vera sem allra
fjölbreyttust.“
Og Guðbergur klykkti út með:
„Ég held að þetta sé sérstaklega
tímarit fyrir bændur. Og ef bændur
hafa í huga þennan söng,“ segir
hann og brestur í söng: „Stína, ó
Stína, ég sé þig í anda, þá fer mér
að standa …“
Stína, ó Stína
Ljósmynd: Guðni Þorbjörnsson
Stína, ó Stína Guðbergur Bergsson vill fleiri greinar frá rithöfundum á landsbyggðinni í tímaritið Stínu.
Nýjasta tölublað Stínu kynnt á óvenjulegum blaðamannafundi Nýjar þýðingar Guðbergs Bergssonar
á þýskum ljóðum og smásögum Deilt um háskólamenn Hótað uppsögn og brottrekstri – og sungið
Nýjasta tölublað Stínu.