Morgunblaðið - 14.05.2011, Blaðsíða 24
24 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. MAÍ 2011
Morgunblaðið/Eggert
Líflegt Það iðaði allt af lífi í Hörpu í gærkvöldi þegar gestir hófu að tínast inn á opnunarhátíðina. Mikillar tilhlökkunar gætti og naut fólk þess að spjalla við aðra boðsgesti og berja nýju húsakynnin augum.
Lifnar yfir Hörpu
Tvær verslanir, tveir veitingastaðir og veisluþjónustu-
fyrirtæki hefja starfsemi í tónlistarhúsinu um helgina
Morgunblaðið/Ómar
Kolabrautin
Leifur Kolbeinsson, framkvæmdastjóri Kolabrautarinnar, segir að á staðn-
um verði íslenskt hráefni matreitt að hætti Miðjarðarhafseldhússins. „Það
er frábært að vera í Hörpunni. Við hefðum kannski viljað hafa aðeins meiri
tíma til þess að setja allt saman og græja en þetta hefst með mikilli vinnu og
góðu starfsfólki.“
Epal
Hildigunnur Garðarsdóttir, verslunarstjóri Epal, segir að lögð verði áhersla
á gjafavöru í Hörpu. „Epal er í rauninni ekki bara húsgagnaverslun, við er-
um með mikið úrval af gjafavöru og hana erum að færa hingað í Hörpuna.“
12 tónar
Grétar Einarsson, verslunarstjóri 12 tóna, segir það bæði mikinn heiður og
mikla áskorun að fá að annast sölu á tónlist í sjálfu tónlistarhúsinu. „Þetta
er alveg stórkostlega spennandi verkefni að fást við og sjá hvernig gengur
upp í svona líflegu húsi og góðu andrúmslofti.“
Hörpudiskurinn
Jóhannes Stefánsson, oftast kenndur við Múlakaffi, er eigandi Hörpu-
disksins, sem annast veisluþjónustu fyrir viðburði í húsinu. „Eins og alþjóð
veit þá er mikið búið að ganga á og mikið búið að tala um þetta hús. Þetta er
sérlega glæsilegt og þetta er tignarlegt hús en þetta er ekki auðvelt. Þetta
er erfitt viðureignar að þjóna í. Við erum að ná hægt og bítandi tökum á
þessu og mér líst mjög vel á þetta. Þetta verður gríðarlega huggulegt.“
Munnharpan
Jakob Einar Jakobsson, rekstrarstjóri Munnhörpunnar, segir að boðið verði
upp á svokallað „nordic tapas“ á veitingastaðnum. „Við erum rosalega
spennt fyrir sumrinu. Þetta er stærsta aðdráttarafl fyrir ferðamenn á Ís-
landi og við erum hér á jarðhæðinni með stórglæsilegt útisvæði, sól tíu tíma
á dag. Það verður ekki öllu flottara.“
SVIÐSLJÓS
Gísli Baldur Gíslason
gislibaldur@mbl.is
Þessa helgina stendur yfir sérstök
opnunarhátíð tónlistar- og ráð-
stefnuhússins Hörpu. Hátíðin
hófst í gær með tónleikum í að-
alsalnum, Eldborg. Í dag koma
ýmsir tónlistarmenn fram í öllum
sölum hússins og á morgun verður
loks haldin barnahátíð.
En það eru ekki bara salirnir
sem verða opnir um helgina. Í
Hörpu eru nefnilega tvær versl-
anir, tveir veitingastaðir og veislu-
þjónustufyrirtæki.
Þetta eru verslanirnar Epal og
12 tónar, veitingastaðirnir Munn-
harpan og Kolabrautin og veislu-
þjónustufyrirtækið Hörpudisk-
urinn. Epal, 12 tónar og
Munnharpan eru á jarðhæð húss-
ins, en Kolabrautin er á fjórðu
hæð.
Eigendur og verslunarstjórar
voru önnum kafnir þegar blaða-
maður hitti þá í gær, enda aðeins
fáar klukkustundir í að dyrnar að
Hörpu yrðu opnaðar. Einhverjir
þeirra tóku forskot á sæluna í síð-
ustu viku, þegar opnunartónleikar
Sinfóníunnar voru haldnir. Þeirra
á meðal, Jakob Einar Jakobsson,
rekstrarstjóri Munnhörpunnar.
„Okkur var svolítið hent út í
djúpu laugina, það var ekki mikill
undirbúningur sem við höfðum. En
þetta gekk alveg vonum framar og
við vonum að það verði bara þann-
ig áfram, þó það sé föstudagurinn
þrettándi,“ sagði Jakob.
Skannaðu kóðann
til að sjá mynd-
skeið úr Hörpu.