Morgunblaðið - 14.05.2011, Page 29

Morgunblaðið - 14.05.2011, Page 29
FRÉTTIR 29Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. MAÍ 2011 Andri Karl andri@mbl.is Samkvæmt Evrópureglum er stefnt að því að allir millilandaflugvellir á Íslandi – líkt og aðrir flugvellir í Evrópu – komi sér upp vökvask- anna fyrir 29. apríl 2013. Reglugerð- in kemur í kjölfar reglna um inni- hald og magn vökva sem farþegar mega hafa með sér í flug. Árið 2006 tóku gildi umræddar reglur um innihald og magn vökva. Með þeim var það takmarkað sem farþegum er heimilt að bera með sér í handfarangri inn fyrir örygg- ishlið. Flugfarþegar máttu aðeins vera með vökva í 100 ml umbúðum eða minni í handfarangri, og urðu þær að vera í lokuðum, gegnsæjum plastpoka. Vegna þessa þurftu far- þegar að kaupa öll drykkjarföng til neyslu í flugvélinni inni á flugvell- inum. Sveið það sumum sárt, enda verðlag á flugvöllum almennt nokk- uð hátt. Reglurnar gilda um allt milli- landaflug til og frá Íslandi en innan- landsflug er undanþegið. Evrópu- sambandið framlengdi vökvabannið í desember 2009, fram í apríl 2013, og var það gert vegna seinkunar á þróun tækjabúnaðar sem gera átti bannið óþarft. Nú er tæknibúnaðurinn tilbúinn og hefur verið settur upp á nokkr- um flugvöllum, m.a. í Stafangri í Noregi. Er sá vökvi sem farþegar hyggjast fara með í handfarangri einfaldlega skannaður þegar farið er í gegnum öryggishliðið. Ekkert bólar þó enn á slíkum skönnum hér á landi og samkvæmt upplýsingum frá Isavia, sem rekur íslenska flug- velli, við fyrirspurn Morgunblaðs- ins, hefur enn ekki verið tekin ákvörðun um málið. „Við erum að kynna okkur og skoða málið. Mál eins og þetta er unnið með Flug- málastjórn Íslands, það eru okkar eftirlitsaðilar,“ segir í svarinu. Eng- ar upplýsingar fengust því um tíma- setningu eða kostnað Isavia við að framfylgja reglunum. Hjá Flugmálastjórn fengust þær upplýsingar að hér líkt og annars staðar í Evrópu verður komið upp umræddum vökvaskönnum. Raunar segir í svari Flugmálastjórnar, að „Isavia ætti að geta veitt þér upp- lýsingar um það hvenær þeir verða búnir að uppfylla Evrópureglurnar en allavega verður að stefna að því að það verði eigi síðar en 29. apríl 2013.“ Vökvaskannar í stað vökvabanns  Isavia þarf að tryggja að settir verði upp vökvaskannar á alla millilandaflugvelli Íslands fyrir 29. apríl 2013  Skannarnir koma í veg fyrir svonefnt vökvabann, þ.e. takmarkanir á vökva farþega í handfarangri Morgunblaðið/Þorkell Leifsstöð Flugfarþegar munu geta drukkið eigin drykki á nýjan leik í flugvélum eftir 29. apríl 2013. Tryggja verður fjölbreyttara fram- boð á óverðtryggðum lánum og skuldabréfum, að mati sérstakrar nefndar sem falið var að meta kosti og galla þess að draga úr vægi verð- tryggingar í íslensku fjármálakerfi, án þess að fjármálastöðugleika sé ógnað. Hluti af því er útgáfa ríkis- sjóðs og Íbúðalánasjóðs á óverð- tryggðum skuldabréfum og að Íbúðalánasjóður bjóði upp á óverð- tryggð húsnæðislán. Nefndin afhenti Árna Páli Árna- syni, efnahags- og viðskiptaráð- herra, sem skipaði nefndina, skýrsl- una í fyrradag. Í henni er lögð áhersla á að forsenda þess að ná tök- um á verðbólgu sé ábyrg stjórnun efnahagsmála. Bæta þurfi hagstjórn og auka virkni peningamálastefnu landsins með því að taka upp þjóð- hagsvarúðartæki. Hvatt verði til sparnaðar Þá telur nefndin mikilvægt að efla fjármálalæsi almennings, upplýs- ingamiðlun við sparnað og lántöku og neytendavernd til að sporna gegn ofskuldsetningu og áhættu tengdri ólíkum lánaformum. Hvatt verði til sparnaðar vegna kaupa á fasteign og búseturétti. Í nefndinni sátu fulltrúar allra þingflokka, efnahags- og viðskipta- ráðuneytisins og fjármálaráðuneyt- isins, auk áheyrnarfulltrúa frá Seðla- banka Íslands, og koma fram þrjú sérálit í skýrslunni. Arinbjörn Sig- urgeirsson, Eygló Harðardóttir, Hrólfur Ölvisson og Lilja Móses- dóttir standa að áliti þar sem lagt er til sem fyrsta skref í afnámi verð- tryggingar að setja þak á hækkun verðtryggingar á ársgrundvelli. Jafnframt verði unnið að lækkun raunvaxta. Næstu skref í afnámi fel- ast í innleiðingu óverðtryggðs hús- næðislánakerfis og fjölgun búsetu- forma. Í áliti Péturs H. Blöndal leggur hann áherslu á að fráleitt sé að hafa tvær myntir í ekki stærra efnahags- lífi, verðtryggða og óverðtryggða krónu. Hann segir ekki hægt að styðja afnám verðtryggingar á þess- ari stundu. Morgunblaðið/Ómar Lán án verðtryggingar Nefndin sem ráðherra skipaði telur meðal annars nauðsynlegt að Íbúðalánasjóður geti boðið upp á óverðtryggð húsnæðislán. Tryggja þarf fjölbreyttara framboð á lánum  Auka virkni peningamálastefnu með því að taka upp þjóðhagsvarúðartæki Eignarlóðir undir sumarhús til sölu Höfum til sölu eignarlóðir í landi Kílhrauns í Skeiða og Gnúpverjahreppi í um klukkustundar akstursfjarlægð frá höfuðborginni. Landið er einkar hentugt til skógræktarog útivistar. Lóðirnar eru frá 5.000 fm -11.600 fm og kosta frá 1.800.000 kr. Rafmagn, vatn og sími er komið að lóðarmörkum. Á vefsíðunni www.kilhraunlodir.is má finna frekari upplýsingar um skipulag, verð og aðra þætti einnig í síma 842 3040 Festu þér þinn sælureit í dag

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.