Morgunblaðið - 26.07.2011, Page 17
BAKSVIÐ
Önundur Páll Ragnarsson
onundur@mbl.is
Æskuvinur Anders Behring Breivik,
sem vefútgáfa norska blaðsins
Dagbladet tók viðtal við í gær, segist
finna til mikils haturs í garð vinar síns
fyrrverandi.
Vinurinn, sem ekki vill láta nafns
síns getið, flutti í hverfið Hoff í Ósló
sem ungur strákur á níunda áratugn-
um og var Breivik þá einn fyrsti vin-
urinn sem hann eignaðist. Hann segir
að Breivik hafi verið góður í sér en
nokkuð feiminn. Þegar þeir kynntust
bjó Breivik í íbúð í Hoff með móður
sinni og systrum, en foreldrar hans
höfðu þá skilið. „Það var alltaf mjög
notalegt að koma þangað. Það var
hlýlegt og indælt heimili,“ segir hann.
„Já, ég á margar góðar minningar,
en … þetta er bara of sjúkt,“ segir
hann og tárast við tilhugsunina.
Varð útundan sem unglingur
Sem unglingar missstu þeir
tengslin að nokkru leyti. Undir lok
sjötta bekkjar varð Breivik útundan
og varð fyrir einelti. „Það gerðist
aldrei þegar ég var nálægt. Ég stríddi
honum heldur aldrei,“ segir hann.
Vinir hans komu í veg fyrir að honum
væri mikið strítt. Engu að síður segist
þeim svo frá að hann hafi verið nokk-
uð harður af sér. Um tíma var Breivik
í félagsskap með veggjakroturum, en
var síðar útskúfaður úr félagsskapn-
um fyrir að klaga þá. Um þetta leyti
byrjaði hann að lyfta lóðum og að
sögn vinarins byrjaði hann líka að
taka stera. Eftir grunnskóla hittust
þeir sjaldnar en vinurinn segir að
Breivik hafi orðið æ meiri einfari og
telur að hann hafi strítt við minni-
máttarkennd. Hann kveðst hafa hitt
hann síðast fyrir um ári, og þá hafi
hann sagt með bros á vör að hann
ynni að verkefni sem hann vildi ekk-
ert segja frá.
Eftir árásirnar hefur verið sagt
frá Breivik sem fullkomnunarsinna.
Æskuvinur hans segir að hann hafi
farið í nokkrar lýtaaðgerðir í Banda-
ríkjunum fyrir nokkrum árum. „Ég
hitti hann í strætó og hann var gríð-
arlega ánægður. Hann hafði látið
breyta á sér enninu, nefinu og hök-
unni,“ segir æskuvinurinn.
Vinum hans segist svo frá
að Breivik hafi nánast aldrei
verið við kvenmann kenndur
og að árið 2004 hafi þeir séð
mynd af honum frá Gaypride-
göngunni í Oslo, dans-
andi á vörubílspalli.
Þeir hafi spurt hann
hvort hann væri sam-
kynhneigður en hann
hafi neitað því. ,,Hann
var alltaf að segja frá
einhverjum dömum,
en við hittum þær
aldrei. Hann hefur
aldrei átt kærustu
svo ég viti til,“ segir
æskuvinur hans.
Feiminn og góð-
ur en svo einfari
Æskuvinur Breiviks segir hann hafa farið í lýtaaðgerðir
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Framan af tuttugustu öld var hlut-
fall innflytjenda í Noregi lágt. Á
síðustu áratugum aldarinnar tók
þetta að breytast og voru margir
fylgjandi þeirri breytingu, meðal
annars með þeim rökum að það
væri mannúðarstefna í verki að
gera fólki brotnu af erlendu bergi
kleift að setjast að í landinu.
Noregur hefur, líkt og Ísland,
verið einsleitt og samheldið þjóð-
félag þar sem þorri íbúanna er nor-
rænn í útliti. Þótt trúfrelsi ríki hafa
flestir Norðmenn játað kristna trú
og kristin kirkja verið lykilstofnun í
þjóðlífinu.
Sjá ógn í breytingunum
Eftir því sem innflytjendum af
öðrum menningarsvæðum, sem að-
hyllast önnur trúarbrögð, fjölgar
tekur einsleitnin smátt og smátt að
víkja fyrir flóknari og margbreyti-
legri veruleika. Og eins og verða
vill eiga sumir erfiðara með að fóta
sig í nýjum veruleika en aðrir. Þeg-
ar óttinn við hið óþekkta tekur völd
líður ekki á löngu þar til fordómar,
andúð og jafnvel hatur skýtur rót-
um í hjörtum þeirra sem sjá ógn í
hinu nýja samfélagsmynstri.
Þessi þróun er ekki einskorðuð
við Noreg. Mörg Evrópuríki hafa
reynt sambærilega þróun. Skýran
vitnisburð um það má e.t.v. finna í
góðu gengi stjórnmálaflokka sem
gera út á andúð gegn því sem þeir
kalla innflytjendastraum og vanda-
mál sem þeir segja að honum fylgi.
Tekið skal fram að eftirtaldir
Reuters
Einsleitni á undanhaldi Tveir menn, annar af erlendu bergi brotinn, syrgja
fórnarlömb ódæðanna við dómkirkjuna í Ósló. Þjóðarsorg er í Noregi.
flokkar eru ólíkir innbyrðis og taka
stefnumálin mið af aðstæðum í
hverju landi. Þá fer því fjarri að
hugtakið fjölmenningarsamfélag
eigi við öll löndin í ýtrustu merk-
ingu. (Til einföldunar má skilgreina
fjölmenningarstefnu svo að hún feli
í sér að ekki megi hampa einni sam-
félagsgerð eða menningu á kostnað
annarra.)
Andstaða í einhverri mynd við
óbreytta stefnu í innflytjenda-
málum tengir þó eftirtalda flokka
og réttlætir það e.t.v. að spyrða þá
saman í stuttri yfirlitsgrein.
Bylgjan tekur að rísa
Skemmst er að minnast góðs
gengis Sannra Finna í þingkosning-
unum í Finnlandi í apríl. Flokk-
urinn var ótvíræður sigurvegari
kosninganna og stóð uppi sem
þriðji stærsti flokkur landsins með
um 19% atkvæða. Vildi flokkurinn
meðal annars herða skilyrði fyrir
ríkisborgararétti og að búið skyldi
svo um hnútana að innflytjendum
sem kæmust ítrekað í kast við lögin
yrði vísað úr landi.
Hinum megin við landamærin
unnu Svíþjóðardemókratar góðan
sigur í þingkosningunum í fyrra-
haust. Flokkurinn á rætur að rekja
til öfgahreyfingarinnar Svíþjóð fyr-
ir Svía og var rifjað upp í kosninga-
baráttunni að á tíunda áratug síð-
ustu aldar hefðu félagar enn birst í
nasistabúningum á flokksfundum.
Liðsmenn flokksins líta svo á að
svokölluð pólitísk rétthugsun hamli
opinskárri umræðu um málefni inn-
flytjenda. Ögrun er því hluti orð-
ræðunnar og hikaði Jimmie Åkes-
son, leiðtogi Svíþjóðardemókrata,
ekki við að tengja glæpi við innflytj-
endur í kosningabaráttunni.
Sunnar í álfunni vann Þjóðfylk-
ingin, þjóðernisflokkur Jean-Marie
Le Pen í Frakklandi, góðan sigur í
sveitarstjórnarkosningunum í
fyrravor. Rætt var um upprisu
flokksins eftir að hann fékk 12%
greiddra atkvæða. Dóttir stofnand-
ans, Marine Le Pen, hefur byr í
seglin og mældist með jafnvel meiri
stuðning en Nicolas Sarkozy Frakk-
landsforseti þegar henni var stillt
upp sem valkosti í könnun í tilefni
forsetakosninga á næsta ári.
Þessi bylgja hefur risið hvað hæst
í Hollandi. Þar hefur Geert Wilders,
einn umdeildasti stjórnmálamaður
Evrópu á síðari tímum, verið feng-
sæll á miðum andstöðunnar við inn-
flytjendur.
Andvígir íslömskum áhrifum
Meint útbreiðsla íslamskrar
menningar í Evrópu er rauður
þráður í málflutningi Wilders, sem
fer nú fyrir þriðja stærsta stjórn-
málaflokki Hollands. Kosið var til
þings í Hollandi í fyrra og varð út-
koman sú að flokkur Wilders styður
minnihlutastjórn hægriflokksins
VVD og Kristilegra demókrata.
Í þessari upptalningu verður ekki
hjá því komist að geta góðs gengis
Framfaraflokksins í Noregi í síð-
ustu þingkosningum. Flokkurinn
hlaut þá 22% atkvæða og jók fylgið
frá kosningunum þar á undan.
Málefni innflytjenda hafa einnig
komið við sögu í dönskum stjórn-
málum og hefur umræða um þau
leitt til þess að eftirlit á landamær-
unum hefur verið hert.
Þessi upptalning er langt í frá
tæmandi. Nefna mætti fleiri nýleg
dæmi úr evrópskum stjórnmálum.
Til höfuðs fjölmenningarstefnunni
Flokkar sem gera út á andúð gegn innflytjendum hafa sótt í sig veðrið í V-Evrópu undanfarin ár
Eru áhrifaafl í stjórnmálum á Norðurlöndum Margir kjósendur sjá ógn í nýrri þjóðfélagsgerð
17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚLÍ 2011
Klukkan var 26 mínútur gengin í tvö eftir hádegi þegar sprengjan sem
Breivik kom fyrir í Ósló sprakk með mannfalli og miklu eignatjóni. Rétt
ríflega einni og hálfri klukkustund síðar berst tilkynning um að lög-
reglumaður vilji láta ferja sig yfir í Utøya-eyju. Sem kunnugt er var
Breivik þar á ferð. Hann beið ekki boðanna heldur greip til vopna. Til-
kynnt var um skothríðina 26 mínútur yfir þrjú. Við tók löng klukku-
stund á eyjunni.
ÓDÆÐISVERKIN Í NOREGI
Heimild: Reuters, fréttaskeyti.
13.26 Miðborg Óslóar
Sprengja sem Breivik kom fyrir í bifreið fyrir utan
skrifstofur Jens Stoltenbergs forsætisráðherra
springur. Sjö bíða bana í ódæðinu. Breivik ekur
síðan 45 km leið norðvestur til Utøya-eyju.
15.26 Hønefoss
Lögreglan í norðurhluta
Buskerud-fylkis fær
tilkynningu um skothríð
á Utøya-eyju og óskar
svo liðsinnis frá Ósló.
15.52 Utøya-eyja
Fyrsti lögreglumaðurinn
vitjar svæðisins en þarf
að bíða eftir bát.
16.09
Lögreglan í Ósló kemur á
svæðið en vandræði með
bát tefja för út í eyjuna.
14.57 Utøya-eyja
Ferjumaður fær
þau boð að
lögreglumaður
vilji láta ferja sig í
Utøya-eyju.
16.25 Utøya-eyja
Sérsveit lögreglunnar
kemur á vettvang.
16.27
Breivik gefst upp án
mótspyrnu eftir að hafa
skotið tugi manna til
bana með köldu blóði.
Anders Behring Breivik hefur játað að hafa staðið á bak við árásirnar í Ósló og á
Utøya-eyju. Atburðarásin er hér rakin lið fyrir lið þessar örlagaríku klukkustundir.
4 km
1
2
5
3
4
A
ke
rsg
a
ta
Grensen
Pilestredet
Ring 1
Skrifstofur
forsætis-
ráðherrans
N O R E G U R
Ó S L Ó
200 m
Klukkutími var eilífð
Breivik var í nánum tengslum
við and-íslömsku samtökin
English Defence League í Bret-
landi, að sögn Daily Telegraph.
Forystumenn samtakanna við-
urkenna að hafa verið í
tengslum við hann og að hann
hafi hitt fólk á vegum þeirra í
London. Sjálfur heldur Breivik
því fram að um 600 manns í
samtökunum hafi verið vinir
hans á Facebook. Einn forystu-
manna English Defence League,
sem vildi ekki láta nafns síns
getið, segir Breivik hafa komið
vel fyrir. Hann hafi haft einhver
dáleiðandi áhrif eins og sagt
hafi verið að Adolf Hitler hafi
haft. Samtökin hafa lýst því
yfir að þau hafi engin
tengsl við Breivik en yf-
irvöld í Bretlandi eru sögð
taka ummæli Breiviks um
tengsl sín við samtökin
mjög alvarlega.
Í tenglum við
ensk samtök
ENSKIR AND-ÍSLAMISTAR
Breivik þjónaði ekki í norska
hernum en á myndum sem
hann setti á vefinn er hann í
e.k. einkennisbúningi.