Morgunblaðið - 26.07.2011, Síða 18

Morgunblaðið - 26.07.2011, Síða 18
FRÉTTASKÝRING Halldór Armand Ásgeirsson haa@mbl.is Í 233. gr. hegningarlaga Nor- egs segir að morð að yf- irlögðu ráði varði allt að 21 árs fangelsisvist og sama refsing liggi við „endur- teknum brotum“. Í 17. gr. laganna segir að fangelsisvist geti almennt ekki verið lengri en 20 ár en í und- antekningartilvikum, líkt og eigi við um morð og hryðjuverk, geti hún ver- ið 21 ár. „Þróunin í Evrópu allri frá síðari heimsstyrjöld hefur verið að draga heldur úr óskilorðsbundnum fangelsisdómum og hneigð hefur ver- ið til þess að hætta að dæma í lífstíð- arfangelsi. Norðmenn voru hins veg- ar fyrstir á Norðurlöndunum til að afnema lífstíðarfangelsi – þeir gerðu það fyrir 8-9 árum ef ég man rétt,“ segir Jón Þór Ólason, lektor í lög- fræði við Háskóla Íslands. Sá sem grunaður er um að hafa staðið fyrir ódæðisverkum í Ósló á föstudag, Anders Behring Breivik, var í gær úrskurðaður í átta vikna gæsluvarðhald. Brotin sem honum er gefið að sök að hafa framið – sprenging í mið- borg Óslóar og fjöldamorð á eyjunni Útey – falla undir 147. gr. norsku hegningarlaganna um hryðjuverk. Hámarksrefsing við broti gegn þeirri grein er 21 ár. Einnig er hægt að dæma hann til öryggisgæslu, sem hægt er að framlengja eins oft og lengi og þurfa þykir, sé talin hætta á að hann endurtaki brot sitt, eftir að afplánun á 21 árs dómi lýkur. Ævilangt skv. orðanna hljóðan Heimildir til að dæma menn í lífstíðarfangelsi eru í hegning- arlögum allra Norðurlandanna að Noregi undanskildum. Algeng ranghugmynd um ís- lenska hegningarlöggjöf er að þyngsta refsing sé 16 ára fangelsi. 34. grein hegningarlaganna er svohljóð- andi: Í fangelsi má dæma menn ævi- langt eða um tiltekinn tíma, ekki skemur en 30 daga og ekki lengur en 16 ár. Þetta ákvæði ber að skilja sam- kvæmt orðanna hljóðan. Refsiþyng- ingarástæður geta jafnframt valdið því að tímabundinn dómur verði 20 ár, sbr. 79. gr. hegningarlaga. Í Guð- mundar- og Geirfinnsmálinu voru tveir menn dæmdir í ævilangt fang- elsi í héraðsdómi en Hæstiréttur sneri þeirri ákvörðun við og dæmdi þá til 17 og 18 ára fangelsisvistar. Árið 1994 framdi maður, sem var á reynslulausn fyrir morð, annað morð og var dæmdur til ævilangrar fangelsisvistar í héraðsdómi. Hæsti- réttur mildaði refsinguna í 20 ár en einn dómari skilaði séráliti og vildi staðfesta niðurstöðu héraðsdóms. Jón Þór segir að á Norðurlönd- unum séu reglur um brotasamsteypu samræmdar. Brotasamsteypa felur í sér að dæmt er um mörg brot sak- bornings í sama málinu. Refsing er þá ákvörðuð innan ramma þess ákvæðis sem kveður á um þyngstu refsinguna við einhverju af brotum hans. „Þetta er því ekki eins og í Bandaríkjunum þar sem refsing er ákvörðuð fyrir hvert og eitt brot og menn geta verið dæmdir í 1.000 ára fangelsi.“ Jón Þór segir ennfremur að ýmis lögfræðileg álitamál muni koma upp við réttarhöldin. „Fjöldamorðingjar á Norður- löndunum hafa áður verið úrskurð- aðir ósakhæfir þó þeir hafi undirbúið ódæðisverk sín út í ystu æsar. Glæpir hans teljast vera hryðjuverk og manndráp. En svo er spurning hvernig verður tekið á málum þar sem fólk reyndi að flýja hann og drukknaði. Það verður örugg- lega vilji til að reyna að beita manndrápsákvæð- inu þar. Þetta verða merkileg réttarhöld.“ Hægt að dæma til langrar öryggisgæslu Reuters Ósló Minningarathafnir um fórnarlömb ódæðisverkanna hafa verið haldnar víðs vegar um Noreg. Anders Breivik var dæmdur í gæsluvarðhald í gær. 18 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚLÍ 2011 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Boðaðarskatta-hækkanir Steingríms J. Sig- fússonar, fjár- málaráðherra, hafa ekki farið vel í stjórnarandstöðuna, og skyldi engan undra. Í samtali við Morgunblaðið um helgina bendir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, á að af- leitt sé að viðhalda óvissunni um skattkerfið. Sífellt sé ver- ið að hræra í skattkerfinu og það tvennt sem fyrirtæki sem íhugi fjárfestingar nefni sem hindranir sé óvissa um orku og óvissa um skattkerfið. Bjarni Benediktsson, for- maður Sjálfstæðisflokksins, bendir á að samdrátturinn frá árinu 2008 hafi verið meiri en ella vegna skattahækkana rík- isstjórnarinnar. Hann úti- lokar frekari skattahækkanir og vill ganga lengra: „Það þarf að vinda ofan af skatta- hækkunum sem hafa þegar átt sér stað.“ Þetta eru hárréttar ábend- ingar hjá forystumönnum stjórnarandstöðunnar og gefa vonir um að hörð mótstaða verði á þingi í haust gegn boð- uðum skattahækkunum. Eng- inn þarf að velkjast í vafa um að miklar og ítrekaðar skatta- hækkanir ríkisstjórnarinnar frá því hún tók við hafa haft verulega neikvæð áhrif á hag- kerfið. Sú kreppa sem Ísland er að ganga í gegnum hefur orðið mun lengri en ástæða var til vegna þess að ríkisstjórnin hefur á öllum sviðum sem máli skipta í því sambandi tekið rangar ákvarðanir. En það er ekki aðeins að skattahækkanirnar sem þegar hafa dunið á fólki og fyrir- tækjum séu mikið vandamál og dragi úr umsvifum og vexti hagkerfisins. Stöðugar hót- anir, sem full ástæða er til að taka mark á, um enn frekari skattahækkanir senda út þau skilaboð til fjárfesta að viss- ara sé að halda að sér hönd- um. Núverandi ríkisstjórn hefur setið að völdum í hálft þriðja ár. Á þeim tíma hefur hún valdið gríðarlegri eyðilegg- ingu í hagkerfinu og hindrað uppbyggingu og hagvöxt. Forystumenn ríkis- stjórnarinnar kyrja enn þann söng að þeir hafi tekið við svo erfiðu búi og þess vegna sé staðan í dag sú sem hún er. Staðreyndin er hins vegar sú að staðan varð miklu verri en ástæða var til vegna þess hvernig núverandi ríkisstjórn stóð að málum og uppbygg- ingin sem hefði átt að hefjast fyrir löngu lætur enn á sér standa vegna rangrar stjórn- arstefnu. Spyrna þarf við fót- um gegn frekari skattahækkunum stjórnvalda} Hótunum andmælt Opinberar tölurum fjölda þeirra sem fórust í óhugnaðinum í Noregi staðfesta að nokkuð færri voru myrtir en lögreglan hafði áður talið. Það er auðvitað fagnaðarefni, en breytir þó ekki eðli málsins að neinu leyti. Umræða um hlut lög- reglunnar og öryggisgæslu í Noregi almennt hefur aukist síðustu dægur þar í landi og reyndar víðar. Bersýnilegt er að lögreglan hefur ekki haft afl eða skipulag til að bregð- ast við með fullnægjandi hætti. Og sennilega var ekk- ert skipulag til sem dugað hefði til fulls. En viðbrögð yfirvalda virðast óneitanlega hafa verið bæði hæg og fálm- kennd. En sú niðurstaða fæst þó aðeins eftir að slíkur at- burður hafði orðið, atburður sem varla kom fram í mar- tröðum lögregluyfirvalda í hinu friðsama ríki, hvað þá annars staðar. Og fyrirætlun hryðjuverkamannsins heppn- aðist fullkomlega að því leyti að of- ursprengjan í mið- borginni, sem án hryllingsins í Út- ey hefði verið stóratburður ein og sér, dró í fyrstu að sér alla athygli og skapaði þá ringulreið sem vænst var. Nú er fólk þrungið réttlátri reiði og veltir fyrir sér hvort fyrirhyggja hafi verið nægjanleg. Augljóst er að svo var ekki. En hitt er jafnsatt að almenningur hefði sennilega illa sætt sig við að til slíkra úrræða hefði verið gripið, áður en til árásarinnar kom. Stóraukin útgjöld til við- búnaðar lögregluyfirvalda, vopnabúnaður fleiri almennra lögreglumanna, stórar þyrlur í viðbragðsstöðu og aukin og nærgöngulli njósnastarfsemi hefði hugsanlega getað bjarg- að nokkru og jafnvel miklu. En hefði náðst samstaða um nokkuð þvílíkt áður en til óhugnaðarins var stofnað? Því verður hver og einn að svara fyrir sig. Spurningar sem spretta fram í ljósi hörmunganna hefðu fyrir þær fengið önnur svör} Margs er spurt STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon É g er menntaður sagnfræðingur enda hefur sagan alltaf heillað mig. Það er eitthvað við það sem liðið er. Það kemur aldrei aftur og fær smám saman á sig sífellt áhugaverðari blæ. Þetta þekkja auðvitað marg- ir. Segja má að því eldra sem eitthvað er því áhugaverðara þyki það. Það er kannski al- menna reglan hjá flestum. En síðan eru ólíkir atburðir og tímabil í sög- unni sem heilla fólk frekar en annað. Sumir hafa sérstakan áhuga á þeim fjölmörgu styrj- öldum sem háðar hafa verið frá örófi alda. Aðr- ir hafa einkum áhuga á sögu læknavísindanna. Svo eru aðrir sem heillast mest af ákveðnum tímabilum eins og til að mynda nítjándu öldinni eða miðöldum. Eða einstökum atburðum eins og frönsku byltingunni eða upplýsingunni. Persónulega hefur mér til að mynda lengi þótt eitthvað heillandi við fjórða áratuginn og þá ekki sízt í Bandaríkj- unum. Tónlist frá þessum tíma finnst mér opna ákveðnar dyr til hans, þá einkum djass og blús. Raunar hef ég þótt hafa nokkuð sérstakan tónlistar- smekk, í það minnsta þegar ég var á unglingsárunum. Elvis Presley hefur alltaf verið í miklu uppáhaldi og síðan tónlistarmenn á borð við Bing Crosby og Dean Martin. Ekki kannski alveg það sem þótti í tízku eða mest „inni“ á tíunda áratug síðustu aldar. En mér var nokkuð sama um það. Þetta var sú tónlist sem höfðaði til mín og gerir enn þann dag í dag. En tónlist er að mörgu leyti vitanlega fulltrúi ákveðins tíma. Allt á sína sögu, þar á meðal tónlistin. Það er annað sem heillar við söguna. Henni er í raun alls ekkert óviðkom- andi. Hún kemur alls staðar – við sögu, enda eru til fjölmörg svið innan sagnfræðinnar sem fræðimenn yfirleitt sérhæfa sig á. Stjórn- málasaga (sem ég hef sjálfur lagt áherzlu á), hagsaga, félagssaga, kvennasaga og svo fram- vegis. Hitt er svo annað mál að við höfum senni- lega flest tilhneigingu til þess að finnast ekki eitthvað vera saga nema það sé talsvert um lið- ið síðan það átti sér stað eða varð til. En stað- reyndin er engu að síður sú að þegar ég hef til að mynda lokið við að rita þennan pistil þá er ritun hans meðal þess sem þá mun tilheyra sögunni. Það sem gerðist fyrir mínútu er þann- ig í raun allt eins saga og það sem gerðist fyrir ári. Það er liðið og kemur ekki til baka. Ég hef stundum verið spurður að því hvers vegna nauð- synlegt sé að læra sögu í skólum. Því hef ég gjarnan svar- að með því að benda á að til þess að vita hvert maður sé að fara þurfi maður að vita hvaðan maður kemur. Sagan hef- ur svörin við því hvers vegna hlutirnir eru eins og þeir eru í dag. Eins og áður segir eiga allir hlutir sér sögu og við þurfum söguna meðal annars til þess að reyna að skilja hvers vegna heimurinn er eins og hann er. Hvers vegna hlutirnir hafi þróast eins og þeir hafa þróast. Hvers vegna við erum hér í dag. Hjörtur J. Guðmundsson Pistill Sagan skiptir máli „Ekkert lögregluríki kemur í veg fyrir svona óhæfuverk. Að ætla sér að auka eftirlit, herða refsingar og fórna frelsi og svigrúmi mun ekki verða til þess að svona atburðir gerist ekki. Þetta er ódæðisverk sem getur komið upp hvar sem er og það er ekki þannig að opið lýðræðisþjóðfélag kalli svona atburð yfir sig,“ segir Helgi Gunnlaugsson, prófessor í fé- lagsfræði við Háskóla Íslands. Hann segir jafnframt eðli- legt að fólk kalli eftir hertum refsingum í kjölfar slíkra ódæðisverka. „Það þarf að leysa svona mál af yfirvegun með þau gildi sem einkenna samfélagið og réttarríkið í huga. Svona glórulaus atburður má ekki leiða til þess að dómskerfið verði glóru- laust.“ Mikilvægt að halda í gildin HELGI GUNNLAUGSSON Helgi Gunnlaugsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.