Morgunblaðið - 26.07.2011, Qupperneq 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚLÍ 2011
✝ Þóra JóhannaKjartansdóttir
fæddist 7. júní
1960. Hún lést á
Heilbrigðisstofnun
Suðurnesja 17. júlí
2011.
Forerldrar
hennar eru Kjart-
an Helgi Björns-
son, fæddur 14.10.
1934 og Guðlaug
Helga Guðlaugs-
dóttir, fædd 1.4. 1937. Systkini
Þóru eru Björn, f. 1962 og Guð-
rún Guðmunda, f. 1967.
Þóra giftist 1979 Sigurði
Jóni Arnbjörnsyni. Foreldarar
hans eru Arnbjörn Vigfús
Kristinsson, fæddur 9.6. 1924,
dáinn 16.11. 1997 og Jóhanna
Sigurðardóttir, fædd 10.12.
1932. Börn þeirra
eru: 1) Guðlaug
Helga Sigurð-
ardóttir, f. 8.10.
1979, sambýlis-
maður hennar er
Ari Þór Ársælsson,
f. 8.2. 1973. Fyrir
átti Guðlaug Ingi-
björgu Önnu, f.
16.2. 2000 og Óli-
ver Adam, f. 10.2.
2003. Saman eiga
þau Þóru Karen, f. 18.2. 2011.
2) Sigurður Þór Sigurðsson, f.
3.11. 1989, sambýliskona hans
er Þórey Úlfarsdóttir, f. 19.11.
1989.
Útför Þóru fer fram frá safn-
aðarheimilinu í Sandgerði í
dag, 26. júlí 2011, og hefst af-
höfnin kl. 13.
Elsku mamma mín.
Það er svo sárt að kveðja
þig, allt gerðist svo hratt. Ég
var svo engan veginn að skilja
eða kannski neitaði ég að skilja
hversu alvarlega þú varst lasin.
Þú fórst í gegnum þetta eins og
hetja, gafst aldrei upp.
Þegar þú greindist með
krabbamein var ég svo viss um
að það væri nú eitthvað sem þú
myndir svo bara hrista af þér
eins og allt annað. Ég er svo
þakklát fyrir tímann okkar úti í
Danmörku síðasta sumar þegar
ég kom að heimsækja þig, þú
varst svo hress og kát og við
fórum út um allt. Nú sé ég hvað
þú varst mikið að vernda okkur
Sidda, vildir aldrei að við vær-
um að hafa áhyggjur af þér.
Ég á svo margar góðar
minningar um þig en alltaf
stendur upp úr skírnardagur-
inn hennar Þóru Karenar, vá,
þessi dagur var svo æðislegur,
þú ljómaðir alveg og þú varst
svo montin með litlu nöfnuna.
Þú varst nú alveg að fara yfir
um af spenning áður en hún var
skírð og baðst mikið um að fá
að vita áður hvað sú stutta ætti
að heita, mikið var nú grátið
þegar ég sagði þér það fjórum
dögum áður.
Ég sakna þín alveg rosalega
mikið og vil þakka þér fyrir að
vera mamma mín. Ég veit að
það verður vel tekið á móti þér.
Mamma, elsku mamma,
man ég augun þín,
í þeim las ég alla
elskuna til mín.
Mamma, elsku mamma,
man ég þína hönd,
bar hún mig og benti
björt á dýrðarlönd.
Mamma, elsku mamma,
man ég brosið þitt;
gengu hlýir geislar
gegnum hjarta mitt.
Mamma, elsku mamma,
mér í huga skín,
bjarmi þinna bæna,
blessuð versin þín.
Mamma, elsku mamma,
man ég lengst og best,
hjartað blíða, heita –
hjarta, er sakna ég mest.
(Sumarliði Halldórsson.)
Ég elska þig.
Þín dóttir,
Guðlaug.
Elsku amma mín. Það er svo
skrítið að þú sért bara allt í
einu farin. Mér líður alveg eins
og þú sért á lífi. Takk fyrir allt
sem þú hefur gefið mér, öll
knúsin og alla kossana.
Mér finnst mjög gaman að
tala við þig á kvöldin. Það var
líka mjög gaman þegar við vor-
um saman í Danmörku. Og ég
fór í Legoland með þér og ég
fékk alltaf ís og alltaf kósí á
kvöldin. Skrítið að geta ekki
talað í símann við þig eða hitt
þig.
Og ég mun aldrei gleyma þér
og ég veit að við munum hittast
hjá Guði aftur. Ég veit að þér
er ekki illt núna.
Nú fylgirðu mér út um allt,
þú ert engillinn minn.
Ég elska þig og sakna þín
rosalega mikið.
Þín ömmustelpa,
Ingibjörg Anna
Elsku hjartans Þóra okkar.
Það er sárt að þurfa að kveðja
þig, yndislega systir og mág-
kona. Þetta er í þriðja sinn sem
við hjónin setjumst niður og
skrifum minningargrein um ná-
inn aðstandanda á nokkrum
mánuðum. Fyrst þegar sonur
okkar, Kjartan, lét lífið af slys-
förum aðeins 23 ára gamall og
svo þegar tengdafaðir og faðir,
Sverrir, lést eftir snarpa bar-
áttu við krabbamein. Þeir, og
fleiri sem á undan eru gengnir,
tóku örugglega vel á móti þér.
Við skiljum ekki alveg tilgang-
inn með þessu öllu saman, en
við trúum því að við hittumst
öll aftur.
Þú varst gull af manni, elsku
Þóra. Það var sama hvað gekk
á, aldrei kvartaðir þú. Æðru-
leysi þitt var ótakmarkað. Þeg-
ar þú veiktist þá ætlaðir þú þér
ekkert annað en að sigra. Þú
barðist hetjulega við þennan
vágest sem krabbameinið er og
sagðir, líkt og Sverrir, nokkrum
dögum fyrir andlát þitt að þú
værir öll að koma til. Þú vildir
hlífa þínum nánustu. Þannig
varstu ávallt. Hugsaðir um vel-
ferð annarra.
Við minnumst góðra stunda
með þér. Þú sem varst alltaf
brosandi, kát og jákvæð, enda
húmoristi með eindæmum. Þá
varstu svo einstaklega kær-
leiksrík og falleg, bæði að utan
sem innan.
Fósturlandsins Freyja,
fagra vanadís,
móðir, kona, meyja,
meðtak lof og prís.
Blessað sé þitt blíða
bros og gullið tár.
Þú ert lands og lýða
ljós í þúsund ár.
(Matt. Joch.)
Við kveðjum hjartkæra syst-
ur og mágkonu að leiðarlokum
með miklum söknuði. Hvíldu í
friði, elsku Þóra. Guð geymi þig
og varðveiti. Við sjáumst síðar.
Björn og Elín Björg.
Ég á svo bágt með að trúa
því að þú sért farin, elsku syst-
ir mín. Ég dáist að því hvernig
þú tókst á við sjúkdóminn sem
hafði því miður sigur að lokum.
Aldrei heyrðist í þér kvart eða
kvein, heldur tókstu á þessu
eins og sannri hetju sæmir,
fram á seinustu stundu.
Ég hugsa stöðugt til þín og
sakna þín sárt. Við áttum eftir
að gera svo ýmislegt. Ég veit
þú ert komin á góðan og fal-
legan stað núna og góður guð
mun gera þig heilbrigða á ný.
Elskulega, blíða og fallega
systir mín, ég reyni að hugga
mig við allar góðu minningarn-
ar sem ég á um þig og mun
geyma í hjarta mínu alla tíð.
Ég kveð þig núna, elsku
hjartans Þóra mín.
Minningin um þig er og verð-
ur ljós í lífi mínu.
Þín systir,
Guðrún.
Látin er langt um aldur fram
elskuleg vinkona okkar systra,
Þóra Jóhanna.
Okkar kynni hófust er við
litlar hnátur vorum að alast
upp í norðurbænum í Sandgerði
og urðum við þeirrar gæfu að-
njótandi að vera vinkonur
hennar fram á hinstu stund.
Okkur langar að þakka henni
allt það góða og yndislega sem
hún gaf okkur, en minningarn-
ar munum við geyma og varð-
veita í hjörtum okkar.
Fegurðin er frá þér barst,
fullvel þótti sanna,
að yndið okkar allra varst,
engill meðal manna.
Hlutverk þitt í heimi hér,
þú hafðir leyst af hendi.
Af þeim sökum eftir þér,
Guð englahópa sendi.
Sú besta gjöf er gafst þú mér,
var gleðisólin bjarta,
sem skína skal til heiðurs þér,
skært í mínu hjarta.
(BH)
Elsku Þóra, við kveðjum þig
með söknuði en jafnframt þakk-
læti.
Hvíldu í friði, elsku gullið
okkar.
Kæra fjölskylda Þóru; megi
Guð gefa ykkur öllum styrk til
að takast á við sorgina og sökn-
uðinn.
Júlía og Þórdís.
Elsku vinkona mín, það er
erfitt að trúa því að þú sért
ekki lengur meðal okkar. Þú
þessi sterka og glæsilega kona
sem svo auðvelt var að leita til
en sjúkdómurinn hafði yfir-
höndina að lokum. Þú sýndir
það vel í baráttunni við þennan
illvíga sjúkdóm, hvaða mann þú
hafði að geyma. Þú kvartaðir
aldrei en hafðir fyrir því að
finna til með öðrum, svoleiðis
kona varst þú, Þóra.
Þú varst yndislegasta og
besta manneskja sem ég hef
nokkurtíma kynnst. Þú snertir
hjarta allra með gleði og gæsku
og það var aldrei langt í húm-
orinn hjá þér, fram á síðustu
mínútu gastu gert að gamni
þínu.
Margar minningar hrannast
upp og af mörgu er að taka frá
30 ára vinkonuferli.
Þú varst svo dugleg að segja
okkur hversu vænt þér þótti
um okkur og ef það varð óvenju
langt á milli heimsókna frá þér
eins og þegar þú varst í bænum
eða í Danmörku þá komstu allt-
af með eitthvað meðferðis ann-
að hvort handa mér eða börn-
unum mínum. Ég gleymi ekki
þegar við bjuggum á móti hvor
annarri á Túngötunni þá byrj-
aði dagurinn hjá okkur ekki án
þess að við fengjum okkur kaffi
saman áður en við fórum til
vinnu og þegar þú fluttir síðan
upp á Ásabraut þá vorum við
orðnar háðar þessum morgun-
hittingum og hlógum mikið af
því hvernig við ættum að afhit-
tast svona á morgnana. Ég
gleymi heldur aldrei þegar þú
bjóst hjá mér um stundarsakir
á Túngötunni, ég hef aldrei haft
það eins gott og þá, þú stjan-
aðir svo við okkur. Þú varst
einstaklega vel lesin og sagðir
svo skemmtilega frá öllu, svo
tókum við okkur stundum til og
sungum og sungum, þú kunnir
alla texta við gömlu góðu lögin.
Það var svo oft glatt á hjalla
hjá okkur og mikið hlegið, þú
hafðir svo skemmtilegan húm-
or. Síðasta daginn þinn í þessu
lífi sagðistu ætla að arfleiða
Júllu að húmornum þínum því
ekki væri hægt að kaupa hann í
Bónus. Þannig að nú verður
Júlla að halda glettninni uppi á
meðal þessa vinkvennahóps.
Dagurinn okkar 12. júlí síðast-
liðinn þegar við fórum saman út
að borða og fórum svo á kaffi-
hús, ég, þú, Þórdís og Júlla
verður dýrmæt perla í sjóði
minninganna sem ég er svo
þakklát fyrir að eiga.
Ég á eftir að sakna þín mik-
ið, perlan mín.
Nú þegar komið er að
kveðjustund, þá bið ég algóðan
Guð að varðveita þig, elsku
Þóra mín, um leið þakka ég
samfylgdina. Þú gafst mikið og
varst sannur vinur.
Ég vil biðja Guð um að
hjálpa okkur og styrkja börnin
hennar, Gullu og Sidda Þór,
barnabörn, fjölskyldu, ættingja
og vini sem syrgja Þóru og
einnig að halda í allar þær góðu
og skemmtilegu minningar sem
hún skildi eftir hér hjá okkur.
Þín vinkona,
Gunnhildur Ása
Sigurðardóttir.
Þóra, elskuleg æskuvinkona
mín, er látin eftir erfiða baráttu
við krabbamein. Þrátt fyrir vit-
und um hve alvarleg veikindi
hún glímdi við kom andláts-
fregn óvænt og var erfið að
meðtaka. Minningar um kær-
leiksríka vináttu, einkum frá
æsku- og unglingsárum hafa
streymt fram síðustu daga og
fyllt hug minn og hjarta. Þóra
var einstaklega kærleiksrík og
traust vinkona. Náin vinátta
tókst með okkur á unglings-
árum í Sandgerði og sá kær-
leiksþráður sem þar spannst á
milli okkar rofnaði aldrei. Góð
vinátta er ein af dýrmætustu
gjöfum lífsins og á því við-
kvæma aldursskeiði sem ung-
lingsárin eru voru það mikil
verðmæti að eiga jafn góða og
trausta stúlku sem Þóru að
vini.
Eftir að unglingsárunum
lauk tóku við ólík verkefni hjá
okkur. Ég fluttist frá Sandgerði
og samband okkar varð stop-
ulla. Í gegnum árin fylgdumst
við þó hvor með annarri og
hittumst af og til þó langt gæti
verið á milli endurfunda. Þrátt
fyrir fjarlægð í tíma og rúmi
voru endurfundirnir alltaf inni-
legir og kærleiksríkir og húmor
Þóru alltaf á sínum stað.
Það var alltaf skemmtilegt í
félagsskap Þóru og margar
góðar minningar sem ég á frá
þessum árum. Við tókum að
okkur að passa börn. Fórum
svo saman með sumarhýruna í
okkar fyrstu verslunarferð til
Reykjavíkur og keyptum okkur
nýjustu plöturnar og gervi-
augnahár. Hún var mjög fljót
að læra erlenda texta og kunni
öll vinsælustu lög þess tíma. Ég
man sérstaklega eftir lögum
með Jackson Five og Carpen-
ters sem hún kunni utanbókar
og söng af mikilli innlifun.
Þóra var mjög falleg mann-
eskja, ytra sem innra, glettin
og með ríka kímnigáfu. Hún
gat séð spaugilegar hliðar á öll-
um hlutum og gerði ekki síst
óspart grín að sjálfri sér. Hún
var jafnframt mjög ákveðin og
fylgin sér. Hún lét ávallt hjart-
að ráða för og var óhrædd við
að taka ákvarðanir til að láta
drauma sína rætast og breyta
þeim aðstæðum í lífi sínu sem
hún vildi hafa öðruvísi. Það var
ekki alltaf auðveldasta leiðin.
Hún var mjög fjölhæf og list-
ræn og lét marga drauma sína
rætast. Lagði stund á listmál-
un, stóð að rekstri dagheimilis
fyrir börn, rak fiskbúð, flutti til
Danmerkur sem hafði verið
draumur hennar í mörg ár, og
margt annað. Hún framkvæmdi
ávallt það sem hugur hennar
stóð til þá stundina. Það var
einsog hún vissi betur en aðrir
að lífið væri til að lifa því hér
og nú. Tíminn væri takmark-
aður og draumar ættu að ræt-
ast en ekki lifa eingöngu í hug-
arheimi hvers og eins.
Nú þegar komið er að hinstu
kveðju vil ég þakka Þóru kær-
leikann og vináttuna sem hún
gaf mér, traustið og trúnaðinn
sem hún sýndi mér alla tíð.
Þetta eru dýrmætustu gjafir
lífsins og fyrir þær er ég þakk-
lát.
Fjölskyldu Þóru og ástvinum
öllum sendi ég innilegar sam-
úðarkveðjur.
Minning Þóru Jóhönnu
Kjartansdóttur lifi.
Katrín Halldóra
Árnadóttir.
Elsku Þóra frænka.
Okkur finnst ennþá svo
óraunverulegt að þú sért farin
frá okkur, þú varst alltaf svo
lífsglöð, góð og einstaklega
brosmild. Þegar við hugsum til
baka sjáum við alltaf bros þitt
fyrir okkur. Við þökkum þér
fyrir góðar stundir og vonum
að þér líði vel.
Hver minning dýrmæt perla að liðn-
um lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug
þakka hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að
kynnast þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Hvíldu í friði, elsku frænka,
Svanbjörg Helga, Júlía
Guðrún, Sverrir Karl og
Alexander Birgir Björns-
börn.
Hún var einstök perla.
Afar fágæt perla,
skreytt fegurstu gimsteinum
sem glitraði á
og gerðu líf samferðamanna hennar
innihaldsríkara og fegurra.
Fáar perlur eru svo ríkulega búnar,
gæddar svo mörgum af dýrmætustu
gjöfum Guðs.
Hún hafði ásjónu engils
sem frá stafaði ilmur
umhyggju og vináttu,
ástar og kærleika.
Hún var farvegur kærleika Guðs,
kærleika sem ekki krafðist endur-
gjalds.
Hún var vitnisburður
um bestu gjafir Guðs,
trúna, vonina, kærleikann og lífið.
Blessuð sé minning einstakrar perlu.
(Sigurbjörn Þorkelsson)
Elsku Þóra, mín elskulega
vinkona. Við höfum þekkst alla
okkar tíð en vinátta okkar hef-
ur staðið yfir í 34 ár og minn-
ingarnar því margar, við höfum
hlegið saman og grátið saman
en þó aðallega hlegið því húm-
orinn var sko í góðu lagi hjá
þér og hann gat enginn tekið
frá þér. Stundirnar sem við höf-
um átt saman undanfarnar vik-
ur hafa gefið mér mikið og var
sárt að kveðja þig á sunnudag-
inn.
Takk fyrir samfylgdina,
elsku vina, ég elska þig.
Við Sindri sendum Gullu og
Sidda Þór, Gullu og Kjartani,
Gunnu Mundu, Bjössa og fjöl-
skyldum þeirra okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur og biðjum
Guð að gefa ykkur styrk á
þessum erfiðu tímum.
Hjördís Kristinsdóttir.
Ég vil þakka þér, kæra vin-
kona, fyrir allt þitt einlæga vin-
arþel í gegnum árin sem við
áttum saman hérna í Sand-
gerði. Þú varst alltaf svo ynd-
isleg og góð við mig þegar ég
átti sem erfiðast í mínum veik-
indum sem og í einkalífi mínu.
Sýndir þú mér kærleika, þol-
inmæði og vináttu. Takk fyrir
það, Þóra mín, ég er svo þakk-
lát Guði að hafa fengið að kynn-
ast þér og átt þig að.
Það var oft fjör hjá okkur á
Suðurgötunni þar sem þú bjóst,
það var nú ýmislegt sem við
brölluðum saman, mikið hlegið
og oft kátt hjá okkur, langt
fram á nótt.
Ég votta öllum aðstandend-
um mína einlægu samúð, Guð
geymi þig mín kæra.
Þú fyllir líf mitt ást og yl,
svo aldrei bar á skugga.
Hvort á nú lífið ekkert til,
sem auma sál má hugga!
Þótt okkur finnist ævin tóm
er ástvinirnir kveðja,
minninganna mildu blóm
mega hugann gleðja.
(Ágúst Böðvarsson)
Magga Hrönn Kjartansdóttir.
Ég var 13 ára þegar hún
fæddist og það var spennandi
fyrir okkur stelpurnar í Staf-
neshverfinu að fylgjast með
stækkandi hópi barnabarna
Gunnu og Guðmundar í Bala.
Næst þegar leiðir okkar lágu
saman var hún 13 ára og ég ný-
flutt í Sandgerði með tvo litla
stráka. Þá passaði hún fyrir
mig. Eftir það slitnaði streng-
urinn ekki. Þóra var einstak-
lega góð manneskja. Glaðlynd
og yfirveguð. Hún lagði aldrei
illt orð til nokkurs manns. Ég
minnist þess er ég var að leita í
huganum eftir aðila í Félags-
málaráð fyrir bæjarfélagið árið
1994. Ég bankaði upp hjá Þóru,
því hún kom fyrst upp í hug-
ann. „Ég,“ sagði Þóra og horfði
stórum augum á mig. „Held-
urðu að ég valdi því?“ Svona
var hún, hógvær og aldrei að
trana sér fram og vildi þarna
vera viss um að hún réði við
verkefnið. En að barnavernd-
armálunum starfaði hún svo
með miklum sóma í nokkur ár.
Eftir að hún flutti til Dan-
merkur var óhjákvæmilega
minna samband. En þá kom
Facebook að góðum notum. Ég
var stödd hjá syni mínum í
Sönderborg í september í fyrra
en sá mér ekki fært að heim-
sækja hana í Vejle. Hringdi í
hana og hitti þá á daginn sem
hún fékk vondu fréttirnar. Þá
grétum við saman alveg eins og
við höfðum hlegið saman oft áð-
ur. En baráttukonan Þóra var
nú ekkert á því að gefast upp
og barðist eins og hetja fram á
síðasta klukkutíma. Ég heim-
sótti hana rúmri viku fyrir and-
látið og mér finnst erfitt að
trúa því að hún sé farin. En ég
veit að það verður vel tekið á
móti henni.
Ég kveð yndislega konu sem
skilur eftir sig góðar minningar
í mörgum hjörtum.
Í margra huga er minning skær,
og mynd í hjarta geymd.
Stöðugt okkur stendur nær,
stund sem ekki er gleymd.
Nú komið er að kveðjustund,
klökkvi hjartað sker,
genginn ertu Guðs á fund,
sem góður líknar þér.
(Kristján Runólfsson)
Ég votta börnum hennar
Gullu og Sidda, augasteinunum
hennar, barnabörnunum þrem,
foreldrum og hennar góðu vin-
konum mína innilegustu samúð.
Sigurbjörg Eiríksdóttir
(Silla).
Þóra Jóhanna
Kjartansdóttir
HINSTA KVEÐJA
Amma mín, ég elska þig
og sakna þín.
Nú líður þér ekki illa.
Þinn ömmulingur,
Óliver Adam.