Morgunblaðið - 01.09.2011, Qupperneq 1
Stofnað 1913 204. tölublað 99. árgangur
HÖRÐUR VEKUR
SAMFÉLAGIÐ TIL
UMHUGSUNAR
MIKIÐ EN
SKEMMTILEGT
UMSTANG
SEGIST EKKI
LENGUR VERA
„KJÚLLI“ HJÁ KIEL
VIÐSKIPTABLAÐ OG FINNUR.IS ARON Í TOPPSTANDI ÍÞRÓTTIR35. HAUSTTÓNLEIKARNIR 36
Þær eru brosmildar ungu mömmurnar, ömm-
urnar og langömmurnar hér að ofan en þar
koma saman, með fimmta ættliðinn, fjórar kyn-
slóðir kvenna sem hafa allar eignast barn ungar.
Í fangi langalangömmu sinnar, Dýrfinnu Óskar
Högnadóttur, sem er ein yngsta langalangamma
landsins, 72 ára, situr Benjamín. Lengst til
vinstri er dóttir Dýrfinnu og langamma Benja-
míns, Alda Ósk Jónsdóttir, 52 ára. Þá móðir
hans, Sunna Mjöll Albertsdóttir, 19 ára, og
lengst til hægri móðir hennar og amma Benja-
míns, Sylvía Dröfn Eðvaldsdóttir, 35 ára. »4
Morgunblaðið/RAX
Eflaust yngsta langalangamma landsins
Ungar mömmur, ömmur og langömmur
Fjárfestar skortselja nú ríkis-
skuldabréf til lengri tíma í auknum
mæli, en verðbréfalán Lánamála
ríkisins hafa vaxið um hundruð
milljóna króna undanfarnar vikur.
Skortsala fer þannig fram að fjár-
festir fær bréf lánað, selur það og
vonar að það lækki í verði, þannig
að hann geti keypt það á því verði,
skilað því og innheimt mismuninn.
Telja má líklegt að skortsöluna
megi rekja til þess að búist sé við
aukinni verðbólgu og stýrivaxta-
hækkunum. Hækkandi vextir valda
því að ávöxtunarkrafa hækkar og
verð lækkar.
Björgvin Sighvatsson, hagfræð-
ingur hjá Lánamálum ríkisins, stað-
festir við Morgunblaðið að aukn-
ingar hafi gætt í verðbréfalánum á
síðustu mánuðum. Markaðurinn
telji líklega að eitthvað í hagkerf-
inu kalli á hærri ávöxtunarkröfu á
ríkisskuldabréfum. »Viðskipti
Fjárfestar veðja á
móti íslenska ríkinu
Fylgst með Búist er við aukinni verðbólgu.
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Fiskistofa gerir fjölda rökstuddra at-
hugasemda við ákvæði í stjórnar-
frumvarpinu um stjórn fiskveiða í
umsögn til sjávarútvegs- og landbún-
aðarnefndar. Telur stofnunin m.a.
vera hættu á að eins og ákvæði í 19.
grein er orðað, kunni það að opna
möguleika til óhefts framsals afla-
marks á milli útgerða, ef eigandi leigir
skip til annarrar útgerðar.
„Bankabókaraðferðin“ opin
Bent er á að ádeilan á kvótakerfið
felist að stórum hluta í því að unnt sé
að selja óveiddan fisk án þess að
stunda fiskveiðar. Reynt hafi verið að
sporna við þessu með auknum kröfum
í sambandi við undanþágur frá fram-
salstakmörkunum, veiðiskyldu o.fl.
En dæmi séu um að til lítilla báta, sem
jafnvel engar hlutdeildir hafa verið
bundnar við, hafi verið flutt aflamark
mörgum sinnum, jafnvel svo skiptir
tugum eða hundruðum, og álíka oft
frá þeim aftur. Þarna hafi bátar verið
notaðir eins og ,,bankabók“ fyrir afla-
mark með innlögn og úttekt eftir
verðlagi á heimildum hverju sinni.
,,Í lagafrumvarpinu er „bankabók-
araðferðinni“ ekki lokað en á vissan
hátt slakað á kröfum yfirstandandi
Fiskistofa gagnrýnir fisk-
veiðifrumvarpið í umsögn
Skýra þarf betur ýmis ákvæði Notkun hugtaka á reiki
Getur opnað möguleika á óheftu framsali milli útgerða
árs, en veiðiskyldan felld niður.“
Í umsögninni kemur fram að á reiki
sé hvort verið sé að fjalla um afla-
heimildir eða aflamagn. ,,Í frumvarp-
inu eru á nokkrum stöðum notuð ólík
hugtök um sömu atriði,“ segir þar.
Bent er á að í bráðabirgðaákvæði segi
að aflaheimildir geti fallið til ríkis-
sjóðs. Hér sé um nýmæli að ræða sem
þurfi að skýra því í núverandi kerfi
séu þær ávallt bundnar við skip. Með
sama hætti sé óljóst hvernig ákvæði
um að ráðherra hafi forleigurétt á
aflahlutdeild eigi að virka í fram-
kvæmd.
MEitthvert mesta áfall »16
–– Meira fyrir lesendur
FYLGIR MEÐ
MORGUNBLAÐINU
Í DAG
Fram kemur í viljayfirlýsingu
stjórnvalda í tengslum við sjöttu og
síðustu endurskoðun efnahagsáætl-
unar Íslands og Alþjóðagjaldeyris-
sjóðsins að skattar verði hækkaðir
og lagðir verði á nýir skattar á
næsta ári til að koma böndum á
ríkisfjármálin. Umhverfis- og auð-
lindaskattar verða hækkaðir auk
þess sem ráðgert er að setja nýja
skatta á fjármálafyrirtæki og líf-
eyrissjóði. »Viðskipti
Skattar hækkaðir og
nýir skattar lagðir á
Lögfesting sjávarútvegsfrum-
varpsins hefði mikil áhrif á at-
vinnulíf í Fjarðabyggð. Í umsögn
sveitarfélagsins er vitnað í at-
hugun KPMG þar sem segir að
kvóti í Fjarðabyggð muni skerð-
ast mikið og aflaverðmæti
minnka um 1,1 milljarð. Í um-
sögn bæjarráðs Hornafjarðar er
líka vitnað í KPMG um að þorsk-
ígildistonn í sveitarfélaginu
skerðist um rúm 1.600 tonn.
Neikvæðar
afleiðingar
UMSAGNIR SVEITARFÉLAGA
F I M M T U D A G U R 1. S E P T E M B E R 2 0 1 1