Morgunblaðið - 01.09.2011, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 01.09.2011, Qupperneq 33
MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. SEPTEMBER 2011 Árni Matthíasson arnim@mbl.is Þau Alda Sigurðardóttir, Hlynur Hallsson og Steinunn Helga Sigurð- ardóttir opna á morgun sameiginlega sýningu samtímis á þremur stöðum, í Kaupmannahöfn, á Selfossi og á Ak- ureyri. Netútsending frá öllum stöð- unum er á slóðinni guk.alvara.is/ cam.htm, en yfirskrift sýningarinnar er GUK is BACK. Á Íslandi verður sýningin opnuð kl. 15.00 í Flóru, Kaupvangsstræti 23 á Akureyri, og í Alvörubúðinni, Eyra- vegi 3 á Selfossi. Í Danmörku verður sýningin opnuð kl. 17.00 í Væ- relse101, Vesterbrogade 101 í Kaup- mannahöfn. Sýningin þríeina stendur til 2. október. Tilviljun leiddi þau saman Alda, Hlynur og Steinunn kynntust í Myndlista- og handíðaskóla Íslands í Reykjavík þar sem voru öll í fjöl- tæknideild og útskrifuðust 1993. Þau fóru svo hvert í sína áttina en héldu áfram að sýna saman og settu upp sýningar á Nýlistasafninu 1997. Hlynur segir að það hafi verið algjör tilviljun að þau sýndu þar á sama tíma, þau sóttu um hvert fyrir sig, en í framhaldinu tókst með þeim sam- vinna þótt þau hafi haldið hvert til í sínu landinu. Árið 1999 stofnuðu þau sýningarrýmin Garður-Udhus-Küche eða GUK, í garðinum hjá Steinunni á Selfossi, í skúrnum hjá Öldu í Lejre og í eldhúsinu hjá Hlyni í Hannover. Síðar bættist fartölva við í hóp sýn- ingarstaðanna. Í GUK voru haldnar 22 sýningar á sjö árum og GUK is BACK er framlenging á þessu rými. Hlynur segir að þótt starfið í GUK hafi legið niðri síðustu ár hafi þau allt- af haldið sambandi og velti því fyrir sér að taka upp þráðinn að nýju. „Síð- an bauðst Steinunni að sýna í nýlega opnuðu rýmu í miðborg Kaup- mannahafnar, Værelse101, sem sýnir samtímamyndlist og tilraunakennda myndlist, og hún spurði okkur okkur hvort ekki væri tilvalið að gera eitt- hvað saman. Þá varð úr að setja sam- an sýningu og opna á þremur stöð- um.“ Völdu gamaldags aðferð Verkin, sem eru teikningar, vinna þau saman eins og Hlynur lýsir því: „Við byrjum á því að hvert okkar byrj- ar á einni teikningu og sendir áfram á hin sem bæta síðan við og senda áfram, en verkinu er lokið þegar öll hafa unnið eitthvað í hverri teikningu. Nú eru því 20-30 teikningar í Kaup- mannahöfn, svipaður fjöldi á Selfossi og svipað hjá mér hér fyrir norðan, en auk þess verðum við með ljósmyndir af okkur þremur í fullri stærð í Kaup- mannahöfn. Við völdum teikninguna því það er gamaldags aðferð og gam- an að senda þær á milli í pósti, en ekki að vinna þær í tölvum,“ segir Hlynur, en teikingarnar hafa þó verið skann- aðar og má sjá á Facebook-síðunni www.facebook.com/pages/GUK-is- BACK/236513829717905, sem verður eins konar heimildarsíða um GUK. Hlynur segir að þau hafi ekki gert sér neinar hugmyndir um afrakst- urinn þegar þau hófu vinnuna. „Minn hluti er einfaldur, stafróf, og mjög skemmtilegt að sjá hvernig þær Steinunn og Alda unnu mjög ólíkt, þær bættu einhverju við það sem fvrir var eða gerðu eitthvað alveg óháð því sem komið var fyrir. Teikningarnar eru allar mjög ólíkar en hafa allar ein- hvern karakter.“ Sameiginlegur karakter GUK Steinunn Helga Sigurðardóttir is Hlynur Hallsson Back Alda Sigurðardóttir  Sýningin opnuð samtímis í Kaupmannahöfn, á Selfossi og á Akureyri  Verkin unnin í sameiningu en þó sér Freyja Ólafsdóttir, Guðmundur S. Guðmundsson, Hel- ena Dögg Arnardóttir, Helga Sigríður Jónsdóttir, Hulda Klara Ingólfsdóttir, Hulda Guðný Vinhjálmsdóttir, Inga Dóra Hauksdóttir, Ingibjörg Húnfjörð Árnadóttir, Kristín Martha Vilhjálmsdóttir, Pálmar Guðmundsson, Rúnar Erlingsson, Valur Alexandersson og Þorbjörn Hreinsson. Margrét Guðnadóttir í Kirsuberjatrénu er leiðbeinandi hópsins. Sýningin stendur fram á sunnudag. Í dag kl. 17.00 til 19.00 verður opnuð sýning í Kirsuberja- trénu, Vesturgötu 4, sem nefnist Brosir þangað sólin inn. Á sýningunni verða sýnd verk eftir einstaklinga með þroskafrávik sem starfa hjá Örva. Listamennirnir verða viðstaddir opnunina. Sýnendur eru Arnbjörg Klara Jónsdóttir, Aron Ragú- el Guðjónsson, Ásgeir Ísak Kristjánsson, Axel Helgi Jónsson, Birgir Þórisson, Björgvin Axel Ólafsson, Brosir þangað sólin inn í Kirsuberjatrénu NEI, RÁÐHERRA! – sýningar hefjast 9. sept Forsala á alla viðburði í Eymundsson Fimmtudagur 1. september Mezzoforte Tónleikar kl. 21:00 Græni Hatturinn Akureyri sími 461 4646 / 864 5758 Föstudagur 2. september Björgvin Gíslason ásamt stórhljómsveit 60 ára afmælistónleikar Laugardagur 3. september Uppistand og Eftirhermur Freyr Eyjólfsson, Rögnvaldur Gáfaði og Þorsteinn Guðmundsson Uppselt Örfá sæti laus FarandsýningU Ö F Tjarnarbíó 5272100 | tjarnarbio@leikhopar.is School of Transformation (LÓKAL2011) Fim 1/9 kl. 20:00 The Island (LÓKAL2011) Lau 3/9 kl. 19:00 Sun 4/9 kl. 18:30 Aðeins þessar tvær sýningar! Sýnt í Gamla Bíó 2boys.TV (LÓKAL2011) Lau 3/9 kl. 18:30 Lau 3/9 kl. 21:00 Athugið mjög takmarkaður sætafjöldi! The Eternal Smile (LÓKAL2011) Lau 3/9 kl. 20:00 Sun 4/9 kl. 16:00 Aðeins tvær sýningar! Tanz Mið 7/9 kl. 17:30 Fim 8/9 kl. 21:00 Reykjavík Dance Festival What a feeling + Heilaryk Mið 7/9 kl. 19:00 Fim 8/9 kl. 19:00 Reykjavik Dance Festival Dedication Mið 7/9 kl. 20:00 Fim 8/9 kl. 20:00 Fös 9/9 kl. 18:00 Reykjavik Dance Festival - Sýnt á Kex Hostel Nú nú Fim 8/9 kl. 12:15 Lau 10/9 kl. 17:00 Reykjavik Dance Festival - Sýn á Listasafninu, Hafnarhúsið. Leikhúsin í landinu www.mbl.is/leikhus The Lost Ballerina Fim 8/9 kl. 15:30 Lau 10/9 kl. 13:30 Lau 10/9 kl. 15:15 Reykjavik Dance Festival - Sýnt á Listasafni Reykjavíkur Retrograde + Cosas Fös 9/9 kl. 19:00 Lau 10/9 kl. 19:00 Reykjavik Dance Festival Court 0.9144m Fim 8/9 kl. 22:00 Fös 9/9 kl. 22:00 Reykjavik Dance Festival ˆ > a flock of us > ˆ Lau 10/9 kl. 13:00 Lau 10/9 kl. 14:15 Lau 10/9 kl. 16:00 Reykjavik Dance Festival - Sýnt á Listasafninu, Hafnarhúsinu Belinda og Gyða + Vorblótið Fös 9/9 kl. 20:30 Lau 10/9 kl. 20:30 Reykjavik Dance Festival Tripping North Lau 10/9 kl. 22:00 Reykjavik Dance Festival Gróska 2011 Fim 15/9 kl. 19:30 Fös 16/9 kl. 19:30 Lau 17/9 kl. 14:30 Höfundahátíð Félags leikrita og handritshöfunda

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.