Morgunblaðið - 01.09.2011, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 01.09.2011, Blaðsíða 36
36 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. SEPTEMBER 2011  Hljómsveitin Júdas leikur á Ránni annað kvöld, 2. september, á Ljósanótt í Reykja- nesbæ. Júdas kemur enn fram í sinni upp- runalegu mynd og skipuð þeim Finnboga Kjartanssyni, Hrólfi Gunnarssyni, Magnúsi Kjartanssyni og Vigni Bergmann. Hljóm- sveitin leikur lög frá gullárum hljómsveit- arinnar, að því er fram kemur í tilkynningu. Þar segir jafnframt að á tónleikum hljóm- sveitarinnar í fyrra á Ljósanótt hafi verið troðfullt og færri komist að en vildu. „Hljóm- ur og lagaval hljómsveitarinnar var lofaður mjög og hittust margir af þeim sem stunduðu böllin með hljómsveitinni á sínum tíma í fyrsta skipti aftur í áratugi, en út á það geng- ur hátíðin að hluta,“ segir ennfremur. Tónleikarnir hefjast kl. 23 og verða miðar seldir við inngang Ráarinnar. Miðaverð er kr. 1.500. Júdas á Ránni á Ljósa- nótt í Reykjanesbæ  Hljómsveitin Varsjárbandalagið heldur tónleika á kaffihúsinu Café Haiti við Reykja- víkurhöfn 3. september nk. kl. 21.30. Varsjár- bandalagið mun flytja tónlist af ýmsu tagi; balkan, klezmer, popp og rokk með tilrauna- kenndu ívafi, eins og því er lýst í tilkynningu vegna viðburðarins. Varsjárbandalagið gaf nýverið út fyrstu hljómplötu sína, The Russi- an Bride. Í bandalaginu eru Magnús Pálsson, Karl James Pestka, Jón Torfi Arason, Sigríður Ásta Árnadóttir, Hallur Guðmundsson og Steingrímur Guðmundsson. Varsjárbandalagið leikur á Café Haiti Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is Söngvaskáldið Hörður Torfason heldur sína 35. hausttónleika, hvorki meira né minna, í Borg- arleikhúsinu núna á föstudagskvöldið. Þetta er jafnframt í 20. sinn sem þessir árlegu tónleikar eru haldnir í því húsi. Án þess að hafa kafað rækilega ofan í þau mál hlýtur að láta nærri að tónleikaröð þessi sé einsdæmi, að ekki hafi fallið út ár í allan þennan tíma. Tónleikarnir byrjuðu látleysislega á sínum tíma; tvær, kannski þrjár manneskjur viðstaddar, en þegar á leið fóru tónleikarnir að hlaða utan á sig. Hörður rifjaði eitt sinn upp í samtali við greinarhöfund að eitt sinn hefði hann látið sér nægja að halda tónleika í afmælisveislu hjá Einari Má rithöfundi og voru þeir félagar þá staddir úti í Kaupmannahöfn. Að leggja sig í líma Hörður hefur lagt sig í líma við það allan þennan tíma að gera hverja og eina tónleika sér- staka. Stundum hafa sérstök skáld verið tekin fyrir, Steinn Steinarr, Halldór Laxness og Tóm- as Guðmundsson t.a.m. Eitt sinn lék Hörður sér að grímuhugtakinu og stundum fær hann vini sína upp á svið, Sáðmenn söngvanna eins og Hörður kallar það. „Ég verð líklega að koma með staf eða hækju núna,“ segir Hörður og hlær við þegar blaða- maður vekur máls á langlífi tónleikaraðarinnar. En hvað hafa þessir tónleikar gefið Herði í gegnum tíðina. „Vel spurt,“ segir hann hugsi og gefur sér rúman tíma til svara „Þegar ég var 31 árs var búið að taka mig úr umferð á landinu sem listamann. Ég fór í kjöl- farið að ydda blýantinn og hugsa rækilega um stöðu listamannsins, til hvers hann er og hvað honum ber að gera. Ég komst að þeirri nið- urstöðu að mér er ætlað að halda úti umræðu, til þess er ég að starfa sem listamaður. Það geri ég í gegnum starfið og nýti til þess menntun mína og hæfileika. Ég sest niður og skapa söngva og sögur og ferðast svo um með hljóðfærið einn – nokkurs konar eins manns leikhús – og reyni að vekja samfélag mitt til umhugsunar. Reyni að koma af stað hugsunum, að einstaklingar t.d. láti ekki fámennan hóp fólks fara illa með sig. Þjóðfélagið er bara ég og þú. Þú ert samfélagið, það er ekkert án þín. Eitthvert gen Sem listamaður er ég aldrei flokksbundinn, ég er ekki tengdur neinum trúarhópum eða stjórnmálaöflum, ég þjóna listinni einni,“ heldur Hörður áfram. „Það er oft erfitt að standa einn í þessari baráttu og stundum þarf ég að staldra við og hörfa inn á við. Er ég heill heilsu? En þetta er greinilega eitthvert gen í mér og ég er fastur fyrir í þessari afstöðu minni.“ – Finnst þér þessi áhersla á samfélagslega ábyrgð vera að minnka hjá listamönnum? Er þetta viðhorf mögulega að deyja út með þinni kynslóð? „Þetta hefur minnkað mikið, því miður, og þá sérstaklega innan tónlistarinnar,“ svarar Hörð- ur, nánast mæðulega. Hann kveður fast að. „Margir búa sér til „front“, en orðin eru inn- antóm. Þeir fylgja þeim ekki eftir. Þegar maður gægist á bak við eru þetta peningavélar, sem spýta út tónlist svo hægt sé að geðjast fólki. Og það er svosem í lagi, þetta er þeirra líf. Vanda- málið er það að velmegunarástand svæfir, menn dofna andlega. Svo verða þeir alveg brjálaðir þegar allt er tekið frá þeim. Það er annaðhvort í ökkla eða eyra.“ – Hvaða þema verður svo í ár? „Ég ætla að leggja áherslu á einfaldleikann, hafa þetta naumhyggjulegt. Ein rödd, einn maður, eitt hljóðfæri. Ég hef alltaf nýtt mér þennan einfaldleika í mínu lífi; á meðan sumir skrifa dagbækur skrifa ég söngva. Ef eitthvað liggur á mér þá sem ég um það vísu. Og þegar maður glímir við orðin, kljáist við tungumálið þá myndast rytmi sem svo verður að lagi.“ Morgunblaðið/Kristinn Hugleiðingar „Þú ert samfélagið, það er ekkert án þín,“ segir Hörður Torfason m.a. þegar hann veltir fyrir sér skyldum listamanna. Hið hugumprúða haust  Hörður Torfason heldur sína 35. hausttónleika í Borgarleikhúsinu á morgun, föstudag Þetta er í 20. sinn sem þeir fara fram í því leikhúsi Miðasalan er á Midi.is eða hjá Borgarleikhús- inu. Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Í kvöld mun Skjárinn kynna til sög- unnar Skjár einn Netfrelsi, þjónustu við áskrifendur sem er viðbót við þá sem fyrir er því hægt er að horfa á valda íslenska þætti á vef Skjásins. Nú verður hins vegar hægt að horfa á flesta þætti Skjásins, innlenda sem erlenda. Þjónustan verður vígð í kvöld í dagskrárteiti Skjásins í Íslensku óp- erunni og munu áskrifendur í kjöl- farið geta horft á flesta þætti stöðv- arinnar á netinu, eftir að þeir hafa verið sýndir á sjónvarpsstöðinni. Áskrifandinn streymir þættinum til sín og verður hægt að horfa á þætti Skjás eins í tveimur tölvum sam- tímis. Með öðrum orðum geta tveir á sama heimili horft á þætti stöðv- arinnar á netinu. Páll Vignir Jónsson, yfirmaður tæknideildar á Skjánum, bendir á að hægt sé að notfæra sér Netfrelsi hvar sem er svo lengi sem netteng- ing er til staðar; í bústaðnum, í vinnunni eða í farsímanum. „Þetta er ekki allt efnið sem við sýnum, þetta eru okkar bestu þættir og flestallir þættirnir en þetta eru ekki bíómyndir eða spjallþættir,“ segir Páll um framboðið. Þróunin erlendis Páll segir kannanir og mælingar hafa sýnt að sjónvarpsáhorf fari minnkandi hér á landi. „Aftur á móti hefur frelsið hjá okkur sprungið, fólk er að horfa á sjónvarpsþættina þegar því hentar og þá sjónvarps- þætti sem það vill þegar það hentar, það vill ekki endilega láta stjórna sér. Þetta er þetta konsept að vera sinn eigin dagskrárstjóri og við sjáum að þetta er þróunin, þetta er líka þróunin erlendis og við fylgj- umst náið með því. Við höfum alltaf vilja vera leiðandi í tækniþróun og teljum okkur vera það,“ segir Páll. Páll segir að fólk sé mikið að horfa á sjónvarpsefni á netinu og verið sé að svara því kalli á Skjánum. Meðal þeirra erlendu þátta sem hægt verður að horfa á á Netfrelsi eru The Borgias, Being Erica, CSI: New York, Parenthood, One Tree Hill og Running Wilde. Netfrelsi Skjámynd af nýjung Skjásins, Skjá einum Netfrelsi. Fyrsti þáttur The Borgias í spilun. Áskrifendur gerast dagskrárstjórar  Skjár einn Netfrelsi hleypt af stokk- unum í kvöld  Bestu þættirnir sýndir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.