Morgunblaðið - 01.09.2011, Page 17

Morgunblaðið - 01.09.2011, Page 17
FRÉTTIR 17Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. SEPTEMBER 2011 Dagana 3.-6. september nk. verður haldið í samvinnu við Háskólann á Akureyri sjötta alþjóðlega Rann- sóknaþing norðursins – Northern Research Forum – NRF. Þar koma saman tugir sérfræðinga frá Norð- urlöndunum, Kanada, Bandaríkj- unum, Rússlandi, Kína, Indlandi og Nepal og verða þátttakendur einn- ig frá fleiri löndum. Þingið er að þessu sinni haldið á Hótel Örk í Hveragerði. Rannsóknaþingið mun marka tímamót því þar koma saman í fyrsta sinn sérfræðingar og fulltrú- ar frá löndum á norðurslóðum og ríkjum á Himalajasvæðinu til að fjalla um bráðnun íss og jökla og áhrif þess á heimsbyggð alla. Fólk getur skráð sig á heimasíðu NRF, www.nrf.is. Ís Fjallað um bráðnun á rannsóknarþingi. Bráðnun íss og jökla Fimmtudaginn 1. september hefst vetrarstarf Heilaheilla með reglu- legum félagsfundum, hópum og ýmsum uppákomum. Félagið verð- ur með fasta viðveru á Grensás- deild, alla fimmtudaga frá kl. 14:00- 16:00. Allir slagþolendur og að- standendur þeirra geta aflað sér upplýsinga um félagið á þessum tíma og gildir einu hvort þeir eru í meðferð á deildinni eða ekki. Þeir Björn Sævar Baldursson og Guð- mundur Eyjólfsson verða fulltrúar félagsins og verða til staðar. Vetur hjá Heilaheill Á afmælisári Háskóla Íslands er septembermánuður tileinkaður menntavísindum. Mennta- vísindasvið stendur fyrir fjölmörg- um viðburðum og fyrirlestrum í mánuðinum. Dagskráin hefst hinn 1. september með fyrirlestri dr. Lindu Darling-Hammond, prófess- ors í menntavísindum við Stanford- háskóla. Laugardaginn 3. september verður fjölskyldudagur á Laug- arvatni þar sem nemendur og kenn- arar taka á móti gestum og bjóða upp á fræðslu um mataræði og hreyfingu, farið verður í göngu- ferðir og margt fleira. Þá verður opið hús í húsnæði mennta- vísindasviðs við Stakkahlíð laug- ardaginn 17. september. Opna hús- ið er í samvinnu við leik-, grunn- og framhaldsskóla og aðrar stofnanir sem menntavísindasvið tengist. Nánari upplýsingar um dagskrá mánaðarins má finna á www.hi.is. Menntavísindi í september STUTT Hjá Vegagerðinni er nú unnið að undirbúningi vegna byggingar nýrr- ar og varanlegrar brúar yfir Múla- kvísl í stað bráðabirgðabrúar sem reist var í sumar eftir að þjóðvegur 1 fór í sundur og brúnni yfir Múlakvísl skolaði burt í jökulhlaupi. Nú er verið að greina forsendur fyrir nýrri brú með hliðsjón af skýrslu sem Veðurstofan hefur tekið saman um flóðið, samkvæmt upplýs- ingum G. Péturs Matthíassonar, upplýsingafulltrúa Vegagerðarinn- ar. Finna þarf út hvar best er að reisa brúna með tilliti til þessa, lengd hennar og hversu mikið flóð hún á að geta staðið af sér. Að þessari vinnu lokinni verður farið að hanna brúna og má reikna með útboði þegar líður á veturinn, að sögn G. Péturs. Er að því stefnt að ný brú yfir Múlakvísl verði tilbúin næsta sumar. omfr@mbl.is Boðin út í vetur Morgunblaðið/Golli Múlakvísl Áætlað hefur verið að kostnaður við nýja brú verði um 300 millj.  Vegagerðin vinnur að undirbúningi að hönnun nýrrar brúar yfir Múlakvísl Vel á annan tug árekstra varð á höf- uðborgarsvæðinu í gær, samkvæmt upplýsingum frá fyrirtækinu Aðstoð & öryggi ehf., sem annast vettvangs- rannsóknir umferðaróhappa. Í þremur tilfellum urðu minniháttar meiðsl á fólki en engin alvarleg slys urðu þó. Margir árekstranna urðu í morg- unumferðinni í gærmorgun. For- svarsmenn fyrirtækisins hvetja öku- menn til að aka hægar og gefa sér tíma til að komast á milli staða. Benda þeir á að ökumenn virðist misreikna hemlunarvegalengd þeg- ar götur eru blautar, en töluverð rigning var í gærmorgun. Vel á annan tug árekstra í gær

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.