Morgunblaðið - 01.09.2011, Qupperneq 18
18 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. SEPTEMBER 2011
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Öryggissveitir héldu áfram árásum á stjórnar-
andstæðinga í Sýrlandi í gær þrátt fyrir loforð
Bashars al-Assads forseta um að binda enda á
blóðsúthellingarnar. Sýrlensk mannréttinda-
samtök segja að 473 manns hafi látið lífið í árás-
um í föstumánuði múslíma, ramadan, sem lauk í
fyrradag.
Að sögn mannréttindasamtakanna liggja 360
óbreyttir borgarar og 113 liðsmenn öryggis-
sveita í valnum eftir ofbeldisverkin í föstumán-
uðinum. Á meðal óbreyttu borgaranna eru 25
manns undir 18 ára aldri, fjórtán konur og 28 dóu
í fangelsi eða af völdum pyntinga.
Efnt hefur verið til nær daglegra mótmæla
gegn stjórn Assads frá miðjum marsmánuði
þrátt fyrir ofbeldi öryggissveitanna sem hefur
kostað a.m.k. 2.200 manns lífið, að sögn
embættismanna Sameinuðu þjóðanna.
Mannréttindasamtökin Amnesty Internatio-
nal segja í nýrri skýrslu að þau hafi fengið upp-
lýsingar um 88 dauðsföll í sýrlenskum fangelsum
á tímabilinu frá 1. apríl til 15. ágúst. Á meðal
þeirra sem dóu voru tíu börn á aldrinum 13 til 18
ára. Samtökin segja að pyntingar hafi valdið eða
stuðlað að minnst 52 dauðsfallanna. Sum fórnar-
lambanna virðast hafa verið limlest með
óhugnanlegum hætti til að valda skelfingu meðal
ættmenna þeirra þegar líkunum var skilað.
Um 470 Sýrlendingar liggja í valnum
360 óbreyttir borgarar biðu bana í árásum öryggissveita í föstumánuðinum Tugir manna voru
pyntaðir til dauða að sögn mannréttindasamtaka Tíu börn á meðal 88 manna sem dóu í fangelsi
Reuters
Trúrækni Bashar al-Assad (fyrir miðju) á bæn í mosku í Damaskus í tilefni af lokum ramadan.
Allir slegnir ótta
» „Allir eru hræddir í Sýr-
landi,“ segir Rafa Nashed, einn
forystumanna hóps manna úr
ólíkum trúarhópum sem koma
saman í Damaskus á hverjum
sunnudegi til að reka út óttann
sem ásækir þá alla.
» „Stjórnin beitir ofbeldi og
kúgun vegna þess að hún er
hrædd við að missa völdin,“
segir Nashed. „Mótmælend-
urnir eru dauðhræddir, en þeir
halda samt áfram.“
» „Ég studdi stjórnina en eftir
blóðbaðið hef ég tekið þátt í
mótmælunum,“ segir kristin
kona í hópnum.
Margir auðmenn í Evrópu hafa farið
að dæmi bandaríska auðkýfingsins
Warrens Buffetts og hvatt stjórn-
völd til að hækka skatta þeirra eða
leggja sérstök gjöld á þá til að
minnka fjárlagahalla í löndum
þeirra.
Buffett skrifaði grein, sem birt
var í The New York Times 14. ágúst,
þar sem hann hvatti bandarísk
stjórnvöld til að hætta að „dekra“
við auðmenn og hækka þess í stað
skatta á þá sem eru með mestar
tekjur. Greinin hefur vakið umræðu
meðal auðmanna í Evrópu um hvort
sparnaðaraðgerðir í nokkrum lönd-
um komi of hart niður á þeim sem
eru verst settir og hvort auðmenn
eigi að leggja meira af mörkum.
Sextán af auðugustu mönnum
Frakklands undirrituðu yfirlýsingu
þar sem þeir skoruðu á frönsku
ríkisstjórnina að hækka skatta á
auðmenn. Á meðal þeirra sem skrif-
uðu undir yfirlýsinguna eru Liliane
Bettencourt, sem á m.a. stóran hlut í
snyrtivörufyrirtækinu L’Oréal, og
forstjórar fyrirtækja á borð við
orkurisann Total, Société Générale,
Airbus og PSA Peugeot-Citroën.
Hópur um fimmtíu auðugra Þjóð-
verja, sem beitir sér sérstaklega fyr-
ir hærri sköttum á auðmenn, fagnaði
yfirlýsingu frönsku auðkýfinganna.
„Sparnaðaraðgerðir, sem koma
einkum niður á fátæku fólki, eru illa
til þess fallnar að leysa vandann,“
sagði í yfirlýsingu frá hópnum.
Óttast ólgu
Maurice Lévy, formaður samtaka
franskra einkafyrirtækja og for-
stjóri auglýsingafyrirtækisins
Publicis, tekur undir þetta í grein í
The Financial Times í fyrradag.
Að sögn The New York Times
telja fréttaskýrendur að rekja megi
tillögu auðmannanna til þess að þeir
óttist að sparnaðaraðgerðir leiði til
vaxandi ólgu og götuóeirða líkt og á
Spáni og í Grikklandi fyrr á árinu.
bogi@mbl.is
Auðmenn vilja greiða hærri skatta
Reuters
Ríkidæmi Auðkýfingurinn Warren E. Buffett og eiginkona hans, Astrid.
Auðugir Evrópumenn taka undir tillögu bandaríska auðkýfingsins Warrens Buffetts um að auðmenn
leggi meira af mörkum til að minnka fjárlagahalla Óttast að sparnaðaraðgerðir leiði til götuóeirða
Miria, tignuð sem „hin helga móðir“ Umbanda-
trúarhópsins, liggur á gólfinu eftir að hafa fallið
í leiðsludá við trúarathöfn í borginni Sao Paulo í
Brasilíu. Umbanda-trú er blanda af afrískum
trúarbrögðum, kaþólskri trú, andatrú og þjóðtrú
frumbyggja í Brasilíu. Um 430.000 Brasilíumenn
segjast vera umbanda-trúar og hún hefur einnig
breiðst út til grannríkja á borð við Úrúgvæ og
Argentínu. Við athöfnina voru hafðar ýmsar
seremóníur við að fá fólk til að fara í leiðslu,
taka í sig anda þræla sem fæddust í Afríku en
dóu í Brasilíu. Þegar fólkið er í leiðsluástandinu
reykir það tóbak og drekkur áfengi, skjögrar
eins og gamlir þrælar, ber sér á brjóst og hoppar
og skoppar eins og foráttudrukknir æringjar.
Reuters
Hin helga móðir haldin anda afrísks þræls
Dönsk saman-
burðarrannsókn
bendir til þess að
fólk, sem stundar
hjólreiðar reglu-
lega, hjólar
t.a.m. í vinnuna,
geti fjölgað ævi-
árunum verulega
með því að hjóla
hratt. Rann-
sóknin bendir til
þess að karlar, sem hjóla hraðast,
lifi 5,3 árum lengur að meðaltali en
þeir sem hjóla hægt. Þeir sem hjóla
á meðalhraða lifa 2,9 árum lengur.
Konur, sem hjóla hraðast, lifa 3,9
árum lengur en þær sem hjóla hæg-
ast og meðalhraðinn fjölgar æviár-
um kvenna um 2,2 ár, að því er
fram kemur á fréttavef danska
blaðsins Berlingske.
Þeir sem hjóla hratt minnka
einnig hættuna á því að fá hjarta-
sjúkdóma. Blaðið hefur eftir pró-
fessornum Peter Krustrup að mikil-
vægt sé að fólk hreyfi sig í minnst
30 mínútur á dag en best sé að fólk
hreyfi sig af krafti að minnsta kosti
tvisvar í viku. bogi@mbl.is
Þeir sem
hjóla hratt
lifa lengur
Æviárunum fjölgar
um allt að 5,3 ár
Hraðinn skiptir
miklu máli.
Breskir auðmenn hafa ekki
hvatt til þess að skattar þeirra
verði hækkaðir. Samtök breskra
atvinnurekenda hafa reyndar
beitt sér fyrir því að hæstu
tekjuskattar verði lækkaðir þar
sem þeir séu „ekki til þess falln-
ir að laða að kaupsýslufólk og
athafnamenn“. Breska stjórnin
er að kanna hvort skattarnir séu
of háir. Þeir sem eru með meira
en 150.000 pund (tæpar 28
milljónir kr.) í árstekjur í Bret-
landi greiða 50% skatt.
Vilja lækkun
50% SKATTUR Í BRETLANDI