Morgunblaðið - 01.09.2011, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 01.09.2011, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. SEPTEMBER 2011 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Unnið er að undirbúningi byggingar nýrrar kirkju á Hvolsvelli. Kirkjan verður byggð á túninu við félags- heimilið Hvol og er hugmyndin að nýta hluta Hvolsins fyrir safnaðar- heimili. Kirkjuskipið verður hannað þannig að það nýtist jafnframt sem tónlistar- og menningarhús. Stórólfshvolskirkja sem þjónað hefur íbúum Hvolsvallar og nágrenn- is í 80 ár er talin of lítil og óhentug að ýmsu leyti. Kirkjan er úr timbri, byggð 1930 og tekur um 120 manns í sæti. Skiptar skoðanir Margar kirkjur eru í sveitarfé- laginu en engin nógu stór til að taka við stærri athöfnum. Í mörg ára hafa verið umræður um byggingu nýrrar kirkju á Hvolsvelli en skoðanir sóknarbarna verið nokk- uð skiptar um þörfina á því og jafn- framt hvar ætti að byggja. Þannig hafa sumir viljað láta reisa kirkju við kirkjugarðinn sem er norðan við þorpið. Í sumar kynnti byggingarnefnd sóknarnefndarinnar hugmyndir um tengingu kirkjunnar við félagsheim- ilið Hvolinn í miðju Hvolsvallar og var samþykkt með miklum meiri- hluta atkvæða á safnaðarfundi að halda undirbúningi áfram. Þá lá fyrir að Kirkjuráð hafði lofað 95 milljóna króna framlagi til kirkjubyggingar- innar, að ákveðnum skilyrðum upp- fylltum. Kjartan Þorkelsson, formaður byggingarnefndarinnar, segir að í fyrsta áfanga sé gert ráð fyrir að byggja kirkjuskip, sem rúmi 300 til 350 manns, en nýta jafnframt aðstöð- una í Hvolnum. Fyrstu áætlanir gera ráð fyrir að það kosti 180 milljónir kr. Áætlað er að byggja síðar tengibygg- ing milli félagsheimilis og kirkju. Í fundargerð kirkjuráðs þegar fjallað var um framkvæmdina kemur fram að sú lausn sem rætt er um gæti verið hagkvæm enda standi sókninni til boða að fá hluta félagsheimilisins. Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitar- stjóri Rangárþings eystra, segir að sveitarfélagið hafi heitið því að leggja til afnot af bílastæðum og aðstöðu í minni sal félagsheimilisins en tekur fram að salurinn verði jafnframt nýttur í þágu félagsheimilisins. Byggingarnefndin er að vinna að nánari þarfagreiningu og kostnaðar- áætlun til að leggja á ný fyrir kirkju- ráð. Breyta þarf deiliskipulagi miðbæj- arsvæðisins áður en byggingarleyfi verður gefið út. Ísólfur Gylfi segir að það geti tekið upp undir ár. Ný kirkja byggð við Hvolinn  Kirkjuskip hannað sem tónlistar- og menningarhús  Unnið að undirbúningi Teikning/Einrúm arkitektar Kirkjuskip Ný kirkja verður byggð við félagsheimilið Hvolinn, í miðju Hvolsvallar. Einrúm arkitekar hafa gert til- lögu að útliti byggingarinnar og tengingu hennar við félagsheimilið. Unnið er að undirbúningi. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Það þarf ekki að ræða við marga flokksmenn í Vinstri grænum til að komast að því að barátta gegn virkjanaáformum í neðri Þjórsá er þeim hjartans mál. Síðustu helgi samþykkti flokksráðs- fundur Vinstri grænna einróma að færa bæri virkjanaáform við neðri hluta Þjórsár í biðflokk á nýrri ramma- áætlun „vegna skorts á rannsóknum á mikilvægum sviðum“. Rammaáætlunin er nú í umsagnar- ferli og vinnslu hjá Svandísi Svavars- dóttur umhverfisráðherra og Katrínu Júlíusdóttur iðnaðarráðherra. Stuðst er við niðurstöður áætlunarinnar í þingsályktunartillögu um vernd og orkunýtingu landsvæða en þar kemur fram að Hvammsvirkjun, Holtavirkjun og Urriðafossvirkjun séu allar í orku- nýtingarflokki á vatnasviði. Sú flokkun þýðir að til stendur að reisa virkjanirnar og má nefna að ætl- unin er að gangsetja fyrsta hluta Urr- iðaholtsvirkjunar árið 2016. Allir sem einn Sigþrúður Jónsdóttir, náttúrufræð- ingur á Eystra-Geldingaholti, skammt frá Þjórsá, lagði ásamt Kjartani Ágústssyni og Þorsteini Ólafssyni, fram ályktunardrög um virkjanaáform við neðri Þjórsá, þar sem ályktað var um rammaáætlun. Sigþrúður segir einhug hafa ríkt um það á flokksráðsfundi VG að virkjana- kostirnir þrír færu í biðflokk og rifjar upp að í ályktuninni sé kveðið á um að landslagsrannsóknir á svæðinu séu ófullnægjandi og af vanefnum gerðar. Þá hafi samfélagsleg áhrif virkjana í byggð ekki verið rannsökuð með við- hlítandi hætti. „Það er einhugur á meðal flokks- manna í þessu máli, enda er VG grænn flokkur. Ég varð ekki vör við að nokkur fundarmaður setti sig upp á móti álykt- uninni,“ segir Sigþrúður en forystu- sveit flokksins sat fundinn, að formann- inum, Steingrími J. Sigfússyni, meðtöldum. Kjarninn í stefnu VG Sigþrúður segir náttúruvernd vera einn af hornsteinum VG. „Ef flokkurinn stendur ekki við stefnu sína í umhverfismálum er hann búinn að vera. Ég veit að margir kjós- endur á Suðurlandi létu það ráða úrslit- um að VG skyldi beita sér gegn virkj- unum í neðri Þjórsá. Það er vilji flokksmanna að Urriða- foss-, Holta- og Hvammsvirkjun fari úr nýtingarflokki og í biðflokk. Þá gæfist betri tími til að yfirfara ýmsa þætti sem ekki eru ljósir nú. Það þarf til dæmis að rannsaka betur áhrifin af virkjununum á laxastofninn. Persónulega finnst mér Hvammsvirkjun skelfilegust af þeim þremur. Hún er efst og í mynni Þjórs- árdals. Draumur minn er auðvitað sá að allar fari virkjanirnar þrjár í vernd- unarflokk. Sú spurning hlýtur að vakna hvort ekki sé hægt að hanna virkjanir án þess að þeim fylgi lón og uppþornun áa. Það stendur í fólki að reist skuli uppi- stöðulón og áin þurrkuð upp á köflum. Það hlýtur að vera lágmarkskrafa að málið sé kannað til hlítar áður en rokið er í framkvæmdir. Það er ekki réttlæt- anlegt að taka þessa áhættu. Við þurf- um að afla meiri gagna um náttúruna. Þeir sem búa í námunda við fyrirhug- aða stíflugarða eru margir hverjir hræddir. Eitt af brögðunum sem Landsvirkj- un beitti við samningsgerðina var að bjóða ábúendum við virkjanasvæðin fyrirframgreiðslur. Mig grunar að sumir landeigendur hafi verið hræddir við eignanám og því tekið við fénu. Um- ræðan um virkjanakostina hefur þegar haft neikvæð áhrif. Hún hefur valdið spennu og skipað fólki í fylkingar. Ég hef trú á flokksforystunni í þessu máli. Við erum að stefna í rétta átt. Svandís hefur staðið sig vel í embætti.“ Samþykkt einróma Þorsteinn Ólafsson, dýralæknir á Selfossi, er sem áður segir einn höf- unda ályktunar um rammaáætlun. „Við lögðum fram tillögu um að flytja virkjanaáform við neðri Þjórsá í biðflokk. Tillagan var sameinuð ann- arri tillögu um að standa vörð um jök- ulsárnar í Skagafirði, Skjálfandafljót, Skaftá og Hólmsá, auk Stóru-Sandvík- ur á Reykjanesi, og var samþykkt sam- hljóða. Það var enginn ágreiningur um þessi mál. Grasrótin stendur þétt á bak við þessa stefnu.“ Andrés Rúnar Ingason, formaður VG í Árborg, hefur skrifað um virkjanamál á vefsíðu flokksins. „Andstaða gegn virkjunum í neðri Þjórsá hefur lengi verið eitt helsta bar- áttumál okkar. Raunar hafa margir flokksmenn komist að þeirri niður- stöðu að það eigi að stöðva virkjunar- áformin við neðri Þjórsá. Aðrir telja þvert á móti rökrétt að halda því áfram. Við í VG erum í fyrri flokknum. Við teljum okkur hafa orðið næg rök fyrir því að ekki eigi að virkja í neðrihluta Þjórsár,“ segir Andrés. VG vill hugsa út fyrir rammann Morgunblaðið/RAX Hagaey Hér sést stæði Hagalóns Það er við mynni Þjórsársdal. Sigþrúður Jónsdóttir náttúrufræðingur segir Hvammsvirkjun mundu valda óbætanlegum skaða á lífríkinu við mynni dalsins. Hætta beri við virkjunina.  Grasrótin í Vinstri grænum vill setja virkjanir í neðri Þjórsá í biðflokk  Flokksforystan samstiga  Kallar á breytingar á rammaáætlun  Samfélagsleg áhrif virkjana verði rannsökuð sérstaklega „Aðalatriðið er að þarna væri í fyrsta sinn í sögunni farið inn á gönguleiðir laxins. Hingað til hefur alltaf verið virkjað fyrir ofan göngu- leiðir. Um 90% af búsvæðum lax og sjóbirtings eru fyrir ofan Urriðafoss. Landsvirkjun er að velta fyrir sér tækni til að fleyta seiðum niður á búsvæðinu. Því er til að svara að sú tækni hefur hvergi sannað sig,“ seg- ir Orri Vigfússon, formaður NASF, Verndarsjóðs villtra laxastofna, í harðorðri gagnrýni á áform um virkjun við Urriðafoss. „Ég er afar undrandi á að Skipu- lagsstofnun skuli gefa grænt ljós á það sem ég vil kalla kraftaverka- tækni. Ég hélt að tími kraftaverka væri liðinn. Sjóbirtingurinn verður tíu til tólf ára gamall. Stofninn sveiflast til og frá. Á fimm til tíu ár- um myndi hann hverfa, risi virkjun. Þarna er að finna langstærsta Spurður um þessa greiningu Orra svarar Óli Grétar Blöndal Sveinsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðis Landsvirkjunar, því til að við Urr- iðafoss séu kjöraðstæður til að setja upp seiðafleytu. Áin sé lituð og því leiti seiðin upp á yfirborðið þar sem sólarljóss nýtur. Það muni hins vegar ekki koma í ljós hver virknin verður fyrr en virkj- unin hafi verið reist. Engu að síður sé hann bjartsýnn á að vel muni ganga að leysa vanda, komi hann á annað borð upp. Þá beri að horfa til þess að Þjórsá verði góð stangveiðiá á þeim hluta þar sem rennsli muni minnka, enda muni rennslið þá henta betur fyrir veiði. Að lokum svarar hann hug- myndum VG um frekari rannsóknir í neðri Þjórsá svo að hvergi liggi að baki jafn miklar rannsóknir um virkj- anaáform og einmitt þar. villta laxastofninn á Íslandi. Veið- arnar eru sjálfbærar og þarna veið- ast á bilinu sjö til níu þúsund laxar á ári. Erlendir kollegar mínir hlæja þegar þeir heyra af þessum hug- myndum. Þetta þykir svo fráleitt,“ segir Orri og bendir á að ólöglegt sé að kaupa hlunnindi út úr jörðum. Netarétturinn verði til dæmis ekki sundurskilinn frá öðrum veiði- réttindum í Þjórsá. Kraftaverkatækni eða raunhæf lausn? TEKIST ER Á UM ÁHRIF URRIÐAFOSSVIRKJUNAR Á LAXASTOFNINN Orri Vigfússon Óli Grétar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.