Morgunblaðið - 01.09.2011, Qupperneq 40
FIMMTUDAGUR 1. SEPTEMBER 244. DAGUR ÁRSINS 2011
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550
1. Þetta er myndbandið sem lak …
2. Svipuð lygasaga var notuð fyrir …
3. Með 30 sentimetra mitti
4. Lögreglan beitti valdi
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Rokkunnenndur hafa beðið með
óþreyju eftir nýrri breiðskífu Ham,
Svik, harmur og dauði, en útgáfudag-
ur plötunnar er í dag. Arnar Eggert
Thoroddsen rýndi í gripinn og er afar
sáttur við hvernig til tókst. »37
Ný plata Ham fær
fullt hús hjá rýni
Fjórðu tónleikar
djasstónleikarað-
ar veitingastað-
arins Munnhörp-
unnar í tónlistar-
húsinu Hörpu fara
fram á laugardag-
inn, 3. september,
kl. 15. Á þeim
kemur fram tríó
gítarleikarans Björns Thoroddsen.
Ásamt Birni eru í tríóinu Jón Rafns-
son á kontrabassa og Jóhann Hjör-
leifsson á trommur.
Tríó Bjössa leikur
á Munnhörpunni
Lím Drím Tím – syngjandi plötu-
snúðar – koma fram í fyrsta sinn á
skemmtistaðnum Faktorý í kvöld, 1.
september, kl. 21.
Lím Drím Tím
skipa félagarnir
Alexander Briem
og Steindór
Grétar Jóns-
son.
Faktorý er
á Smiðju-
stíg 6 í
Reykjavík.
Lím Drím Tím,
syngjandi plötusnúðar
Á föstudag Austan 5-13 m/s og rigning, einkum austantil, en hæg-
ari og þurrt að mestu vestantil. Hiti 10 til 15 stig, hlýjast á V-landi.
Á laugardag Suðaustlæg átt austantil en norðlæg vestantil. Viða
rigning, einkum suðaustantil. Hiti breytist lítið.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG 8-15 m/s um landið suðvestanvert. Rigning
og súld, en áfram úrkomulítið norðaustantil. Hiti 10 til 15 stig.
VEÐUR
Haraldur Freyr Guð-
mundsson, fyrirliði Kefl-
víkinga, og Ingimundur
Níels Óskarsson, kant-
maður úr Fylki, spila ekki
fleiri leiki með liðum sín-
um í Pepsi-deildinni í
sumar.
Haraldur samdi við
norska úrvalsdeildarliðið
Start í gær og Ingimund-
ur mun leika með norska
B-deildarliðinu Sandnes
Ulf út tímabilið. »1-2
Haraldur og Ingi-
mundur til Noregs
„Við höfum ekki spilað neinn æfinga-
leik og vitum ekki hvar við stöndum.
Auk þess vantar þrjá máttarstólpa
sem væru gjaldgengir í þessu verk-
efni,“ sagði Eyjólfur Sverrisson, þjálf-
ari U21 árs landsliðsins í knattspyrnu
sem mætir Belgum í und-
ankeppni EM í dag. »2
Við vitum ekki hvar
við stöndum
Guðjón Pétur Lýðsson, leikmaður
Pepsi-deildar liðs Vals í knattspyrnu,
yfirgaf félagið í gær. Hann fór á láni til
efsta liðs sænsku úrvalsdeildarinnar,
Helsingborgar. Lánssamningurinn
gildir út tímabilið í Svíþjóð sem lýkur í
nóvember. Valur á í harðri baráttu um
Evrópusæti en er sem stendur í fjórða
sæti og sagðist Guðjón Pétur kveðja
liðið með söknuði. »1
Guðjón Pétur á láni til
Helsingborgar í Svíþjóð
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Listahátíðin núna (now) hefur vakið
mikla athygli í Winnipeg og öðrum
Íslendingabyggðum í Manitoba í
Kanada undanfarin ár og um helgina
fá gestir og gangandi í Reykjavík
tækifæri til að sjá hvað býr í lista-
fólki af íslenskum ættum vestra.
Um 10 manna hópur ungra kan-
adískra listamanna er kominn til
landsins til þess að skemmta Íslend-
ingum. Þar á meðal er Tristin
Tergesen á Gimli, sem fer fyrir list-
ráði núna (now) um þessar mundir.
Hún segir heimsókn til Íslands með
listviðburði hafa verið lengi á dag-
skrá. Íslenskir listamenn hafi verið
áberandi á hátíðinni vestra frá byrj-
un, t.d. Ragnar Kjartansson, Ásdís
Sif Gunnarsdóttir, Megas, Lay Low,
Þóra Einarsdóttir og Baggalútur, og
innan listráðsins hafi alla tíð verið
umræða um að hafa strauminn í báð-
ar áttir. „Við viljum sýna Íslend-
ingum hvað við erum að gera,“ segir
hún.
Frægir listamenn
Fólk getur tekið þátt í klippi-
myndaveislu með Paul Butler í
Tjarnarbíói frá kl. 11-23 á morgun,
laugardag og sunnudag. „Þessi
uppákoma er mjög skemmtileg og
tengir alla saman,“ segir Tristin.
„Nálgunin er þannig að í raun eru
allir listamenn.“
Í Iðnó verður sérstök hátíð ann-
að kvöld og hefst hún klukkan
21.30. Sýndar verða stuttmyndir
eftir Matthew Holm. Einleik-
urinn Sargent & Victor eftir
Debbie Patterson, sem er þekkt
leikona, skáld og leikstjóri í Kan-
ada, verður frumsýndur, en hann
fjallar um hverfi Íslendinga í Winni-
peg og íbúa þess eftir að vest-
urferðirnar hófust 1875. Patter-
son byggir leik sinn meðal annars
á viðtölum við íbúa. Auk þess leiðir
Jaimz Asmundson áhorfendur inn í
heim kvikmyndagerðar í verkinu
Magus (re) Genesis.
Í Tjarnarbíói verður svo verkið
Phobophilia, sem unnið er í sam-
vinnu við Leiklistarhátíðina
LÓKAL. Fáir komast að í einu og
því verða nokkrar sýningar frá
morgundeginum til sunnudags auk
þess sem verkið verður sýnt í Vest-
urfarasetrinu á Hofsósi kl. 20 á
þriðjudag. Annað samstarfsverk-
efni, The Island, verður frumsýnt í
Gamla bíói kl. 19 annað kvöld og
önnur sýning verður kl. 18.30 á
sunnudag en dagskráin er annars á
síðu átaksins (http://nunanow.com/
schedule). „Þetta er allt mjög spenn-
andi,“ segir Tristin.
Segir sögu landa í Winnipeg
Kanadískir
listamenn tengja
sig við Ísland
Morgunblaðið/Eggert
Samvinna Listamenn á bak við The Island á æfingu í Gamla bíói en verkið verður frumflutt annað kvöld. Frá
vinstri: Freya Olafson, Friðgeir Einarsson, Ingibjörg Magnadóttir og Arne Mac Pherson.
Núna (now) er
listahátíð ungs fólks
af íslenskum ættum í
Vesturheimi og á Ís-
landi. Atli Ásmunds-
son, aðalræðismaður
Íslands í Winnipeg,
átti hugmyndina að
hátíðinni og taldi
hana vænlega
leið til þess að
virkja ungt lista-
fólk til þess að leiða saman
menningarstrauma í Vesturheimi
og á Íslandi. Hátíðin hefur verið
haldin árlega síðan vorið 2007.
Í listráðinu og stjórninni eru
sérfræðingar á hverju listasviði,
þau Arne MacPherson, Erika
MacPherson, Freya Olafson,
John K. Samson, Tristin Terge-
sen og Caelum Vatnsdal. Erika
og John komu ekki með að
þessu sinni.
Listahátíð ungs fólks
NÚNA (NOW) Á TRAUSTUM GRUNNI
Tristin Tergesen