Morgunblaðið - 01.09.2011, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. SEPTEMBER 2011
Landað var tæplega 7.300 tonnum
af úthafsrækju á fiskveiðiárinu
sem lauk í gær. Sjávarútvegs-
ráðherra takmarkaði ekki veið-
arnar en þær reyndust þó undir
ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar-
innar.
Fiskveiðiárinu lauk í gær.
Þorskaflinn var 173 þúsund tonn,
samkvæmt bráðabirgðatölum á vef
Fiskistofu, en aflamarkið var 160
þúsund tonn. Hefur hann því farið
verulega fram úr ráðgjöf, sam-
kvæmt þessum tölum. Ýsuaflinn
var 51 þúsund tonn en ráðherra
heimilaði 50 þúsund tonna veiðar.
Þetta er yfir ráðgjöf Hafró sem
lagði til 45 þúsund tonna há-
marksafla.
Sjávarútvegsráðherra ákvarðaði
ekki hámarksafla úthafsrækju og
voru veiðarnar að því leyti frjáls-
ar.
Hafró lagði til að þær yrðu tak-
markaðar við sjö þúsund tonn.
Heildaraflinn reyndist 7.273 tonn,
samkvæmt upplýsingum Fiski-
stofu. Þess ber að geta að Haf-
rannsóknastofnunin taldi óhætt að
veiða 900 tonn úr rækjustofninum
við Snæfellsnes, til viðbótar við út-
hafsrækjuna fyrir norðan. Því eru
veiðarnar innan þeirra marka sem
stofnunin taldi hæfilegt.
Rækjan enn á niðurleið
Úthafsrækjustofninn mældist
enn lítill í nýlegri stofnmælingu
Hafró fyrir norðan land og austan,
jafnvel minni en fyrir ári. Ráð-
herra hefur ekki gefið út kvóta
fyrir úthafsrækju á nýju fisk-
veiðiári. „Ég hef ekki litið svo á
að úthafsveiðarnar væru frjálsar
þótt þær hafi ekki verið settar í
aflamark og gert ráð fyrir því að
það væri styrk stjórn og gripið inn
í ef aflinn færi fram úr ráðgjöf,“
segir Jóhann Sigurjónsson, for-
stjóri Hafrannsóknastofnunar-
innar. helgi@mbl.is
Morgunblaðið/Sverrir
Rækja Brimnes er aflahæsta rækju-
skipið á liðnu fiskveiðiári.
Rækjuafli
innan
marka
Þorskafli verulega
yfir ráðgjöf Hafró
Hallur Már
hallurmar@mbl.is
Í dag ferðast tveir íslenskir sendi-
fulltrúar til Íraks á vegum Alþjóða
Rauða krossins. Áslaug Arnolds-
dóttir mun dvelja í níu mánuði og
heimsækja fangelsi, sjúkrahús og
geðsjúkrahús í Bagdad og vinna að
bótum á aðstæðum fanga. Magna
Björk Ólafsdóttir verður í þrjá mán-
uði við þjálfun lækna, hjúkrunar-
fræðinga og sjúkraflutningamanna á
gjörgæsludeildum í Najaf. Áslaug er
einn reyndasti sendifulltrúi Íslands
og hefur margoft starfað á átaka-
svæðum. Fyrsta verkefni hennar var
í Suður-Súdan árið 1996. Í sumar
var hún í Líbíu og sinnti hjúkrunar-
störfum.
Langferð Áslaug Arnoldsdóttir og Magna Björk Ólafsdóttir fara til Íraks.
Til Íraks fyrir Rauða krossinn
10-20 íslenskir
fulltrúar fara á ári
slysa. Fyrir eru fjórir sendifulltrúar
að störfum, einn í Búdapest, tveir í
Afríku og þá er fulltrúi Rauða kross
Íslands við störf í Pakistan. Ráðgert
er að senda fleiri til starfa á árinu en
að jafnaði fara 10-20 Íslendingar út á
ári hverju.
Sólveig Ólafsdóttir hjá Rauða
krossinum segir mikla hættu fylgja
starfinu og að Írak sé eitt hættuleg-
asta land í heimi, en hún segir Rauða
krossinn standa vel að öryggis-
málum starfsmanna og flest slys og
dauðsföll megi rekja til umferðar-
VIÐTAL
Sigrún Rósa Björnsdóttir
sigrunrosa@mbl.is
Dýrfinna Ósk Högnadóttir varð langalangamma
í annað sinn hinn 2. ágúst sl. þegar 19 ára dótt-
urdótturdóttir hennar, Sunna Mjöll Alberts-
dóttir, eignaðist myndarlegan dreng með unn-
usta sínum Chris Caird, 22 ára.
Dýrfinna er aðeins 72 ára gömul og er því
ein yngsta langalangamma Íslands.
Þær eru því margar ungar mömmurnar og
ömmurnar í fjölskyldunni en tvær dætra Dýr-
finnu eru nú orðnar langömmur.
„Þetta er í genunum ábyggilega. Ætli það
hafi bara ekki verið laus taumurinn,“ segir Dýr-
finna og skellihlær þegar hún er innt eftir því
hvort það sé hefðin að eignast barn snemma.
Dýrfinna á barnaláni að fagna en hún á
fimm dætur og einn son.
„Ég veit hreinlega ekki hvað ég orðið mörg
langömmubörn. Ég held að þau séu að verða
tuttugu ef þau eru ekki þegar komin yfir tutt-
ugu,“ segir Dýrfinna hlæjandi. „Enda er það
eins og stórt ættarmót þegar ég og börnin mín
koma saman sem við reynum að gera á hverju
sumri.“
Drengur í fimmta ættliðnum
Dýrfinna er fædd 21. september 1938 og
verður því 73 ára á þessu ári. Hún var 21 árs
þegar hún átti elstu dóttur sína, Öldu Ósk Jóns-
dóttur, sem er fædd 15. júní árið 1959. Hinn 28.
júlí 1975, árið sem Alda Ósk varð 16 ára eign-
aðist hún Sylvíu Dröfn Eðvaldsdóttur. Sylvía
hélt áfram þeirri hefð að eiga barn ung og eign-
aðist dóttur, Sunnu Mjöll Albertsdóttur, árið
sem hún varð 17 ára, eða 17. febrúar 1992. Nýj-
asti ættliðurinn er svo sonur Sunnu Mjallar,
sem kom í heiminn fyrir um mánuði þannig að
ekki náðust fimm ættliðir í kvenlegg í það
skiptið.
Varð langamma rúmlega fimmtug
Dýrfinna varð eins og gefur að skilja einnig
ung langamma og amma. Elsta dóttir Dýrfinnu
sem er fædd 1956 eignaðist sitt fyrsta barn,
dóttur, þegar hún var 17 ára. Hún eignaðist
sjálf barn, son, þegar hún var um 16 ára gömul
og gerði Dýrfinnu að langömmu 53 ára. Son-
urinn sem verður tvítugur í september, eign-
aðist dreng í maí og þar með varð Dýrfinna
fyrst langalangamma og elsta dóttir hennar
langamma.
„Þetta er yndislega gaman,“ segir Dýrfinna
um barnalán sitt. „Það er sérstaklega gaman
þegar allir eru frískir og allir geta notið þess.“
Dýrfinna er fædd og uppalin í Hafnarfirði
en hún býr nú á Hvammstanga.
Börn Dýrfinnu bjuggu vítt og breitt um
landið, þó að meirihlutinn sé nú á suðvestur-
horninu. „Þetta var ágætt fyrir tveimur árum,
þá gat ég farið hringinn til þess að stoppa hjá
öllum,“ segir Dýrfinna.
„Ætli það hafi ekki bara
verið laus taumurinn“
Hin 72 ára Dýrfinna Ósk var að eignast annað langalangömmubarnið sitt
Morgunblaðið/RAX
Gleði Sunna Mjöll Albertsdóttir og Chris Caird stolt með frumburðinn, Benjamín Hayden.
STUTT
„Fæðingin tók enga stund og
gekk mjög vel. Ég held hún
hafi tekið tvo tíma frá því ég
kom á sjúkrahúsið og þar til
hann var kominn,“ segir
Sunna Mjöll Alfreðsdóttir,
sem er 19 ára gömul.
Henni og unnusta hennar
Chris Caird, 22 ára, fæddist
sonurinn Benjamin Hayden
Caird á Heilbrigðisstofnun
Suðurlands klukkan 8:30
hinn 2. ágúst sl. „Hann var
15 merkur, 3.800 grömm og
53 cm,“ segir Sunna sem
segir Benjamín dafna mjög
vel.
Drengurinn Benjamín er
annað langalangömmubarn
Dýrfinnu Óskar Högnadóttur,
einnar yngstu langalang-
ömmu Íslands.
Drengurinn Benjamín fimmti ættliðurinn
LANGALANGÖMMUBARNIÐ
Benjamín Hayden Caird