Morgunblaðið - 01.09.2011, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 01.09.2011, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRinnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. SEPTEMBER 2011 Fjárréttir haustið 2011 •Auðkúlurétt við Svínavatn,A.-Hún. laugardag 10. sept. •Árhólarétt í Unadal, Skag. laugardag 10. sept. •Árskógsrétt á Árskógsströnd, Eyf. laugardag 10. sept. •Baldursheimsrétt í Mývatnssv., S.-Þing. sunnudag 4. sept. •Brekkurétt í Norðurárdal,Mýr. sunnudag 18. sept. •Brekkudalsrétt í Saurbæ,Dal. sunnudag 18. sept. •Brúsastaðarétt í Þingvallasveit, Árn. sunnudag 18. sept. •Deildardalsrétt í Skagafirði, laugardal 17. sept. •Fellsendarétt í Miðdölum, sunnudag 18. sept. •Flekkudalsrétt á Fellsströnd, Dal. laugard. 17. sept. og laugard. 1. okt. •Fljótshlíðarrétt í Fljótshlíð, Rang. sunnudag 18. sept. •Fljótstungurétt í Hvítársíðu,Mýr. laugardag 10. sept. og sunnud. 11. sept. •Flókadalsrétt í Fljótum,Skag. sunnudag 18. sept. •Fossárrét í A-Hún, laugardag 10. sept. •Fossrétt á Síðu,V.-Skaft., föstudag 9. sept. •Fossvallarétt v/Lækjarb., (Rvík/Kóp), sunnudag 18. sept. •Gillastaðarétt í Laxárdal, Dal. sunnudag 18. sept. •Glerárrétt viðAkureyri, laugardag 17. sept. •Gljúfurárrétt í Höfðahverfi, S.-Þing. laugardag 10. sept. •Grafarrétt í Skaftártungu,V.-Skaft. laugardag 17. sept. •Grímsstaðarétt á Mýrum,Mýr. þriðjudag 20. sept. •Haldréttir í Holtamannaafrétti, Rang. sunnudag 18. sept. •Hamarsrétt áVatnsnesi,V.-Hún. laugardag 17. sept. •Heiðarbæjarrétt í Þingvallasveit, Árn. laugardag 17. sept. •Hítardalsrétt í Hítardal,Mýr. mánudag 19. sept. •Hlíðarrétt við Bólstaðarhlíð,A.-Hún. sunnudag 11. sept. •Hlíðarrétt í Mývatnssveit, S.-Þing sunnudag 4. sept. •Hlíðarrétt í Skagafirði, laugardag 10. sept. •Hofsrétt í Skagafirði, laugardag 17. sept. •Holtsrétt í Fljótum,Skag., laugardag 10. sept. •Hólmarétt í Hörðudal, sunnudag 2. okt. •Hraðastaðarétt í Mosfellsdal, sunnudag 18. sept. •Hraunarétt í Fljótum,Skag., fimmtudag 8. sept. •Hraungerðisrétt í Eyjafjarðarsveit, laugardag 3. sept. •Hraunsrétt í Aðaldal, S.-Þing., sunnudag 11. sept. •Hreppsrétt í Skorradal, Borg., sunnudag 18. sept. •Hrunaréttir í Hrunamannahr., Árn., föstudag 16. sept. •Hrútatungurétt í Hrútafirði,V.-Hún., laugardag 3. sept. •Húsmúlarétt v/Kolviðarhól, Árn., laugardag 17. sept. •Hvalsárrétt í Hrútafirði, Strand., laugardag 17. sept. •Illugastaðarétt í Fnjóskadal S.-Þing., sunnudag 11. sept. •Innri - Múlarétt á Barðaströnd,V.-Barð., laugardag 1. okt. •Kaldárbakkarétt í Kolb., Hnapp., sunnudag 11. sept. •Kirkjubólsrétt í Steingrímsfirði, Strand., sunnudag 18. sept. •Kirkjufellsrétt í Haukadal, Dal., laugardag 10. sept. •Kjósarrétt í Árneshreppi, Strand., laugardag 24. sept. •Kjósarrétt í Hækingsdal, Kjós, sunnudag 18. sept. •Klausturhólarétt í Grímsnesi, Árn., miðvikudag 14. sept. •Kleifnarétt í Fljótum,Skag., laugardag 3. sept. •Krísuvíkurrétt, Gullbringusýslu, laugardag 1. okt. •Landréttir við Áfangagil, Rang., fimmtudag 22. sept. •Laufskálarétt í Hjaltadal, Skagafirði, sunnudag 18 sept. •Ljárskógarétt í Laxárdal, Dal., laugardag 3. sept. •Lokastaðarétt í Fnjóskadal, S.-Þing., sunnudag 11. sept. •Melarétt í Árneshreppi, Strand., laugardag 17. sept. •Melarétt í Fljótsdal, N.-Múl., laugardag 17. sept. •Miðfjarðarrétt í Miðfirði,V.-Hún., laugardag 3. sept. •Mýrdalsrétt í Hnappadal, þriðjudag 20. sept. •Mælifellsrétt í Skagafirði, sunnudag 18. sept. •Möðruvallarétt í Eyjafjarðarsveit, laugardag 3. sept. •Nesmelsrétt í Þverárhlíð,Mýr., laugardag 10. september. •Núparétt á Melasveit, Borg., sunnudag 11. sept. •Oddsstaðarétt í Lundarreykjadal, Borg., miðvikudag 14. sept. •Rauðsgilsrétt í Hálsasveit, Borg., sunnudag 18. sept. •Reistarárrétt í Arnarneshreppi, Eyf., laugardag 10. sept. •Rugludalsrétt í Blöndudal,A-Hún., laugardag 3. sept. •Reyðarvatnsréttir á Rangárvöllum, laugardag 24. sept. •Reykjarétt í Ólafsfirði, laugardag 17. sept. •Reykjaréttir á Skeiðum,Árn., laugardag 17. sept. •Reynisrétt undir Akrafjalli, Borg., laugardag 24. sept. •Sandfellshagarétt í Öxarfirði, N.-Þing., þriðjudag 13. sept. •Sauðárkróksrétt, Skagafirði, laugardag 10. sept. •Selflatarrétt í Grafningi, Árn., mánudag 19. sept. •Selárrétt á Skaga, Skag., laugardag 10. sept. •Selvogsrétt í Selvogi, sunnudag 18. sept. •Silfrastaðarétt í Blönduhlíð, Skag., mánudag 19. sept. •Skaftárrétt í Skaftárhr.,V.-Skaft., laugardag 10. sept. •Skaftholtsréttir í Gnúpverjahreppi, Árn föstudag 16. sept. •Skarðarétt í Gönguskörðum,Skag., laugardag 10. sept. •Skarðsrétt á Skarðsströnd, Dal., laugardag 17. sept. •Skarðsrétt í Bjarnarfirði, Strand., laugardag 17. sept. •Skeljavíkurrétt í Steingrímsfirði, Strand, laugardag 17. sept. •Skerðingsstaðarétt í Hvammsveit, Dal., sunnudag 18. sept. •Skrapatungurétt í Vindhælishr.,A.-Hún., laugardag 10. og sunnudag 11. sept. •Staðarbakkarétt í Hörgárdal, Eyf., föstudag 16. sept. •Staðarrétt í Skagafirði, sunnudag 11. sept. •Staðarrétt í Steingrímsfirði, Strand., sunnudag 18. sept. •Stafnsrétt í Svartárdal,A.-Hún., laugardag 10. sept. •Stafnsrétt í Skagafirði, laugardag 10.sept •Stíflurétt í Fljótum,Skag., föstudag 9. sept. •Svarthamarsrétt á Hvalfj.str., Borg., sunnudag 18. sept. •Svignaskarðsrétt, Svignaskarði,Mýr., mánudag 19. sept. •Teigsrétt í Vopnafirði, mánudag 12. sept. •Tjarnarleitisrétt í Kelduhverfi, S-Þing., sunnudag 18. sept. •Tungnaréttir í Biskupstungum, laugardag 17. sept. •Tungurétt á Fellsströnd, Dal., laugardag 10. sept. og föstud. 16. sept. •Tungurétt í Öxarfirði, N.-Þing., sunnudag 11. sept. •Tungurétt í Svarfaðardal, sunnudag 11. sept. •Undirfellsrétt í Vatnsdal,A.-Hún., föstudag 9. sept. og laugardag 10. sept. •Valdarásrétt í Fitjárdal,V.-Hún., föstudag 9. sept. •Víðidalstungurétt í Víðidal,V.-Hún., laugardag 10. sept. •Þorvaldsdalsrétt í Hörgárdal, Eyf., laugardag 10. sept. •Þórkötlustaðarétt í Grindavík, laugardag 17. sept. •Þórustaðarétt í Hörgárdal, Eyf., laugardaginn 17. sept. •Þverárrétt ytri, Eyjafjarðarsveit, Eyf., sunnudag 4. sept. •Þverárrétt í Vesturhópi,V.-Hún., laugardag 17. sept. •Þverárrétt í Þverárhlíð,Mýr., mánudag 19. sept. •Þverárrétt í Öxnadal, Eyf., mánudag 19. sept. •Ölfusréttir í Ölfusi, Árn., mánudag 19. sept. Heimild: bondi.is Göngur og réttir eru að hefjast um allt land. Fyrstu fjárréttir haustsins verða á Norðurlandi um helgina og stóð verður jafnframt rekið í sundur í Miðfjarðarrétt. Eins og undanfarin ár hafa Bændasamtökin tekið saman lista yfir helstu fjárréttir og stóðréttir á landinu á komandi hausti. Sam- kvæmt honum verða fyrstu fjár- réttir haustsins laugardaginn 3. september en þá verður réttað á sjö stöðum norðanlands, í Eyja- firði, Skagafirði og Húnavatns- sýslum, og síðan í Mývatnssveit á sunnudag. Stóru réttirnar á Suðurlandi verða um miðjan mánuðinn. Þann- ig verða Skaftholtsréttir 16. sept- ember og Tungnaréttir og Reykja- réttir á Skeiðum daginn eftir, 17. september. Fresta hefur þurft göngum og réttum á nokkrum stöðum frá sín- um venjulega tíma, vegna erfiðs tíðarfars. Það á til dæmis við um Hamarsrétt á Vatnsnesi og Þver- árrétt í Vesturhópi. Líkt og vanalega hefur Ólafur R. Dýrmundsson, ráðunautur hjá Bændasamtökum Íslands, haft veg og vanda af samantekt listans sem er í stafrófsröð. Þá hefur Ólafur tekið saman sérstakan lista yfir réttir í Landnámi Ingólfs sem stutt er að fara í fyrir íbúa höfuðborg- arsvæðisins. Þær eru flestar 17. til 19. september. Fyrsta stóðrétt haustsins verður á laugardag, Miðfjarðarrétt í Vestur-Húnavatnssýslu. Flestar eru stóðréttirnar þegar líða fer á mánuðinn eða í október. Lauf- skálarétt í Skagafirði verður 24. september. Listana má finna á vef Bænda- samtakanna, bondi.is. helgi@mbl.is Fyrstu réttir um helgina  Réttað á níu stöðum norðan- lands um helgina Morgunblaðið/RAX Áfangi Göngur hjá bændum á Suðurlandi eru langar og geta verið erfiðar. Það er mikill léttir þegar rekið er inn í réttirnar. Myndin er úr Landréttum. Stjórn SMK, Samtaka af- urðastöðva í mjólk og kjöti, hefur samþykkt ályktun um að leggja beri um- sóknina um aðild að Evrópusam- bandinu til hlið- ar. SMK á aðild að Samtökum iðnaðarins sem eru hlynnt umsókn. Fram kemur m.a. í ályktuninni að samningaviðræðurnar við ESB snúist um afsal á yfirstjórn fisk- veiða og fiskimiða og samningsrétti við aðrar þjóðir um deilistofna, einnig um breytingar á rekstri landbúnaðar sem geti stofnað „veigamiklum þáttum hans í voða“. Umsóknin sundri þjóðinni. „Þetta sýnir fyrst og fremst að matvælageirinn innan iðnaðarins er andvígur aðild,“ segir Guðni Ágústsson, fyrrverandi landbún- aðarráðherra og formaður SMK. „Við leggjum til að Alþingi leggi umsóknina til hliðar um sinn af þeim ástæðum sem við nefnum, það er mikil óvissa í Evrópu, bæði í kringum evruna og skipulag sam- bandsins til framtíðar. Menn hafa verið að horfa sérstaklega á evr- una, sem við erum heldur ekki sam- mála af því að það eru margar aðr- ar leiðir til. Myntsamstarfið er í uppnámi og Evrópusamstarfið er að færast í átt til þjóðríkis.“ kjon@mbl.is Aðildarumsóknin verði lögð til hliðar Guðni Ágústsson  SMK segir þáttum í landbúnaði ógnað Sturtusett Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is – Afslátt eða gott verð? NAPOLI hitastýrt sturtusett 26.900,- Jonathan R. Cole prófessor við Columbia háskóla heldur fyrirlestur um stöðu og framtíð rannsóknarháskóla (The Research University in the 21st Century) í stofu 105 á Háskólatorgi Háskóla Íslands (HT 105) 2. september kl. 14:00. Erindið fer fram á ensku. Umræður fara fram að erindi loknu. Aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir. rannsóknarháskóla 2. september kl.14 í stofu 105 á Háskólatorgi H N O T S K Ó G U R g ra fí s k h ö n n u n Laugavegi 13, 101 Reykjavík sími 515 5800, rannis@rannis.is www.rannis.is Framtíð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.