Morgunblaðið - 01.09.2011, Side 35
MENNING 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. SEPTEMBER 2011
Það hefur tekið
tíma fyrir hljóm-
sveitina Tinariwen
að ná eyrum tón-
listarunnenda á
Vesturlöndum.
Sagan á bak við
sveitina, sem var stofnuð árið 1979
af malíska gítarleikaranum og
söngvaranum Ibrahim Ag Alhabib,
er svo mögnuð að hætta er á að hún
flækist fyrir tónlistinni. Það væri
synd þar sem sveitin hefur náð að
skapa algerlega frábæran stíl sem er
í kærkominni mótsögn við poppið
sem maður á að venjast. Tónlistin er
gítardrifin þar sem gítarleikarar
sveitarinnar, sem eru sex talsins,
mynda taktfastar gítarleiðslur ofan
á óreglulega takta, klapp og stapp.
Þrátt fyrir að skilja ekkert í text-
unum fær hlustandinn tilfinningu
um bræðralag þar sem söngvararnir
níu kyrja saman, þótt Alhabib sé
yfirleitt í forgrunni. Á plötunni koma
meðlimir sveita á borð við Wilco og
TV on the Radio við sögu sem kemur
vel út. Í stuttu máli er þetta óvið-
jafnanleg eyðimerkurleiðsla.
Tinariwen – Tassili
bbbbm
Sjálfhverfan
skilin eftir
Hallur Már
Tilhugsunin um
nýtt efni frá
Bombay Bicycle
Club vakti bæði
með mér ótta og
ánægju. Ánægju
yfir því að þessi mæta sveit væri bú-
in að senda frá sér nýtt efni. Ótta yf-
ir því að nýja platan, A Different
Kind Of Fix, væri ekki jafn góð og sú
síðasta. En það reyndist vera algjör
óþarfi að örvænta. Lagið „Shuffle“
sem spilað hefur verið mikið á öldum
ljósvakans kveikti strax í mér. Þarna
var á ferðinni alvöru Bombay Bi-
cycle Club „sánd“ og eftir að hafa
rúllað disknum nokkrum sinnum í
gegn heyrir maður að það helst í
gegnum plötuna alla. „How Can You
Swallow So Much Sleep“ er líka
þægilega kunnulegt og venur hlust-
andann við að hér sé á ferðinni ný
plata. Þeim félögum í Bombay Bi-
cycle Club hefur tekist að vera trúir
sínum tónlistarstíl án þess þó að
endurtaka sig. Hér er á ferðinni fín-
irís popp kryddað með dálitlu rokk-
ívafi og borið fram með hugljúfum
söng.
Notaleg
hjólaferð
Bombay Bicycle Club – A Diffe-
rent Kind Of Fix
bbbmn
María Ólafsdóttir
Mér hefur alltaf
fundist Red Hot
Chili Peppers flott
hljómsveit. Og þá
segi ég alltaf. Mér
fannst By the Way
t.d. frábær plata.
Ég beið spenntur eftir Stadium Ar-
cadium (og trúði því þegar Flea sagði
í viðtali að öll lögin væru einfaldlega
það góð að sveitarmeðlimir hefðu
orðið að gefa út tvöfalda plötu. Ég
komst síðan að því að þetta er rangt
hjá honum).
Ég get haldið áfram. Cali-
fornication og Blood Sugar Sex Ma-
gic. Magnað stöff. Og að maður tali
ekki um eldgamla dótið. Mothers’
Milk og Freaky Styley t.a.m. Allt
saman frábært. RHCP var að gera
magnaða hluti í árdaga, var einna
fyrst sveita til að hræra saman rappi
og rokki og fönkið var þá einnig tekið
traustatökum. Einfaldlega ótrúlega
skemmtileg sveit, frísk, fjörug og
rokkandi.
Meðlimum hefur hins vegar mis-
tekist að halda dampi á miðjum aldri,
öfugt við …tja . segjum Beastie Boys
sem gáfu út frábæra plötu fyrir
stuttu. Það er eiginlega stór-
undarlegt hvernig þessum annars
hæfileikaríku tónlistarmönnum tekst
að búa til jafn flata plötu og raunin er
hér. Lag eftir lag mætir inn í eyrun,
staldrar þar við og hefur nákvæm-
lega ekkert við sig. Það er nánast
ósýnilegt, ekkert sem tosar í mann
eða fær eyrun til að sperrast upp.
Það er hægur vandi að kenna brott-
hvarfi gítarleikarans John Frusci-
ante um og vissulega hefur það mikið
að segja. Á meðan Frusciante var
með einkar persónulegan stíl sem
maður þekkti á sekúndubroti er nýi
maðurinn, Josh Klinghoffer, svo gott
sem sjarmalaus. Það er varla að mað-
ur taki eftir gítarnum. En hinir að-
ilarnir ættu að geta dregið þetta að
landi, eins sjóaðir og þeir eru orðnir
en þeir virðast þreyttir, andlausir, al-
veg sama. Flea, hvernig gat þetta
gerst, maður!?
Slakaðu nú til mín piparnum
Red Hot Chili Peppers – I’m
With You
bmnnn
Arnar Eggert Thoroddsen
Daufir Ný plata Red Hot Chili Peppers er í andstöðu við nafn sveitarinnar.
Erlendar plötur
Vonarhús SÁÁ í Efstaleiti, Edrúhöll-
in, mun í haust verða vettvangur tón-
leikaraðarinnar „Kaffi, kökur & rokk
og ról“ þar sem margar af fram-
bærilegustu hljómsveitum og lista-
mönnum landsins koma fram.
Að sögn Arnars Eggerts Thorodd-
sen, framkvæmdastjóra raðarinnar,
eru tónleikarnir tilraun til að reyna
nýja hluti í tónleikamenningu land-
ans en auk þess kalli hljómburð-
arvænn salur hússins nánast á tón-
leika.
„Okkur langaði til að snúa aðeins
upp á þetta form og heiti raðarinnar
er útúrsnúningur á vel þekktu slag-
orði innan rokkheima. En öllu heilsu-
samlegra! Þetta er þá ekki bara orða-
leikur, það verður rjúkandi kaffi og
kökur á boðstólum fyrir þá sem vilja.
Við erum líka að höfða til tónlistar-
áhugamannsins sem vill geta kynnt
sér það sem er að gerast í þessu
magnaða tónlistarlífi okkar, með
skýran koll, og það án þess að eyða í
það dýrmætum helgartíma. Kvöldið
er því keyrt snarpt, fólk nær heim fyr-
ir seinni fréttir!“
Það eru Benni Hemm Hemm og
Prinspóló sem hefja tónleikaröðina en
auk þess hafa Agent Fresco, Mugison,
Lára, Samaris, Jónas Sigurðsson,
Samúel J. Samúelsson Big Band og
Skálmöld boðað komu sína. Fleiri
listamenn verða boðaðir síðar en röðin
er komin með Fésbókarsetur. Húsið
verður opnað á slaginu 20.00, tónleik-
arnir hefjast 30 mínútum síðar og lýk-
ur fyrir 22.00. Aðgangseyrir er 500 kr.
Ný tónleikaröð í húsi
SÁÁ í Efstaleiti
„Kaffi, kökur & rokk og ról“ alla þriðjudaga í „Edrúhöll-
inni“ í haust Benni Hemm Hemm og Prinspóló ríða á vað-
ið þriðjudaginn 6. september Tónleikaformið brotið upp
Morgunblaðið/G.Rúnar
Rokkað í Edrúhöllinni Benni Hemm Hemm kemur fram ásamt Prinspóló 6.
september næstkomandi í nýrri tónleikaröð, „Kaffi, kökur & rokk & ról“.
SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ
BORGARBÍÓ
5%NÁNAR Á MIÐI.IS
NÁNAR Á MIÐI.IS
GLERAUGU SELD SÉR
Í FYRSTA SINN Á ÍSLANDI! BÍÓMYND Í FJÓRVÍDD – 4-D!
FRÁ LEIKSTJÓRA
SUPER SIZE ME
5%
THE CHANGE-UP KL. 6 - 8 - 10 14
SPY KIDS 4 4D KL. 6 - 8 L
CONAN THE BARBARIAN KL. 10 16
T.V. - KVIKMYNDIR.IS / SÉÐ OG HEYRT
THE CHANGE-UP KL. 5.30 - 8 - 10.30 14
SPY KIDS 4 4D KL. 3.40 - 5.50 - 8 L
THE CHANGE-UP Í LÚXUS KL. 5.30 - 8 - 10.30 14
ONE DAY KL. 8 L
COWBOYS AND ALIENS KL. 10.20 14
STRUMPARNIR 3D ÍSL. TAL KL. 3.20 - 5.40 - 8 L
STRUMPARNIR 2D ÍSL. TAL KL. 3.20 - 5.40 L
RISE OF THE PLANETS OF THE APES KL. 10.20 12
FRIENDS WITH BENEFITS KL. 10.10 12
THE CHANGE-UP KL. 8 - 10.30 14
GREATEST MOVIE EVER SOLD KL. 5.50 – 10.10 L
SPY KIDS 4D KL. 5.50 L
CONAN THE BARBARIAN KL. 8 - 10.20 16
ONE DAY KL. 5.30 - 8 - 10.30 L
LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar
THE CHANGE-UP Sýnd kl. 5:45 - 8 - 10:20
SPY KIDS 4 4-D Sýnd kl. 6
STRUMPARNIR 3-D ÍSL TAL Sýnd kl. 6
CONAN THE BARBARIAN Sýnd kl. 8 - 10:20
HÖRKU SPENNUMYND
HANN ER FÆDDUR STRÍÐSMAÐUR
HEFURÐU EINHVERN TÍMANN
VILJAÐ VERA EINHVER ANNAR?
FRÁ LEIKSTJÓRA
WEDDING CRASHERS
OG HANDRITSHÖFUNDUM
THE HANGOVER
Í FYRSTA SINN
Á ÍSLANDI!
BÍÓMYND
Í FJÓRVÍDD!
-bara lúxus sími 553 2075
Miðasala og nánari upplýsingar
www.laugarasbio.is
Þú færð 5% endurgreitt í Laugarásbíó ef þú
greiðir með kreditkorti tengdu Aukakrónum
Hvar í strumpanum erum við ?
Sýnd í 3D með
íslensku tali
Vinsælasta myndin á Íslandi í dag!