Morgunblaðið - 01.09.2011, Síða 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. SEPTEMBER 2011
✝ Zophonías Ás-kelsson fædd-
ist 22. nóvember
1928. Hann lést á
Landspítalanum
19. ágúst síðastlið-
inn.
Foreldrar Zop-
honíasar voru Ás-
kell Þorkelsson, f.
7.11. 1883, og
Lovísa Jónsdóttir,
f. 3.8. 1880. Eig-
inkona Zophoníasar er Þórhild-
ur Jóhannesdóttir. Börn þeirra
eru Jóhannes, Árni
og Nanna Lovísa.
Zophonías ólst
upp í Hrísey ásamt
systkinum sínum
Sigríði Kristínu,
Jóni Þóri, Ásgeiri,
Agnari og Gyðu.
Útför Zophoní-
asar fer fram frá
Seljakirkju í dag,
fimmtudaginn 1.
september, kl. 13.
Jarðsett verður í kirkjugarði
Kópavogs.
Elsku afi. Við þekkjum ekki
annað en að hafa þig í kringum
okkur. Það breyttist alltof hratt
og það er skrýtið og erfitt að
hugsa til þess að þú svarir ekki í
símann þegar við boðum komu
okkar í kaffi til ömmu og afa.
Það var alltaf auðvelt að vita
hver það væri sem svaraði í sím-
ann hjá ykkur í Árskógum því
hjá þér var alltaf smá aukabið
eftir því að símtólið væri borið
upp að eyranu. Svona eins og þú
værir að koma þér vel fyrir í
stólnum eftir að þú tókst upp
símann og svaraðir svo „já“.
En sama hvað okkur finnst
það leiðinlegt að hafa þig ekki
lengur hér þá breytir það því
ekki að þetta er tíminn þar sem
við rifjum upp skemmtilegar
minningar sem við eigum um
þig. Okkur systkinunum þykir
afar vænt um þessar minningar
og það er gaman að rifja þær
upp. Okkur þykir líka vænt um
allar þær stundir sem við feng-
um að sitja með ykkur ömmu við
eldhúsborðið í Árskógum. Bæði í
kvöldmat þegar við bjuggum ein
á Víðimelnum og kunnum ekki
að elda eða í kaffi, sem þú helltir
svo listavel upp á, að spjalla um
allt og ekkert. Þegar við vorum
yngri var síðan skrifborðið þitt
algjör ævintýraheimur. Púslið
endalausa, pennasafnið risastóra
og stækkunarglerið ótrúlega.
Það er gott að eiga þessar
stundir til að hugsa til þegar við
reynum að horfast í augu við það
að ekki sé hægt að ganga að þér
vísum þrammandi um golfvöllinn
þinn, gangandi um gólfið ykkar í
Árskógum, við eldhúsborðið með
ömmu eða úti í glugga að velta
fyrir þér þjóðfélaginu sem þú
hafðir svo gott útsýni yfir.
Þótt hitinn hafi alltaf verið
alltof hátt stilltur hjá ykkur
ömmu í bílnum á leiðinni upp í
bústað þótti okkur alltaf jafn-
gaman að fá að koma með. Alltaf
með bílanammi á milli sætanna
og yfirleitt stillt á eitthvað leið-
inlegt á Rás 1. Það var stórt
skref að fá að opna hliðið að bú-
staðnum og okkur leið yfirleitt
eins og sjómönnum þegar við
fengum að róa með þér út á vatn
á græna bátnum. Takk fyrir að
nenna að leysa hnútana í veiði-
boxinu.
Eftir að þið selduð bústaðinn
fórstu að spila golf af krafti. Á
hverjum morgni sama hvernig
viðraði í góðum félagsskap. Von-
andi geturðu notað golfboltann á
nýja staðnum. Þú hafðir alltaf
nóg fyrir stafni og varst tilbúinn
að takast á við nýja hluti. Okkur
þótti sérstaklega skemmtilegt að
fá þig á Facebook og það er ekki
langt síðan þú keyptir þér
kennsludisk um undraheima int-
ernetsins. Við erum viss um að
það var stutt í Twitter- og Fo-
ursquare-aðgang undir nafninu
afi_zoph.
Hláturinn þinn er eftirminni-
legur og það var gott að vera í
kringum þig. Við erum betri fyr-
ir að hafa átt þig að og við mun-
um ekki venjast því að hafa þig
ekki hér. Við förum reglulega og
borðum jólaköku með ömmu svo
þær safnist ekki upp.
Takk fyrir að vera góður afi.
Andri, Hlín og Alma Guðný.
Vinur minn og velgjörðarmað-
ur Zophonías Áskelsson lést á
sólríkum ágústdegi eftir þriggja
vikna harða baráttu sem ekki
tókst að vinna.
Zophonías, sem oftast var
kallaður Zoffi, var fæddur og
uppalinn í Hrísey, sonur
hjónanna Lovísu Jónsdóttur og
Áskels Þorkelssonar útgerðar-
manns. Hann var næstyngstur
fimm systkina.
Zoffi fór ungur að vinna fyrir
sér á Akureyri en síðar lá leiðin
til Skagastrandar þar sem hann
starfaði sem verkstjóri við fisk-
vinnslustöðina.
Á þessum slóðum kynntist
hann Þórhildi Jóhannesdóttur,
föðursystur minni, sem þá var
handavinnu- og vefnaðarkennari
við húsmæðraskólann á Blöndu-
ósi.
Þórhildur og Zophonías voru
gefin saman í hjónaband 17. júní
1953 á Þórisstöðum á Svalbarðs-
strönd, sem var æskuheimili
Þórhildar.
Á fyrstu hjónabandsárunum
byggðu þau sér íbúð í tvíbýlis-
húsi í vesturbæ Kópavogs, en
þegar kom í ljós að það hentaði
ekki réðust þau í byggingu ein-
býlishúss við Hjallabrekku í
austurbæ Kópavogs. Á þessum
árum voru kjörin fremur kröpp
og það er ekki ofsagt að Zoffi
hafi byggt það hús að miklu leyti
með eigin höndum.
Á sama tíma stundaði hann
nám við Iðnskólann og útskrif-
aðist þaðan sem smiður.
Þegar undirritaður, þá 15 ára
unglingur, kom einn á báti norð-
an úr landi, til að hefja nám við
Héraðsskólann á Laugarvatni,
var vel tekið á móti mér af þeim
hjónum Þórhildi og Zophaníasi.
Frá þeim tíma var heimili þeirra
mitt athvarf þá sjö vetur sem ég
var við nám á Laugarvatni og
hjá þeim bjó ég fyrstu þrjú árin
mín í Háskólanum.
Ég hef ekki um ævina kynnst
mörgum mönnum sem ég get
líkt við Zophonías. Hann var
með eindæmum skapgóður og
ljúfur maður og ekki minnist ég
þess að hafa séð hann í tilfinn-
ingalegu uppnámi. Hann hafði
þrátt fyrir það sínar föstu skoð-
anir á pólitík, mönnum og mál-
efnum sem hann gat oft tjáð sig
um þegar svo bar undir.
Þórhildur og Zophonías
byggðu upp yndislegt heimili og
börn þeirra urðu þrjú. Þegar
ungarnir flugu úr hreiðrinu
minnkuðu þau við sig, keyptu
íbúð í Breiðholtinu, en síðustu 18
árin hafa þau búið í fallegri íbúð
á 11. hæð við Árskóga í Reykja-
vík. Zoffi heillaðist ungur af golf-
íþróttinni og var áratugum sam-
an félagi í Golfklúbbi Reykja-
víkur. Eftir að hann fór á
eftirlaun var golfið tekið föstum
tökum og hann og félagar hans
urðu þekktir fyrir ótrúlegt út-
hald á vellinum. Zoffi upplýsti
mig nokkrum dögum fyrir and-
látið um að árið 2010 hefðu þeir
félagar náð 248 dögum á golf-
vellinum. Við sem þekktum
Zoffa vel söknum vinar í stað og
minnumst hans með gleði og
þakklæti fyrir samfylgdina. Fjöl-
skyldu hans og ástvinum send-
um við Ragna innilegar samúð-
arkveðjur.
Árni Valdimar.
Ekki renndi okkur í grun,
þegar við áttum síðdegisstund
um miðjan júlí sl., að það yrði
seinasta skipti, sem við nytum
samvista, með góð vini okkar
hjóna Zophoníasi Áskelssyni.
Margar hafa þær verið, liðnar
ánægjustundir okkar með gagn-
kvæmum heimsóknum og á
ferðalögum innan lands og utan.
Zophonías var hógvær, prúð-
ur, traustur maður, sem hafði
hlýja nærveru og létta kímni-
gáfu. Það er dýrmætt að eignast
vin eins og Zophonías, og því er
söknuður okkar mikill, að sam-
verustundirnar með honum ,
verða ekki fleiri.
Við vottum Þórhildi, börnum
og fjölskyldum þeirra okkar
dýpstu samúð
Þórunn og Sæmundur.
Zophonías
Áskelsson
Léttur í lundu, léttur á fæti
eins og fjallahindin í blóma lífs-
ins. Þannig sé ég Halldór Magn-
ússon, fjölskyldumeðlim og góð-
an vin til margra ára, fyrir mér
nú þegar ég kveð hann hinstu
kveðju. Alúð hans og umhyggja
fyrir fjölskyldu sinni einkenndu
hann í hvívetna og aldrei lét hann
sig vanta ef eitthvað bar undir
eða bjátaði á. Halldór hafði fág-
aða framkomu, var hæglátur og
hógvær og fulltrúi hinna gömlu,
góðu gilda sem nú eiga svo í vök
að verjast.
Ég og fjölskylda mín kveðjum
hann með virðingu, þökkum hon-
um góðar samverustundir og fyr-
ir samfylgdina.
Við vottum Jóhönnu, elsku
Oddnýju okkar, Vilborgu og
Helga, Steinunni og barnabörn-
unum, sem öll voru honum svo
kær, okkar innilegustu samúð.
Blessuð sé minning hans.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Briem)
Þórunn Hafstein.
Nú er hann dáinn blessaður –
og kemur ekki oftar í heimsókn
til okkar í flugskýlið á Tungu-
bakkaflugvelli. Fyrir nokkrum
árum keyptum við nokkrir fé-
lagar meira en 60 ára gamla flug-
vél. Hún hafði þá legið sundur-
tekin í geymslu í nærri 20 ár.
Flugvélin er af tegundinni Piper
Cub J3 og hefur frá upphafi borið
kallmerkið TF-KAK. Vélin á sér
langa og merka sögu sem við vilj-
um halda til haga. Upphaf sög-
unnar má rekja aftur til ársins
1946 þegar hún kom ný til lands-
Halldór
Magnússon
✝ Halldór Magn-ússon fæddist á
Skólavörðustíg 28 í
Reykjavík 19. des-
ember 1922. Hann
lést á líknardeild
Landspítalans í
Kópavogi 22. ágúst
2011.
Útför Halldórs
fór fram frá Kópa-
vogskirkju 30.
ágúst 2011.
ins. Nokkrir áhuga-
flugmenn höfðu
keypt hana til lands-
ins og var Halldór
einn þeirra. Þegar
við hófum endur-
smíði vélarinnar í
sinni upphaflegu
mynd spurðist það
fljótt út. Laugar-
daginn 2. febrúar
árið 2008 kom Hall-
dór ásamt Oddnýju
dóttur sinni í heimsókn í skýlið til
okkar. Það mátti strax sjá á and-
liti gamla mannsins að gömlu
góðu dagarnir tóku að rifjast upp
fyrir honum. Þau feðginin komu
af og til til okkar á meðan á smíð-
inni stóð og alltaf var Halldór
jafn hrifinn. Stundum strauk
hann hendinni yfir rennisléttan
nýmálaðan skrokkinn, sagði ekki
margt en hugsaði augljóslega
mikið. Hann lét ekki þar við stija
því að hann færði okkur margs-
konar fróðleik og pappíra tengda
kaupum og rekstri flugvélarinnar
á fyrstu árum hennar í rekstri.
Þetta var mikill fengur fyrir okk-
ur því eins og segir í kvæðinu:
„Náttúran yrði lítils virði ef hún
héti ekki neitt“. Það sama gildir
með flugvélina, hún á sér sögu
þar sem skipst hafa á skin og
skúrir og þá sögu viljum við varð-
veita. Halldór var meira en fús til
þess að hjálpa okkur að safna
saman sögunni. Margt er heldur
ekki til á pappír og ef sá sem hef-
ur upplifað söguna segir hana
yngri mönnum þá varðveitist hún
en hverfur ekki með frumherjan-
um.
Við dellukarlarnir stofnuðum
með okkur flugklúbb sem við
köllum KAKan og höfum alltaf
heitt á könnunni á vinnukvöldum.
Sjaldan þýddi að bjóða Halldóri
kaffisopa þegar hann leit inn því
að hann var upptekinn við að
skoða sína gömlu, góðu flugvél
sem nú lítur út eins og hún gerði
þegar hann átti hana. Við KAK-
an-félagar vottum aðstandendum
Halldórs og þá sérstaklega Odd-
nýju dóttur hans samúð okkar og
þakkir fyrir að gera honum kleift
að koma í heimsókn til okkar.
F.h. KAKan-félaga,
Ingvar F. Valdimarsson.
Með örfáum orð-
um langar okkur að minnast
Hjördísar, okkar góðu vinkonu
og fyrrum nágranna. Það var
haustið 1977 sem við kynntumst
Hjöddu og Pétri, okkur fannst
reyndar að við hefðum alltaf
þekkt þau, og okkur varð strax
vel til vina. Þau höfðu þá nýlega
keypt og fengið afhenta sína
fyrstu íbúð í nýju fjölbýlishúsi í
Tjarnarlundi 18 á Akureyri en
við hjónin fengum stuttu síðar
afhenta samskonar íbúð á hæð-
inni beint ofan við þau. Fljótlega
kom í ljós að við áttum svo margt
sameiginlegt. Við vorum á svip-
uðum aldri og að eignast okkar
fyrstu börn, vorum meðal fyrstu
íbúa Lundahverfisins og lifðum
spennandi tíma á svo margan
hátt.
Á þessum árum ríkti fjöl-
breytni í vali á litum og efni þeg-
ar kom að því að mála og klæða
veggi og annað í íbúðunum okk-
ar. Þá var oft hlegið dátt framan
við nýmálaðan skærgrænan eða
dökkbrúnan vegginn. Oft á
kvöldin á þessum árum var
bankað létt og á sérstakan hátt í
ofninn í eldhúsinu uppi eða niðri
og bankinu svarað á sama hátt á
hinum staðnum. Þetta þýddi að
þau okkar sem bönkuðu fyrst
voru að bjóða í spil og spjall. Var
tekið í spil og mikið spaugað um
allt milli himins og jarðar.
Hjödda var þá hrókur alls fagn-
aðar og við nutum þess öll hve
glaðvær hún alltaf var. Þau
kvöld var oft hlegið svo mjög að
næstum lá við andnauð en öll fór-
um við svo að sofa með bros á vör
og gleði í hjarta.
Sama er hægt að segja um ár-
in sem liðin eru frá því þetta var
og í hvert sinn sem við hittum
Hjöddu komu þessar minningar
Hjördís Lovísa
Pálmadóttir
✝ Hjördís LovísaPálmadóttir
fæddist á Akureyri
26. janúar 1955.
Hún lést á Sjúkra-
húsinu á Akureyri
11. ágúst 2011.
Útför Hjördísar
fór fram frá Ak-
ureyrarkirkju 18.
ágúst 2011.
upp í hugann og þá
brostum við ævin-
lega og hlógum
jafnvel saman áður
en við byrjuðum að
talast við. Hjödda
átti alltaf svo gott
með að segja frá á
einfaldan og skilj-
anlegan hátt og var
ófeimin að segja
sína meiningu. Það
kom okkur því ekki
á óvart þegar við heyrðum að
hún væri að byrja í leiklistinni og
seinna fórum við og fylgdumst
með henni leika í Freyvangsleik-
húsinu þar sem hún fékk góða
dóma. Þar var hún á heimavelli,
þar lágu hennar hæfileikar og
hún naut hverrar stundar, það
sáum við og vissum.
Að leiðarlokum viljum við
þakka þér fyrir allar samveru-
stundirnar, Hjödda mín, og við
munum minnast þín með söknuði
og hlýhug. Elsku Pétur, Fanney
og Haraldur. Við vottum ykkur
og fjölskyldu ykkar okkar
dýpstu samúð og biðjum algóðan
Guð að styrkja ykkur í þessari
miklu sorg.
Guðmundur Pétursson
og Sigrún Ingibjörg
Arnardóttir (Inga Arnar.)
Kæra svilkona, þá er komið að
kveðjustund, ég sit hér og skrifa
nokkur kveðjuorð til þín. Það er
sárt að þú sért farin frá okkur.
Barátta þín við þennan illvíga
sjúkdóm var löng og ströng, þú
barðist eins og hetja. Það var
ekki þinn stíll að kvarta. Eitt af
mörgum smáskilaboðum sem þú
sendir mér lýsir því hvað þú
varst alltaf bjartsýn og þakklát.
„Jibbí góðar fréttir guð og allir
mínir verndarenglar eru svo
góðir við mig“. Elsku Hjödda,
takk fyrir allt sem þú gafst, ég á
eftir að sakna þín mikið.
Svo viðkvæmt er lífið sem vordagsins
blóm
er verður að hlíta þeim lögum
að beygja sig undir þann
allsherjardóm
sem ævina telur í dögum.
(Friðrik Steingrímsson.)
Elsku Pétur, Fanney, Haf-
steinn, Halli, Silja og börnin
ykkar. Innilegar samúðarkveðj-
ur frá okkur Tryggva.
Hrefna Hallvarðsdóttir.
Hjödda „frænka“ var hluti af
mínu lífi frá því að ég fyrst man
eftir mér, og ég á af henni marg-
ar minningar sem allar eru full-
ar af lífsgleði, húmor og þessum
einstaka Hjöddu-eiginleika sem
gerði allt svo bjart og skemmti-
legt. Ég man eftir því að vera
bara lítil stelpa og fengið að
kíkja í leikfangaherbergið í
Dalsgerðinu, eftir því að vera
vandræðaleg unglingsstelpa og
hún var að sauma á mig ferming-
arfötin og eftir því að fá hjá
henni neglur í fyrsta sinn fyrir
útskriftina úr MA.
Hjödda hafði einstaka nær-
veru sem lét manni líða vel og
maður gat talað við hana um alla
hluti, já og hlátur hennar yfir-
gnæfði alla aðra og var aldrei
var hægt annað en að hlæja með
henni. Hún hafði hátt og var ein-
stök skellibjalla og hæfileikar
hennar skinu kannski hvergi
betur en á sviði. Hún er brennd í
minningunni sem margir kar-
akterar en þó kannski einna
helst sem Fröken Gríma í upp-
færslu Freyvangsleikhússins af
Kvennaskólaævintýrinu.
Hjödda barðist hetjulega og
af miklu æðruleysi í mörg ár við
hræðilegan sjúkdóm og alltaf
var andinn sterkur þó að líkam-
inn léti á sjá. Ég, eins og allir
sem til hennar þekktu, mun
sakna hennar óbilandi lífsgleði
og yfirhöfuð einstakrar konu.
Hvíldu í friði, elsku Hjödda mín.
Ágústína Gunnarsdóttir.
Þegar jafnaldra og góð vin-
kona til margra ára fellur frá
staldrar maður gjarnan við og
lítur um öxl. Það eru svo margar
góðar stundir að baki og gott að
rifja þær upp á sorgarstund.
Hjödda tilheyrði árgangi 1955
hér á Akureyri og hefur sá hóp-
ur gert sér glaðan dag af og til í
gegnum árin og hist ýmist til að
halda upp á útskriftarafmæli eða
stórafmæli.
Hjödda var virk í undirbún-
ingsnefndum fyrir tilefnin og
kom að verkinu með sínu röska,
glaðlega móti og jákvæðni. Það
var aldrei neitt vandamál og allt-
af auðvelt að redda málum.
Þegar hópurinn hélt upp á
eitt útskriftarafmælið úr GA
fyrir nokkrum árum kom upp sú
hugmynd að halda tískusýningu
í anda unglingsáranna. Það var
þó einn hængur á því. Allir sem
ætluðu að vera með áttu engin
föt eða skó frá gagnfræðaskóla-
árum, enda þótt svo hefði verið
þótti ólíklegt að eitthvað passaði
ennþá. Hjödda kom með lausn-
ina. Hún var virkur félagi og
starfaði með Freyvangsleikhús-
inu og að sjálfsögðu sá hún til
þess að fengnir voru búningar
að láni frá leikhúsinu, með skír-
skotun til áranna upp úr 1970.
Þetta vakti mikla lukku og
hjálpaði hópnum að detta í anda
til baka til unglingsáranna.
Þegar hópurinn náði fimm-
tugasta aldursári sínu var
ákveðið að halda teiti í tilefni af
því. Hjödda var í undirbúnings-
nefndinni, var mjög virk í skipu-
lagi og framvindu og sá um
veislustjórnun kvöldsins eins og
þaulvanur gleðigjafi í alla staði.
Hún átti stóran þátt í því að
samkennd og eilíf vinátta hefur
skapast meðal jafnaldranna og
áhugi hefur aukist með hverju
ári til að grípa tilefnin og hittast
og gleðjast saman.
Í fyrra hélt árgangur 1955 á
Akureyri upp á 55 ára afmælin
með stórri hátíð sem tókst með
eindæmum vel og var frábær í
alla staði. Hjödda tók að sjálf-
sögðu þátt í hátíðinni, þrátt fyrir
að veikindin hafi verið farin að
segja verulega til sín þá. Já-
kvæðni og ákveðni í að hlutirnir
gengju vel var hennar merki.
Við í undirbúningsnefndinni
söknuðum þátttöku hennar auð-
vitað, en ákváðum að hún þyrfti
að safna orku til að geta tekið
þátt í hátíðinni, sem hún gerði
með sinni reisn og smitandi
gleði.
1955-hópurinn á eftir að hitt-
ast aftur við næsta góða tilefni.
Hjödda verður svo sannarlega
með okkur í anda, hún var
sterkur karakter sem setti svip
sinn á samfélagið og hafði áhrif
á alla vini sína með ferskleika
sínum og dugnaði.
Við sendum eiginmanni
Hjöddu, börnum og fjölskyldum
þeirra okkar innilegustu samúð-
arkveðjur og kveðjum kæra vin-
konu okkar og jafnöldru með
trega í hjarta.
F.h. árgangs 1955 á Akur-
eyri,
Ingibjörg Ringsted.