Morgunblaðið - 01.09.2011, Blaðsíða 27
MINNINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. SEPTEMBER 2011
arlandi 19, því héðan á ég marg-
ar ljúfar minningar um afa í
hverju horni.
Það var alltaf gott að leita til
afa ef það vantaði ráð, álit, upp-
lýsingar eða fróðleik. Sem barn
upplifði ég afa sem alvitran og
það hefur ekki breyst í seinni tíð.
Afi gaf sér alltaf góðan tíma fyrir
okkur barnabörnin og það eru
ófáar ritgerðir sem ég naut að-
stoðar hans við, allt frá smásög-
um í barnaskóla til prófarkalest-
urs í háskóla. Afi var einstaklega
bóngóður og ég minnist með
hlýju þess tíma þegar ég stund-
aði sem unglingur hestamennsku
uppi í Víðidal og afi var oftar en
ekki eins og einkabílstjóri minn
og vina minna, skutlaði okkur
unglingunum heim að dyrum
með bros á vör þrátt fyrir alla
hestalyktina, þannig var afi.
Þegar ég tók við rekstri versl-
unarinnar Hjá Hrafnhildi, sem
móðir mín heitin stofnaði, varð
ég þeirrar gæfu aðnjótandi að fá
að kynnast afa frá öðru sjónar-
horni, og þá sem samstarfs-
manni, en við vorum í daglegum
samskiptum. Það var ekki fyrr
en í mars á þessu ári sem hann
lét af störfum sökum veikinda
sinna. Þessi tími er mér ákaflega
dýrmætur og það er skrítin til-
hugsun að geta nú ekki hringt í
afa og leitað ráða líkt og ég hef
getað gert alla tíð. Afi sinnti
starfi sínu ávallt af alúð og metn-
aði enda ákaflega skipulagður og
nákvæmur í öllum vinnubrögð-
um.
Ég ber ómælda virðingu fyrir
afa og mun leitast við að leysa
þau verkefni sem hann áður
sinnti af sömu prýði og fag-
mennsku. Ég hefði ekki getað
valið mér betri læriföður. Frá
upphafi hafa amma og afi verið
vakin og sofin yfir fyrirtækinu
og fyrir það verð ég þeim æv-
inlega þakklát.
Það sem mér er efst í huga
þegar ég hugsa til afa eru hans
einstöku mannkostir, hann var
ákaflega vel gerður og vandaður
maður, afburðagreindur, fróð-
leiksfús, góðhjartaður, hógvær,
heiðarlegur, traustur og hlýr.
Það er ekki hægt að tala um
afa án þess að minnast á ömmu,
en þau voru eitt. Amma og afi
áttu yndislegt hjónaband í 60 ár
sem aldrei bar skugga á og ein-
kenndist af mikilli ást, kærleik
og virðingu. Amma sinnti afa af
einstakri alúð í veikindum hans,
vék ekki frá honum og hélt í
hönd hans allt þar til yfir lauk.
Tilveran verður ekki söm án
afa.
Ég bið góðan guð að blessa
afa og styrkja ömmu í sorginni.
Ása Björk
Antoníusdóttir.
Kæri bróðir og frændi.
„Einstakur“ er orð
sem notað er þegar lýsa á
því sem engu öðru er líkt,
faðmlagi
eða sólarlagi
eða manni sem veitir ástúð
með brosi eða vinsemd.
„Einstakur“ lýsir fólki
sem stjórnast af rödd síns hjarta
og hefur í huga hjörtu annarra.
„Einstakur“ á við þá
sem eru dáðir og dýrmætir
og hverra skarð verður aldrei fyllt.
„Einstakur“ er orð sem best lýsir þér.
(Terri Fernandez)
Þetta ljóð finnst okkur mæðg-
um lýsa þér svo vel og hvern
mann þú hafðir að geyma.
Það er með sorg í hjarta sem
við kveðjum þig, en líka ómældu
þakklæti fyrir að hafa átt þig að
öll þessi ár.
Þú varst elstur okkar systk-
inanna, stóri bróðirinn sem alltaf
var hægt að treysta á og leita til,
góð fyrirmynd.
Á kveðjustund sækja á hug-
ann margvíslegar minningar,
flestar bjartar en aðrar sveipað-
ar sorginni við fráfall ástvinanna
sem farnir eru.
Gæfa þín og hamingja var að
eignast Ingu og börnin fjögur,
betri lífsförunaut er ekki hægt
að hugsa sér.
Háa skilur hnetti
himingeimur,
blað skilur bakka og egg;
en anda, sem unnast,
fær aldregi
eilífð að skilið.
(Jónas Hallgrímsson)
Eftir að þú varst orðinn veik-
ur áttum við góða stund saman á
Sléttuveginum, rifjuðum upp og
deildum minningum. Þú sagðir
mér með þínum einstöku frá-
sagnarhæfileikum hvernig það
var að koma aftur til Reykjavík-
ur, þá nýfermdur, og endurnýja
sambandið við mömmu, sem tók
þér opnum örmum eftir langan
aðskilnað, hitta okkur yngri
systkinin og hefja nám í Versl-
unarskólanum. Þér var mjög um-
hugað að láta mig vita hvað faðir
minn hefði tekið þér af ljúf-
mennsku og aðstoðað eftir bestu
getu.
Þessi samverustund er sem
góð perla á bandi minninganna.
Í huga okkar mæðgna skip-
aðir þú stóran sess og sú vissa,
að ykkur Ingu ættum við alltaf
að, verður seint fullþökkuð.
Elsku Inga, Gurrý, Guðbrand-
ur, Einar og fjölskyldur. Inni-
legar samúðarkveðjur til ykkar
allra. Minningin er ljós í lífi okk-
ar.
Margrét og Ása Valgerður.
Með söknuði kveð ég gamlan
vin og velgerðarmann og minnist
okkar fyrstu kynna fyrir meira
en hálfri öld.
Það var dæmigert fyrir vand-
virkni og samviskusemi Sigurðar
Markússonar á öllum sviðum, að
áður en hann tók við stjórn Sam-
bandsskrifstofunnar í Leith árið
1959, kynnti hann sér gaumgæfi-
lega starfsemi allra deilda Sam-
bandsins. Þar á meðal Búvöru-
deildar, þar sem undirritaður
starfaði þá.
Dáðist ég strax að öguðum og
skipulögðum vinnubrögðum Sig-
urðar og ekki minnkaði það álit,
þegar ég varð þeirrar gæfu að-
njótandi að koma til starfa hjá
honum í ársbyrjun 1963, þegar
starfsemi skrifstofunnar hafði
verið flutt til London. Bundust
þar þau vináttubönd við Ingu og
Sigurð sem ekki hafa rofnað síð-
an. Náði vinátta þeirra ekki að-
eins til mín, heldur einnig til for-
eldra minna og síðar konu og
barna.
Það munu aðrir rekja þau fjöl-
mörgu trúnaðarstörf sem Sig-
urður gegndi fyrir samvinnu-
hreyfinguna. Öll voru þau þess
eðlis að bitna óhjákvæmilega á
heimilislífinu, en þar naut Sig-
urður þess að hafa Ingu sér við
hlið ásamt einstaklega samhentri
fjölskyldu, enda var gestrisni
þeirra hjóna viðbrugðið.
Sigurður var mikill tungu-
málamaður og hafði yndi af ljóð-
list. Ég hef fyrir framan mig ljóð
Jóhanns Sigurjónssonar, Bikar-
inn, í snilldarþýðingu Sigurðar á
þýsku. Sjálfur orti hann vísur og
ljóð við hin ýmsu tækifæri, sem
hann flíkaði ekki opinberlega, en
eru vel varðveitt hjá þeim sem
þeirra nutu.
Um leið og við Valgerður
þökkum Sigurði samfylgdina,
sendum við Ingu og fjölskyld-
unni allri, okkar innilegustu sam-
úðarkveðjur.
Blessuð sé minning Sigurðar
Markússonar.
Gylfi Sigurjónsson.
Þegar ágætismaðurinn Sig-
urður Markússon er fallinn í val-
inn og horfinn yfir móðuna
miklu, þá er margs að minnast.
Fundum okkar bar fyrst saman
fyrir sextíu og fimm árum,
haustið 1946. Þá settust í þriðja
bekk Verzlunarskóla Íslands
nokkur ungmenni, sem lokið
höfðu gagnfræðaprófi í heima-
byggð sinni. Var ég einn þeirra.
Fyrir í bekknum var mannval, og
var Sigurður einn í þeim hópi.
Hinir voru flestir Reykvíkingar,
höfðu þau flest verið tvo vetur í
skólanum. Sigurður var framúr-
skarandi námsmaður. Hann var
einnig óhemju fróður og fús að
miðla af fróðleik sínum. Hlaut
hann því óhjákvæmilega að vekja
aðdáun og athygli bekkjarsystk-
ina sinna. Með okkur tókst fljót-
lega vinátta sem aldrei hefir bor-
ið skugga á.
Sigurður fæddist á Egilsstöð-
um á Völlum, en sex ára gamall
fluttist han til Búðardals, þar
sem hann ólst upp hjá móður-
systur sinni, Guðríði Guðbrands-
dóttur, sem nú er elzt Íslend-
inga, og manni hennar Þorsteini
Jóhannssyni. Hann var alla tíð
mikill Dalamaður, fannst vænt
um Dalina og fólkið, sem þar
býr. Milli tektar og tvítugs
stundaði hann vegavinnu á sumr-
um hjá Magnúsi Rögnvaldssyni.
Sumarið 1945 óku þeir fyrstir
manna yfir Þorskafjarðarheiði
með Guðbrandi frá Vatni, það
var mikið ævintýri.
Fljótlega að loknu stúdents-
prófi 1950 hóf Sigurður störf á
vegum samvinnuhreyfingarinn-
ar, fyrst hjá Olíufélaginu hf og
síðan hjá hinum ýmsu deildum
sambandsins. Á árunum 1959-
1967 var hann framkvæmda-
stjóri á skrifstofum SÍS í Leith,
London og Hamborg. Í raun var
Sigurður þá orðinn heimsborg-
ari, sem hefði auðveldlega getað
haslað sér völl erlendis, ef hann
hefði kosið það. Hann kaus hins
vegar að vinna landi sínu og þjóð
og miðla reynslu sinni hér heima.
Eftir heimkomuna var hann
lengst af framkvæmdastjóri
sjávarafurðadeildar sambands-
ins. Hann hafði víðtæka þekk-
ingu á markaðsmálum og hafði
til að bera skýra framtíðarsýn á
því sviði og var alla tíð ódeigur
talsmaður sjávarútvegsins. Sig-
urður var fljótlega valinn til
trúnaðarstarfa og gegndi um
árabil formennsku og stjórnar-
setu í fjölda fyrirtækja sam-
bandsins. Hann var að eðlisfari
mikill félagsmálamaður, en eng-
inn hávaðamaður, hreinskiptinn
og sagði skoðanir sínar umbúða-
laust. Hann var mannasættir og
lagði aldrei illt orð til nokkurs
manns. Árið 1990 var hann kjör-
inn formaður stjórnar sam-
bandsins, sem hann gegndi til
1995.
Sigurður var skarpgreindur
maður og skemmtilegur. Hann
var hlýr í samskiptum og dag-
farsprúður í allri umgengni.
Hvort hann var hagmæltur eins
og margir Dalamenn á hans aldri
veit ég ekki, en hann hafði gott
brageyra. Á efri árum lék hann
sér að því að þýða ýmis verk ís-
lenzku góðskáldanna á ensku og
þýzku.
Sigurður var gæfumaður í
einkalífi sínu. Þau Inga Árna-
dóttir fylgdust að í sextíu ár og
eignuðust fjögur börn. Að leið-
arlokum er mér efst í huga þakk-
læti fyrir vináttu og hlýhug í ára-
tugi. Við Hulda sendum Ingu og
fjölskyldu þeirra einlægar sam-
úðarkveðjur með þakklæti fyrir
ánægjulegar samverustundir
heima og erlendis.
Jón Páll Halldórsson.
„Þeir deyja ungir sem guðirn-
ir elska“ segir kínverskt spak-
mæli. Lærifaðir minn í blaða-
mennsku, Valtýr Stefánsson
ritstjóri, tjáði mér að kenningin
að baki þess væri að mestu
mannkostamenn, dáðir fyrir
visku, greind, dugnað og hæfni,
hyrfu af sjónarsviðinu allt of
snemma, hversu gamlir sem þeir
yrðu.
Sigurður Markússon var óum-
deilanlega í þessum hópi manna.
Það fundum við skólasystkini
hans þegar á skólaárunum og
síðar allir sem honum kynntust.
Á unglingsárum var honum auð-
velt að finna lausnir á málum
sem veltust fyrir öðrum, og
greina hismið frá kjarnanum.
Með brotthvarfi Sigurðar lýk-
ur 68 ára samleið okkar á lífs-
brautinni. Við hittumst fyrst 14
ára gamlir í Verslunarskólanum.
Vorum þar saman í bekk í sjö ár.
Síðasta veturinn fyrir stúdents-
prófið æxlaðist það svo að við
deildum 10 fermetra herbergi í
húsi foreldra minna. Aldrei féll
þar styggðaryrði og vinátta hans
við foreldra mína og aðra í fjöl-
skyldunni var einlæg og fölskva-
laus.
Eftir stúdentsprófið fór hann
til SÍS en ég til Morgunblaðsins
og samverustundum fækkaði.
Við eignuðumst góðar eiginkon-
ur og lífið brosti við okkur.
Við ákváðum 1953 að reisa
saman hús á Rauðalæk 44. Tveir
saman grófum við fyrir sökklum
þess í maí 1955 og fokhelt var
það í desember sama ár. Á átta
ára tímabili eignuðumst við hvor
um sig tvær dætur og tvo syni.
Sambýlið var náið þessi árin,
ekki síst meðal barnanna. Önnur
dætra Sigurðar, Hrafnhildur,
var brott kölluð langt fyrir aldur
fram. Hún var öllum harmdauði.
En lífið brosir við hinum.
Sigurður blómstraði hjá Sam-
bandinu. Tveir forstjórar þess
eygðu fljótt þá mannkosti og
hæfileika sem Sigurð prýddu og
fólu honum forystu í verkefnum
bæði á sviði innflutnings og út-
flutnings. Hann veitti um árabil
forystu mikilvægustu deildum
Sambandsins, og stjórnaði land-
námi þess á meginlandi Evrópu.
Engum hefði komið á óvart þótt
hann yrði eftirmaður Erlendar
Einarssonar forstjóra. En í fari
Sigurðar fannst ekki vottur
þeirrar tilhneigingar að troða
sjálfum sér fram og svo fór að
annar settist í stólinn. Í hlut Sig-
urðar féll síðar að semja við
Landsbankann um afdrif Sam-
bandsins. Fyrir það verk hlaut
hann einróma lof eins og fyrir öll
önnur störf sín.
Eins og sjá má af þessum
pistli voru snertifletir okkar Sig-
urðar margir. Ég kveð hann sem
frábæran skólafélaga og undir
það taka öll skólasyskini okkar.
Ég kveð hann sem ævarandi vin
og þakka handleiðslu hans og
fyrirgreiðslu á ýmsum sviðum.
Ingu konu hans þakka ég einnig
langa og trygga vináttu. Hún var
hans stoð og stytta frá fyrstu tíð
og þá ekki síst undir lokin er
mest á reyndi.
Ég og fjölskylda mín senda
Ingu, Guðríði, Guðbrandi og Ein-
ari og stórfjölskyldunni einlægar
samúðarkveðjur með ósk um að
lífið brosi við þeim í framtíðinni,
eins og það brosti við okkur Sig-
urði á sínum tíma, þó að á þess-
um tímamótum falli af hvarmi
tár saknaðar og harms. Minning-
in um góðan dreng mun aldrei
gleymast.
Deyr fé,
deyja frændr,
deyr sjálfur it sama,
en orðstírr
deyr aldregi
hveim, er sér góðan getr.
(Hávamál)
Atli Steinarsson.
Kveðja frá Sambandi ísl.
samvinnufélaga
Látinn er í Reykjavík Sigurð-
ur Markússon, fv. stjórnarfor-
maður Sambands ísl. samvinnu-
félaga.
Sigurður helgaði fyrirtækjum
Sambandsins mestan hluta
starfsævi sinnar og var þar í for-
ystu sem framkvæmdastjóri ým-
issa deilda, bæði hérlendis og er-
lendis. Lengst var Sigurður
framkvæmdastjóri sjávarafurða-
deildar, sem var stærst deilda
Sambandsins. Að auki var Sig-
urður stjórnarmaður í allnokkr-
um fyrirtækjum í eigu Sam-
bandsins.
Á aðalfundi Sambandsins 1990
var Sigurður kosinn starfandi
stjórnarformaður Sambandsins.
Verkefnið sem honun var falið
var erfitt og einstakt, að gera
upp rekstur Sambandsins sem
þá var mjög erfiður, þannig að
lánardrottnar og kröfuhafar
Sambandsins fengju sitt greitt.
Þetta verkefni leysti Sigurður
með yfirburða þekkingu sinni og
reynslu sem og því trausti sem
til hans var borið af öllum sem að
málinu komu. Niðurstaðan úr
þessu verkefni var einstök í ís-
lensku atvinnulífi, því þegar upp
var staðið voru liðlega 98%
skulda þessa langstærsta fyrir-
tækis landsins greidd.
Að Sigurði gengnum sjá sam-
vinnumenn á Íslandi á eftir
traustum og vel látnum forystu-
manni.
Stjórn Sambands ísl. sam-
vinnufélaga sendir Ingiríði Árna-
dóttur eiginkonu Sigurðar, börn-
um hans og öðrum
aðstandendum hugheilar samúð-
arkveðjur.
Stjórn Sambands ísl.
samvinnufélaga,
Guðsteinn Einarsson.
Ég fékk upphringingu að
morgni 23. ágúst þar sem mér
var tilkynnt að vinur minn til
margra ára, Sigurður Markús-
son, hefði fallið frá kvöldið áður á
líknardeild Landspítalans.
Sigurður Markússon er í
minningu minni vandaðasti
sómamaður sem mér hefur auðn-
ast að kynnast á lífsleiðinni. Sig-
urður tók við starfi fram-
kvæmdastjóra
Sjávarafurðadeildar Sambands-
ins 1975 og var ég þar starfandi
þegar hann tók við þeirri stöðu.
Þannig hófust löng og góð kynni
okkar og naut ég þeirra forrétt-
inda að fá að vera undir hans
forsjá og stuðningi í átta ár og
mátti mikið af honum læra og
sannarlega var gott að hafa slíka
fyrirmynd sér til halds og
trausts. Það samstarf hélt áfram
meðan undirritaður sinnti störf-
um hjá Búvörudeild Sambands-
ins og síðar Iceland Seafood Cor-
poration í Bandaríkjunum og
vináttan hefur aldrei slitnað.
Sigurður var ákaflega vinnu-
samur, harðduglegur og skyn-
samur. Hann var samviskusam-
ur nákvæmnismaður sem
öðlaðist traust og virðingu sam-
ferðamanna sinna enda var æv-
inlega leitað til hans þegar flókin
og erfið verkefni þörfnuðust úr-
lausnar. Hann flanaði ekki að
neinu, heldur mætti öllum verk-
efnum sem á hans borð komu
með yfirvegun og ígrundun.
Hann var vel heima í landsmál-
um og hafði unun af að leika sér
með hagtölur hinna ýmsu greina
samfélagsins og oft kom það fyr-
ir, þegar málin voru rædd, að
hann stóð upp og greip til möppu
um viðkomandi málefni sem bar
að geyma hans eigin úttekt á
málaflokknum, gjarnan stutt
með súluritum og greinargóðri
framsetningu sem hann hafði
útbúið sjálfur. Möppurnar voru
margar.
Hann var ötull og úrræðagóð-
ur samningamaður. Samninga-
færni hans var með þeim hætti
að hann leiddi þættina fram í
formi sanngirni og uppfræðslu
og setti fram í þann búning, að
allir sáu skynsemina og réttlætið
í úrlausninni. Hann hafði lag á
því að kalla fram í samstarfsfólki
sínu bestu kosti þess og upplýsti
ævinlega þannig um verkefni
sem fyrir höndum lágu að sú
vinna sem lögð var í úrlausnir
nýttist vel og fékk ávallt farsæla
afgreiðslu.
Sigurður hafði ótal marga
aðra kosti. Hann hafði frábæran
djúphugsaðan magakitlandi
húmor þannig að maður gat
hlegið oft og lengi þegar hann
setti frá sér gamanmál. Hann
brá fyrir sig stökum og limrum
og var mikill ljóðaunnandi og var
vandur að því sem hann lét frá
sér í þeim efnum.
Hann hafði gjarnan fyrir sið
að ef vel þurfti að gera fyrir gesti
þá bauð hann gjarnan heim til
sín. Þar fékk maður tækifæri til
þess að kynnast fjölskyldunni og
kom þar svo vel fram hve Inga
var honum mikil stoð og stytta
og hve einstaklega samrýnd þau
voru. Þessi heimboð voru útfærð
með slíkri alúð og kærleika að
það var eftirminnilegt öllum
þeim sem þess nutu. Heimboð á
þeirra hlýja og fallega heimili
var mér alltaf tilhlökkunarefni.
Ingu, börnum þeirra og að-
standendum öllum votta ég inni-
lega samúð mína. Sjálfur mun ég
halla mér að fallegum minning-
um um einstaklega góðan mann.
Magnús G. Friðgeirsson.
Þitt starf var farsælt, hönd þín hlý
og hógvær göfgi svipnum í.
Þitt orð var heilt, þitt hjarta milt
og hugardjúpið bjart og stillt.
(Jóhannes úr Kötlum.)
Þetta ljóð kom upp í huga mér
þegar ég frétti um andlát míns
kæra vinar Sigurðar Markússon-
ar. Ég kynntist honum fyrst um
miðja síðustu öld í Reykjavík er
hann hafði nýhafið búskap með
frænku minni Ingiríði Árnadótt-
ur af Hróðnýjarstaðaætt. Um
líkt leyti lést tengdafaðir hans
Árni J. Árnason húsgagnasmíða-
meistari, langt um aldur fram, og
var Sigurður þá upp frá því mikil
stoð og stytta fjölskyldu hans.
Sigurður var fæddur á Aust-
urlandi, en var samt Dalamaður,
því móðir hans var ættuð frá
Spágilsstöðum í Laxárdal, sem
er stutt frá Hróðnýjarstöðum.
Hann var með móður sinni í
Reykjavík um nokkurra ára
skeið, en ólst síðan upp hjá fóst-
urforeldrum sínum í Búðardal,
Guðríði Guðbrandsdóttur og
Þorsteini Jóhannssyni. Inga og
Sigurður voru einstaklega sam-
hent hjón og fyrirmynd annarra í
hvívetna.
Þegar við Helgi Einarsson,
móðurbróðir okkar Ingu, bjugg-
um saman í nágrenni við þau,
heimsóttum við þau stundum á
Rauðalækinn og var þá oft glatt
á hjalla og margs að minnast úr
Dölum vestur. Við vorum næst-
um jafngamlir við Sigurður, að-
eins ein vika á milli okkar. Hann
var einstaklega viðræðugóður
maður og það var einhver sér-
stök helgi yfir honum sem erfitt
er að lýsa og maður komst strax
í gott skap þegar fundum okkar
bar saman.
Síðar fluttist Sigurður með
fjölskyldu sinni til útlanda vegna
atvinnu sinnar, fyrst til Bret-
lands og svo Þýskalands. Það var
því lítill samgangur í mörg ár, en
í seinni tíð löngu eftir að þau
komu aftur til Íslands tókum við
upp þráðinn að nýju og náðum
vel saman með því að senda hvor
öðrum lausavísur, sem okkur
höfðu áskotnast í gegnum tíðina.
Það voru aðallega vísur eftir
gamla sveitunga okkar eins og
Jón frá Ljárskógum og Ragnar
Þorsteinsson kennara. Allt í
kringum þennan gamla, horfna
tíma var okkur mikils virði að
rifja upp og margt kom í ljós af
yrkingum forfeðra okkar, því
Sigurður hafði mikið yndi af ljóð-
um og ýmiskonar kveðskap.
Hann mun hafa haft þann eig-
inleika frá fósturmóður sinni
Guðríði, en hún lifir fósturson
sinn 105 ára gömul og er elsti nú-
lifandi Íslendingurinn. Ég minn-
ist þess að á afmælisdaginn minn
fyrir fjórum árum sendi Sigurð-
ur mér erfiljóð eftir föður minn,
um Jón Jónasson föður Sig-
tryggs á Hrappsstöðum í Lax-
árdal ásamt kveðju frá Guðríði
en hún hafði þá geymt það í
handraða sínum í nær sjötíu ár.
Þetta var kærkomin viðbót við
safn mitt af minningarljóðum
föður míns.
Við Ragnheiður kona mín vilj-
um að lokum þakka Sigurði alla
hans vinsemd í gegnum árin og
vottum Ingu og fjölskyldunni
okkar dýpstu samúð.
Svanur Jóhannesson.
Fleiri minningargreinar
um Sigurð Markússon bíða
birtingar og munu birtast í
blaðinu næstu daga.