Morgunblaðið - 01.09.2011, Síða 21

Morgunblaðið - 01.09.2011, Síða 21
Fáein orð um fiska sem ekki hlýða kommissörum ESB Frá því að makr- íllinn hóf göngu sína í stórum stíl inn á Ís- landsmið hafa ráða- menn ESB hamrað á því ár eftir ár að Ís- lendingar eigi ekki og megi ekki veiða mak- ríl. Hvers vegna ekki? Jú, formúlan sem skriffinnarnir í Brussel byggja á er einfaldlega á þann veg að þjóð á ekki rétt til að veiða fisktegund sem sjómenn hennar hafa ekki áður veitt. Þá breytir engu þótt viðkomandi fisk- ur hópist í þykkum torfum inn í líf- ríkið við strendur viðkomandi lands og fylli miðin, jafnvel firði og flóa og höggvi stórt skarð í fæðu- öflun hefðbundinna stofna. Sá fisk- ur er friðhelgur að dómi ESB þeg- ar skip viðkomandi strandríkis eiga í hlut. Eins og margir þekkja eru skrif- finnar ESB frægir að endemum fyrir að setja reglur um alla mögu- lega og ómögulega hluti án þess að taka nokkurt tillit til mismunandi aðstæðna í aðildarríkjunum, líkt og móðir sem ákveður af hag- kvæmniástæðum að ein stærð af fötum henti fyrir alla króana. Ráðamönnum í ESB hefur oft verið bent á að við hlýnun sjávar sæki fiskur norðar en áður var og það eigi einmitt við um ýmsar fisk- tegundir sem sækja inn á Íslands- mið en gerðu það ekki áður. Þær syndi einfaldlega þangað sem best þeim hentar hverju sinni og láti sig engu skipta hvað lesa megi í lög- bókum ESB. Á móti kemur svo hitt að eitthvað af fiski syndir út úr lögsögu Íslendinga, einkum norður í höf eða vestur til Græn- lands. Í sumar var oft svo krökkt af makríl í sjónum undan Sæbraut- inni í Reykjavík að fólk sem á horfði úr nálægum háhýsum sá jafnvel ástæðu til að hringja í fréttastofu RÚV og segja frá því hvernig sjórinn bókstaflega kraum- aði af fiski upp í landsteina. Það lá sem sagt við að makríllinn gengi á land. En embættismennirnir í Brussel berja höfðinu við sína steina og mega ekki heyra á annað minnst en að Íslendingar stöðvi all- ar veiðar á makríl. Lengi vel feng- ust þeir jafnvel ekki til að ræða þessi mál við okkur eða bjóða okk- ur á ríkjaráðstefnur þar sem makrílveiði í Norður-Atlantshafi var til umræðu. Það er víst reyndar eitthvað að breytast þessa dagana. Að sjálfsögðu er hér um gríðarlega hags- muni að ræða fyrir efnahagslíf Íslendinga. Sjávarútvegsráðherra leyfði veiðar á 150 þús- und tonnum af makríl og nú í sumar hafa skip af öllum stærðum og gerðum verið við makrílveiðar allt frá stórum frystitogurum sem veiða í troll og niður í litlar trillur sem veiða á öngul. Um 90% aflans fer til vinnslu og manneldis en 10% til bræðslu og útflutningsverðmæti á vertíðinni er áætlað 25-30 millj- arðar króna. Í fyrra veiddust 122 þúsund tonn. Lesendur mega þó ekki halda að þessi deila okkar við ESB um mak- rílinn sé einangrað tilvik. Þetta hefur áður gerst. Það nákvæmlega sama var upp á teningnum þegar veiðar hófust á kolmunna hér við land. Síbreytileiki hafsins virðist ekki vera til í kokkabókum ESB. Hvalveiðar á Íslandsmiðum eru einnig bannorð hjá ESB þótt hvalastofnar hér við land séu ekki taldir í útrýmingarhættu. Deilan um makrílinn myndi að sjálfsögðu leysast auðveldlega ef Íslendingar færu að ráðum Öss- urar og Samfylkingarinnar og gengju í ESB. Þá yrðu landsmenn formlega sviptir forræði yfir 200 mílna lögsögu sinni. Fiskimiðin við landið yrðu hluti af sameiginlegu Evrópusambandshafi og Íslend- ingar hefðu ekki lengur sjálf- stæðan rétt til að gera fiskveiði- samninga við önnur ríki. Því verður þó seint trúað að lands- menn verði sáttir við þá nið- urstöðu. Eftir Ragnar Arnalds »… fólk úr nálægum háhýsum sá hvernig sjórinn bókstaflega kraumaði af fiski upp í landsteina. Það lá sem sagt við að makríllinn gengi á land … Ragnar Arnalds Höfundur er rithöfundur og fyrrv. ráðherra. 21 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. SEPTEMBER 2011 Blámi Útsýnið úr sundlauginni á Hofsósi er stórbrotið og er engu líkara en að hún teygi sig út í sjóinn og sundlaugargestirnir geti fengið sér sprett í Skagafirðinum. Árni Sæberg Fullyrðing iðn- aðarráðherra í hádeg- isfréttum hinn 30. ágúst sl. um að landeigendur „geti ekki gert allt sem þeir vilja, íslenskt laga- umhverfi sé nægilega sterkt“ varð tilefni þess- ara skrifa. Fréttin var um hugsanleg kaup Kín- verja nokkurs á Gríms- stöðum á Fjöllum, jörð sem er 0,3% af Íslandi. Við hjónin ferðumst mikið um landið og jafnt um vinsæla ferða- mannastaði sem fáfarna staði. Við kaupum okkur gistingu á þeim gisti- húsum sem í boði eru á hverjum stað og getur það verið allt frá svefn- pokaplássi og upp í herbergi á góðu hóteli eftir atvikum. Einnig kaupum við okkur oft mat á veitingahúsum og förum í ferðamannaverslanir. Er þá sérstaklega gaman þegar heima- maður eða staðkunnugur afgreiðir og fræðir okkur svolítið um svæðið um leið á móðurmáli okkar. Á meðan við væntum þess að fá slíka þjónustu munum við hvorki sjá okkur knúin til að fjárfesta í tjaldvagni og prím- usi né ákveða að best sé að halda sig heima. En það er spurning hversu lengi við höldum í þá von. Það gerist nefnilega æ oftar þegar við komum inn á veitingahús eða gistihús að við erum ávörpuð eða okkur svarað á ensku. Þegar við svörum á íslensku leiðir það stöku sinnum til þess að starfsmaðurinn reynir að gera sig skiljanlegan á ófull- kominni íslensku eða að Íslendingur leysir hann af hólmi. En þeg- ar þetta ber ekki ár- angur finnst okkur hreinlega að þarna séum við ekki velkom- in og snúum þá frá ef við höfum í önnur hús að venda. Ósjaldan eru matseðlar eingöngu eða aðallega á ensku. Þegar við bendum á að þeir ættu að vera á íslensku fáum við gjarnan svarið: „Það koma nú að- allega útlendingar hingað.“ Nýlega vorum við stödd í anddyri gistihúss og bar þá þar að íslensk hjón á besta aldri. Enginn var við í afgreiðslunni og spurðu þau okkur hvort þetta væri gistiheimili. Ég svaraði því játandi og benti þeim á að athuga hvort ekki væri síma- númer í afgreiðslunni til að hringja í. Hjónin litu í kringum sig en hurfu fljótt á brott. Þannig var nefnilega í pottinn búið að í fyrsta lagi var engin merking á húsinu sem gaf til kynna að þar væri gisting. Eingöngu blakti fáni við hún með mynd af tré og húsi og texta á ensku og sama merki var á miða í einum glugga. Í öðru lagi var á afgreiðsluborðinu miði með símanúmeri og texta þar sem stóð á ensku að í þetta númer mætti hringja úr símtæki á ákveðnum stað í húsinu. Næsta dag hittum við fyrir stúlku í afgreiðslunni og fundum þá kurteislega að því við hana að merk- ingar á íslensku vantaði. Ekki stóð á svarinu: „Það skilja þetta nú flestir.“ Þegar ég skoða upplýsingar á ferðamannastöðum á landinu þar sem gjarnan ægir saman textum ýmist á ensku eða íslensku, oftar á ensku, sjaldan á báðum málum og stundum á einhverjum öðrum mál- um í bland og ég er drjúga stund að finna það sem ég leita að, þá verður mér oft hugsað til skýrlegra merk- inga suður í Leifsstöð. Síðast þegar ég vissi var þar hvert einasta skilti með íslenskum texta og enskum með smærra letri fyrir neðan. Svona á þetta að vera, bæði Íslendingar og útlendingar finna það sem þeir leita að undir eins, og þeir síðarnefndu læra nokkur orð í íslensku á fyrsta degi. En ferðaþjónustuaðilar vítt og breitt um landið virðast hafa tekið sér það leyfi að skilgreina ákveðna og sífellt fleiri staði á Íslandi sem „aðallega fyrir útlendinga“ og þar gera þeir einmitt það sem þeim sýn- ist; hafa viðmótið þannig að íslensk- um ferðamönnum finnst þeir óvel- komnir og erlendum ferðamönnum finnst þeir helst vera staddir úti á Englandi eða í Ameríku. Svo virðist sem íslensk lög tryggi engan veginn sjálfsagðan rétt íslenskra ferða- manna í eigin landi. Þetta er staðan núna. Hvernig skyldi viðmótið verða á Gríms- stöðum á Fjöllum? » Ferðaþjónustuað- ilar virðast hafa tekið sér það leyfi að skilgreina ákveðna staði á Íslandi sem „aðallega fyrir út- lendinga“. Helga Þórhallsdóttir Höfundur er verkfræðingur. „Nægilega sterkt lagaumhverfi“? Eftir Helgu Þórhallsdóttur Þegar ég var að alast upp sá ég að hún amma mín tók ávallt vel á móti gestum. Veitti kaffi og kleinur, lummur eða pönnukökur og oft voru bakaðar flatkökur. Þetta þótti eðlilegur sið- ur hvert svo sem erindið var hjá gestinum. Stundum komu menn einungis til að spjalla, í önnur skipti áttu þeir erindi. Alltaf voru veitingarnar rausnarlegar. Gestakoma var fagnaðarefni. Ekki er ástæða til annars en að taka vel á móti ljóðskáldinu og at- hafnamanninum Huang Nobu og hlýða á fyrirætlanir hans sem geta greini- lega skapað atvinnu fyrir fjölda fólks og stuðlað að mikilvægri efnahagslegri upp- byggingu á Norðaust- urlandi. Fyrir okkur sem störfum að umhverfistengdri ferðamennsku í þess- um landshluta er mað- urinn himnasending. Kínverskir fjárfestar eru ekkert öðruvísi en íslenskir athafnamenn eða aðrir slík- ir. Þeir vilja taka höndum saman við heimamenn, byggja upp, láta gott af sér leiða og njóta ávaxtanna með samstarfsfólki sínu í tímanna rás. Hvers vegna taka sumir ráða- menn svona illa á móti þeim sem koma með góðum ásetningi, sýna þeim jafnvel hornin og gera þeim upp annarlegar hvatir? Hafa menn gleymt gömlum, góðum gildum eins og kurteisi og gestrisni? Ég legg til að þeir taki upp tólgarpottinn, steiki kleinur og bjóði upp á gott kaffi. Kaffi og kleinur – gleymd gildi? Eftir Orra Vigfússon Orri Vigfússon »Ekki er ástæða til annars en að taka vel á móti ljóðskáldinu og athafnamanninum Huang Nobu og hlýða á fyrirætlanir hans … Höfundur er formaður NASF, Vernd- arsjóðs villtra laxastofna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.