Morgunblaðið - 01.09.2011, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 01.09.2011, Qupperneq 34
34 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. SEPTEMBER 2011 Þegar ég var 31 árs var búið að taka mig úr umferð á landinu sem listamann. 36 » Samúel Jón Samúelsson Big Band hrindir af stað tónleikaröðinni Funk í Reykjavík í kvöld, en tónleikar í henni verða fernir, haldnir fyrsta fimmtudag í mánuði fram í desem- ber. Fyrstu tónleikarnir, sem eru liður í Djasshátíð Reykjavíkur, verða haldnir í Faktory og hefjast kl. 22.00. Samúel Jón Samúelsson Big Band var stofnað árið 2000 og það ár sendi hún frá sér plötuna Legoland og lék á nokkrum tónleikum. Árið 2007 snéri sveitin aftur með plötunni Fnyk og reglulegu tónleikahaldi og sumarið 2010 kom svo út platan Hel- vítis fokking funk. Hljómsveitin hef- ur leikið um land allt og skammt er síðan hún kom fram á Listahátíð í Reykjavík ásamt nígeríska trommu- leikaranum Tony Allen. Hljóm- sveitin hefur líka leikið töluvert er- lendis til að mynda á Moers festival í Þýskalandi, Berlin Jazzfest og Natt- jazz í Bergen. Hljómsveitin kemur fram á London Jazzfestival í nóv- ember næstkomandi, en hljómplata Helvítis fokking funk er í 3. sæti á lista ritstjórnar breska djass- tímaritsins Jazzwise. Í kvöld verður hljómsveitin svo skipuð: Haukur Gröndal altosaxó- fónn og klarínett, Ingimar Andersen altosaxófónn og flauta, Jóel Pálsson tenórsaxófónn, Smári Alfreðsson tenórsaxófónn, Ragnar Árni Ágústs- son baritonsaxófónn, Kjartan Há- konarson trompet, Snorri Sigurð- arson trompet, Ívar Guðmunsson trompet, Eiríkur Orri Ólafsson trompet, Samúel Jón Samúelsson básúna og slagverk, Kári Hólmar Ragnarsson básúna, Eyþór Kolbeins básúna, Leifur Jónsson básúna, Óm- ar Guðjónsson gítar, Ingi Skúlason bassi, Davíð Þór Jónsson, ham- mond-orgel og önnur hljómborð, Helgi Svavar Helgason trommur og Sigtryggur Baldursson, conga- trommur og slagverk. Funktónleikaröð framundan Morgunblaðið/Ernir Foringinn Samúel Jón Samúelsson. Haldin verður röð námskeiða í Gullkistunni, dvalarstað fyrir skap- andi fólk í Eyvindartungu við Laug- arvatn í vetur. Námskeiðin eru haldin á vegum Gullkistunnar og ætluð listamönnum, kennurum, börnum og áhugasömum yfirleitt, byrjendum og lengra komnum. Vinnuheiti námskeiðaraðarinnar er „Leitin að gullinu“. Á námskeið- unum verður unnið út frá umhverfi, menningu, sögu og hefð nánasta umhverfis í Laugardalnum. Fyrsta námskeiði verður 17. september næstkomandi frá kl. 9.00 til 17.00 og ber yfirskriftina Þjóðsagan um Gullkistuna. Á því verður fjallað um teikningu og teiknimyndasögur, en kennarar verða Peeter Krosmann, listamað- ur og kennari við Tartu Art School í Eistlandi, og Kristveig Halldórs- dóttir, listamaður og kennari. Námskeið í Gull- kistunni í haust  Leitin að gullinu í Eyvindartungu Námskeið Mynd eftir kennarann Peeter Krosmann frá Eistlandi. Næstkomandi sunnudag kl. 16.00 halda þær Ásta María Kjartans- dóttir sellóleikari, Ingileif Bryndís Þórsdóttir píanóleikari og Lilja Guðmundsdóttir sópransöngkona tónleika í Selinu á Stokkalæk. Þær stöllur eru allar í tónlist- arnámi erlendis; Lilja og Ásta eru einu íslensku nemendurnir í Kons- ervatorium Wien í Austurríki og Ingileif stundar píanónám í Frei- burg í Þýskalandi. Á dagskrá tónleikanna eru verk fyrir sópran, selló og slaghörpu sem öll hafa sameiginlegan þráð, ýmist dulúðugan, draumkenndan eða andlegan. Á efnisskránni eru meðal annars ljóðaflokkur eftir Samuel Osborne Barber, Vocalise eftir Sergei Rachmaninoff, Valses nobles et sentimentales eftir Maur- ice Ravel og frumflutningur á verki eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson fyrir selló, píanó og rödd en áður hefur það aðeins verið flutt í bún- ingi fyrir rödd eða selló við píanó- leik. Að tónleikunum loknum verður boðið upp á veitingar. Draumar Ásta María Kjartans- dóttir, Ingileif Bryndís Þórsdóttir og Lilja Guðmundsdóttir. Dulúð og draumar í Selinu á Stokkalæk  Sönglög með sameiginlegan þráð Nú stendur yfir sýning Guð- laugar Geirsdóttur á nýjum verkum á Skörinni hjá Hand- verki og hönnun, Aðalstræti 10. Sýninguna kallar Guðlaug „Fjallasýn“ og nefnast verkin á sýningunni Keila, Berg og Syllur með tilvísun í jarðfræði. Verkin eru hluti línu þar sem Guðlaug vinnur með skynjun sína á fjöllum. Áhuga Guð- laugar á fjöllum má rekja til uppvaxtar hennar við rætur Eyjafjallajökuls, bærinn hennar stóð í fjallshlíð og í suðri blöstu Vestmannaeyjar við. Öll verkin eru unnin á þessu ári. Sýningin stendur til 14. september. Myndlist Fjallasýn Guð- laugar á Skörinni Eitt verka Guð- laugar Geirsdóttur Listakonan Fjóla Jóns og ljós- myndarinn Ellert Grétarsson, Elg, halda sameiginlega sýn- ingu á Ljósanótt. Sýningin, sem verður á Flughóteli, verð- ur opnuð í dag kl. 17.15 og lýk- ur á sunnudag kl. 18.00. Fjóla Jóns hefur fengist við myndlist síðustu tvo áratugina og unnið í ýmsum miðlum. Hún hefur haldið fjölmargar einka- og samsýningar. Hún sýnir verk frá því á þessu ári. Ellert Grétarsson hefur undanfarin ár ferðast fótgangandi um Ísland með myndavélina um hálsinn. Hann hefur haldið fjölda sýninga hér heima og erlendis. Myndlist Fjóla og Elgur á Flughóteli Verk af sýningunni Í kvöld kl. 19 fara fram radd- prófanir hjá Kvennakór Hafn- arfjarðar í stofu 2 í Tónlistar- skóla Hafnarfjarðar. Kórinn leitar að áhugasömum konum í allar raddir, kórreynsla er ekki skilyrði. Kvennakórinn var stofnaður í janúar 1995 af nokkrum eig- inkonum karla í Karlakórnum Þröstum, en formlegur stofn- dagur er 26. apríl 1995. Kórinn hefur víða sungið hér heima og farið í söngferðir til útlanda. Stjórnandi kórsins er Erna Guð- mundsdóttir, söngkennari við Tónlistarskóla Hafnarfjarðar. Tónlist Kvennakór leitar að konum Tónlistarskóli Hafnarfjarðar Árni Matthíasson arnim@mbl.is Á morgun kl. 18.00 opnar S.L.Á.T- .U.R. (Samtök listrænt ágengra tónsmiða umhverfis Reykjavík) sýn- ingu í Suðsuðvestur í Keflavík. Á sýningunni verða ný verk eftir þá Pál Ivan Pálsson, Jesper Pedersen, Þráin Hjálmarsson, Magnús Jens- son, Hallvarð Ásgeirsson Herzog, Þorkel Atlason, Guðmund Stein Gunnarsson og Áka Ásgeirsson. Verkin, sem mörg eru unnin á mörkum myndlistar og tónlistar, eru á ýmsu formi og taka mislangan tíma. Áki Ásgeirsson S.L.Á.T.U.R.- félagi segir að verkin séu ólík og í raun eins konar blanda í boði: „Sum verkin eru tónverk, sum eru inn- setningar og sum mætti flokka sem gjörninga,“ segir hann og bætir við að hópurinn sé líka að leika sér með rýmið og blanda saman hugtök- unum listsýningu, þar sem fólk kemur þegar því hentar á sýning- artímanum, og tónleikum, þar sem það mætir á tilteknum tíma. „Þetta verður konsentrerað hjá okkur, við ætlum að gera hitt og þetta, bæði ný verk og gömul. Við höfum rætt það okkar á milli hvernig nýta megi gallerírými, hvort hægt sé að líta á það sem tónleikastað eða rými til að flytja eitthvað ótiltekið. Á sama tíma er það líka eins og safn þar sem hlutum er stillt upp sem maður hefur flokkað til að sýna fólki, þar sem við getum sýnt S.L.Á.T.U.R.- minjar.“ Aðspurður segir Áki þó að ekki sé ætlunin að halda einhverja sögu- sýningu, ekki verði gefið heildrænt yfirlit yfir starfsemi hópsins, en það sé hugmynd sem komi til skoðunar síðar. „Okkur finnst þetta mjög spennandi, við höfum aldrei verið með sýningu í safni enda erum við í grunninn tónskáldahópur. Þetta er því nýr vettvangur og við ætlum að reyna að nýta salinn á sem fjöl- breyttastan hátt.“ Fluttir verða gjörningar við opn- unina en dagskrá helgarinnar er annars svohljóðandi: Sýning verður laugardag kl 11.00 til 18.00 og tón- leikar laugardag kl. 15.00 og síðan verður sýningin opin á sunnudag frá kl. 12.00 til 16.00 Samtökin S.L.Á.T.U.R. voru stofnuð árið 2005 og hafa staðið fyr- ir fjölmörgum uppákomum og við- burðum, gefið út geisladisk og starfrækt vinnuaðstöðu og félags- heimili. Af reglubundinni starfsemi S.L.Á.T.U.R. má nefna árlegu tón- listarhátíðina Sláturtíð, hið mán- aðarlega SLÁTURDÚNDUR, Ný- árstónleika, Tónsmíðaviku um sumarsólstöður og Keppnina um Keppinn, þar sem keppt er í ýmsum greinum menningarinnar. Suðsuðvestur er í Hafnargötu 22 í Keflavík. Sýning, gjörningar og tónleikar í Suðsuðvestur  Verk á mörkum myndlistar og tón- listar um helgina Nótnaskúlptúr Meðal sýningargripa verður tónverk sem er í senn nótur að tónverki og hálfgerður skúlptúr. Nót- urnar eru á 25 metra langa rúllu sem tengd er við mótor og nótur slegnar þegar þær ber við stjórnandaprikið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.