Morgunblaðið - 01.09.2011, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 01.09.2011, Qupperneq 37
MENNING 37 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. SEPTEMBER 2011 Kvikmyndaleikstjórinn Steven Soderbergh segist ætla að snúa sér að málaralist þegar hann hefur lokið gerð fjögurra kvikmynda. Nýjasta kvikmynd Soderberghs, Contagion, verður frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum sem hófst í gærkvöldi. Myndirnar fjórar sem framundan eru hjá leikstjóranum eru njósnatryllirinn Haywire, kvikmynd byggð á ævi söngvarans Liberaces, kvik- myndin Magic Mike sem fjallar um karlkyns fatafellur og svo The Man From UNCLE. Soderbergh segir að ef í ljós komi að hann sé lélegur listmálari muni hann gera enn eina kvikmynd um þjófagengi Oceans en þegar hafa verið gerðar þrjár slíkar. Contagion ku vera hörmungamynd, reynt að hindra út- breiðslu skæðrar veiru sem herjar á mann- kynið. Soderbergh ætlar að snúa sér að myndlist Reuters Listmálari Steven Soderbergh ætlar að reyna fyrir sér í myndlist að loknum fjórum kvikmyndum. Leikkonan Anne Hathaway mun fara með aðalkvenhlutverkið í kvikmynd óskars- verðlaunaleikstjórans Toms Hoopers byggðri á söngleiknum Vesalingunum, Les Misérables. Svo skemmtilega vill til að Hathaway söng lag úr söngleiknum á síðustu Óskars- verðlaunaafhendingu, „On My Own“, en Hoop- er var einn gesta á henni. Hugh Jackman mun fara með hlutverk Jeans Valjeans í kvikmynd- inni en líkt og Hathaway hefur hann einnig verið kynnir á Óskarsverðlaunum. Á vef dag- blaðsins Guardian kemur fram að Jackman hafi viljað fá Hathaway í myndina. Aðrir þekktir leikarar munu leika í Vesa- lingum Hoopers, þau Russell Crowe, Geoffrey Rush og Helena Bonham Carter. Rush lék í kvikmynd Hoopers, The King’s Speech, sem sópaði að sér Óskarsverðlaunum í ár. Hathaway og Jackman í Vesalingum Hoopers Reuters Vesalingar Hathaway mun fara með stórt hlutverk í kvikmynd byggðri á Vesalingunum. Rokksveitin goðsagna-kennda Ham hafði aðeinsgefið út eina eiginlegahljóðversplötu á ferlinum, plötuna Buffalo Virgin sem kom út árið 1989, fyrir heilum 22 árum. Menn rak því eðlilega í rogastans þegar fréttist að von væri á annarri slíkri frá þessari merku sveit. Betra rokkband hefur ekki komið fram hér á landi hvorki fyrr né síðar og hún á sér eitilharða aðdáendur á öll- um aldursstigum (sumir þeirra ekki fæddir þegar sveitin lagði upp laup- ana árið 1994). Endurkoma Ham árið 2001 féll því í einstaklega góðan jarð- veg svo ekki sé meira sagt og þeir tónleikar sem sveitin hefur haldið síð- an hafa iðulega haft á sér blæ helgi- halds, rokkmessa þar sem fólk gleymir sér að fullu í alltumlykjandi tónlist þessarar stórkostlegu hljóm- sveitar. Andinn í Ham-búðum hefur þá ver- ið það góður og uppbyggilegur að á einhverjum tímapunkti fóru menn að velta því alvarlega fyrir sér að henda í nýtt efni, sem svo varð raunin. Og hér er efnið komið. Í líki níu laga plötu. Og að undansögðu, er nema von að maður hafi nálgast hana varlega! Vonir og væntingar alger- lega í botni. Ekki að Ham sé mikið að velta sér upp úr slíku. Platan skellur bók- staflega á eyrunum með fyrsta lag- inu, „Einskis son“, þar sem engin grið eru gefin. Ótrúleg byrjun þar sem fer níðþungur rokkari af klassíska Ham- skólanum. Trommurnar ganga linnu- laust áfram, eins og það sé verið að refsa hlustandanum og yfir slögunum tónar Sigurjón Kjartansson mik- ilúðlega. Óttarr Proppé kemur svo með sína dásamlega djöfullegu rödd á hárréttum tíma. Næsta lag, „Dauð hóra“ er þá alveg jafn áhrifamikið og kröftugt. Við erum eiginlega að upp- lifa það sem Bretinn kallar „one, two punch“, eitt gott högg með vinstri og svo rothögg með hægri. Ham leyfir sér líka að fara í hæg- ara tempó, sem gerir ekki síður vel við mann en brjálæðið. Það heyrðist glögglega á tónleikaplötunni Skert flog (2001) að drynjandi þung fram- vinda (eins og valtari sé að keyra yfir þig) fer Ham vel. Þetta er afskaplega vel útfært í „Mitt líf“, „Gamlir svikamenn á ferð“ og „Alcoholismus Chronicus“. Það er örðugt að ímynda sér hina ungu Ham syngja um skelfilegar afleiðingar alkóhólisma og lagið gott dæmi um hvernig sveitin leyfir sér kinn- roðalaust að eldast og framþróast á þessari plötu, eitthvað sem hún gerir í senn með reisn og stæl. Þá má ekki gleyma húmor sveitarinnar, sem átti til að fara framhjá kornungum eyrum þess sem hér skrifar þegar hann var að upplifa sveitina í fyrsta skipti. Tit- ill plötunnar gefur slíkt t.d. skýrt til kynna og grallaraskapur, eins og í laginu „Veisla hertogans“ styrkir plötuna mikið. Þessi leikur með and- stæður, gallsvartur á stundum fífla- legur húmor saman með meist- aralega útfærðu rokki sem hittir hvern þann sem hefur snefil af viti á slíku í hjartastað er nefnilega eitt af því sem er óendanlega heillandi við þessa einstöku sveit. Þegar hljómsveitir fara annan hring ef svo mætti segja, ákveða að ekki sé nóg að lifa á fornri frægð heldur sé líka málið að halda áfram að skapa gerist iðulega annað af tvennu. Menn skíta á sig eða standa keikir og öruggir með sínu. Ham fellur glæsi- lega í seinni flokkinn. Það má eig- inlega segja að eftirfarandi orð upp- rifins Fésbókarnotanda hafi ræst, eitthvað sem hann póstaði eftir magnaða tónleika sveitarinnar á Ice- land Airwaves-hátíðinni í haust. „Þá er það ljóst. Ham er besta hljómsveit í heimi.“ Geislaplata Ham – Svik, harmur og dauði bbbbb ARNAR EGGERT THORODDSEN TÓNLIST Eilífir Ham reis upp frá dauðum árið 2001 og hefur haldið reglubundna tónleika síðan. Sú virkni hefur nú skilað sér í breiðskífunni Svik, harmur og dauði. Meðfylgjandi mynd er skjástilla úr kvikmyndinni Lifandi dauðir. Til veislu vel búinn … H H H KVIKMYNDIR.IS/ SÉÐ OG HEYRT FRÁÁ ÁBÆR GAM ANM YND EIN FLOTTASTA SPENNUHROLLVEKJA ÞESSA ÁRS MÖGNUÐ ÞRÍVÍDD BESTA MYNDIN Í SERÍUNNI TIL ÞESSA 75/100 VARIETY 75/100 SAN FRANCISCO CHRONICLE 75/100 ENTERTAINMENT WEEKLY SÝND Í 3D MIÐASALA Á WWW.SAMBIO.IS FINAL DESTINATION 5 kl. 5:50 - 8 - 10:10 3D 16 LARRY CROWNE kl. 5:50 - 8 - 10:20 2D 7 LARRY CROWNE kl. 8 - 10:20 2D VIP COWBOYS AND ALIENS kl. 10:30 2D 14 GREEN LANTERN kl. 5:40 - 8 - 10:20 2D 12 HORRIBLE BOSSES kl. 8 - 10:20 2D 12 HORRIBLE BOSSES kl. 5:30 2D VIP BÍLAR 2 M. ísl. tali kl. 5:30 3D L BÍLAR 2 M. ísl. tali kl. 5:30 2D L HARRY POTTER 7 kl. 8 2D 12 / ÁLFABAKKA FINAL DESTINATION kl. 8 - 10:20 3D 16 STRUMPARNIR Ísl. tal kl. 5:20 3D L COWBOYS & ALIENS kl 8 - 10:40 2D 14 PLANET OF THE APES kl. 8 -10:30 2D 12 HORRIBLE BOSSES kl. 8 2D 12 GREEN LANTERN kl. 5:20 3D 12 BÍLAR 2 Ísl. tal kl. 5:20 2D L HARRY POTTER 7 kl. 5:20 3D 12 CAPTAIN AMERICA kl. 10:20 3D 12 LARRY CROWNE kl. 5:50 - 8 2D 7 STRUMPARNIR Ísl. tal kl. 5:50 3D L HORRIBLE BOSSES kl. 10:10 2D 12 HARRY POTTER 7 kl. 8 3D 12 KVIKMYNDAHÁTÍÐ THE BEAVER Ótextuð kl. 8 2D 12 BAARÍA Íslenskur texti kl. 10:30 2D 7 THE TREE OF LIFE Ótextuð kl. 5:20 2D 10 RED CLIFF Enskur texti kl. 10:40 2D 14 LARRY CROWNE kl. 6 2D L FINAL DESTINATION 5 kl. 8 - 10:10 3D 16 BÍLAR 2 M. ísl. tali kl. 6 2D L GREEN LANTERN kl. 8 2D 10 HORRIBLE BOSSES kl. 10:10 2D 12 THE CHANGE UP kl. 8 2D 14 FINAL DESTINATION 5 kl 10:30 3D 16 FRIENDS WITH BENEFITS kl. 8 - 10:20 2D 12 / EGILSHÖLL / KRINGLUNNI / AKUREYRI / KEFLAVÍK SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, AKUREYRI OG KEFLAVÍK RYAN REYNOLDS BLAKE LIVELY MARK STRONG GEOFFREY RUSH LARRY CROWNE FRÁBÆR RÓMANTÍSK GRÍNMYND Hvar í strumpanum erum við ? HHH BoxOffice Magazin HHH M.M.J. - KVIKMYNDIR.COM SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG AKUREYRI SÝND Í ÁLFABAKKA OG EGILSHÖLL SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL OG AKUREYRI SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI OG AKUREYRI SÝND Í EGILSHÖLL OG KRINGLUNNI SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL OG AKUREYRI

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.