Morgunblaðið - 01.09.2011, Side 16
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. SEPTEMBER 2011
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Verði frumvarpið um stjórn fiskveiða óbeytt að
lögum mun það hafa alvarleg áhrif á atvinnulíf í
einstökum sjávarbyggðum og jafnvel auka frem-
ur óvissuna en minnka hana. Þetta má lesa úr um-
sögnum einstakra sveitarfélaga til sjávarútvegs-
og landbúnaðarnefndar Alþingis.
Í umsögn bæjarráðs Hornafjarðar eru dregin
saman líkleg áhrif bæði stóra frumvarpsins og
minna frumvarpsins, sem varð að lögum í júní sl.
Ekki verði annað sé „en að sveitarfélagið Horna-
fjörður verði fyrir einhverju mesta áfalli, hvað
varðar atvinnulíf staðarins, fyrr og síðar“.
Aflaverðmæti myndi dragast
saman um 1,1, milljarð króna
Um 18,1% af fiskveiðiheimildum landsins er
skrásett í Fjarðabyggð og talið er að þar starfi
um 500 manns við sjávarútveg og afleidd störf.
Fram kemur í umsögn Fjarðabyggðar til sjávar-
útvegs- og landbúnaðarnefndar að sveitarfélagið
fékk á sínum tíma endurskoðunarfyrirtækið
KPMG til að skoða áhrif minna frumvarpsins. Í
framhaldi af þeirri vinnu skoðuðu starfsmenn
KPMG einnig hver yrðu áhrif stærra frumvarps-
ins á atvinnulíf í Fjarðabyggð. Þær niðurstöður
liggja nú fyrir:
„Uppsöfnuð skerðing á 15 ára tímabili er um
25.432 þorskígildistonn eða sem nemur um 161
þúsund tonnum veiddum að því gefnu að tilflutn-
ingur frá flokki 1 til flokks 2 skv. 6. mgr. 3. gr.
frumvarpsins komi til framkvæmda línulega á
tímabilinu,“ segir í niðurstöðunum.
Áætlað er að skerðingin geti numið 3.391
þorskígildistonni miðað við óbreytta úthlutun frá
fiskveiðiárinu 2010/2011 þegar lögin eru að fullu
komin til framkvæmda að loknum 15 árum.
„Samdrátturinn hefur í för með sér uppsögn að
ígildi 20-30 hásetahluta,“ segir ennfremur um nið-
urstöður KPMG í umsögn Fjarðabyggðar.
„Samdrátturinn hefur auk þess í för með [sér]
að afleiddum störfum mun fækka til muna eða
áætlað 40-90 afleidd störf.“
Þá er talið að útsvarstekjur sveitarfélagsins
myndu dragast saman um 98-150 milljónir og að
aflaverðmæti myndi dragast saman um 1,1 millj-
arð króna.
Bæjarráð Fjarðabyggðar lýsir þungum áhyggj-
um af áhrifum frumvarpsins enda sé ljóst að áhrif
þess verði mikil á sveitarfélagið og íbúa þess.
Tæpra 9% samdráttur aflaheimilda
Bæjaryfirvöld á Hornafirði fengu líka KPMG
til að meta áhrif bæði litla frumvarpsins sem varð
að lögum í sumar og stóra frumvarpsins sem nú
er til umfjöllunar í sjávarútvegs- og landbún-
aðarnefnd.
Í umsögn bæjarráðs Hornafjarðar er minnt á
að afkoma í sjávarútvegi skipti sveitarélagið gríð-
arlega miklu máli og sé meginstoð atvinnulífs á
staðnum.
Lokaskýrsla KPMG um áhrif stóra frumvarps-
ins á atvinnulíf og sjávarútveg á Hornafirði verð-
ur fljótlega opinberuð að því er segir í umsögn
sveitarfélagsins.
Í umsögn sveitarfélagsins er vitnað í helstu nið-
urstöður úttektar KPMG um áhrif frumvarpsins
á stjórn fiskveiða:
Þar kemur meðal annars fram að þorskígildis-
tonn í sveitarfélaginu myndu dragast saman um
rúmlega 1.600 tonn. Samdráttur aflaheimilda
nemur tæplega 9%.
Bent er á að útgerðir á Hornafirði byggi að
verulegu leyti á uppsjávartegundum, sérstaklega
loðnu og síld, „og hafa þær keypt til sín aflaheim-
ildir í þeim tegundum á undanförnum árum sem
skerðast munu um 5.128 tonn eða sem samsvarar
604 þorskígildum,“ segir í niðurstöðunum.
Auk þessa sé humar skertur um 493 þorskígild-
istonn en humarveiði og vinnsla hafi skipt miklu
máli á Hornafirði.
Lýsir bæjarráð Hornafjarðar verulegum og
þungum áhyggjum af þeim farvegi sem breyt-
ingar á fiskveiðistjónuninni eru komnar í. Þessar
breytingar muni hafa veruleg, neikvæð áhrif á
grunnatvinnugrein sveitarfélagsins.
Hvatt er til þess að næstu mánuðir verði nýttir
til samráðs um breytingar á kerfinu sem geti skil-
að almennri sátt í málinu og að ekki verði ráðist í
breytingar sem skaði einstök byggðarlög.
Eitthvert mesta áfall fyrir
atvinnulífið fyrr og síðar
Varað við afleiðingum sjávarútvegsfrumvarpsins í fjölda umsagna til Alþingis
Morgunblaðið/Sigurgeir S.
Fiskveiðar í brennidepli Varað er við breytingum í frumvarpinu um stjórn fiskveiða í fjölda umsagna
sem sendar hafa verið til sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar Alþingis. Eru þær alls 26 talsins.
„Í lagafrumvarpinu er „bankabók-
araðferðinni“ ekki lokað en á viss-
an hátt slakað á kröfum yfirstand-
andi árs, en veiðiskyldan felld
niður,“ segir í umsögn Fiskistofu
um sjávarútvegsfrumvarpið. Fiski-
stofa gerir mikinn fjölda at-
hugasemda við ákvæði frumvarps-
ins og orðalag.
Fjallað er um 19. grein frum-
varpsins þar sem m.a. er kveðið á
um að heimild til framsals sé áunn-
in með veiðum. Minnt er á að ádeil-
an á kvótakerfið felist að stórum
hluta í að unnt sé að selja óveiddan
fisk án þess að stunda fiskveiðar.
Reynt hafi verið að sporna við
þessu með ýmsum takmörkunum
og kröfum. „Eftir stendur að heim-
ilt er að flytja allt frá skipi, sem
flutt hefur verið til þess. Dæmi eru
um að til lítilla báta, sem jafnvel
engar hlutdeildir hafa verið bundn-
ar við, hafi verið flutt tugum, jafn-
vel hundruðum sinnum aflamark,
og álíka oft frá þeim aftur. Þarna
hafa bátar verið notaðir eins og
„bankabók“ fyrir aflamark, með
innlögn og úttekt eftir verðlagi á
heimildum hverju sinni. Heimildir
sem farið hafa um bátana eru
margfalt það magn sem veitt hefur
verið á þá, og margföld veiðigeta
þeirra, en magnið sem á þeim er á
hverjum tíma er innan eðlilegra
marka,“ segir í umsögn Fiskistofu
sem telur frumvarpið ekki loka á
þetta.
Telur Fiskistofa hættu á að 6.
málsgrein, 19. greinar, eins og það
er orðað, „kunni að opna mögu-
leika til óhefts framsals aflamarks
á milli útgerða, þ.e. ef eigandi leig-
ir skip til annarrar útgerðar. Þá
getur sú útgerð (leigusali), sem
eigandi hins leigða skips, flutt afla-
mark óhindrað til og frá því skipi
sem það leigði frá sér og þannig
flutt aflamark án takmarkana á
milli sín [og] þeirrar útgerðar sem
leigði skipið til sín.“
Í umsögn Fiskistofu er m.a.
gagnrýnt að notuð eru ólík hugtök
um sömu atriði. Þá sé á reiki hvort
verið sé að fjalla um aflaheimildir
eða aflamagn.
„Bankabókaraðferðinni“ ekki lokað
Morgunblaðið/Ernir
Gert að Fiskistofa gerir fjölda athugasemda við ákvæði frumvarpsins.
Frumvarpið gæti opnað möguleika til óhefts framsals aflamarks á milli út-
gerða að mati Fiskistofu Umfjöllun um aflaheimildir og aflamagn á reiki
Lögfesting boð-
aðra breytinga
mun skaða sjáv-
arútveginn stór-
lega, veita þar
með sjávar-
byggðum lands-
ins og atvinnulífi
landsmanna yf-
irleitt þung
högg. Þetta er
mat Útvegs-
bændafélags Vestmannaeyja. Í um-
sögn þess er m.a. fjallað um alvar-
leg áhrif þess á Vestmannaeyjar. Af
rúmlega 1.800 störfum í Eyjum séu
um 700 tengd fiskveiðum og
-vinnslu. „Þegar allt er meðtalið má
því ætla að um 300 störf tapist í
Vestmannaeyjum ef breytingar
samkvæmt stóra frumvarpinu
verða að lögum eða sem svarar til
um 17% starfa Eyjamanna.“
Sjávarbyggðum
veitt þung högg
Á veiðum úti fyrir
Vestmannaeyjum
ÚTVEGSBÆNDAFÉLAG EYJA
Viðskiptaráð leggur til að sjávar-
útvegsfrumvarpið verði dregið til
baka, í umsögn til sjávarútvegs- og
landbúnaðarnefndar. Vitnað er í
mat sérfræðinga sem telja að þjóð-
hagsleg áhrif breytinganna verði
verulega neikvæð. Sjálfsagt sé að
ræða vankanta kvótakerfisins og
reyna að finna lausnir af yfirvegun.
Fyrirætlanir um byltingu kerfisins
séu ábyrgðarlausar. Varað er við
því að beita mikilvægustu atvinnu-
greininni til að ná fram óljósum
pólitískum markmiðum.
Frumvarpið verði
dregið til baka
VIÐSKIPTARÁÐ
Landhelgisgæslan gerir at-
hugasemdir við notkun orðsins fisk-
veiðilandhelgi sem birtist í nokkrum
greinum sjávarútvegsfrumvarpsins.
Í umsögn Gæslunnar er bent á að
landhelgi geti t.d. aðeins náð 12 sjó-
mílur út frá grunnlínum. Því sé mjög
villandi að nota orðið fiskveiði-
landhelgi um 200 sjómílna fiskveiði-
lögsögu/efnahagslögsögu. Í einni
grein sé gengið svo langt að tala um
áætlaðan afla erlendra skipa í land-
helgi Íslands. Væntanlega sé átt við
svæðið innan 200 sjómílna efnahags-
lögsögu en ekki eingöngu 12 sjó-
mílna landhelgi eins og hún er skil-
greind í lögum.
Villandi notkun á
orðinu landhelgi
LANDHELGISGÆSLAN
Að mati Samtaka fiskframleiðenda
og útflytjenda (SFÚ)er frumvarpið
um stjórn fiskveiða í heild sinni ,,illa
unnið og algerlega litið framhjá því
að um er að ræða eina stærstu auð-
lind þjóðarinnar sem nýta þarf af
skynsemi og með það að markmiði
að hámarka arð þjóðarinnar í heild
af auðlindinni. Frumvarpið end-
urspeglar fyrst og síðast lands-
byggðarpólitík, valdagræðgi og
vernd sérhagsmuna ásamt óhóflegu
valdframsali til ráðherra.“
Valdagræðgi og
vernd sérhagsmuna
UMSÖGN SFÚ
Sveitarstjórnir nokkurra sveitarfélaga lýsa
áhyggjum sínum í umsögnum. Í umsögn
Grundarfjarðarbæjar segir m.a. að tímalengd
nýtingarréttar skv. frumvarpinu sé of stuttur
og væri nær að samningstími væri um 25 ár.
Styttri samningstími nýtingarréttar muni
skapa mikla óvissu og takmarka fjárfestingar
í greininni.
„Á Snæfellsnesi byggist sjávarútvegur á
smærri útgerðum. Frekari takmarkanir á
framsali veikja rekstrargrunn þessara fyrir-
tækja og ýta undir samþjöppun í greininni,“
segir þar jafnframt.
Í umsögn hafnarmálaráðs Seyðisfjarðar-
kaupstaðar er lagt til að frumvarpið verði tek-
ið til gagngerrar endurskoðunar eða að öðr-
um kosti dregið til baka. Brýnt er að
löggjafinn leiði málið til lykta og eyði þeirri
óvissu sem uppi er, sem hefur margvísleg
skaðleg áhrif á sjávarútveginn, er mat Akra-
neskaupstaðar í umsögn til Alþingis.
Stuttur samnings-
tími skapar óvissu
SVEITARFÉLÖG LÝSA ÁHYGGJUM