Morgunblaðið - 01.09.2011, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 01.09.2011, Qupperneq 32
32 DAGBÓK MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. SEPTEMBER 2011 Grettir Smáfólk Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand ÉG ER MEÐ NÝJAN RAKSPÍRA EAU DE BEIKON ÞÚ BEIST MIG! ÞETTA VORU JAFN MIKIL VON- BRIGÐI FYRIR MIG HEFURÐU FUNDIÐ FYRIR AFBRIGÐISEMI Í GARÐ SYSTUR ÞINNAR? NEI, HÚN ER SVO YNDISLEG ERTU EKKERT AFBRIGÐI- SAMUR? EKKI EINU SINNI SMÁ ÞÚ ERT ALVEG ÓÞOLANDI! ÉG KEYPTI SKIP AF GAMALLRI KONU SEM SILGDI ÞVÍ BARA Á SUNNUDÖGUM EN SVO SILGDI SONUR HENNAR AUÐVITAÐ SKIPINU ALLA HINA DAGA VIKUNNAR MIG LANGAR ÚT AÐ GANGA... Á ÉG AÐ NÁ Í ÞENNAN HLUTGERVING KÚGUNAR HUNDA MÓÐIR GÓÐ MIG ÞYRSTIR, VILDIRÐU VERA SVO GÓÐ AÐ SVALA ÞORSTA MÍNUM FAÐIR GÓÐUR, HEIMAVINNU MINNI ER LOKIÐ, MÆTTI ÉG HAFA NOT AF XBOXTÖLVUNNI EKKI HAFA ÁHYGGJUR, ÞAU EIGA EFTIR AÐ FÁ LEIÐ Á ÞVÍ AÐ VERA SVONA HÁFLEYG ÉG ER ÁNÆGÐUR AÐ VERA Í MIAMI MEÐ ÞVÍ AÐ VERA HÉR ÞÁ LOSNAR KÓNGULÓARMAÐURINN VIÐ AÐ TAKAST Á VIÐ SABRETOOTH ÉG HÉLT AÐ ÞÚ VÆRIR BARA ÁNÆGÐUR AÐ VERA Í FRÍI MEÐ MÉR... ELSKAN MÍN, ÞÚ VEIST HVAÐ ÉG ÁTTI VIÐ Á MEÐAN Í NEW YORK... ÉG ER BÚINN AÐ FÁ NÓG AF ÞVÍ AÐ LEITA AF ÞESS- ARI PÖDDU ÉG ÆTLA AÐ NEYÐA HANN TIL AÐ KOMA TIL MÍN ÉG ER ÁNÆGÐ MEÐ AÐ ÞAU SÉU ORÐIN SVONA KURTEIS, EN ÞETTA ER NÚ EINUM OF Hrækingar – ósiður í hraðri útbreiðslu Sl. þriðjudag birtist hjá þér tímabær kveðja frá Steinunni P. Hafstað um hræk- ingar. Sá ósiður virð- ist í hraðri út- breiðslu um þessar mundir. Líklega er ein áhrifamesta fyr- irmyndin knatt- spyrnufólk allra þjóða og ekki síst ís- lenskt. Hrækjandi í allar áttir og renna sér svo um hrákana í fögnuði eða við tæklingar. Um hrækingar ritaði Halldór Kiljan Laxness í Alþýðubókinni 3. útgáfu 1949 bls. 72. á þessa leið: „Þá vík- ur sögunni að hrækingum á Ís- landi. Sú var tíðin að íslendingar hræktu hvar sem þeir stóðu. M.a. á gólfin í híbýlum sínum, stundum upp í rjáfrin. Fínni gestir hræktu þó vanalega bak við mubblurnar eða inn í ofninn. Jafnvel frammá mína daga hafa íslendingar verið blindir fyrir ósiðsemi hrækinga, einsog t.d. fyrir því að nota fing- urna fyrir vasaklút, éta úr nefinu á sér eða klóra sér í höfðinu og gá síðan undir nöglina. Þegar ég var lítill drengur gekk ég upp í þeirri dulinni að það væri höfuðtakmark allrar snildar að kunna að hrækja mannalega, og ég átti mér ekki heitari ósk en þá að geta hrækt jafnlángt og bóndi nokkur í sveit- inni … Vonandi er þó sú tíð í vændum að fullkomnasta stigið náist í þessari grein, en það er að kenna íslendingum að hætta að hrækja …“ Sið- aður maður hefur ekki þann ósið að hrækja, jafnvel ekki þegar hann fer einn saman fjarri manna- vegum, því síður á borgarstrætum eða innanhúss. Það er einlæg ósk mín að tekið verði mark á klausu Steinunnar P. Hafstað og ekki síður rituðum orðum HKL. Ég vil bæta við mínum óskum um að íþrótta- menn hætti að troða tóbaki í varir sínar og að áfengisdrykkja verði algerlega bönnuð í húsakynnum íþróttafélaga. Kristinn Snæland. Hver á mig? Yndisleg svört/hvít kisa, skottið er hvítt á endanum (þjófaljós) hefur verið hjá mér í garðinum und- anfarið, fyrst var hún með vina- band um hálsinn fyrir nokkrum vikum, síðan hvarf hún um tíma, þarnæst sá ég hana með með bláa hálsól og nú er enga ól að sjá. Uppl. í síma 775-2312 (Nova). Ást er… … að vona að sápukúlan springi ekki. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Félagsstarfeldriborgara Árskógar 4 | Handavinna/smíði/ útskurður kl. 9. Helgistund kl. 10.30. Myndlist kl. 13.30. Bólstaðarhlíð 43 | Myndlist kl. 9, bókband/leikfimi/skartgripagerð kl. 13. Félag eldri borgara, Reykjavík | Brids kl. 13 í Stangarhyl 4. Félagsheimilið Gjábakki | Ramma- vefnaður kl. 9.05, leikfimi kl. 9.15, bingó kl. 13.30 og myndlistarhópur kl. 16.10. Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Jónshús kl. 9.30-16, kvennaganga frá Hönnunarsafninu kl. 10, handa- vinnuhorn kl. 13, lifandi tónlist kl. 15. Félagsstarf eldri bæjarbúa Sel- tjarnarnesi | Vatnsleikfimi kl. 7.15. Kaffispjall í krók kl. 10.30. Félagsvist á Skólabraut kl. 14. Karlakaffi í safn- aðarheimili kirkjunnar kl. 14. Opinn púttvöllur við Skólabraut. Félagsstarf Gerðubergi | Opnað kl. 9, m.a. perlusaumur e. hádegi. Þri. 6. sept. kl. 13 hefst postulínsnámskeið, kennari Sigurbjörg Sigurjónsd. Skrán. á staðnum og s. 5573178. Á morgun kl. 10 prjónakaffi og kl. 10.30 staf- ganga. Hraunbær 105 | Handavinna kl. 9. Leikfimi kl. 9.15. Skrán. hafin í fé- lagsstarf. Myndlist, glerlist, postulín og tréskurður. Kynningarfundur á fé- lagsstarfi í dag kl. 13. Tímap. á hár- greiðslustofu s. 8946856, tímap. hjá Helgu fótafr. s. 6984938. Hraunsel | Félagsvist kl. 13.30. Hvassaleiti 56-58 | Félagsmiðstöðin kl. 8. Botsía kl. 10, félagsvist kl. 13.30, kaffisala í hléi. Böðun fyrir há- degi, fótaaðgerðir, hársnyrting. Hæðargarður 31 | Skrán. lýkur 2. sept. Mörg námskeið fullskipuð og byrja þegar í næstu viku. Önnur nám- skeið byrja um miðjan september. Um 50 möguleikar í félagsstarfi. Hausthátíð, kynning og skrán. 2. sept. kl. 14. Íþróttafélagið Glóð | Pútt á æf- ingasvæðinu við Kópavogslæk kl. 17. Norðurbrún 1 | Botsía kl. 10. Handa- vinna kl. 9/13. Leirlistarnámskeið kl. 9/13. Útskurður kl. 9. Vesturgata 7 | Kór Félagsstarfs aldr- aðra í Reykjavík, Söngfuglarnir, byrjar vetrarstarfið í dag kl. 13 undir stjórn Gróu Hreinsdóttur. Getum bætt við okkur öllum röddum. Kertaskreyting og glerskurður hefst í dag, leiðb. Vig- dís Hansen. Uppl. og skrán. í síma 535-2740. Hvatningarsálmur er yfirskrifteftir Helga Zimsen í tilefni af Landsmóti hagyrðinga, sem haldið verður annað kvöld á Stykkishólmi: Snæfellsnesið snúum á, snögg þar hreppum gaman. Þar má ýmis undur sjá, af þeim hafa gaman. Fimur skaltu fljóta með, foldir bragsins könnum, þarna okkar gleðja geð gæðakvæði í hrönnum. Auðga skaltu innri sjóð, eflum gleði saman. Eta, drekka, yrkja ljóð enn er besta gaman. Þetta verður frábær ferð, fráleitt vomið. Auglýsingu yrkja verð öll svo komið. Káta ferð um kvæðalönd klókur skaltu panta. Gríptu mal og miða í hönd, mun þá ekkert vanta. „La dolce vita,“ var yfirskrift þessarar vísu kerlingarinnar í Skólavörðuholtinu: Kát við mínar dósir dvel, dilla mér og riða, ákaflega viðrar vel til vondra drykkjusiða. Pétur Blöndal pebl@mbl.is Vísnahorn Af landsmóti og gæðakvæðum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.