Morgunblaðið - 01.09.2011, Blaðsíða 22
22 UMRÆÐAN
Bréf til blaðsins
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. SEPTEMBER 2011
Á bæjarstjórnarfundi 24. maí 2011
ákvað meirihlutinn að fella niður
heimgreiðslur til foreldra barna
undir tveggja ára aldri. Ákvörðunin
var tekin í trássi við það sam-
komulag sem gert var við fulltrúa
Sjálfstæðisflokksins um að halda
þeim áfram eins og sjá má í fjár-
hagsáætluninni fyrir árið 2011.
Samkomulagið var sem sagt svikið
svo töluð sé hrein íslenska. For-
eldrar 350 barna sem ekki hafa
fengið pláss hjá dagmæðrum eða
komast á leikskóla hafa nýtt sér
þetta úrræði.
Upphæðin sem foreldrum hefur
verið greidd í gegnum tíðina tók
mið af greiðslum til dagmæðra með
hverju barni. Í ljósi sparnaðar var
upphæðin lækkuð við gerð fjár-
hagsáætlunar 2011 úr 35.000 kr. í
25.000 kr. Meirihlutinn ákvað síðan
að fella greiðslurnar niður í dag en
hefur um leið spennt bogann á
ýmsum öðrum sviðum langt um-
fram heimildir fjárhagsáætlunar.
Sumir af fulltrúum meirihlutans
hafa flokkað heimgreiðslurnar und-
ir lúxusúrræði. Hið rétta er að
þetta er leið sem
nýtist mörgum
þeim sem lítið
hafa handa á
milli og þeir eru
fjölmargir í nú-
verandi efna-
hagsástandi.
Fyrir þeim er
þetta ekki lúxus
heldur nauð og
því er verið að
kippa fótunum
undan þessu fólki; fólki sem hefur
skipulagt vinnu sína í ljósi þessara
greiðslna. Fulltrúar Sjálfstæð-
isflokksins hafa líka lagt áherslu á
að þetta sé valkostur fyrir þá sem
ekki fá pláss hjá dagmæðrum og
létti einnig á biðlistum á leikskóla.
Valkostur hljómar hins vegar aldrei
vel þegar um vinstrimenn er að
ræða. Allt skal steypt í opinbera
módelið. Það verður svo fróðlegt í
framhaldinu að sjá hvernig meiri-
hlutanum tekst að glíma við biðlist-
ana.
ÁRMANN KR. ÓLAFSSON,
frkvstj. Sjálfstæðisflokksins
í Kópavogi.
Greiðslum til barnafjöl-
skyldna í Kópavogi hætt í dag
Frá Ármanni Kr. Ólafssyni
Ármann
Kr. Ólafsson
Í drögum að
þingsályktunartillögu
um rammaáætlun um
vernd og nýtingu
náttúrusvæða með
áherslu á vatnsafl og
jarðhitasvæði eru 69
virkjunarhugmyndir
metnar og flokkaðir í
þrennt, 1) þær sem
koma til greina til
orkuframleiðslu (alls
21 vatnsafls- og jarðvarmavirkjun),
2) biðflokkur sem skoðaður verður
betur (alls 28 hugmyndir) og 3)
verndarflokkur, alls um 13 svæði
(þar sem 20 virkjunarhugmyndir
voru metnar). Flokkunin er vel rök-
studd. Það kemur því á óvart að
talsmenn orkufyrirtækja og sumir
þingmenn skuli halda því fram að
verndarflokkurinn sé allt of stór.
Þar genga lengst fulltrúi Samorku,
fréttamaður Stöðvar 2 og Jón
Gunnarsson þingmaður Sunnlend-
inga.
Þessi umræða er á villigötum, því
ekki er tekið tillit til þess að þegar
er búð að reisa 28 vatnsaflsvirkjanir
og 6 jarðvarmavirkjanir. Þegar er
búið að nýta um helming af hag-
kvæmri vatnsorku (12,2 TWh), þar
af stærstu ár landsins. Eftir að lög
um mat á umhverfisáhrifum tóku
gildi var meira að segja virkjunin í
Jökulsá á Dal (Kárahnjúkavirkjun)
úrskurðuð með svo mikil umhverfis-
áhrif að ekki væri verjandi að reisa
hana, en umhverfisráðherra sneri
úrskurðinum við og felldi niður frið-
lýsingu Kringilsárrana til þess að
Hálslón gæti flætt yfir hann. Nátt-
úrusvæði Kára-
hnjúkavirkjunar var
einnig talið hafa einna
mest náttúruvernd-
argildi í 1. áfanga
rammaáætlunar.
Einnig eru vatnsafls-
virkjanir á friðlýstum
verndarsvæðum, eins
og Laxárvirkjanirnar
þrjár og Kvíslaveita í
Þjórsárverum, með sín
30 km2 lón (lítið minna
en Mývatn). Þegar er
búið að virkja 4,5 TWh í jarðvarma
án þess að þessi svæði væru flokk-
uð í rammaáætlun eða tekið tillit til
þeirra í fyrsta áfanga rammaáætl-
unar. Því er með réttu hægt að
segja að virkjanakostir sem mælt
er með í þingályktunartillögunni
ásamt þeim sem búið er að reisa
séu 55 á móti 20 í verndarflokki.
Þetta ættu þeir sem hafa sig mest í
frammi um fjölda verndarsvæða að
skoða fyrst áður en þeir fara að
bera harma sína á borð lands-
manna.
Umræða um
rammaáætlun
á villugötum
Eftir Gísli Már
Gíslason
Gísli Már Gíslason
» Í umræðum um
rammaáætlun
gleyma virkjanasinnar
því að þegar hafa verið
reistar 28 vatnsafls-
virkjanir og 6 jarð-
varmavirkjanir fram hjá
slíkri flokkun.
Höfundur er prófessor í vatnalíffræði
við líf- og umhverfisfræðideild HÍ.
Bóndi nokkur og bú-
fræðingur reyndi á
dögunum að útskýra
fyrir mér eðli bein-
greiðslna og fleira sem
við kemur landbúnaði.
Verð ég því miður að
reyna að leiðrétta
hann, því það er eins
og að það vanti stund-
um afruglara á suma
bændur því þeir skilja
svo margt öðruvísi en almenningur.
1. Beingreiðslur til bænda fara
beint á bankabækur þeirra og eru
borgaðar af neytendum (ríkinu).
Þegar svo neytendur (skattgreið-
endur) fara út í búð að kaupa mat-
vörur sem bændurnir hafa fram-
leitt, eru þeir að borga í annað sinn
og til og með langhæsta verð í
heimi. Sem sagt, tvíborgað. Segðu
svo bara að svart sé hvítt.
2. Bændur fá beingreiðslur (sum-
ir segja til að halda uppi byggð í
landinu) til að framleiða kjöt. Sumt
er etið hér og annað fer út. Það
þýðir ekkert að berja hausnum við
steininn í þessum efnum, því neyt-
andinn hefur borgað með þessari
framleiðslu með beingreiðslunum.
Og þar stendur hnífurinn í kúnni,
vegna þess að þegar við erum að
borga með framleiðslu á kindakjöti
þá erum við að borga með ofbeit á
mjög svo illa förnum gróðri lands-
ins.
Það getur verið að sumir séu
sáttir við að Landgræðslunni hafi
tekist á 100 árum að endurheimta
aðeins rúmlega 1% af horfnum
gróðri. Ég er ekki sátt við það. Það
ætti að vera miklu,
miklu meira. „Víða eru
afréttir að kafna í sinu
sökum fjárleysis“, seg-
ir bóndi. Ég segi aftur
á móti: „Gráttu ekki
sinuna því þarna er
jarðvegsþykknun á
ferð.“ Annars væri nú
ekki ónýtt að berja
þessa sinuafrétti aug-
um. Hvar eru þeir all-
ir? Nefndu þá með
nafni svo ég geti gert
mér ferð þangað og
skoðað þessi merkilegu undur.
„Kafna í sinu“.
Mér finnst reyndar merkilegt
hvað flestir eru blindir á gróður
landsins. Margir halda t.d. að
lyngmóarnir hafi alltaf litið svona út
en hafa ekki hugmynd um að lyngið
er síðasta plantan sem tórir þar.
Allar hinar eru horfnar. Sumir mó-
ar eru komnir á það stig að kútvelt-
ast í frostlyftingum og fer þá að
styttast í algjöra auðn.
3. Þessi gjaldeyrir sem kemur inn
í landið fyrir rollukjöt er blóðugur
fórnargjaldeyrir. Við höfum fórnað
peningum og gróðri út á hann. Er
það þess virði? Nei, segi ég.
4. Það er enginn að tala um að út-
rýma bændum, bara fækka þeim og
hætta að borga með þeim (meðlag).
Aftur á móti væri kjörið að ráða þá
í vinnu hjá neytendum við að græða
upp landið. Þá héti það kaup en
ekki meðlag (beingreiðsla).
5. Ég nefndi svín og kjúkling
vegna þess að þau naga ekki bratt-
ar hlíðar né gróðurleifar á fjöllum.
Vissulega eru viðkomandi bændur
háðir innflutningi eins og aðrir
bændur og þess vegna ættum við
hér á skerinu að lifa í sátt við aðrar
þjóðir. Öðruvísi er ekki hægt að
tryggja matvælaöryggi.
6. Þar sem ég þekki til bænda þá
er annar aðilinn útivinnandi eða
jafnvel báðir. Sumir bændur vinna
hluta úr degi eða hluta úr árinu en
aðrir allt árið. Sumir eru með fóst-
urbörn (í kippum) frá Félagsmála-
stofnun (ókeypis vinnuafl sem er
borgað með), aðrir drýgja tekjurnar
með sölu á mat (úr vottuðum eld-
húsum) og gistingu (bændagisting).
Jafnvel formaður Bændasamtak-
anna verður að vinna með búinu.
Auk þess halda bændur þessu sjálf-
ir fram, að þeir geti ekki lifað af bú-
skapnum einum saman, heldur
þurfi þeir að grípa til vinnu utan
býlisins.
7. Bóndinn ásakar mig um stað-
reyndarleysi. Hingað til hef ég farið
eftir rituðum heimildum. Í því sam-
bandi vil ég benda honum á mér
fróðari menn sem hafa skrifað um
þessi mál, og verður efstur á blaði
Þórólfur Matthíasson, prófessor við
Háskóla Íslands. Þá kannski trúir
hann mér, því Þórólfur notar glóð-
volgar tölur frá Bændasamtök-
unum. Ég get bent á marga fleiri
fróða menn og konur en læt þennan
ágæta mann nægja að sinni.
8. Bóndi góður! Það væri góður
siður hjá þér að lesa greinar vel áð-
ur en þú ferð að svara þeim, þá yrði
minna um misskilning og rangtúlk-
anir hjá þér, því aðalinnihald flestra
greina minna er að mótmæla með-
lögum til bænda og alveg sérstak-
lega að borga með fjárbændum, því
með því erum við að stuðla að gróð-
ureyðingu. Svo einfalt er það. Betra
væri að nota milljarðana í beitar-
hólfsgirðingar svo fjöll og heiðar
geti líka „kafnað í sinu“.
Beingreiðslur eru
ekki beingreiðslur
Eftir Margréti
Jónsdóttur
»Höfundur reynir að
afrugla bóndann
Sigurjón Þór Vignisson
Margrét Jónsdóttir
Höfundur er eftirlaunaþegi (melteig-
ur@simnet.is)
Morgunblaðið birtir alla útgáfu-
daga aðsendar umræðugreinar
frá lesendum. Blaðið áskilur sér
rétt til að hafna greinum, stytta
texta í samráði við höfunda og
ákveða hvort grein birtist í um-
ræðunni eða í bréfum til blaðs-
ins. Blaðið birtir ekki greinar,
sem eru skrifaðar fyrst og
fremst til að kynna starfsemi
einstakra stofnana, fyrirtækja
eða samtaka eða til að kynna
viðburði, svo sem fundi og ráð-
stefnur.
Móttaka aðsendra greina
Þann 9. september kemur út
glæsilegt sérblað um börn
og uppeldi sem mun
fylgja Morgunblaðinu
þann dag
ÖRYGGI BARNA INNAN OG UTAN HEIMILIS
BARNAVAGNAR OG KERRUR
BÆKUR FYRIR BÖRNIN
ÞROSKALEIKFÖNG
UNGBARNASUND
VERÐANDI FORELDRAR
FATNAÐUR Á BÖRN
GLERAUGU FYRIR BÖRN
ÞROSKI BARNA
GÓÐ RÁÐ VIÐ UPPELDI
NÁMSKEIÐ FYRIR BÖRNIN
TÓMSTUNDIR FYRIR BÖRNIN
BARNAMATUR
BARNALJÓSMYNDIR
ÁSAMT FULLT AF SPENNANDI EFNI UM BÖRN
–– Meira fyrir lesendur
PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA:
Fyrir kl. 16,
mánudaginn 5. sepember
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR:
Katrín Theódórsdóttir
kata@mbl.is
Sími: 569-1105
Börn & uppeldi
SÉRBLAÐ
Börn & uppeldi