Morgunblaðið - 01.09.2011, Síða 11
Morgunblaðið/Eggert
Baráttukona Vandana Shiva hefur ástríðu fyrir starfi sínu og vill breiða boðskapinn út um allan heim.
fyrir því. Fræið vill margfaldast og
dreifast og skapa allsnægtir,“ segir
Vandana.
Raunveruleg sjálfbærni
Sjálfbærni segir Vandana ekki
snúast um að fyrirtæki auglýsi sig og
slái um sig með henni. Raunveruleg
sjálfbærni snúist um mat og land-
búnað og það sé það sem máli skipti.
Um allan heim séu til reglugerðir
sem miða að því að stöðva lífrænan
landbúnað t.d. með lögum um að
ólöglegt sé að safna fræjum. Með-
limir í Grænu hreyfingunni noti því
orð Gandhi, satacre, um það að safna
fræjum en orðið þýðir að berjast fyr-
ir sannleikanum.
Þeir telji það vist-
væna og siðferðilega
skyldu sína að safna
fræjum. Einnig segir
Vandana að reynt sé
að binda enda á líf-
ræna ræktun með
því að leggja stórar
fjárhæðir í erfða-
breyttan landbúnað.
Í þriðja lagi sé mat-
vælaöryggi notað
sem vopn í barátt-
unni gegn lífrænum
landbúnaði.
„Samkvæmt slíkum reglum er
því t.d. haldið fram að ef þú malar
kaffi með höndunum þá sé það
hættulegt og að heimagerður ostur
geti drepið þig. En í raun skapar iðn-
væddur landbúnaður mun meiri
áhættu. Gegn þessu er borgaraleg
óhlýðni nauðsynleg og við erum stað-
föst í uppbyggingu landbúnaðar sem
talar máli líkama okkar, jarðarinnar
og huga okkar. Við höldum áfram og
lífræn hreyfing vex nú um 25% á ári
alls staðar. Út frá okkur er til að
mynda hálf milljón bænda sem fylgja
okkur og þar liggur framtíðin,“ segir
Vandana.
Sjónarhóll kvenna
Vandana segir að Ísland og Ind-
land geti átt samvinnu með því að
vilja eingöngu stunda lífræna rækt-
un án erfðabreyttra matvæla. Ísland
hreyki sér af jafnrétti kynjanna og
mikilvægt sé að skoða hlutina út frá
sjónarhóli kvenna sem oft þekki
náttúruna einna best. Konur hafi í
gegnum tíðina verið einna ötulustu
fræsafnararnir og stór hluti bænda.
Í iðnvæddum löndum í dag þar sem
lífræn ræktun sé að byggjast upp
séu flestir bændanna konur. Þetta
segir Vandana mjög athyglisvert og
eigi við t.d. í Bandaríkjunum.
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. SEPTEMBER 2011
Almenningsíþróttadeild Víkings set-
ur af stað nýtt almenningshlaup í dag
kl. 19 og kallast það Fossvogshlaupið.
Tvær vegalengdir verða í boði, 5 og
10 km með tímatöku. Hlaupið verður
ræst við Víkina, Traðarlandi 1 í Foss-
vogi. Hlaupaleiðin er hringur í Foss-
vogsdal; í 5 km er hlaupinn einn
hringur en tveir í 10 km. Drykkjarstöð
er á miðri leið fyrir þá sem hlaupa 10
km. Forskráning er á hlaup.com til kl.
16 í dag en eftir það og fram til kl.
18:45 er hægt að skrá sig í Víkinni,
Traðarlandi 1.
Verðlaun verða veitt fyrir þrjú
fyrstu sætin í kvenna- og karlaflokki í
báðum vegalengdum.
Aldursflokkar: 12-15 ára, 16-18 ára,
19-39, 40-49, 50-59, 60-69, 70 ára
og eldri.
www.vikingur.is/almennings
netfang: almenningur@vikingur.is
Allir út að hlaupa
Morgunblaðið/Golli
Nýtt almenningshlaup í dag
Í vetur verður boðið upp á fría hug-
leiðsla og gong slökun í hádeginu alla
mánudaga milli klukkan 12:00 og
12:45 í Borgartúni 3 en þar eru til hús
Ljósheimar, fyrir huga líkama og sál.
Í fréttatilkynningu kemur fram að
þetta sé fastur liður í vetrarstarfi
Ljósheima.
Nýverið eignuðust Ljósheimar
merkilegt gong sem er handsmíðað
úr hömruðum málmi, en gongið er
ævafornt hljóðfæri og hefur verið
notað í þúsundir ára einkum í suð-
austur Asíu.
Hljóð gongsins framkallar djúpa
slökun og losar hlustandann frá
endalausu flæði hugsana.
Samkvæmt jógískum fræðum örv-
ar slökun með gongi innkirtla-
starfsemi líkamans, styrkir tauga-
kerfið og losar um uppsafnaða
streitu. Mánudagsádegishugleiðslan
er öllum opin og án endurgjalds.
Nánari upplýsingar veitir Sólbjört
Guðmundsdóttir í síma 862 4546
www.ljosheimar.is
Slökun
Gong Ævafornt og framkallar slökun.
Frí hugleiðsla og gong
slökun alla mánudaga í vetur
Vandana Shiva er einn af mörg-
um fræðimönum sem lögðu
hönd á plóginn við skrif á tveim-
ur skýrslum sem bókaútgáfan
Salka hefur nú gefið út undir
heitinu Ákall til mannkynsins,
sjálfbærni, lýðheilsa, bætt
loftslag. Í þeirri bók er annars
vegar að finna skýrsluna
Stefnulýsing um fram-
tíð matvæla og hins
vegar Stefnulýsing um
loftslagsbreytingar og
framtíð matvæla-
öryggis. Þær eru samd-
ar af alþjóðanefndinni
um framtíð matvæla
og landbúnaðar. Í inn-
gangi segir að skýrsl-
urnar séu ákall til
mannkyns um að horf-
ast í augu við veru-
leikann.
Ákall til
mannkyns
ÚTGÁFA
Fólk sem ræktar sitt eigið grænmeti
og ávexti er líklegt til að vera duglegt
að borða uppskeruna. Rannsókn sem
gerð var í Bandaríkjunum sýnir að
þeir sem rækta slíkt í almennings-
ræktunargörðum séu enn duglegri við
átið. Bandaríska tímaritið American
Journal of Public birti nýverið nið-
urstöður þar sem 436 karlar og konur
í Denver voru spurð hversu mikla
garðrækt þau stunduðu að jafnaði yfir
eitt ár, hversu marga skammta af
ávöxtum og grænmeti þau borðuðu á
dag og hve mikla hreyfingu þau
stunduðu.
Öflugt félagsstarf
Ríflega helmingur hópsins eða 57%
stundaði garðrækt en meirihlutinn
stundaði hana heima fyrir eða 48% á
móti 9%. Það kom hins vegar í ljós að
helmingur þess hóps sem stundaði
garðrækt í almenningsrýmum borðaði
fimm skammta af grænmeti og ávöxt-
um á dag. Það var mun meira en hinir.
Það sýndi sig að meiri neysla fór sam-
an við félagslega þátttöku og
jákvæðara viðhorf til umhverfisins.
Er talið að almenningsrækt-
unargarðar geti stuðlað að slíku þar
sem að þar hittist fólk frekar fleira
saman og sé ekki eins einangrað og í
sínum eigin garði. Leggja rannsak-
endur til að bandarísk yfirvöld geri
skurk í því að koma upp slíkum rækt-
unarsvæðum sem víðast og styðji við
öflugt félagsstarf þeim tengt. Til að
mynda með því að halda líflega og
skemmtilega matarmarkaði á upp-
skerutíma. Kemur þetta fram á vef-
síðu bandaríska dagblaðsins Los Ang-
eles Times.
Grænmetisrækt
Skemmtilegra að rækta í hópi
Morgunblaðið/Eggert
Allt á fullu Það er bæði frískandi og skemmtilegt að stunda garðrækt.
Fjarðarkaup
Gildir 1.-4. sept. verð nú áður mælie. verð
Svínakótilettur úr kjötborði.......... 998 1.498 998 kr. kg
Svínalundir úr kjötborði .............. 1.498 2.098 1.498 kr. kg
Svínabógur úr kjötborði .............. 645 745 645 kr. kg
Nautahakk, 2,5kg í poka ............ 3.245 3.995 1.298 kr. kg
Hamborgarar, 2x115g m/br........ 396 480 396 kr. pk.
Ísfugl, frosinn kjúklingur ............. 698 785 698 kr. kg
KF íslenskt heiðarlamb............... 1.498 1.898 1.498 kr. kg
KF sveitabjúgu, 1,26 kg.............. 598 679 474 kr. kg
FK reykt folaldakjöt .................... 676 786 676 kr. kg
Grillaður kjúkl. +2 ltr coke........... 1.198 1.398 1.198 kr. pk.
Hagkaup
Gildir 1.-4. sept. verð nú áður mælie. verð
Holta úrb. skinnl. bringur ............ 1.998 2.854 1.998 kr. kg
Holta læri og leggir í texaskr. ....... 678 969 678 kr. kg
Holta leggir ferskir í magnpk. ...... 629 898 629 kr. kg
SS grískar grísahnakkasneiðar .... 1.499 2.142 1.499 kr. kg
Óðals grísakótilettur ................... 1.049 1.498 1.049 kr. kg
Myllu hvítlaukshringur ................ 279 449 279 kr. stk.
Myllu snúðar ............................. 99 239 99 kr. stk.
Krónan
Gildir 1.-4. sept. verð nú áður mælie. verð
Ungnautamínútusteik................. 1.925 3.849 1.925 kr. kg
Ungnautapiparsteik ................... 1.925 3.849 1.925 kr. kg
Ungnautagúllas ......................... 1.874 2.498 1.874 kr. kg
Ungnautasnitsel ........................ 2.173 2.897 2.173 kr. kg
Topp béarnaise-sósa, 225 ml ..... 297 349 1.320 kr. ltr
Kjörís mjúkís m/piparm., 1 ltr ..... 439 549 439 kr. ltr
Kjörís mjúkís súkkulaði, 1 ltr ....... 439 548 439 kr. ltr
McCain súkkulaðikaka, 510 g..... 699 739 1.371 kr. kg
Appelsínur ................................ 118 197 118 kr. kg
Allra ananassneiðar, 565 g......... 159 179 281 kr. kg
Nóatún
Gildir 1.-4. sept. verð nú áður mælie. verð
Lambaframhryggjarsneiðar ......... 1.598 1.998 1.598 kr. kg
Ungnautafille ............................ 3.358 4.198 3.358 kr. kg
Grísalundir ................................ 1.698 2.298 1.698 kr. kg
Ungnautahamborgari, 120 g ...... 249 289 249 kr. stk.
Sóma brauðsalöt, 5 tegundir ...... 287 319 287 kr. stk.
Findus lasagna, 375 g ............... 593 698 1.581 kr. kg
Findus kanilsnúðar, 420 g .......... 484 569 1.152 kr. kg
Montegard steinbrauð................ 339 429 339 kr. stk.
Þín verslun
Gildir 1.-4. sept. verð nú áður mælie. verð
Svínahnakki úrb. úr kjötborði ...... 1.349 1.854 1.349 kr. kg
Svínakótilettur úr kjötborði.......... 1.198 1.854 1.198 kr. kg
Svínarif úr kjötborði.................... 749 849 749 kr. kg
Piparostur, 150 g ....................... 249 275 1.660 kr. kg
MS heimilisgrjónagr., 500 g........ 255 306 510 kr. kg
Hatting pítubrauð, 6 stk.............. 289 379 289 kr. pk.
Melatin sultuhleypir, 40 g ........... 199 249 498 kr. kg
Maryland kex, 172 g .................. 139 159 808 kr. kg
Hunt’s spaghettisósa, 751 g....... 249 285 332 kr. kg
Corny Choko múslíbar, 150 g...... 355 425 2367 kr. kg
Helgartilboðin
Morgunblaðið/Golli