Morgunblaðið - 01.09.2011, Qupperneq 20
BAKSVIÐ
Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
U
tanvegaakstur hefur
verið töluvert vanda-
mál innan bæjar-
marka Mosfellsbæjar
undanfarin ár. Bærinn
ákvað fyrir skemmstu að efna til sam-
vinnu hagsmunaaðila og freista þess
að ná sátt um hvar megi aka og hvar
ekki. Í kjölfarið er gert ráð fyrir að
búið verði til landakort sem sýni þess-
ar upplýsingar með óyggjandi hætti.
Að hluta til er fyrirmyndin að
þessu starfi Mosfellsbæjar það verk-
efni sem verið hefur í gangi í átta ár
og felst í að kortleggja vegi og slóða á
hálendinu og ákveða hverja megi aka
og hverja ekki. Mosfellsbær mun
vera fyrsta sveitarfélagið sem ekki
liggur að hálendinu sem byrjar á
þessari vinnu.
Þolir ekki mikla umferð
Eitt þeirra eignarlanda í Mos-
fellsbæ sem hefur orðið fyrir barðinu
á utanvegaakstri er jörðin Reykir en
land hennar nær langt inn að Mos-
fellsheiði. Jón Magnús Jónsson,
bóndi á Reykjum, segir að fyrst hafi
farið að bera verulega á utanvega-
akstri fyrir 5-6 árum en steininn hafi
tekið úr fyrir 1-2 árum. Eftir að hann
og aðrir landeigendur á þessum slóð-
um spyrntu í sameiningu við fótum,
m.a. með því að stuðla að umfjöllun
um málið í Mosfellspóstinum og með
því að setja upp bannskilti, hafi aftur
dregið úr vandanum. Baráttan hefur
ekki verið þrautalaus og hefur skilt-
um ítrekað verið stolið eða þau eyði-
lögð.
Jón Magnús segir að landið sem
um ræði sé viðkvæmt og þoli alls ekki
mikla umferð. Bændur á Reykjum
hafi í gegnum árin ekið dráttarvélum
þangað upp eftir, s.s. til að sinna girð-
ingavinnu. Ekki hafi verið um neina
vegi að ræða heldur e.t.v. sést för eft-
ir traktora sem eingöngu var ekið þar
um þegar þörf krafði. Þá hafi bændur
gert hlið á girðingar svo hægt sé að
fara á milli á hrossum, t.d. við búfjár-
rekstur. Út frá þessum traktors-
förum og við hliðin hafi slóðar farið að
myndast eftir jeppa, dálítið eftir fjór-
hjól en aðallega eftir torfærumótor-
hjól. „Þessir slóðar hefðu ekki mynd-
ast nema af því að hliðin eru á þessum
stöðum og menn stelast þarna inn eft-
ir. Þó að maður fari eitthvað að sinna
landinu á traktor, jú það kannski sést,
en það myndar ekki veg.“ Hann bætir
við að ef torfæruhjólamennirnir færu
varlega væri ekki víst að mikil um-
merki sæjust eftir þá, a.m.k. ekki ef
þeir færu um þurrt land. „En þeir
virðast alltaf þurfa að vera að spóla
úti um allt á sínum kraftmiklu hjól-
um,“ segir hann. Þegar hann hefur
séð til þeirra hafa hjólin oftast nær
verið númerslaus. „Það er mikið af
göngufólki sem fer þarna um og við
erum í raun og veru bara ánægðir
með það,“ segir Jón Magnús. „En
þetta finnst okkur ferlega leiðinlegt.“
Ganga alltaf vel um landið
Jón bendir á að þau systkinin hafi
verið alin upp við að alls ekki mætti
fara upp á heiðina að vori og hausti
þegar landið væri blautt og hvað við-
kvæmast, hvort sem væri á hrossum
eða traktorum. Foreldrar þeirra, eig-
endur jarðarinnar, hafi lagt blátt
bann við slíku og eftir því hafi þau alla
tíð farið. Þannig hafi þetta verið um
alla sveitina.
Jón þakkar það umfjöllun um
vandamálið að dregið hafi úr því. Þá
hafi torfæruhjólaklúbburinn í Mos-
fellsbæ beitt sér gegn utanvegaakstri
og unnið gott starf. Oft sé erfitt að ná
til svörtu sauðanna.
Meðal mótorhjólamanna heyr-
ast stundum þær röksemdir að úr
því að í landinu sé slóði eða vegur
megi þeir aka þar um líka. Jón
Magnús gefur lítið fyrir það.
„Þetta eru bara vegir sem
þeir hafa búið til sjálfir, bara
land sem þeir byrja að keyra
ofan á.“
Mosfellsbær byrjað-
ur af ærinni ástæðu
Morgunblaðið/RAX
Utanvega Jón Magnús Jónsson, bóndi á Reykjum, segir að bera hafi farið
mjög á utanvegaakstri fyrir 5-6 árum en steininn tekið úr fyrir 1-2 árum.
20
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. SEPTEMBER 2011
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Jóhanna Sig-urðardóttirforsætisráð-
herra ræddi við
fréttamenn á
tröppum stjórnar-
ráðsins sl. þriðju-
dag. Hún var mjög undrandi á
nýlegum flokkssamþykktum
VG, sem sneru að ríkisstjórn-
inni. Sagðist hissa á ályktun
samstarfsflokksins um kosn-
ingu í stjórn Byggðastofnunar,
þar sem þeim stjórnarmönnum
sem ekki voru tilbúnir til að
dansa eftir flautu ráðherra
Samfylkingar var einfaldlega
ýtt út. En einkum sagðist þó Jó-
hanna Sigurðardóttir vera yfir
sig undrandi yfir kröfu VG um
rannsókn á aðild Íslands að
sprengjuárásum úr lofti á Líb-
íu. Jóhanna tók sérstaklega
fram að málið hefði verið tekið
fyrir í ríkisstjórn og sagði að
Össur Skarphéðinsson hefði
hagað sér kórrétt í málinu og í
einu og öllu í samræmi við
ályktun Alþingis um það. Orð-
rétt sagði Jóhanna: „Mér finnst
það nú bara alveg óskiljanlegt
vegna þess að utanrík-
isráðherra hefur í alla staði
staðið vel að þessu máli og ég
tek undir hans málflutning sem
er kórréttur. Hann fór full-
komlega að ályktun Alþingis í
þessu máli og þetta mál hefur
verið í ríkisstjórn þannig að
þessi ályktun VG er alveg
óskiljanleg.“
Fréttamenn ljósvakamiðl-
anna fluttu þessar skýringar
forsætisráðherrans at-
hugasemdalaust og spurðu ekk-
ert út í hana. Auð-
vitað má ætla að
fréttamönnunum
hafi komið á óvart
að heyra um sér-
staka ályktun Al-
þingis um árás-
irnar á Líbíu. En þá hafi ekki
órað fyrir að forsætisráð-
herrann færi með hrein ósann-
indi í þeim efnum eða þetta
væri fleipur eitt og ráðherrann
vissi ekki betur. En hvergi
nokkurs staðar um víða veröld
myndu hæfir fréttamenn láta
slíkt mál standa. Helsta skýr-
ing forsætisráðherrans á því að
utanríkisráðherrann hafi staðið
„fullkomlega“ að þýðing-
armiklu máli á enga stoð í veru-
leikanum. Það eru aðeins tvær
skýringar til á hinni furðulega
fullyrðingu. Annaðhvort sagði
ráðherrann ósatt í þeirri trú að
hann kæmist frá því eða hefði
misskilið málið hrapallega og
væri út á þekju. Báðar skýring-
arnar eru afleitar þótt önnur sé
aðeins verri en hin. En þær eru
hvor um sig enn eitt dæmið um
að Jóhanna Sigurðardóttir er
fjarri því að valda sínu verkefni.
En Jóhanna sagði einnig
„þetta mál hefur verið í rík-
isstjórn þannig að þessi ályktun
VG er alveg óskiljanleg“. Þessi
orð verða ekki skilin öðruvísi en
svo að forsætisráðherrann telji
að ráðherrar Vinstri grænna
hafi samþykkt eða að minnsta
kosti ekki lagst gegn árásum
Nató á Líbíu, nema þá með
óljósu tali til málamynda. Það
mat er vissulega eftirtekt-
arvert.
Fróðlegt verður að
sjá hvað verður um
fréttamannaheiður
á ljósvakamiðlum }
Bara alveg óskiljanlegt
Fréttir berast afþví í sífellu að
fólk streymi frá
landinu í leit að
betri lífskjörum.
Tölurnar um heild-
arfjöldann eru slá-
andi en það er einnig sláandi að
lesa um hverjir eru að fara.
Morgunblaðið hefur til dæmis
að undanförnu sagt frá mörg-
um læknum með sérfræði-
menntun sem eru búnir að gef-
ast upp á aðstæðum hér á landi
og viðhorfi stjórnvalda. Þeim,
líka þeim sem fara til Norður-
landanna, bjóðast mun betri
kjör erlendis og um leið lægri
skattbyrði. Annað hvort væri ef
til vill nokkuð sem menn gætu
sætt sig við, en þegar þetta
leggst á eitt er skiljanlegt að
eitthvað gefi eftir.
Einn þessara lækna lýsti
ástandinu ágætlega í viðtali við
Morgunblaðið í gær: „Því er
ekki að leyna að kjörin sem
bjóðast sérfræðimenntuðum
læknum heima og
hér úti í Svíþjóð
eru hvergi nærri
sambærileg. Skatt-
ar eru hækkaðir
heima með þeim
formerkjum að ver-
ið sé að færa þjóðfélagið nær
norrænum velferðarsam-
félögum. En það er ekki bara
hægt að hækka skatta án þess
að koma með neitt á móti.
Launin hér eru rúmlega helm-
ingi hærri og barnabætur eru
ekki tekjutengdar. Svo eru hús-
næðiskaup auðvelduð með nið-
urgreiðslu á vöxtum en fyr-
irkomulaginu er náttúrlega
þveröfugt farið heima.“
Útgáfa Samfylkingar og
Vinstri grænna á norrænni vel-
ferð gengur miklu lengra en
annars staðar á Norðurlöndum
og skattpíningin er komin út yf-
ir allan þjófabálk. Samt sem áð-
ur er haldið áfram að hækka
skatta og milljarða hækkanir til
viðbótar áformaðar á næsta ári.
Útfærsla ríkisstjórn-
arinnar á norrænni
velferð er að hrekja
fólk af landi brott}
Íslenska norræna velferðin
Þ
jóðin sýnir tillögum stjórnlagaráðs
um nýja stjórnarskrá áberandi
áhugaleysi. Þar er þjóðin í fullu
samræmi við sjálfa sig því á sínum
tíma sá hún enga ástæðu til að
fjölmenna á kjörstað til að kjósa fulltrúa í
þetta sérkennilega dekurráð Jóhönnu Sigurð-
ardóttur. Stjórnlagaráð á sér þó sitt klapplið,
sem skrifar reglulega lofgreinar um það í dag-
blöð og tjáir sig á netinu, þar sem það hrósar
ráðinu fyrir fyrirmyndarvinnubrögð og gefur
í skyn að þeir sem falli ekki í stafi yfir tillögum
ráðsins séu annaðhvort stofnanasinnar af
verstu sort eða hreinlega óvinir nýs og betra
lýðræðis.
Þetta nýja og betra lýðræði sem stjórnlaga-
ráð boðar felst meðal annars í nýju kosninga-
kerfi sem er svo ruglingslegt og skrýtið að
enginn botnar í því, og svo er það víst óframkvæmanlegt.
Stjórnlagaráð boðar einnig að 10 prósent þjóðarinnar
geti krafist þjóðaratkvæðagreiðslu og lagt frumvarp fyr-
ir Alþingi. Einn stjórnlagaráðsfulltrúinn sagði í fjöl-
miðlum að með þeirri tillögu væri Ísland að verða næsti
bær við Sviss – hið annálaða lýðræðisríki þar sem konur
fengu kosningarétt árið 1971.
Það er einkennilegt að enginn þeirra sem sitja í stjórn-
lagaráði skuli hafa lýst sig andvígan því að lítið hlutfall
landsmanna geti gert slíkar kröfur. Við vitum öll að það
er lítill vandi að fá 10 prósent landsmanna til að skrifa
undir hvaða dellu sem er. Einhverjir vilja kannski meina
að við höfum efni á slíkri dellu og telja hana
jafnvel til marks um fyrirmyndarlýðræði.
Aðrir eru svo kannski spenntir fyrir skemmt-
anagildinu sem slíkt fyrirkomulag framkallar
þegar þegnarnir dunda við það löngum
stundum að safna undirskriftum er varða hin
ýmsu dekurmál þeirra. Viturlegra er þó að
hafa hemil á dellunum, ekki síst vegna þess
að þær eru dýrar og taka tíma frá því sem er
uppbyggilegt, skynsamlegt og hagkvæmt.
Einhverjir hafa borið mikið lof á
stjórnlagaráð vegna þess að þar hafi allir orð-
ið sammála um alla hluti. Það eitt og sér er
ástæða til mikillar tortryggni. Ef 25 ein-
staklingar sammælast um flókna og erfiða
hluti hljóta þó nokkrir þeirra að hafa bakkað
frá mótuðum hugmyndum sínum og þurft að
fletja út sannfæringu sína til að sameinast
öðrum í þægilegri moðsuðu. Það er engin ástæða til að
bera lof á slíkt athæfi. Hugmyndin um að allir eigi að
vera sammála um alla hluti er hættuleg og beinlínis ólýð-
ræðisleg. Þeir sem sátu í stjórnlagaþingi í svo ljómandi
mikilli sátt að ekkert bar á milli geta ekki ætlast til að til-
lögum þeirra sé einungis tekið með húrrahrópum. Þeir
sem andmæla þeim, og gera það jafnvel harðlega, eru
ekki óvinir lýðræðis og framfara.
Alþingi Íslendinga ber engan veginn skylda til að taka
tillögum stjórnlagaráðs með sérstökum fögnuði, enda er
þar ýmislegt að finna sem bregðast þarf hart við.
kolbrun@mbl.is
Kolbrún
Bergþórsdóttir
Pistill
Dellu-lýðræði sett á dagskrá
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
Sumarið 2009 skipaði Svandís
Svavarsdóttir „aðgerðateymi“
með aðild fulltrúa sveitarfé-
laga, lögreglu, Umhverf-
isstofnunar og Landgræðsl-
unnar. Tilgangurinn var að
gera átak gegn utanvegaakstri
og var teyminu m.a. ætlað að
koma á samráði við félög
áhugafólks um útivist og akst-
ur í Reykjanesfólkvangi, lag-
færa jarðvegsskemmdir eftir
akstur utan vega og sjá um
lokun slóða.
Skilti voru sett upp og slóð-
um var lokað en skv. upplýs-
ingum frá Umhverfisstofnun,
sem hefur málið á sínu for-
ræði, hefur hópurinn ekki skil-
að endanlegum tillögum, rúm-
lega tveimur árum eftir að
hann var skipaður. Eftir því
sem næst verður komist
hefur heldur ekkert verið
gert til að koma til
móts við þá sem fara
um á torfæru-
tækjum og
reyna þannig
að draga úr
vandamálinu.
2009-átakið
virðist strand
LANGUR ÁTAKSTÍMI