Morgunblaðið - 08.09.2011, Page 12

Morgunblaðið - 08.09.2011, Page 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2011 Ársalir fasteignamiðlun og fyrirtækjasala Ef þú vilt selja, leigja eða kaupa fasteign eða selja eða kaupa fyrirtæki í rekstri, hafðu samband. Ársalir FASTEIGNAMIÐLUN Engjateigi 5, 105 Rvk 533 4200 Ársalir ehf fasteignamiðlun 533 4200 og 892 0667 arsalir@arsalir.is Engjateigi 5, 105 Rvk Björgvin Björgvinsson, löggiltur fasteignasali Vertu netsnjall! er bæklingur sem SAFT og Nýherji hafa gefið út um árvekni á netinu. Bæklingurinn, sem ætlaður er börnum og unglingum og for- ráðamönnum þeirra, hefur að geyma ýmis heilræði um hvernig hægt sé að vera „netsnjall“ og hvet- ur um leið til gagnrýninnar hugs- unar um það sem finnst á netinu. Í bæklingnum eru m.a. ráðlegg- ingar um hvernig netnotendur geta stýrt „prófílnum“ á netinu og hvernig passa megi upp á persónu- upplýsingar og lykilorð. Einnig er bent á að það sem fólk skrifar á net- ið situr þar eftir um ókomna tíð. Bæklingnum verður dreift í þá grunnskóla sem SAFT heimsækir í vetur. Einnig er hægt að nálgast hann á skrifstofu Heimilis og skóla. Honum verður einnig dreift í raf- rænu formi til allra grunnskóla og verður ennfremur að finna á vef SAFT. Gísli Þorsteinsson, markaðsstjóri Nýherja, og Hrefna Sigurjóns- dóttir, framkvæmdarstjóri Heimilis og skóla, kynntu útgáfu bæklings- ins. Vertu netsnjall! – nýr bæklingur fyrir börn og foreldra um árvekni á netinu gefinn út Á mánudaginn fengu nemendur og starfsfólk Áslandsskóla heimsókn frá ÁVEXTI sem eru hvatasamtök að aukinni ávaxtatrjáræktun á Ís- landi. Jón Þórir Guð- mundsson, garðyrkju- fræðingur af Akranesi, og Lilja Oddsdóttir, for- maður samtakanna, færðu skólanum að gjöf tvö eplatré. Skólinn ákvað að kaupa eitt stykki að auki og voru því gróðursett þrjú epla- tré aftan við skólann. Trén þrjú heita Close, Carol og Rödlöven og eru frá Bandaríkjunum, Kanada og Svíþjóð. Ef allt gengur að ósk- um gætu þau borið ávexti að 2-4 árum liðnum. Þrjú eplatré gróðursett við Áslandsskóla Lögfræðingafélag Íslands efnir til hádegisverðarfundar fimmtudag- inn 8. september kl. 12-13 í Gull- teigi B, Grand Hóteli. Fundarefnið er: Kaup erlendra aðila á fasteignum á Íslandi. Kveikjan að fundinum er kaup Hu- ang Nubo á Grímsstöðum á Fjöll- um. Á fundinum mun Karl Axelsson hrl. hjá Lex og dósent við lagadeild Háskóla Íslands fjalla um þær laga- reglur sem gilda um fjárfestingar erlendra aðila á fasteignum og náttúruauðlindum. Eyvindur G. Gunnarsson, dósent við lagadeild Háskóla Íslands, mun bregðast við erindinu. Fundarstjóri verður Kristín Ed- wald hrl. og formaður LÍ. Aðgangseyrir með hádegisverði er 3.000 kr. en fyrir félaga í LÍ 2.700 kr. Greiðist við innganginn. Morgunblaðið/Arnaldur Ræða kaup útlend- inga á fasteignum hér á landi Fimmtudaginn 8. september verður haldið málþing um þróunarsam- vinnu á Háskólatorgi í Háskóla Ís- lands sal 102, kl. 12-13. Fundarstjóri verður Regína Bjarnadóttir, formaður stjórnar UN Women á Íslandi. Jón Kalman rithöfundur, Helga Þórólfsdóttir friðarfræðingur og Engilbert Guð- mundsson, framkvæmdastjóri Þró- unarsamvinnustofnunar Íslands, munu flytja erindi. Málþingið er hluti af kynningu sem stendur yfir á þróunarhjálp Ís- lendinga erlendis. Ræða þróunarhjálp Mjólkursamsalan (MS) flutti á dög- unum út gám af gouda-osti til Hol- lands. Það er í fyrsta skipti í tólf ár sem fastur ostur er fluttur út frá Ís- landi og síðast var fastur ostur fluttur út að einhverju ráði árið 1992. Um er að ræða tilraunaverkefni og segir Jón Axel Pétursson, fram- kvæmdastjóri sölu- og markaðs- sviðs MS, að verið sé að kanna markaðsmöguleika með útflutn- ingnum. MS flytur út ost STUTT ÚR BÆJARLÍFINU Skapti Hallgrímsson Akureyri Sumarið lét bíða lengi eftir sér hér fyrir norðan, eins og áhugamenn um þann árstíma muna örugglega vel. Haustið er hins vegar ekki á þeim buxunum. Það er mætt, og fer ekki framhjá neinum.    Skítaveður eins og boðið var upp á í gær, rok og rigning, er gott að því leyti að maður sem kemur aft- ur til vinnu eftir langt frí sættir sig við að sitja inni! Aðrir ruku til og reyndu að bjarga uppskerunni; jarð- arberjum, káli og fleira góðgæti.    Dalsbraut er enn í brennidepli. Bæjaryfirvöld hafa boðað til íbúa- fundar í kvöld í Lundarskóla, þar sem rætt verður um þá umdeildu götu. Formlegt efni fundarins er deiliskipulagið „Dalsbraut frá Þing- vallastræti að Miðhúsabraut“ sem meirihluti bæjarstjórnar hefur ákveðið að leggja.    Skipulag Dalsbrautar er enn í vinnslu og allir þættir málsins verða kynntir á fundinum, sem hefst kl. 20.30. Oddur Helgi Halldórsson, for- maður bæjarráðs og formaður vinnuhóps um skipulag Dalsbrautar, gerir m.a. grein fyrir því hvar málið stendur.    Ástæða er til að óska Birni Þor- lákssyni kollega til hamingju með Akureyri vikublað, sem hóf göngu sína í síðasta mánuði. Því fleiri fjöl- miðlar, því betra fyrir samfélagið. Og samkeppnin er góð; svei mér ef þeir Vikudagsmenn hafa ekki spýtt í lófana eftir að blað Björns fór að koma út...    Andri Geir Viðarsson náði þeim áfanga að fara holu í höggi á Jað- arsvellinum sl. laugardag – á 18. braut á Byko-mótinu. Andri Geir er sá fyrsti sem nær draumahögginu að Jaðri í sumar en hvorki fleiri né færri en 10 náðu því í fyrra.    Norðanmenn hafa sama húmor og borghyrningar. Ég heyrði því a.m.k. fleygt að hlátrasköllunum hefði aldrei ætlað að linna í Hofi um síðustu helgi þegar Vesturport sýndi gleðileikinn Húsmóðurina. Færri komust að en vildu og aukasýningu hefur því verið bætt við næsta laug- ardag.    Megas og Senuþjófarnir leika á Græna hattinum annað kvöld og á laugardaginn treður þar upp hljóm- sveitin Ensími.    Á næstunni verður hægt að lesa frítt á Akureyri! Í tilefni Dags læsis, sem er í dag, verður bókakössum dreift á fjölmenna staði, t.d. á kaffi- hús, verslanir og heilsugæsluna; í kössunum eru bækur sem fólk má grípa með sér heim, lesa, og skila síðar í sambærilegan kassa. Hver og ein verður merkt: Bók í mannhafið. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Haust Gróður er enn grænn á Akureyri en litabreytingar örugglega í vændum. Þessir ferðamenn minntu íbúana á það í gær að haustið er komið. Allt er vænt sem vel er gult Mikil aukning hefur verið á sölu nef- tóbaks hérlendis og 1. september sl. bættist ný tegund, Lundi, við á markaðinn. Skorri Andrew Aikman, sölustjóri Rolf Johansen & Co., segir að fyrir- tækið hafi viljað vera með á vaxandi markaði og hafi því sett Lunda á markað. Ferlið hafi staðið lengi yfir og tími kominn á annan valkost. Sigrún Ósk Sigurðardóttir, að- stoðarforstjóri ÁTVR, segir að sam- keppnin hafi ekki enn haft áhrif á framleiðslu ÁTVR. Ekki hafi verið rætt um að hætta henni en mark- miðið sé ekki að auka söluna og ÁTVR taki þátt í herferð gegn munntóbaksnotkun. Viðar Jensson, verkefnisstjóri í tóbaksvörnum hjá Landlæknisemb- ættinu, segir að vaxandi neysla sé raunverulegt vandamál. Samkvæmt könnunum Capacent Gallup hafi 15% 16-23 ára pilta notað munn- tóbak daglega 2009 og 2010 en í júní 2011 hafi talan verið 21%. Um 1% stúlkna hafi neytt efnisins. ÁTVR hafi framleitt 16,7 tonn af neftóbaki árið 2007 en 25,5 tonn í fyrra. 2009 hafi 73% eingöngu notað íslenska neftóbakið sem munntóbak en í júní í ár hafi talan verið 86%. „Við höfum reynt að sporna við neyslunni með verkefnum eins og „Fyrirmyndar- leikmanninum“ en við erum rétt að byrja,“ segir Viðar og bætir við að ungt fólk hefji helst notkun fyrir til- stuðlan fyrirmynda eða hópþrýst- ings. Hann leggur áherslu á að neyslan sé ekki meiri hjá piltum í íþróttum en öðrum piltum og það al- varlegasta sé að neytendur verði svo háðir neyslunni. Í því sambandi nefnir hann að samkvæmt rann- sóknum séu sænskir strákar með tóbak í vörinni að meðaltali í 13-15 tíma á dag. steinthor@mbl.is Herferðin gegn munntób- aksnotkun fær samkeppni  Nýtt neftóbak á íslenskum markaði truflar ekki ÁTVR Morgunblaðið/Jim Smart Tóbak Íslenska neftóbakið er vinsælt munntóbak en Landlæknisembættið segir vaxandi neyslu vandamál.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.