Morgunblaðið - 08.09.2011, Blaðsíða 25
MINNINGAR 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2011
lifði fyrir. Hann var alltaf tilbú-
inn, hvort sem það þurfti að grafa
fyrir grunni, smíða eða bara hvað
sem var. Að skjótast austur í bú-
stað með nokkrar spýtur á toppn-
um, það var ekkert mál. Við átt-
um ógleymanlegar stundir saman
við sumarbústaðabyggingar aust-
ur í Árnesi. Helgi eftir helgi, sum-
ar eftir sumar. Aldrei neitt mál.
Hvað við gátum hlegið saman
að skemmtilegum sögum hans og
uppákomum og mest gerði hann
grín að sjálfum sér. Við gátum
líka grátið saman á erfiðum
stundum. Hann stóð sem klettur
með okkur Stínu í gegnum veik-
indi Heklu dóttur okkar. Hann
sagði kannski ekki margt, en var
alltaf til staðar.
Við urðum góðir vinir og ég á
eftir að sjá eftir Stjána. Sérstak-
lega finnst mér sárt að fá ekki að
njóta elliáranna með honum, heil-
um heilsu. Hann dó a.m.k. 20 ár-
um of snemma.
Stjáni minn. Ég þakka þér fyr-
ir samferðina, þú kenndir mér
meira en margur annar. Fórnfýsi
þín og hjálpsemi, orðatiltækin þín
og jákvæðni munu lifa með mér.
Þinn vinur
Hákon.
Elsku tengdapabbi, það er
ósanngjarnt að þú ekki nema 67
ára hafir þurft að kveðja þennan
heim svona snemma. Sama
hversu veikur þú varst þá var lífs-
neistinn alltaf til staðar. Þú varst
alltaf sannfærður um að þú
myndir ná að berjast gegn sjúk-
dómnum og gætir farið í útilegu í
fellihýsinu, náð það góðum bata
að þú kæmist aftur í vinnu. En því
miður náði krabbameinið yfir-
höndinni alltof snemma og við,
fjölskyldan þín þurfum að horfa á
eftir þér með miklum söknuði.
En elsku Stjáni, minning þín
lifir í hjörtum okkar og barna-
börnin þín fá svo sannarlega að
vita hvernig pabbi og afi þú varst.
Þú varst alltaf tilbúinn að hjálpa
okkur og þegar búið var að tala
við þig þá var vandamálinu redd-
að.
Takk fyrir allt, elsku Stjáni.
Þín tengdadóttir,
Gunnhildur.
Elsku Stjáni, kynni okkar hóf-
ust í takt við annað í þínu lífi, mér
var tekið opnum örmum og var
strax velkominn að borði í Fljóta-
selinu. Mér leið sem ég væri full-
gildur fjölskyldumeðlimur með
undra skjótum hætti. En þegar
frá leið og skilningur minn á þér
jókst skildi ég að úr því þetta var
val Fríðu hlaut það að vera hið
besta mál enda stóð hann alltaf
með sínum.
Stjána leið að ég held aldrei
betur en þegar búið var að
stækka borðstofuborðið og við
það sátu allir þeir sem honum
þótti vænst um, fjölskyldan hans.
Hann naut þess óendanlega að
hafa fjölskylduna í kringum sig
og hvað hann hafði gaman af því
að segja sögur. Einstakur og
skemmtilegur frásagnarstíll
Stjána gleymist mér aldrei. Sög-
urnar sem hann sagði af sinni
æsku og lífshlaupi voru stundum
eins og hverjar aðrar ýkjusörur.
En Stjáni þurfti ekki á ýkjum að
halda til að krydda sína sögu.
Lengi býr að fyrstu gerð á klár-
lega vel við um tengdapabba,
honum lærðist ungum að hafa
þyrfti fyrir hlutunum, að láta sér
nægja og sætta sig við það sem til
var. Enda voru þetta gildi sem
einkenndu hann alla tíð. Ekki
man ég til þess að hann hafi
kvartað yfir hag sínum eða sagst
sjá eftir einu eða öðru.
Tengdapabbi hafði þann eigin-
leika að lifa í núinu og vilja í ein-
lægni það sem hann átti. Það er
ekki ofsögum sagt að maður eins
og ég hafði mjög gott af því að
kynnast manni eins og Stjána.
Öllu gat hann reddað, lagað og
betrumbætt á sinn hátt.
Fá voru þau verkefni eða að-
stæður sem honum uxu í augum
og ósjaldan heyrðist hann segja
„ekki málið, við reddum þessu“.
Svo var bara gengið í verkið. Allt-
af gat maður leitað til Stjána enda
vandfundinn jafn greiðvikinn,
hjálpsamur og úrræðagóður mað-
ur sem elskaði allt sitt og vildi í
einlægni ávallt vera til staðar fyr-
ir sitt fólk. Fyrir honum var ekki
eftirsóknarverðast að eignast
meira eða stærra heldur að njóta
þeirra hluta og umfram allt sam-
vista við fjölskyldu sína. Vand-
fundinn var ríkari maður að eigin
viti. Fáa þekki ég sem hafa þurft
að hafa jafn mikið fyrir öllu sínu
allt sitt líf og í ofanálag glímt við
jafn mikil, erfið og sársaukafull
veikindi og Stjáni. En að hann
kvartaði eða aumkaðist yfir eigin
veikindum eða verkjum? Aldeilis
ekki, það var bara alls ekki hans
stíll, kannski bölvaði hann í hljóði,
hver veit. En hitt veit ég þó fyrir
víst, Stjáni beit á jaxlinn, hann
bar harm sinn í hljóði og hann
barðist alltaf áfram af öllum
mætti allt þar til yfir lauk.
Elsku Stjáni, ég trúi því og
treysti að þú hafir nú fengið bót
meina þinna, að erfiðir tímar
veikinda og vonbrigða séu að
baki, að nú sértu á stað sem jafn
góður maður og þú átt sannar-
lega skilið að vera á.
Elsku hjartans tengdapabbi,
takk fyrir að gefa mér og treysta
mér fyrir einni af þínum allra
dýrmætustu eignum, henni Fríðu
þinni.
Þinn tengdasonur
Gunnar.
Elsku afi.
Við vildum að þú værir enn
hér. Þú varst góður maður og
varst alltaf til staðar fyrir mann.
Við söknum þín.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum.)
Gabríel og Elvar Ingi.
Ef við lítum um öxl til ljúfustu daga
liðinnar ævi
þá voru það stundir í vinahópi
sem mesta gleði veittu
(Niko.)
Í dag kveðjum við góðan vin og
félaga, Kristján Pálsson. Leiðir
okkar lágu saman tvo síðustu ára-
tugi og við viljum þakka forsjón-
inni fyrir að hafa kynnst honum
og átt með honum og Ernu konu
hans yndislegar stundir. Það eru
svo stór orð sem koma í hugann
þegar við minnumst hans. Öðling-
ur, góðmenni, þannig var Stjáni
ætíð tilbúin, hjálpsamur og góð-
viljaður. Við fórum með þeim
hjónum í ferðir til útlanda og eiga
þær stórt pláss í fjársjóði minn-
inganna. Það var yndislegt að
vera með þeim bæði þar og á
heimilum okkar hér heima. Um
margt var spjallað og miðlað af
liðinni ævi.
Í amstri daganna er dauðinn
svo fjarlægur og ætíð erum við
jafn óundirbúin afdráttarleysi
hans. En öllu er afmörkuð stund,
einnig lífi okkar. Þegar góður vin-
ur fellur frá minnir það okkur á
að enginn fær umflúið örlög sín.
Elsku Erna mín, það var ekki
von á öðru frá þér en þú stæðir
við hlið hans allan þann tíma sem
hann hefur verið veikur og til
hinstu stundar. Það gerðir þú svo
sannarlega. En allir dagar eiga
sér kvöld og allar nætur morgna.
Upp rís morgunsólin og minning-
in um góðan mann lifir.
Kæri vinur, við þökkum þér
samfylgdina.
Ástvinum þínum
öllum ég sendi
blóm fagurrautt
úr brjósti mínu,
legg það við sárin,
læt tárin
seytla í þess krónu,
uns sorgin ljómar.
(Jóhannes úr Kötlum.)
Sólborg og Sigurberg.
✝ Susann Mar-iette Schumac-
her, fyrrverandi
flugfreyja, var
fædd 17. ágúst
1942 í Brunns-
parken í Helsinki.
Hún lést 29. ágúst
2011. Faðir hennar
var Harry Bertil
Schumacher verk-
fræðingur, móðir
Lilly María Grön-
ros Schumacher húsmóðir, bæði
látin. Systkini Susann voru
Fleur Christina María Houvo-
nen Schumacher listmálari, f.
28.7. 1939, og Peter Stuart
Schumahcer, f. 7.6. 1944, verk-
fræðingur, bæði látin.
Susann giftist Skúla Þor-
valdssyni athafnamanni, 3.9.
1966, og áttu þau tvö börn sam-
an, Þorvald Skúlason, f. 14.2.
1967, og Nínu
Skúladóttur, f.
9.12. 1968, d. 13.2.
1999. Susann og
Skúli skildu.
Susann giftist
ekki aftur, en var í
sambúð um 9 ára
skeið á níunda ára-
tugnum með Pétri
Aðalsteinssyni.
Susann fluttist til
Íslands 1962 er hún
hóf störf sem flugfreyja hjá
Loftleiðum, síðar Flugleiðum/
Icelandair og starfaði í háloft-
unum allt til ársins 2006 er hún
lét af störfum að eigin ósk, þá 65
ára að aldri. Síðustu árin dvaldi
Susann langdvölum á Spáni sér
til heilsubótar og ánægju.
Útför Susann fer fram frá
Fríkirkjunni í dag, 8. september
2011, og hefst athöfnin kl. 15.
Ég fann þig, elsku amma mín,
og finn enn fyrir þér innst inni.
Hvernig er hægt að þakka,
það sem verður aldrei nægjanlega
þakkað.
Hvers vegna að kveðja,
þann sem aldrei fer.
Við grátum af sorg og söknuði
en í rauninni ertu alltaf hér.
Höndin sem leiddi mig í æsku
mun gæta mín áfram minn veg.
Ég veit þó að víddin sé önnur
er nærveran nálægt mér.
Og sólin hún lýsir lífið
eins og sólin sem lýsti frá þér.
Þegar að stjörnurnar blika á himnum
finn ég bænirnar,sem þú baðst fyrir
mér.
Þegar morgunbirtan kyssir daginn,
finn ég kossana líka frá þér.
Þegar æskan spyr mig ráða,
man ég orðin sem þú sagðir mér.
Vegna alls þessa þerra ég tárin
því í hjarta mínu finn ég það,
að Guð hann þig amma mín geymir
á alheimsins besta stað.
Ótti minn er því enginn
er ég geng áfram lífsins leið.
Því með nestið sem amma mín gaf
mér,
veit ég að gatan hún verður greið.
Og þegar sú stundin hún líður
að verki mínu er lokið hér.
Þá veit ég að amma mín bíður
og með Guði tekur við mér.
(SiggaDúa2.)
Ég bið að heilsa Nínu og Perlu.
Og hvíldu í friði, elsku amma
mín.
Þín ömmustelpa
María Bjarnadóttir.
Elsku Susi mín. Ég sit hérna
með tárin í augunum og hugsa til
þín. Upp í hugann koma allar
okkar frábæru samverustundir.
Ég vissi að hverju stefndi hjá þér
í veikindum þínum en það er allt-
af jafnsárt að fá fréttirnar.
Ég kynntist þér ekki fyrr en
eftir að Nína dó. Það tókst með
okkur vinátta sem var einstök og
er ég þakklát fyrir að hafa verið
svo heppin að hafa fengið að
kynnast þér.
Ég er svo þakklát þér hvað þú
hjálpaðir mér og börnunum mín-
um þegar við áttum í erfiðleikum í
okkar lífi. Elsku Susi mín, takk
fyrir að opna augu mín og hjálpa
mér að eignast nýtt líf sem varð
mér og börnunum mínum ein-
göngu til góðs í einu og öllu.
Við fórum í nokkrar frábærar
ferðir saman, ein áramótin var ég
með þér í Baltimore, það var
skemmtilegt að upplifa að vera í
öðru landi á svona tímamótum.
Haustið 2006 fórum við til Spánar
að leita að húsi, vorum í tvær
ógleymanlegar vikur í húsinu
þeirra Gullýjar og Jóns. Svo
fundum við hús og þá hófst nú
undirbúningurinn við að pakka
og flytja. Síðan fórum við út að
taka á móti dótinu í apríl og þar
hélt ég upp á einn afmælisdaginn
minn. Þessi ferð var algjört
kraftaverk hvað allt gekk upp hjá
okkur, dótið kom á réttum tíma
sem er mjög sjaldgæft á Spáni en
svona var bara allt saman í kring-
um þetta hjá okkur saman. Síðan
fóruð þið Perla út í maí. Ég kom
nokkrum sinnum til þín og alltaf
jafngaman að koma og vera hjá
þér. Síðast kom ég 2009, með mér
voru börnin mín og unnusti og
héldum við upp á 50 ára afmælið
mitt með þér sem var yndislegur
tími.
Þú komst síðastliðið haust til
okkar og þá orðin veik, varst hér í
smátíma en fórst aftur út. Síðan
um jólin komstu og varst þá hjá
mér og fjölskyldu minni og einnig
Þorvaldur. Þetta voru notaleg jól
og yljar það mér núna um hjarta-
rætur að hafa fengið að hafa þig
og Þorvald hjá okkur.
Elsku Susi mín, þú varst ein-
stök persóna í alla staði. Þú lést
hlutina í ljós og það fór ekki á
milli mála ef þér mislíkaði eitt-
hvað eða þú kunnir ekki við ein-
hvern. Þú þurftir að ganga í
gegnum mikla sorg í þínu lífi sem
markaði líf þitt sem eðlilegt var.
Ég vil þakka þér fyrir allar okkar
frábæru samverustundir og alla
þá ómetanlegu hjálp sem þú
veittir mér og börnunum mínum.
Elsku Þorvaldur minn, megi
góður Guð gefa þér styrk á þess-
ari sorgarstundu.
Elsku Susi mín, takk fyrir allt.
Þú kemur alltaf til með að eiga
stórt pláss í mínu hjarta.
Þín vinkona
Ingunn.
Það er tómlegt, engin elsku
Susie til að heimsækja eða
hringja í.
Við kynntust í gegnum börnin
mín Maríu og Steinar þegar þau
fóru að elta konu í hverfinu sem
átti fallegan hund sem hét Perla,
María bað um að fá að passa
hundinn en þú sagði að hún væri
of lítil, og hún mætti koma seinna,
kom þá sú stutta daginn eftir og
spurði aftur hvort hún mætti
passa hundinn en svarið var að
sjálfsögðu það sama.
María og Steinar fóru síðan að
venja komur sínar til þín og Perlu
og leið sérstaklega vel, það var
fyrst og fremst talað við þau sem
jafningja, enda var aldur afstæð-
ur í þínum huga þú gast verið vin-
ur allra. Þú barst alltaf hag þeirra
fyrir brjósti og var gagnkvæm
virðing og væntumþykja ykkar á
milli, enda spurði María hvort
hún mætti kalla þig ömmu, ég
sagði henni að spyrja þig og svar-
ið var að sjálfsögðu já.
Þau voru heppin að eiga ömmu
sem gat talað sama tungumál,
ráðlagt og skilið en samt leyft
þeim að taka endanlega ákvörð-
un. Stundum fengu þau að líka
gista hjá þér og þá gekkst þú úr
rúmi fyrir krakkana og Perlu.
Síðar var Perla oft hjá okkur
þegar þú varst í vinnunni og þótti
okkur afar vænt um þessa elsku.
Þér þótti gott að kíkja í eld-
húshornið til okkar með Perlu
þína og þar var rætt um ýmsa
hluti, það var sama hvar var bor-
ið niður í þeim samræðum, alltaf
hafðir þú áhuga og eitthvað til
málanna að leggja, þú lést þig
flest mál varða, þá var gaman.
Heimili þitt á Spáni var fallegt
og gaman að koma til þín, þú
tókst vel á móti okkur, takk fyrir
það.
Gott var að eiga þig sem vin,
Susie mín, alveg sama hvort um
gleði eða sorg var að ræða, alltaf
hlustaðir þú og gafst góð ráð.
Aldrei heyrði ég þig kvarta í
veikindum þínum, þegar ég
spurði þig hvernig þú hefðir það
var svarið: gott.
Við vorum heppinn að fá að
kynnast þér, þó að okkur hefði
langað til að hafa þig lengur hjá
okkur, en í lífinu fær maður ekki
allt sem mann langar til og meg-
um við líka vera þakklát fyrir
þann tíma sem þú varst hjá okk-
ur. Ég trúi því að nú sért þú kom-
in til Nínu þinnar og Perlu prins-
essu og þar ríki fagnaðarfundir.
Þorvaldur minn, þinn missir er
mikill, þú áttir einstaka mömmu,
félaga og vin, megi góður Guð
styrkja þig í sorginni.
Minning þín er mér ei gleymd;
mína sál þú gladdir;
innst í hjarta hún er geymd,
þú heilsaðir mér og kvaddir.
(Káinn.)
Ég kveð þig með söknuði en
þakklæti fyrir allt. elsku Susie
mín, megi góður Guð geyma þig.
Þín vinkona
Jónína Blöndal.
Susann var flugfreyja og
skíðakona. Í báðum tilfellum var
léttleiki og svif aðaleinkenni
hennar. Susann var ótrúlega lífs-
glöð og skemmtileg vinkona.
Fjöllin í kringum Omeshorn og
Rüfikopf bergmáluðu hlátri
hennar þegar hún brunaði niður
brekkurnar. Hennar verður sárt
saknað í Lech am Arlberg.
Ég votta Þorvaldi syni hennar
og fjölskyldu mína dýpstu sam-
úð.
Úlrik Arthúrsson,
skíðakennari í Lech.
Hún kom inn í líf okkar fyrir
tæpum tveimur áratugum – um
það leyti sem elsta dóttir okkar
fæddist. Elegant er orðið sem
lýsti Susann Mariette Schumac-
her best. Sama við hvaða aðstæð-
ur; úti að labba með hundinn í
rigningu, á stofugólfinu í Barbie-
leik, ristað brauð og te í eldhús-
inu – Susie var alltaf elegant. Su-
sie tók að sér hundinn okkar til
að létta á yfirhlöðnu heimilishaldi
fjölskyldunnar, sem þá taldist
ung, og fyrr en varði var Perla
líka orðin elegant. Susie hafði í
sér að gera umhverfi sitt fallegt
og krydda á þann hátt að hvers-
dagslegir hlutir voru ekki lengur
hversdagslegir í kringum hana.
Á sama hátt breyttist Perla úr
venjulegum springer spaniel í
ilmandi fyrirmyndar hefðarhund
með gullskreytta hálsól í höndum
Susiar.
Þrátt fyrir hamingjusama og
innihaldsríka ævi fór Susie ekki
varhluta af sorginni. Missir
einkadóttur hennar á besta aldri
var henni afar þungbær. Líklegt
þykir mér að foreldrar jafni sig
aldrei á slíku áfalli. Þrátt fyrir
stuðning og elsku Þorvaldar son-
ar hennar var ör á sálinni sem
aldrei greri til fulls. Samskipti
okkar minnkuðu þegar við flutt-
um á erlenda grund til námsdval-
ar, en við fylgdumst með úr fjar-
lægð. Þegar heim var snúið var
Susie flutt til Spánar – ásamt
Perlu. Þegar meinið greindist
var Susie tilbúin til fundar við
æðri heimkynni og Nínu sína. Við
minnumst yndislegrar vinkonu
með hlýju og þakklæti og vottum
Þorvaldi alla okkar samúð.
Nú bíður okkar sól og sumar,
sandar lifna, mórinn brumar.
Og þegar haustar með unga höldum
héðan burt frá vetri köldum
En næsta vor þá vitjum þín,
– vertu blessuð vina mín
(S.G.)
Kristín, Bjarni og börn.
Það er mikil gæfa að eignast
góða vinnufélaga. Ég minnist
Susann Schumacher, Súsý, með
sorg í hjarta en líka með gleði fyr-
ir að hafa starfað með henni í nær
30 ár. Hún var fáguð heimskona,
smágerð, grönn, falleg, tilfinn-
ingarík og einstaklega hláturmild
með skemmtilega kímnigáfu. Ég
sé fyrir mér andlit hennar upp-
ljómað með glettnina í augunum
og heyri í huga mér hlátur hennar
og finn til þakklætis fyrir að hafa
átt samleið með henni þessi ár.
Súsý var góð flugfreyja, henni
var annt um að farþegunum liði
vel og það var gott að vinna með
henni. Allt lék í höndunum á
henni, hún var snögg í verkum og
góður stjórnandi um borð. Í
löngum stoppum erlendis lentum
við margoft saman og þá var
reglulega gaman hjá okkur. Hún
þekkti borgirnar mjög vel sem
við flugum til og stakk upp á nýj-
um stöðum til þess að skoða og
nýjum veitingahúsum til þess að
borða á. Minnisstæð eru jól sem
við eyddum saman í Bandaríkj-
unum. Hún var fyrsta freyja í
þessari ferð og hafði skipulagt
allt svo vel, þannig að við fundum
jólin í hjarta okkar. Hún var
greiðvikin, gjafmild á vinskap
sinn og sýndi alltaf þakklæti sitt
fyrir greiða sem henni var gerð-
ur, hversu smár sem hann var.
Hún var mjög stolt af börnum
sínum, sem báru henni góðan
vitnisburð, svo fáguð og kurteis.
Harmur hennar var mikill þegar
Nína dóttir hennar lést. Ég horfi
á umslagið með bréfi sem ég
skrifaði til hennar þá, fannst orð
svo lítilmegnug í sorginni svo að
ég sendi henni það ekki. Þó
nokkrum árum seinna, þegar ég
hitti hana og sagði henni að ég
hefði fundið, í flutningum, sam-
úðarbréfið sem ég hafði skrifað
henni, en ekki sent, sagðist hún
endilega vilja fá það og ætlaði að
koma í heimsókn og sækja það,
en aldrei varð af því. Eftir að ég
hætti í fluginu sáumst við sjaldn-
ar, en töluðum saman í síma endr-
um og eins, en síðustu árin hafa
verið henni erfið.
Ég er þakklát fyrir að hafa átt
samleið með Susann Schumac-
her, minning hennar mun lifa um
ókomin ár. Þorvaldi og öðrum að-
standendum hennar og vinum
votta ég mína dýpstu samúð.
Anna Bjarna.
Í dag kveðjum við fyrrverandi
vinnufélaga okkar Susann M.
Schumacher, eða Súsí eins og hún
var kölluð.
Mínar minningar tengdar
henni eru ljúfar, hún var alltaf
glöð, alltaf með lausnir á málum
og það er gott að hafa slíkar fyr-
irmyndir í starfi flugfreyja og
-þjóna. Verksvit og útsjónarsemi
og ekki síst mikill húmor voru
hennar einkenni sem vinnu-
félaga.
Susann var virk þegar kom að
félagsmálum. 1995 stóðum við
saman, öxl í öxl í rétt um 12 klst.
úti á flugvelli innanlands þar sem
Flugfreyjufélag Íslands stóð í
verkfallsaðgerðum. Hún hafði á
orði að gallinn sem ég var í væri
ekki „smart“; hennar var að sjálf-
sögðu fagurbleikur og með áföst-
um miðum með nöfnum erlendra
skíðastaða sem ég kann ekki að
nefna. Þrátt fyrir þennan aug-
ljósa mun á smekkvísi stóðum við
vaktina saman með sama mark-
mið að leiðarljósi.
Syni Susann, Þorvaldi, votta
ég mína dýpstu samúð,
Fyrir hönd FFÍ
Sigrún Jónsdóttir
formaður FFÍ.
Susann Mariette
Schumacher