Morgunblaðið - 09.09.2011, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 09.09.2011, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 2011 Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Við höfum varla komist útúr húsi, það er svo brjálaðað gera hjá okkur í skól-anum. Það kom okkur á óvart hversu mikil heimavinna er í þessu námi. En þetta er mjög gam- an,“ segja þær vinkonurnar Hall- dóra Egilsdóttir og Jósefína Elín Þórðardóttir sem hófu nám í Hús- stjórnarskóla Reykjavíkur í haust og búa þar á heimavistinni. Þær eru báðar fæddar og uppaldar norður í landi, Halldóra er úr Mývatnssveit en Jósa, eins og hún er oftast köll- uð, er frá Grenivík. „Við kynntumst í Menntaskólanum á Akureyri þar sem við vorum saman í bekk öll ár- in fjögur.“ Enginn draugur en margir ranghalar Þær stöllur kunna afskaplega vel við sig í húsinu reisulega við Sólvallagötuna. „Það er góður andi hér og þetta er svo fallegt hús, einna líkast óðalssetri. Hér er marmara-vinnukonustigi sem geng- ur í gegnum allt húsið og svo er annar miklu stærri stigi og skreytt- ari sem er kallaður sparistiginn. Hér eru ótal ranghalar, við erum enn að uppgötva hin ýmsu útskot. Það eru engir draugar hér en þegar ég var ein að sauma niðri til kl. hálfþrjú eina nóttina varð ég svolít- ið smeyk en það var bara vegna þreytu,“ segir Halldóra og hlær. Herbergið þeirra er í risinu og heit- ir Baðstofuloftið. Þar deila þær tví- skiptu herbergi með þriðju stelp- unni, Önna Lísu. „Við erum ellefu stelpur sem búum hér á heimavist- Fluttu suður og fóru í húsmæðraskóla Norðanstúlkunum og vinkonunum Halldóru og Jósu fannst tilvalið að taka smá- aukasnúning áður en þær fara í háskóla, fluttu því á mölina og hófu nám í Hús- stjórnarskóla Reykjavíkur. Þar búa þær á Baðstofuloftinu á heimavistinni og una hag sínum vel, læra allt um hannyrðir og matreiðslu og kynnast borginni. Við vefstól Þær eru heillaðar af vefstólunum í vefstofunni niðri í kjallara. Til í slaginn Þær hlakka til alls sem þær eiga eftir að læra í eldhúsinu góða. Þeir sem hafa áhuga á hverskonar tísku, vilja vita allt um hvað er að ger- ast á þeim vettvangi sem og í stjörnuheiminum, vilja þiggja ráð um sambönd, kynlíf eða eitthvað annað, þeir hinir sömu ættu hiklaust að skoða vefsíðuna handbag.com. Þar er bókstaflega allt milli himins og jarðar um þessi málefni og miklu meira til. Þarna er líka allt um nýjustu bíó- myndirnar eða þær vinsælustu og sama er að segja um tónlistarheim- inn og stjörnurnar sem þar syngja. Að ógleymdu slúðrinu um blessað þotuliðið, nóg er af því. Þarna eru ekki einasta greinar heldur líka myndbönd í öllum flokkunum, um hártísku, fegrunarráð, sambands- málin, „treilerar“ úr bíómyndum osfrv. Þarna er líka netverslun, með skóm, töskum og flíkum. Það er því hægt að skemmta sér vel og lengi við að gramsa í þessari handtösku. Vefsíðan www.handbag.com Tíska, heilsa, sambönd, kynlíf Tónlistarmaðurinn Skúli mennski lagði af stað í gær í tónleikaferð og byrjaði á því að spila í Djúpavogi. Í kvöld verður hann á Skaftfell Bistro, Seyðisfirði, á morgun, laugar- dag, í Frystiklefanum í Sláturhúsinu á Egilsstöðum og endar svo á sunnu- dag á Gamla Bauk á Húsavík. Skúli mennski leikur eigin lög og texta einn og yfirgefinn án hljóm- sveitar. Hjalti Þorkelsson Múgsefjun- armeðlimur slæst með í för og leikur einnig án hljómsveitar. Tónleikarnir hefjast allir klukkan 21.00. Nánar: www.mennskur.is og á Facebook. Endilega … … tékkið á Skúla mennska Morgunblaðið/Ernir Skúli mennski Er sagður einlægur. Það er mikilvægt að gefa sér tíma fyrir sjálfan sig öðru hvoru. Sér- staklega þegar allt hefur verið á öðr- um endanum í vinnu eða skóla. Þegar stóru verkefni er lokið er um að gera að láta eftir sér flest það sem mann langar til. Fáðu þér stóran ís með dýfu eða djúsí pitsu. Keyptu þér skóna sem þú hefur lengi mænt á í verslunarglugganum eða flottu skóna á netinu. Við eigum ekki alltaf að þurfa að vera að passa okkur og halda að okk- ur höndum. Njótum þess að vera til og lifa í núinu. Það er hollt og gott og oftast vænlegast til að okkur líði sem best. Um leið mælir þó auðvitað ekkert á móti því að hafa einhver plön fyrir framtíðina og leggja fyrir líka ætli maður til að mynda að ferðast á framandi slóðir. Maður þarf bara ekki endilega að hugsa um það á hverjum degi og vera óánægður með sjálfan sig þegar planið gengur ekki upp. Hinn gullni meðalvegur er jú bestur. Það hefur sannast oftar en einu sinni og jafnvel oftar en tvisvar. Freistingar Láttu stundum eftir þér ísinn eða flottu skóna í glugganum Namm Gott er að njóta þess að gæða sér öðru hvoru á góðum ís. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Ljótan hefur nú verið viðvarandi í andlitimínu í nokkra daga en náði hámarki sínu ígær þegar ég mætti hálf slöpp, úfin meðskítugt hár í lopapeysu og strigaskóm í vinnuna. Mér fannst eins og ég hefði verið í útilegu í heila viku og mætt svo beint í vinnuna. Það eina sem gerði mig töff var gítar bróður míns sem ég hélt á í vinstri hönd. Kannski ég gæti púllað sveittu rokk- arapíuna nýkomna af útihátíð. Kannski, en bara kannski. „Ertu búin að skila ritgerðinni?“ spurði samstarfsmaður minn, þar sem ég snaraðist inn í um- brot á óreimuðum strigaskónum, og þegar ég svaraði með „nei í kvöld“ ráðlagði hann mér að sofa svo al- mennilega eftir það. Hann vissi að slíkt ætti ekki að segja við konur en ég liti ekkert voðalega vel út. Ég veit að maður á allra helst að tala alltaf fallega um sjálfan sig. En í þetta skiptið hafði þessi ágæti samstarfsmaður minn einfaldlega rétt fyrir sér. Mér leið einmitt einfald- lega krumpaðri bæði að innan sem ut- an og hefði helst viljað mæta með pappapoka á hausnum. Rótin liggur sum sé í frágangi á allt of langri meist- araritgerð sem ég var að ljúka við að skila. Þetta hefur orðið til þess að nætursvefninn hef- ur styst svo um munar þannig að á morgnana er áhættuatriði að ætla að setja á sig maskarann hálfsofandi. Ekki vill maður nú stinga úr sér augað svona rétt í morguns- árið. Svo ég hef bara látið duga að reyna að sofa aðeins lengur til að slétta úr þreytulegu en annars ágætu andliti mínu. (Þarna tókst mér að læða að jákvæðum punkti). Ég hef jú reyndar skellt á mig raka- kremi svo ég þorni nú ekki upp ofan í allt saman en ansi oft hafa kinnalit- urinn og maskarinn fengið að liggja óáreittir í snyrti- buddunni síðustu vikur. Einhvern veginn hefur allt annað bara skipt meira máli síðustu daga. En nú fer þetta samt alveg að verða komið gott. Mér finnst ósköp gott að vera ómáluð og afslöppuð úti í sveit í nokkra daga en þegar samstarfsmenn (og örugglega fólkið á Subway í fyrrakvöld) eru farnir að hafa áhyggjur af þessu þá er kominn tími til að gera eitt- hvað í málunum. Eins og áður sagði skiptir útlitið sannarlega ekki öllu máli en samt hlakka ég til að punta mig þessa helgina. Semja frið við mask- arann, kinnalitinn og jafnvel púðrið og leyfa þeim að fríska mig dálítið við. Það er visst trít eftir langa og stranga törn að njóta þess að gera sig sætan plús náttúrulega að raka á sér fæturna (þarf örugglega tvær rakvélar á Amazon frum- skóginn) og setja djúpnæringu í hárið. Eftir helgi verð ég enn sama mann- eskjan en samt sem ný og endurnærð (vonandi jafn sæt og hér á myndinni). Krumpan verður þá farin jafnt að utan sem innan og samstarfsfólkið getur vonandi tek- ið gleði sína á ný María Ólafsdóttir maria@mbl.is »„Ertu búin að skila ritgerðinni?“spurði samstarfsmaður minn, þar sem ég snaraðist inn í umbrot á óreim- uðum strigaskónum, og þegar ég svaraði með „nei í kvöld“ ráðlagði hann mér að sofa svo almennilega eftir það. Hann vissi að slíkt ætti ekki að segja við konur en ég liti ekkert voðalega vel út HeimurMaríu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.