Morgunblaðið - 09.09.2011, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 09.09.2011, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 2011 Orðaskipti Bjarna Benedikts-sonar, formanns Sjálfstæð- isflokksins, og Svandísar Svav- arsdóttur, umhverfisráðherra Vinstri grænna, á Alþingi í gær hljóta að verða formanni Vinstri grænna umhugsunarefni. Svandís hefur hingað til staðið þétt að baki Steingrími sama hvaða U-beygjur hann hefur tekið með stefnu flokks- ins í ýmsum málum.    Þegar BjarniBenediktsson spurði hana út í þá tvöfeldni sem Stein- grímur J. hefði sýnt í málefnum Magma, HS Orku og bygg- ingar álvers í Helguvík treysti hún sér ekki til að verja gjörðir formanns síns.    Til að komast hjá því að taka tilvarna fyrir Steingrím greip Svandís til þess bragðs að veitast að Morgunblaðinu og sérstaklega að þeim blaðamanni sem skrifað hafði fréttaskýringuna. Hún kaus þá leið að halda því fram að heimildin fyrir óheilindum Steingríms væri ótraust.    En þó að lágkúran í málflutningiSvandísar sé alger sýnir hún vel þann vanda sem Steingrímur er í eftir að hafa verið afhjúpaður. Það vill nefnilega svo til að umfjöll- un Morgunblaðsins byggist á skrif- legum gögnum frá fjármálaráðu- neytinu.    Svar Svandísar gerir þess vegnaekkert annað en draga fram hvílíkt hneyksli málið er fyrir Steingrím og ríkisstjórnina. Svan- dís gat ekki gert Steingrími meiri óleik en að svara eins og hún gerði. Var það kannski ætlunin? Bjarni Benediktsson Svar Svandísar STAKSTEINAR Svandís Svavarsdóttir Veður víða um heim 8.9., kl. 18.00 Reykjavík 7 léttskýjað Bolungarvík 6 skýjað Akureyri 5 skýjað Kirkjubæjarkl. 11 léttskýjað Vestmannaeyjar 8 heiðskírt Nuuk 7 skúrir Þórshöfn 11 alskýjað Ósló 16 léttskýjað Kaupmannahöfn 15 léttskýjað Stokkhólmur 15 léttskýjað Helsinki 13 skýjað Lúxemborg 15 skýjað Brussel 13 skýjað Dublin 16 skýjað Glasgow 15 léttskýjað London 18 léttskýjað París 18 skýjað Amsterdam 16 skúrir Hamborg 12 léttskýjað Berlín 15 skýjað Vín 18 skýjað Moskva 12 skúrir Algarve 28 heiðskírt Madríd 33 heiðskírt Barcelona 27 léttskýjað Mallorca 27 léttskýjað Róm 27 léttskýjað Aþena 27 heiðskírt Winnipeg 27 léttskýjað Montreal 21 skýjað New York 22 heiðskírt Chicago 21 skýjað Orlando 28 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 9. september Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 6:33 20:18 ÍSAFJÖRÐUR 6:34 20:28 SIGLUFJÖRÐUR 6:16 20:11 DJÚPIVOGUR 6:02 19:49 Grímur Marínó Steindórsson, listamaður í Kópavogi, saknar enn fjögurra listaverka sem var stolið fyrir ári, þann 26. ágúst 2010, daginn eftir að þau voru sett upp. Listaverkin sem um ræðir voru unnin í ryðfrítt stál. Urta, kópur og tveir fuglar. Verkin voru fest með löngum pinnum í fjörugrjót sunnanmegin í fjörunni við Kársnesbraut. „Það kom maður til mín og bað mig um að gera verk á þessa steina sem eru þarna. Ég var nú ekki að flýta mér meira en það að hann kom tvisvar, þrisvar og þá fór ég að gera þetta og kláraði málið. Hann hafði fengið heimild til að setja þetta niður á þessum stöðum, eftir minni bestu vitund,“ segir Grímur sem segist ekki hafa talað við neinn nema verkbeiðandann um það. „Verkin voru staðsett út af Kársnesinu, sunnan megin, á steinum sem var komið þar fyrir einu eða tveimur ár- um áður. Það var þá verið að lagfæra fjöruborðið. Sé far- ið göngustíginn fjöruna og horft til Bessastaða, þá eru steinarnir í fjörunni, í þá áttina, segir Grímur. Hann segir ekki hafa verið létt að fjarlægja verkin. „Það var selur og kópur og svo tveir fuglar. Allt farið. Það átti ekki að vera hægt að ná þessu upp með góðu móti, það var lím sett með þessu,“ segir Grímur sem finnst líklegt að nota hafi þurft tæki til að fjarlægja verk- in. Grímur var bæjarlistamaður í Kópavogi. „Það er mik- ið af verkum eftir mig í Kópavoginum og víða um land. Bæði úti- og innilistaverkum,“ segir Grímur og bætir við að hann sé nú með sýningu á fjórðu hæð Perlunnar. Grímur vill gjarnan fá að vita hvort einhver gæti upp- lýst hvar verkin eru niðurkomin. sigrunrosa@mbl.is Dularfullur listaverka- þjófnaður í Kópavogi Kyrrð Kópurinn var hluti af listaverki Gríms Marínós Steindórssonar. Verkið hvarf úr fjörunni í Kópavogi.  Fjórum málmskúlptúrum stolið úr fjörunni við Kársnes List Verk Gríms áður en þau voru sett upp í fjöruborð- inu við Kársnes. Þau voru horfin daginn eftir. Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbún- aðarráðherra, lýsti andstöðu sinni við hug- myndir um fjölg- un aðstoðar- manna ráðherra í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í gærmorgun. Var Jón að svara fyrirspurn frá Vigdísi Hauks- dóttur, þingmanni Framsóknar- flokksins. Sagði Jón ráðherra vera verk- stjóra í sínu ráðuneyti og það mætti ekki búa þannig um hnútana að það yrði meiri vinna fyrir þá að stýra að- stoðarmönnum sínum en viðkom- andi ráðuneytum. Tilefni fyrirspurnar Vigdísar var þær breytingar sem allsherjarnefnd Alþingis vill gera á lögum um stjórnarráðið sem fela í sér að að- stoðarmenn ráðherra geti orðið 23 í allt. Þeir eru nú 10 talsins. Við sama tækifæri ítrekaði Jón Bjarnason að hann væri andvígur áformum í sama frumvarpi að stofna eitt atvinnuvegaráðuneyti sem myndi fela það í sér að ráðuneyti Jóns, sjávarútvegs- og landbún- aðarráðuneytið, yrði lagt niður. Komið hefur fram í fréttum að Jó- hanna Sigurðardóttir leggi mikla áherslu á þessa breytingu. Jón vill ekki fleiri til aðstoðar  Ítrekar andstöðu við sameiningu Jón Bjarnason Borgarráð hefur samþykkt að flýta framkvæmdum við Norðlingaskóla. 180 milljónum króna verður varið til viðbótar í framkvæmdir við skól- ann umfram það sem áætlað hafði verið til verksins á þessu ári. Þess er nú vænst að allt skólahúsnæðið verði komið í notkun og skólalóð tilbúin á fyrri hluta árs 2012. Framkvæmdum flýtt við Norðlingaskóla

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.