Morgunblaðið - 09.09.2011, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 09.09.2011, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 2011 Hjörtur J. Guðmundsson hjorturjg@mbl.is „Ég átti einn fund með Ross Beaty. Það kom í framhaldi af því að ég fór að skoða það hvort hægt væri að slá skjaldborg um innlent eign- arhald og forræði á þessu fyrirtæki eftir því sem hægt væri,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, fjármála- ráðherra, um fund sem hann átti með Ross Beaty, forstjóra Magma Energy í ágúst árið 2009. Eins og greint var frá í Morg- unblaðinu í gær var meðal annars rætt um það á fundinum að Magma Energy gæti eignast allt að 50% hlut í HS Orku og að HS Orka myndi ennfremur leita leiða til þess að auka fjölbreytileika í viðskipta- mannahópi sínum sem aftur hefði í för með sér að fyrirtækið hefði ekki getað útvegað næga orku til fyrirhugaðs álvers Norðuráls í Helguvík. Minnisblað ráðuneytisins Í umfjöllun Morgunblaðsins er meðal annars vitnað í minnisblað úr fjármálaráðuneytinu dagsett 12. mars 2010 um fund með Ásgeiri Margeirssyni, fulltrúa Magma Energy á Íslandi. Fundinn sátu fyrir hönd ráðuneytisins Guðmund- ur Árnason, núverandi ráðuneyt- isstjóri þess, og Egill Tryggvason. Fram kemur í minnisblaðinu að ákveðin óvissa ríki um framhald fjárfestinga fyrirtækisins, annars vegar þar sem nefnd um erlendar fjárfestingar hafi ekki skilað nið- urstöðu og hins vegar vegna þess að Íslandsbanki vildi fá staðfest- ingu á því „samkomulagi“ sem fjár- málaráðherra og Ross Beaty hefðu gert með sér um að Magma Energy mætti eiga allt að 50% hlut í HS Orku á móti innlendum að- ilum. Einungis þreifingar Steingrímur segir að rangt sé „að þarna hafi verið gert eitthvert samkomulag. Það var ekki, það náðist aldrei niðurstaða í það mál. En það er rétt að þarna áttu sér stað ákveðnar þreifingar í þessa veru“. Hann segir að kannað hafi verið hvort Magma Energy hafi verið reiðubúið til þess að gefa yf- irlýsingu um að þeir myndu aldrei ásælast meirihluta í HS Orku en að það hafi síðan strandað af ýmsum ástæðum. Á þessum tíma hafi enn- fremur verið í gangi athugun á því hvort hægt væri að mynda inn- lendan eigendahóp þar sem ríki, sveitarfélög og hugsanlega lífeyr- issjóðir tækju höndum saman. Munnleg samskipti Steingrímur segir að þetta hafi komið til meðal annars vegna þess að Ross Beaty hafi lýst því yfir sjálfur að hann hefði engan áhuga á að ná yfirráðum í HS Orku. Í bréfi til Steingríms 2. september 2009 segir Beaty að hann geri sér grein fyrir því að Steingrímur vilji ekki að Magma Energy eignist meira en 50% í HS Orku og að hann muni virða það. Síðar gerðist það hins vegar að Magma Energy eignaðist 98,53% í HS Orku. Að- spurður vildi Steingrímur þó ekki segja að Beaty hefði með því geng- ið á bak orða sinna um að virða 50% mörkin þar sem engin nið- urstaða hefði orðið í því máli. „Það varð aldrei samkomulag um neitt og aldrei skrifað undir nokkurn skapaðan hlut. Þetta voru bara munnleg samskipti.“ „Varðandi það í hvað síðan orkunni er ráðstafað þá var aldrei rætt um að það ætti að binda það á einhvern hátt í samkomulag eða gera neitt með það,“ segir Stein- grímur um áhersluna á fjölbreyttan viðskiptamannahóp HS Orku. „Hins vegar ræddum við á almenn- um nótum um þessi orkumál og ég útlistaði þá áherslu okkar að við hefðum auðvitað áhuga á því að auka fjölbreytni hér í atvinnnulíf- inu og sæjum það sem kost ef fleiri aðilar kæmu að notkun á orkunni, að það ykist fjölbreytnin í kaup- endahópnum. [...] En það stóð aldr- ei til og var engin tilraun gerð til þess að hafa áhrif á það við hverja HS Orka væri í sjálfu sér að semja. Enda ekki á okkar borði. Það eru auðvitað viðskiptalegar ákvarðan- ir,“ segir Steingrímur. Steingrímur segist ekki hafa samið við Beaty Morgunblaðið/Heiddi Fundur Ross Beaty, forstjóri Magma Energy, á fundi með Steingrími J. Sigfússyni fjármálaráðherra í ágúst árið 2009. Á fundinum var m.a. rætt um að Magma Energy gæti eignast allt að 50% hlut í HS Orku og að HS Orka myndi leita leiða til þess að auka fjölbreytileika í viðskiptamannahópi sínum.  Fjallað er um samkomulag Steingríms og Beaty í minnisblaði frá ráðuneytinu Þakkir Bréf Ross Beaty, forstjóra Magma Energy, til Steingríms J. Sigfús- sonar fjármálaráðherra þar sem hann þakkar fyrir fund þeirra. „Þetta sýnir svo ekki verður um villst að það er engin alvara á bakvið öll stóru orðin um viljann til að styðja við atvinnu- uppbyggingu á Suðurnesj- unum,“ segir Bjarni Bene- diktsson, for- maður Sjálf- stæðisflokksins, um framgöngu ríkisstjórn- arinnar vegna framkvæmda við álver Norðuráls í Helguvík. Hann segir að það dugi ekki að vera með sýnd- arfundi í rík- isstjórn þegar hugur fylgi ekki máli. Alvarlegt og kemur ekki á óvart „Ef satt reynist þá er þetta mjög alvarlegt og kemur svo sem ekki á óvart miðað við hvernig vinstri-grænir hafa talað alla tíð gegn atvinnuuppbyggingu í álveri í Helguvík,“ sagði Ragnheiður El- ín Árnadóttir, þingmaður Sjálf- stæðisflokksins í Suðurkjördæmi, í samtali við mbl. sjónvarp í gær. Sagðist hún vilja sjá þau gögn sem vísað var í í umfjöllun Morg- unblaðsins í gær um málefni Magma Energy og HS Orku en stjórnarandstöðuþingmenn fóru fram á það í umræðum á Alþingi í gær að þingmenn fengju aðgang að gögnunum. „Á sama tíma og skrifað er undir fjárfestingasamning við Norðurál, þar sem ríkisstjórn heitir því að gera allt sem í henn- ar valdi stendur og er á hennar færi til þess að greiða fyrir þess- ari fjárfestingu, að í öðru her- bergi í sama húsi hafi verið plott- að um það að orkan eigi ekkert að fara í þetta verkefni heldur eitthvert annað. Og það er það sem gerir þetta mjög alvarlegt ef satt reynist,“ sagði Ragnheiður. Sýnir að engin alvara er á bakvið stóru orðin Bjarni Benediktsson Ragnheiður Elín Árnadóttir „Ég hef lengi verið á þeirri skoðun að það sé eitthvað hulið sem heldur þessu máli í gíslingu og haldið því fram að það sé pólitísk fyrirstaða. Ekki endilega eitt- hvert óleyst vandamál heldur fremur yfirlýsingar ríkisstjórn- arinnar, þá ekki síst umhverf- isráðherra og að einhverju leyti ráðherra fjármála, sem geri það að verkum að stjórnkerfið virki eins og það virkar í þessum efn- um,“ segir Sigurður Ingi Jóhanns- son, þingmaður Framsókn- arflokksins í Suðurkjördæmi, um fyrirhugað álver Norðuráls í Helguvík á Reykjanesi. Hann seg- ir að ólíklegt sé að af þessu verk- efni verði fyrr en þessari pólitísku fyrirstöðu létti. Sigurður leggur áherslu á nauð- syn þess að atburðarásin í kring- um málið allt verði upplýst. „Síð- an er hægt að fara út í vangaveltur um það hvernig fólk geti haldið því fram ár eftir ár að hér verði hagvöxtur á sama tíma og það er ljóst að stjórnvöld hafa verið með einum eða öðrum hætti að bregða fæti fyrir Helguvík sem átti að vera aðaleimreiðin í hag- vextinum. Það er alveg ljóst að orð og gerðir fara þarna ekki saman.“ Brugðu fæti fyrir framkvæmdir í Helguvík Sigurður Ingi Jóhannsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.