Morgunblaðið - 09.09.2011, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 09.09.2011, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 2011 Nýju ljósi varpað á samskipti stjórnvalda við Magma, HS Orku, Norðurál og Íslandsbanka FRÉTTASKÝRING Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Í gögnum þeim sem fjármálaráðuneytið hefur látið hagsmunaaðilum í té, er upp- kast að viljayfirlýsingu ríkisstjórnarinnar, (Memorandum of Understanding) Reykja- nesbæjar, Grindavíkurbæjar og HS Orku ehf. um fyrirhugaðar breytingar er varða tímabundin nýtingarréttindi HS Orku ehf. á jarðhitaauðlindum á Reykjanessvæðinu. Drögin að viljayfirlýsingunni eru frá því í aprílmánuði á þessu ári. Þau eru ódag- sett og óundirrituð, en í niðurlagi þeirra segir: „Þessi viljayfirlýsing er undirrituð af fjármálaráðherra, iðnaðarráðherra og til þess bærum fulltrúum frá HS Orku ehf., Reykjanesbæ og Grindavík.“ Þar segir m.a. orðrétt: „Aðilarnir hafa nú náð því samkomulagi sem þessi vilja- yfirlýsing felur í sér, og er hún nið- urstaðan af samningaviðræðum sem hóf- ust í febrúar 2011.“ Megintilgangur stytting Og síðar segir í drögunum: „Tilgangur þessarar viljayfirlýsingar er að setja fram grundvöll/sameiginlegan skilning á milli aðilanna, sem varða fyrirhugaðar breyt- ingar á ofangreindum leigusamningum og hvernig breytingaferlið mun ganga fyrir sig, meðal annars í tengslum við frumvarp sem nýlega var lagt fyrir Alþingi … Megintilgangur breytinganna á samn- ingnum verður að stytta hámarksleigu- tíma leigusamninganna, á þann veg að eft- irfarandi þrír þættir verði hafðir til viðmiðunar. Í fyrsta lagi, leigutími í þeim leigusamningum sem fyrir liggja, í öðru lagi fyrirhugaðar breytingar á lögum sem þetta varða samanber frumvarp sem lagt hefur verið fram til breytingar á vatnalög- um og auðlindalögum um styttingu nýting- artíma, og í þriðja lagi tillögur sem varða leigutíma og koma fram í skýrslu nefndar forsætisráðherra frá því í mars 2010, sem varða fyrirkomulag varðandi leigu á vatns- og jarðhitaréttindum í eigu ríkisins.“ Um þessi drög er það að segja, að frum- varp það sem fram kom á þingi sl. vetur og vitnað er til í drögunum, varð ekki að lögum. Leiðir orkuöflun fyrir álver Samningar Norðuráls við HS Orku eru á þann veg að HS Orka tók að sér að leiða orkuöflun fyrir álver félagsins í Helguvík og samkvæmt því sem áður hefur komið fram tók HS Orka að sér að útvega 350 megavött. Í þeim samningum sem tókust á milli Norðuráls og HS Orku var samið um ákveðið orkuverð en jafnframt gerður ákveðinn fyrirvari um að ef verulegar for- sendubreytingar yrðu síðar meir gætu menn samið um að taka upp samninginn og laga raforkuverðið að nýjum forsendum. Samkvæmt því sem kom fram sl. vetur hjá forsvarsmönnum Norðuráls telja þeir að stytting á leigutíma jarðvarmans (auð- lindarinnar) niður fyrir áætlaðan ending- artíma virkjana, komi klárlega niður á arðsemi álvers í Helguvík. Þannig myndu forsendur tvímælalaust breytast og því þyrfti að semja upp á nýtt, yrði það ofan á, að leigutíminn yrði styttur til muna. Úr 65 árum í 30-35 ár Núgildandi lög gera ráð fyrir 65 ára leigutíma. Þáverandi formaður iðn- aðarnefndar, Katrín Júlíusdóttir, núver- andi iðnaðarráðherra, beitti sér fyrir þeirri lagasetningu, og sömuleiðis Össur Skarphéðinsson, þáverandi iðnaðarráð- herra. Í vetur er leið kom einnig fram að for- svarsmenn Norðuráls töldu 65 ára leigu- tíma vera eðlilegan leigutíma, miðað við það að reiknað væri með að fjárfestingar í jarðvarma entust í a.m.k. 50 ár, þ.e.a.s. tæknibúnaður, húsnæði og slíkt. Nú er hins vegar komin fram sterk krafa, frá fjármála-, iðnaðar- og forsæt- isráðuneyti um að stytta leigutímann um 30 til 35 ár, en það telja viðmælendur að setji þegar gerða samninga í uppnám. Niðurstöðu gerðardóms beðið Gerðardómur er eins og kunnugt með ágreining Norðuráls við HS Orku og Orkuveitu Reykjavíkur vegna gerðra raf- orkusölusamninga til álvers í Helguvík til úrskurðar. Búist er við því að gerðardóm- urinn úrskurði fyrir lok þessa mánaðar, en fram til þess tíma er framtíð álvers í Helguvík áfram í fullkominni óvissu, nema Landsvirkjun komi að málinu, en forsvars- menn Norðuráls lögðu það til við forstjóra og stjórnarformann Landsvirkjunar í vor að Landsvirkjun kæmi að málinu með því að útvega 150 megavött til Helguvík- urverkefnisins og þannig gætu fram- kvæmdir á nýjan leik farið á fullt. Norður- álsmenn munu ekki ýkja bjartsýnir á að Landsvirkjun komi að raforkuöflun fyrir Helguvík, a.m.k. ekki á meðan Stein- grímur J. Sigfússon fer með hlutabréfið í Landsvirkjun fyrir hönd ríkisstjórn- arinnar. Hagsmunaaðilar bíða niðurstöðunnar með mikilli óþreyju, eins og gefur að skilja, og eru ýmsir, ekki síst sveit- arstjórnarmenn á Suðurnesjum, orðnir langeygir eftir því að niðurstaða fáist í málið. Hér eru miklir hagsmunir í húfi, bæði fyrir atvinnulífið á Suðurnesjum, Norðurál, HS Orku og Orkuveitu Reykja- víkur. Norðurál hefur þegar lagt hátt í tuttugu milljarða króna í undirbúning Helguvíkurverkefnisins og framkvæmdir þar en eins og gefur að skilja hafa þær ekki verið á miklum hraða undanfarna mánuði og misseri. Það ræðst væntanlega fyrir mánaðamót hvort nýr kraftur færist í framkvæmdir í Helguvík eða ekki. Knúið á um styttingu leigutíma  Mikil áhersla hefur verið lögð á það í fjár- mála- og iðnaðarráðuneyti að stytta leigutíma HS Orku á jarðvarmaauðlindum á Reykjanesi  Gerðardómur úrskurðar fyrir mánaðamót í ágreiningsmálum Norðuráls við HS Orku og Orkuveitu Reykjavíkur vegna raforkusölu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.