Morgunblaðið - 09.09.2011, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 09.09.2011, Blaðsíða 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 2011 ✝ Anna ÞóraPálsdóttir fæddist í Reykjavík 16. júní 1939. Hún varð bráðkvödd á heimili sínu 31. ágúst 2011. Hún var dóttir Páls Þorsteins- sonar, f. 2. febrúar 1913, d. 8. mars 1988, bónda Álft- ártungu, og Gróu Guðmundsdóttur, f. 4. júní 1917, húsfreyju í Álftártungu. Systkini hennar eru Svanur Pálsson, f. 29. apríl 1942, Erna Pálsdóttir, f. 22. október 1943, Egill Pálsson, f. 30. september 1945, Birgir Pálsson, f. 4. nóvember 1947, Steinunn Pálsdóttir f. 26. febr- úar 1950, og Ásgerður Páls- dóttir, f. 29. júní 1953. Anna gift- ist 1. janúar 1966 Guðmundi Jóhanni Guðmundssyni hús- gagnabólstrara, f. 15. des. 1934, þau skildu. Þeirra dætur eru 1) Gróa Jó- hannsdóttir, bóndi Hlíðarenda, 1969. Þeirra börn eru Annika, f. 29. nóvember 2003, og Freyr, f. 2. apríl 2006. Anna ólst upp í Álftártungu á Mýrum, ung að árum fluttist hún til Keflavíkur og vann þar við af- greiðslustörf og fiskvinnslu, einnig rak hún framsóknarhúsið í Keflavík í mörg ár. Hún var verslunarstjóri hjá Kaupfélagi Suðurnesja. Anna opnaði og rak síðan verslunina Hornið í Kefla- vík um árabil. Eftir það hóf hún störf hjá Fíakaupum í Njarðvík og eftir það hjá Kaskó í Keflavík. Hún flutti til Hafnarjarðar árið 2002 og hóf störf hjá Aðföngum ári áður. Anna lauk starfi sínu hjá Aðföngum um áramótin 2009, sjötíu ára að aldri. Eftir að hún hætti að vinna keypti hún landskika á æsku- stöðvunum ásamt dætrum sínum og var búin að koma sér upp sælureit enda mikil áhugamann- eskja um skógrækt og garð- yrkju. Sælureitinn kallaði hún Sæluhornið. Anna var mikil hannyrð- arkona og prjónaði mikið fyrir Íslenskan markað á árum áður, hún prjónaði einnig mikið til síð- asta dags. Útför Önnu fer fram í dag, 9. september 2011, frá Fossvogs- kirkju, kl. 15. Breiðdal, f. 3. ágúst 1965, gift Arnaldi Sigurðssyni bónda, f. 6. ágúst 1964. Þeirra synir eru Sigurður Borgar, f. 30. ágúst 1983, og Jóhann Snær, f. 11. september 1987, hans dóttir er Katr- ín Lilja, f. 1. maí 2009. 2) Guðný Jó- hannsdóttir flug- freyja, f. 6.apríl 1967, gift Jóni Einarssyni flugumsjónarmanni, f. 2. desember 1967. Þeirra son- ur er Alex, f. 11. janúar 2001. Dætur Guðnýjar með Einari Má Aðalsteinssyni eru Ingunn Þóra, f. 20. febrúar 1985, hennar dóttir er Tinna Mjöll Guðmundsdóttir, f. 13. október 2004, og Eva Rún, f. 24. ágúst 1991, sambýlismaður hennar er, Daníel Þór Midgley, f. 8. júlí 1988. Sonur Jóns er Arnar, f. 16. nóvember 1989. 3) Fríða Jóhannsdóttir fulltrúi, f. 20. júlí 1972, í sambúð með Magnúsi Waage húsasmiði, f. 4. desember Elsku besta mamma mín, nú er komið að kveðjustund, kveðju- stund sem kom alltof fljótt. Þetta eru búnir að vera erfiðir dagar og verst er að ég get ekki leitað til þín í þessari miklu sorg. Samband okkar var gott og vorum við í sam- bandi nánast á hverjum degi. Við vorum mikið saman í Sæluhorni og Heiðarbóli síðustu sumur og var mikið brallað og gróðursett þar. Sæluhornið þitt verður þinn minnisvarði um ókomna tíð. Dýpsta sæla og sorgin þunga svífa hljóðlaust yfir storð. Þeirra mál ei talar tunga, tárin eru beggja orð. (Ólöf Sigurðurdóttir.) Ég vil þakka þér fyrir allan þann tíma sem við áttum saman. Minning þín lifir í hjarta mínu. Söknuðurinn er mikill og kveð ég þig með táraflóði. Þín dóttir, Fríða. Mamma ólst upp hjá foreldrum og systkinum í Álftártungu á Mýrum. Fjölskyldan og æsku- stöðvarnar voru henni afar kær og dvaldi hún löngum hjá ömmu sem enn býr í Álftártungu í hárri elli og þarf nú að kveðja dóttur sína. Afi og amma lögðu ríka áherlsu á heiðarleika, samviskusemi og virðingu við uppeldi sinna barna og eru það þau gildi sem voru mömmu leiðarljós í gegnum lífið. Mamma var mikill dýravinur og hændust öll dýr að henni. Hundar voru henni sérstaklega kærir og þeir hundar sem hún átti voru henni mjög tryggir. Ég man alltaf eftir að þegar við systurnar vorum litlar áttum við tík sem hét Táta, hún var eins og aðrir hundar mjög hænd að mömmu. Stundum þegar mamma var að vinna gerð- um við systurnar okkur það að leik að stríða Tátu greyinu með því að segja: „Mamma er að koma!“ Aumingja Káta hentist fram að dyrum þegar hún heyrði þetta og beið og beið við dyrnar, svo loksins þegar hún heyrði mömmu koma trylltist hún af fögnuði. Eftir að mamma fór að búa ein átti hún Depil og svo Bjart eftir að Depill dó. Hestar voru henni líka mjög hugleiknir þó að hún ætti ekki hesta sjálf núna seinni árin. En alltaf fylgdist mig hún með hest- unum mínum. Þá hafði hún sér- staklega gaman af að fylgjast með folöldunum þegar hún kom í heimsókn. Líka kom hún og hjálp- aði til við sauðburðinn eftir að hún hætti að vinna og hafði mjög gam- an af. Ungviðið átti hug hennar allan. Mamma var einstaklega dug- leg og samviskusöm við allt sem hún tók sér fyrir hendur og fannst ekkert tiltökumál að vera í a.m.k. tveimur vinnum og ala okkur syst- ur upp og ég veit að við vorum alls ekki auðveldustu eintökin. Minn- ist þess að þegar ég var tíu, tólf ára fékk ég að fara með henni í síldarsöltun. Þóttist nú aldeilis góð að fá að vinna eins og full- orðnir. Það var ótrúlegt að sjá hvað mamma var snögg að raða í tunnurnar, eftir kvöldið var hún með margar plötur í stígvélinu en ég bara tvær. Mamma var mikil áhugakona um garð- og trjárækt, og eftir að hún eignaðist landskika á æsku- stöðvunum ásamt systrum mínum fékk hún gott tækifæri til að sinna þessu áhugamáli sínu. Staðinn sinn kallaði hún Sæluhorn og var búin að gróðursetja mikið og átti þar margar góðar stundir. Eftir að barnabörnin fóru að koma í heiminn fann mamma sig í nýju hlutverki, ömmuhlutverkinu, og naut þess til hins ýtrasta. Barnabörnin dýrkuðu öll Önnu ömmu og allt var hægt að gera með ömmu, drullumalla, fara í bílaleik, búðarleik já eða bara hvað sem var. Fyrir tveimur árum, þegar mamma varð sjötug, gáfum við systurnar og fjölskyldur henni tölvu. Hún var fljót að tileinka sér tæknina og var mjög dugleg að nota tölvuna og auðveldaði „fa- cebookin“ henni mjög að fylgjast með okkur sem vorum ekki innan seilingar og endurnýja kynnin við ættingja og vini. Elsku mamma, þú varst burt- kvödd allt of fljótt. Við ætluðum öll að eiga með þér mörg góð ár í viðbót. En enginn veit hvenær kallið kemur og nú verðum við að láta okkur nægja að ylja okkur við allar góðu minningarnar. Allar mínar bestu kveðjur og elska fylgja þér á betri stað. Gróa. Í dag kveð ég elskulegu móður mína sem kvaddi þennan heim allt of fljótt og skyndilega. Ekki hefði mig órað fyrir því hvað það er sárt og erfitt að sjá á eftir henni, þess- ari einstöku konu sem gaf mér líf. Hún var svo dugleg og hugrökk og lét ekkert stöðva sig. Hún undi sér svo vel í Sæluhorninu sínu á sínum heimaslóðum á Mýrunum. Þar var hún búin að rækta mikið af trjám og gróðri, og gera sér un- aðsreit þar sem hún varði nánast öllum stundum á sumrin með hundinn sinn hann Bjart, sem gaf henni svo mikið og var henni mik- ill félagi. Ég stend í skógi, þetta haust, með djúpum trega. Til jarðar hljóðlega í andvara kvöldsins og litadýrð lífsins horfi á laufin falla. Hvert og eitt geymir minningu um þig. (Þórveig.) Söknuðurinn er mikill og erf- iður en eftir sitja ljúfar og ynd- islegar minningar sem eiga vísan stað í mínu hjarta. Um kinnarnar renna tárin, til marks um öll árin. Hjartað heldur um sárin, en rauðleit augun fela hárin (Afródíta – 1988.) Hvíl í friði, elsku mamma mín, þín dóttir, Guðný. Okkur tengdasyni Önnu Þóru setur hljóða. Við geymum í huga okkar hver í sínu lagi og sameiginlega margar og góðar minningar um tengda- mömmu okkar. Enginn á morgundaginn pant- aðan. Þessa setningu höfum við oft fengið að heyra síðustu daga og við gengum að því sem vísu að við ættum pantaða marga daga í samvistum með Önnu. Anna varð bráðkvödd á heimili sínu hinn 31. ágúst síðastliðinn. Þetta kom eins og þruma úr heið- skíru lofti. Við tengdasynir Önnu eigum henni margt að þakka. Margar góðar stundir sem við eig- um eftir að ylja okkur við og deila með okkar börnum og barnabörn- um. Síðustu árin varði Anna mikl- um tíma með móður sinni, Gróu Guðmundsdóttir í Álftártungu á Mýrum, sem er orðin 94 ára. Önnu fannst gott að létta undir með móður sinni og veita henni fé- lagskap. Anna naut þess einnig að dvelja á æskustöðvum sínum og keypti hún smálandskika í félagi með dætrum sínum í landi Arn- arstapa, nánast í túnfætinum hjá Álftártungu. Þar undi hún sér vel og sérstaklega ef stelpurnar og fjölskyldur þeirra voru þar. Nefndi hún sinn hluta Sæluhorn og ber það vitni um að þar átti hún margar sælustundir. Hún keypti sér hjólhýsi sem hún kom þar fyr- ir og var búin að gróðursetja mik- ið á sínum parti. Anna var hæglát manneskja sem gerði ekki mikið úr sínum eigin verkum og gjörðum. En hún var þakklát fyrir það sem fyrir hana var gert og mat það mikils og þakkaði fyrir sig með innilegu faðmlagi og kossi á kinn. Hún var stolt af sínum dætrum, barna- börnum og langömmubörnum. Anna sagðist vera rík. Eitt barna- barnið horfir á hana og spyr; „amma, áttu fullt af peningum?“ Nei, en ég á heilbrigð og góð börn. Og það er rétt hjá henni. Þau er öll dugleg, heiðarleg og góðir þjóðfélagsþegnar. Anna var mikill dýravinur og hafði einstaka næmni á líðan dýra. Sérstaklega hafði hún yndi af hestum og hundum. Allt viðmót dýra sem hún umgekkst bar vott um traust og gagnkvæma virð- ingu. En komin eru leiðarlok og lífsins kerti brunnið, og þín er liðin æviönn, á enda skeiðið runnið. Í hugann kemur minning mörg og myndir horfinna daga, frá liðnum stundum læðist fram mörg ljúf og falleg saga. (Höf. ók.) Minning um góða og trausta konu lifir. Þínir tengdasynir, Arnaldur, Jón og Magnús. Elsku amma. Takk fyrir allar samverustund- irnar okkar. Okkur langar að hitta þig aftur, þú varst alltaf svo góð. Við söknum þín mjög mikið. Fjölskyldan þín passar Bjartinn þinn vel. Stórt knús til þín, Annika og Freyr. Ástkær amma mín hefur kvatt þennan heim. Ég á ótal margar minningar um hana Önnu ömmu mína og gæti sagt svo margar skemmtilegar sögur af okkur ömmu. Það sem lýsir henni allra best er hversu góð kona hún var, hjálpsöm, vildi allt fyrir alla gera og dugnaðarforkur. Ég fékk oft að vera með henni í búðinni hennar Horninu. Það var algjört ævintýraland fyrir mér, fékk að setja sjálf bland í poka, leika mér inni á lager og fór þar í hina ýmsu leiki, hjálpaði til við að skúra sem endaði oft með því að skúringarvatnið úr fötunni helltist allt á gólfið og tók okkur langan tíma að þurrka það upp og mikið hlegið á meðan. Hún var dugleg að vera með okkur systurnar þegar við vorum yngri og var ýmislegt brallað sam- an. Endalausar heitapottsferðir, ég mátti mála hana í framan eins og trúð, baka um miðnætti, gera allskonar tilraunir í eldhúsinu sem reyndar enduðu oftast með útatað eldhús. Amma var dugleg að fara með mig í Álftártungu þegar ég var yngri og voru þær ferðir yndisleg- ar. Um leið og við keyrðum inn í Hvalfjörðinn var byrjað að syngja og alltaf sungið sama lagið aftur og aftur, Blátt lítið blóm eitt er þangað til við nálguðumst Þyril, þá varð maður svo svangur og allt- af stoppaði amma og keypti eitt- hvað gott handa okkur. Núna síðustu ár vorum við amma oft að ræða prjónaskap og hjálpaði amma mér alltaf þegar ég var búin að binda marga hnúta og fella lykkjur og hvaðeina en alltaf gat hún lagað það hjá mér. Við gátum setið tímunum saman og prjónað og drukkið kaffi þangað til okkur verkjaði í magann, alltaf gátum við gleymt okkur í að tala saman um allt og ekkert. Amma hafði góð ráð við öllu og þegar ég átti eitthvað erfitt var hún alltaf tilbúin að faðma mig og sagði svo oft: Ingunn, það birtir alltaf til á endanum. Þessi orð Önnu ömmu hafa komið upp í huga minn undanfarna daga og brosi ég við að rifja upp okkar góðu tíma saman. Ó, gætu þeir séð, sem að syrgja og missa þá sannleikans gleði, sem óhult er vissa, að bönd þau, sem tengja okkur, eilífð ná yfir, að allt, sem við fengum og misstum, það lifir (Ólöf frá Hlöðum.) Ég er svo óendanlega þakklát fyrir að hafa fengið að njóta sam- verustundanna með þessari góðu konu og forréttindi að fá að eiga hana sem ömmu. Ég er þakklát fyrir allar þessar góðu stundir og minningar. Ingunn Þóra Einarsdóttir. Elsku amma, það er svo erfitt að kveðja. Ég trúði því ekki þegar ég fékk fréttirnar af andláti þínu, að amma mín sem var svo hress og kát fjórum dögum áður, að fagna með mér tvítugsafmælinu mínu hefði kvatt okkur svo snöggt. Þú varst svo flott og svo dugleg kona. Ég man þær ófáu stundir sem að ég átti með þér á Hringbrautinni í Keflavík og þeg- ar ég fékk að fylgja þér í vinnunni í Kaskó. Þú varst alltaf svo góð við mig. Elsku amma, takk fyrir allar þær gleðistundir sem við höfum átt saman. Ég mun ávallt hugsa til þín þegar ég kíki í Sæluhornið þitt, sem er svo fallegt núna árla hausts. Ég trúi því að Depill okkar hafi tekið vel á móti þér og að þið séuð saman á ný. „Eitt er það sem aldrei gleymist, aldrei það er minning þín“. Við hittumst síðar, amma mín. Þín Eva Rún. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Þessar fallegu ljóðlínur lýsa því svo vel hvern mann Anna Þóra Pálsdóttir hafði að geyma og hvaða áhrif hún hafði á fólk í kringum sig. Hún var röggsöm, ósérhlífin og féll sjaldan verk úr hendi, en það sem einkenndi hana mest var hlýjan, umhyggjan og væntumþykjan í garð ástvina. Við systurnar vorum svo lán- samar að hafa Önnu sem þátttak- anda í okkar lífi allt frá því hún flutti á Austurgötuna í Keflavík. Góð kynni voru með henni og for- eldrum okkar og nutum við góðs af. Stelpurnar hennar voru á svip- uðum aldri og við og var sam- gangur mikill á milli heimilanna. Óhætt er að segja að Anna hafi verið ein af fyrirmyndum okkar systranna í uppvextinum. Alltaf var hægt að leita til Önnu, hún kunni ráð við öllu og miklaði ekk- ert fyrir sér. Á fullorðinsárum höfum við fylgst með Önnu sinna hugðar- efnum sínum og fjölskyldu sem hún var afar stolt af. Dætur Önnu og fjölskyldur þeirra hafa misst mikið og söknuðurinn er sár en minningin um þessa einstöku konu lifir og er dýmætt veganesti út í lífið fyrir ömmu- og lang- ömmubörnin. Elsku Gróa, Guðný, Fríða og fjölskyldur, okkar dýpstu samúð- arkveðjur. Með væntumþykju og þakk- læti í huga kveðjum við Önnu Páls. Ólína og Guðmunda Kristinsdætur. Fyrir tíu árum kom ég blaut á bak við eyrun beint úr háskólan- um til starfa sem gæðastjóri hjá fyrirtæki hér í bæ. Strax fyrsta vinnudaginn var ég kynnt fyrir Önnu enda var hún einn af þeim starfsmönnum sem ég hafði mér til halds og trausts í mínu starfi. Ég man að Anna mældi mig út hátt og lágt án þess að segja neitt, við báðar dálítið feimnar, ég feim- in við nýja starfið en Anna við mig. En þegar fyrsti vinnudagur- inn minn var að kvöldi kominn og Anna kom og kvaddi mig með orð- unum: „Við sjáumst svo á morgun, Sigga mín,“ þá vissi ég að ég hafði staðist prófið. Á næstu árum átt- um við afar gott samstarf þar sem ég fékk að kynnast þeirri einstöku konu og dugnaðarforki sem hún Anna var. Ég fór til annarra starfa nokkr- um árum síðar en við Anna héld- um áfram að rækta vináttu okkar og vorum reglulega í sambandi, skiptumst á fréttum af okkar fólki og ræddum þau mál sem hæst bar hverju sinni og höfðum báðar afar gaman af. Okkar síðasta samtal áttum við fyrir rúmum tveimur vikum, við ákváðum að við myndum hittast í berjatíðinni í byrjun september, ég ætlaði að líta til hennar í Sælu- hornið hennar og bjóða henni svo í bíltúr til að líta á minn sælureit í næstu sveit. En nú hafa veður skipast í lofti og sá bíltúr verður ekki farinn. Í staðinn rifja ég upp dýrmæta minningu um heimsókn til hennar að Sæluhorni í fyrra- sumar þar sem hún tók á móti okkur fjölskyldunni af sinni ein- stöku alúð og hlýju, geislandi af hamingju í sveitinni sinni. Kynni okkar Önnu hafa verið mér dýrmætt veganesti í lífinu. Í samskiptum okkar kenndi hún mér svo margt um lífið og til- veruna og síðast en ekki síst vin- áttuna sem aldrei bar skugga á hjá okkur. Um leið og ég votta móður Önnu, dætrum, fjölskyldum þeirra og öðrum aðstandendum mína dýpstu samúð vil ég þakka Önnu fyrir samfylgdina með vísu eftir Káinn sem mér finnst lýsa svo vel því sem fer í gegnum huga minn á þessari stundu. Minning þín er mér ei gleymd; mína sál þú gladdir; innst í hjarta hún er geymd, þú heilsaðir mér og kvaddir. (Káinn.) Sigríður Ásta. Vertu ekki grátinn við gröfina mína góði, ég sef ekki þar. Ég er í leikandi ljúfum vindum, ég leiftra sem snjórinn á tindum. Ég er haustsins regn sem fellur á fold og fræið í hlýrri mold. Í morgunsins kyrrð er vakna þú vilt, ég er vængjatak fuglanna hljótt og stillt. Ég er árblik dags um óttubil og alstirndur himinn að nóttu til. Gráttu ekki við gröfina hér – gáðu – ég dó ei – ég lifi í þér. (Þýð. Ásgerður Ingimarsdóttir),# (Höf. ókunnur.) Í dag kveðjum við kæra sam- starfskonu og vinkonu, Önnu Þóru Pálsdóttur. Anna hóf störf hjá Aðföngum árið 2001 og vann þar uns hún lét af störfum vegna aldurs í lok árs 2009. Hún var ein- staklega ósérhlífin, atorkusöm og dugleg til allra verka. Þá var hún hlý og umhyggjusöm kona sem lét sér annt um fjölskyldu sínu og hafði gaman af að segja okkur sögur af barnabörnum og barna- barnabörnum. Á vorin hlakkaði hún til að fara austur í sauðburð- inn, en þangað fór hún í tvær vik- ur á hverju vori og kallaði hún það fæðingarorlof sitt. Anna var búin að koma sér upp sælureit á Mýrum í Borgarfirði í samfélagi við dætur sínar. Þar stundaði hún trjárækt af miklum áhuga og eljusemi. Þó Anna hefði látið af störfum hjá Aðföngum kom hún reglulega í kaffi og spjall og var þá hundurinn Bjartur yfirleitt með í för og fengum við að fylgj- ast með honum vaxa og dafna. Ef eitthvað var um að vera var Anna alltaf til í að koma og vera með hvort sem það var smáköku- bakstur fyrir jólin eða konung- legt teboð. Hún var mikil hann- yrðakona og starfsmenn nutu góðs af því og uppá vegg á vinnu- staðnum hangir mynd af Önnu ásamt níu samstarfskonum í vestum prjónuðum af henni. Auk þess eru mun fleiri samstarfs- menn sem ylja sér í lopapeysum frá Önnu. Við kveðjum með þakk- læti og söknuði og sendum fjöl- skyldu hennar og ástvinum öllum okkar innilegustu samúðarkveðj- ur. Fyrir hönd samstarfsfólks Að- fanga, Aðalheiður Fritzdóttir. Anna Þóra Pálsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.