Morgunblaðið - 09.09.2011, Page 27

Morgunblaðið - 09.09.2011, Page 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 2011 kökuuppskriftir fékk hún úr dönsku blöðunum sem hún var lengi áskrifandi að. Hún las bækur og fylgdist með sjónvarpi, m.a. man ég að við áttum sam- ræður um amerískan körfubolta sem hún fylgdist með um tíma. Hún reyndi að leika á píanóið á hverjum degi til að halda fingr- unum liprum og hún hlustaði á sígilda tónlist. Hún var ung af því að hún var hlustandi og hafði áhuga á okkur öllum afkomend- um sínum. Hver einasta frétt var henni vítamínsprauta. Hvert spor, hvert orð sem barnabarn afrekaði breyttist í bros á henn- ar blíða andliti. Oft sagði hún við mig: „Hresstu mig nú við með fréttum. Hvað er nú að frétta af stelpunum þínum og henni Evu litlu í Frakklandi?“ Hvert orð mitt hafði áhrif og svo spurði hún nánar eða sagði: „Ooo, já.“ Hún gaf með spurn sinni og áhuga. Í návist hennar skipti maður máli og vissi til hvers lifað var. Samt fannst henni eins og hún hefði ekki gefið sig að nein- um þegar ég sagði henni hvað hún væri dáð. Í löngum sam- tölum urðu minningar hennar að mínum minningum og afstaða hennar að minni afstöðu. Ég vona bara að ég hafi útskrifast úr lífsskólanum hennar ömmu. Ef ekki þá mun hún halda áfram að mennta mig til æviloka og gera lífdaga mína merkilega og innihaldsríka. Ásgeir Beinteinsson. Nokkrum vikum áður en amma dó var ég í heimsókn hjá henni með Andra Má son minn. Ég sagði við Andra Má að amma væri búin að lifa í næstum því 100 ár og að hún hefði margar sögur að segja. Andra Má fannst þetta mikið afrek og hreinlega gapti. Og það er líka mikið afrek. Amma hafði alltaf margar skemmtilegar sögur að segja, hún var alltaf jákvæð og lífleg og það var alltaf gaman að koma í heimsókn. Ég man eftir því að þegar ég var smástelpa þá fór ég í klipp- ingu til ömmu í kjallaranum, þar var hárgreiðslustofan hennar. Ég minnist líflegra sunnudags- heimsókna þar sem ýmislegt góðgæti var á borðum, klattar með smjöri, skonsur með heima- gerðri kæfu og rauðbeðum eða appelsínukaka. Ég man líka eftir því hvað maður hlakkaði til að fara til ömmu á aðfangadags- kvöld til að hitta hana og alla fjölskylduna og dansa í kringum jólatré. Ég gæti örugglega skrifað endalaust, svo margar eru minn- ingarnar um ömmu en ég sakna þín, amma, óendanlega mikið. Ég veit að þú ert komin á betri stað þar sem þú heldur áfram að heilla fólkið í kringum þig. Berglind Guðrún Beinteinsdóttir og fjölskylda. Kæra amma. Við kveðjum þig í dag. Þó að við sem sitjum eftir finnum fyrir söknuði baðst þú um að þetta yrði gleðistund og allir ættu að vera glaðir því að þú hefðir lifað löngu og góðu lífi. Þegar við hittum ömmu í síð- asta skipti og létum Jökul, 10 mánaða strákinn okkar, sitja hjá henni sagði hún „sætur“. Ég svaraði henni með því að það væri ekki bara hann því að það væru allir afkomendur hennar myndarlegir, hraustir og gengi vel. Þetta er arfleifð sem hún gat verið stolt af. Þegar ég hugsa til baka til þess þegar ég var krakki og kom á Langholtsveginn koma nokkr- ar minningar upp í hugann: Andrésblöðin sem ég sat og skoðaði á meðan fullorðna fólkið sat í eldhúsinu og talaði saman; appelsínukakan og norsku klatt- arnir, sem hurfu jafnóðum og hún steikti þá á pönnunni; nammið í skálunum sem klár- aðist aldrei og djúsið í könnunni sem amma bað mann alltaf að smakka með skeið og dæma hvort það væri rétt blandað. Klattarnir eru enn bakaðir eftir sömu uppskrift hjá okkur systk- inunum og verða sjálfsagt hluti af öllum kökuboðum í framtíð- inni. Svo eru auðvitað jólaböllin sem voru haldin á Langholtsveg- inum á aðfangadagskvöld. Þar kom öll stórfjölskyldan saman til þess að dansa í kring um jóla- tréð, spjalla saman og borða kökur af stofuborðinu sem svign- aði undan kræsingunum og fá gos með. Það voru auðvitað spil- aðir helstu jólaslagararnir á pí- anóið. Þar var það amma sem stjórnaði og spilaði, og stundum settist líka Gunna systir hennar og spilaði með henni. Þarna var alltaf líf og fjör, krakkar hlaup- andi um allt hús og fólk glatt og ánægt. Þetta var alltaf stór hluti af jólunum og mér fannst jólin ekki komin fyrr en á Langholts- veginum. Þegar ég varð fullorð- inn og eignaðist konu og börn hlakkaði ég til og naut þess að sjá þau upplifa jólin og sömu gleðina hjá ömmu. Það var eitt sem ég man líka eftir sem mér þótti skemmtilegt með ömmu. Það var að hún fylgdist mjög vel með því sem var að gerast. Ekki bara því sem gerðist í fjölskyldunni heldur líka því sem var að gerast ann- ars staðar. Einhvern tímann var hún að horfa á NBA-körfubolta- leik í sjónvarpinu þegar við kom- um til hennar á sunnudegi. Hún vissi heilmikið um körfuboltann, hverjir það voru sem voru að spila og hverjir voru góðir, nokk- uð sem við höfðum ekki mikið vit á. Það sama átti við um margar aðrar keppnisíþróttir og fólk í fréttum. Þá var hún á níræð- isaldri. Þetta þótti okkur fyndið. Henni leiddist aldrei og hélt sér alltaf virkri á meðan hún bjó heima. Hún hafði reglu á dag- legu lífi og var lengi vel á þönum út um allt: Fór í sundlaugarnar og á Grund að greiða gömlu kon- unum – sem sumar voru yngri en hún. Alltaf gestagangur: Gunna, vinkonur og fjölskyldan – og hlaupið í símann þess á milli. Það sem einkenndi ömmu var að hún var alltaf hress og kát, alltaf jákvæð og talaði aldrei illa um aðra. Það er svona sem við eigum eftir að muna hana um ókomna tíð. Markús Þorkell Beinteins- son og fjölskylda. Jæja, amma mín, þá ertu komin til Gunnu systur þinnar og bestu vinkonu, þið voruð óað- skiljanlegar alla ævi. Þið töluðuð saman á hverjum degi eða hitt- ust. Ég man þegar þú sagðir mér að þú værir svekkt út í Gunnu systur af því hún var 1,50 á hæð en þú bara 149,5. Mig langar að minnast ömmu minnar með nokkrum orðum, einnar stórkostlegustu mann- eskju sem ég hef kynnst. Amma mín náði því að verða 98 ára gömul, það er næstum því heil öld. Hún var mjög heilsuhraust alla sína ævi en hún átti það að þakka góðmennsku, bjartsýni, jákvæðni, vinnusemi, heilbrigðu líferni og að vera alltaf í góðu skapi. Það eru hlýjar og notalegar minningar sem fara um mig þeg- ar ég hugsa um ömmu. Maturinn hennar, kökurnar, klattarnir, appelsínukakan, kæf- an, ísinn, rauðbeðurnar og sultu- tau, ummmm. það var gaman að koma í mat eða kaffi til ömmu. Amma var af þeirri kynslóð sem las dönsku blöðin, það voru alltaf til nýjustu blöð „Familie journal“ og „Hjemmet“ því amma vildi alltaf vita hvað væri að gerast hjá kóngafókinu í Dan- mörku. Þær systur lærðu ungar að spila á píanó og höfðu mikla ánægju af því að spila og syngja. Amma notaði aldrei áfengi eða tóbak, hún þurfti bara ekkert á því að halda. Jólaboðin hjá ömmu, þeim gleymi ég aldrei, þau eru greypt í minninguna. Amma var alltaf með jólaboð á aðfangadagskvöld, allir í fjölskyldunni, börn og barnabörn, komu. Það var alltaf vel mætt vegna þess að hjá ömmu ríkti gleði, þær systur spiluðu jólalögin fjórhent á pí- anóið og allir dönsuðu í kringum jólatréð langt fram eftir kvöldi. Amma hélt þessi jólaboð í tugi ára og ég held að ég hafi komið í þessi boð hátt í fjörutíu sinnum. Amma var kona sem lét sig það varða hvernig fjölskyldunni vegnaði í lífinu, hún spurði alltaf hvað væri að frétta af mér og mínum. Það voru fastir liðir í gamla daga að koma við á Langholts- veginum á sunnudögum hjá ömmu og afa. Þar kom alltaf fjöldi fólks og þáði kaffisopa, amma stóð við eldavélina og bak- aði klatta ofan í krakkana og hafði ekki undan, við borðuðum þá jafnóðum. Þegar ég var sex eða sjö ára vorum við fjölskyldan stödd með ömmu og afa í sumarbústað á Iðu við Hvítárbrú, þetta er þekkt svæði fyrir stóra laxa og ég stóð tímunum saman og horfði á veiðimennina draga stóra laxa á land. Eitt sinn horfðum við á mann draga lax á land og þá segir amma svona í gríni: „Mikið væri gott að fá lax í matinn!“ Ég heyrði þetta og fór af stað óbeðinn og bað manninn að gefa mér laxinn því ömmu langaði svo í lax og hann gerði það. Ég rölti til baka með laxinn, sem var nærri því jafnstór og ég, og segi við ömmu: „Hérna er kvöldmaturinn!“ Þetta leit ekki vel út og amma þurfti að útskýra málið við manninn. Einar Beinteinsson. Elsku amma hefur kvatt þennan heim. Ég hef kviðið þessum degi síð- an ég man eftir mér, í barnslegri trú fannst mér að amma mín mundi verða með mér alla tíð. Hvern föstudag heimsótti ég ömmu þar sem kjarninn í vinkonuhópnum ásamt Gunnu frænku kom saman til að laga hárið fyrir helgina. Þá sat lítil hnáta alveg stillt á hárgreiðslu- stofunni í kjallaranum, skoðaði nýjustu myndirnar af kóngafólk- inu í dönskublöðunum og hlust- aði á „fuglabjarg“ af glaðværum röddum ræða um lífið og spenn- andi mataruppskriftir. Svo var gert hlé á meðan liturinn tók sig á augnabrúnunum, drukkið kaffi og að sjálfsögðu var alltaf bakk- elsi með, appelsínukaka og kæfubrauð með rauðbeðum. Pössun hjá ömmu og afa var alltaf tilhlökkunarefni, þar var nóg að sýsla, hvort sem það var heima við eða að skjótast í app- elsínugulu Mözdunni hennar ömmu í búðina eða heimsóknir. Svo ég tali nú ekki um gistinæt- ur, þá fékk ég að sofa á bedda inni hjá þeim og fá fallegasta náttkjólinn hennar lánaðan, bleikan með fallegu blómi fram- an á, sem að sjálfsögðu var allt of stór. Minningarnar eru margar og allar góðar, hvort sem það var spilakvöld með Thor bróður að spila Manna, ofát af víðfrægu klöttunum eða fiskibollunum, amma og afi að kenna mér að dansa „fugladansinn“ eftir eina Mallorka-ferðina, sultugerð eða jólabakstur, sundferðir, setja niður kartöflur og taka þær aft- ur upp að hausti, ferðir upp á Iðu, heitt ömmukakó og ristað brauð í litlum mallakút á leið í skólann í snjónum. Ég var svo heppin að flytja aftur á Langholtsveginn á ung- lingsárunum og bjó því í nánu sambýli við ömmu og afa og það voru hamingjuár í mínu lífi. Amma og ég áttum gott skap saman, hún vissi um allt sem á gekk í mínu lífi, hverja gleði- stund og hverja ástarsorg eins og gerist á þessum árum, alltaf var amma til í að hlusta og gefa sér tíma frá dagsins önn, hita góðan kaffisopa og ræða málin þar til mér leið betur. Hún var trúuð, og brýndi það fyrir mér að biðja bænirnar á kvöldin, fussaði góðlátlega ef blótsyrði heyrðist í hennar hús- um og sagði að svona gerði mað- ur ekki. Hennar sterkustu upp- hrópanir voru „je dúdda mía“ og „ansans vesen“ því leyfi ég mér að hafa það óspart eftir henni. Amma Sigga var mér sem auka móðir þegar þess þurfti á að halda og besti vinur og því er söknuðurinn sár. Við ræddum dauðann og lífið sem tæki við á himninum með Afa Val, Gunnu og Maju og hve mikið hún hlakkaði til, ég held að hún hafi verið að undirbúa mig því hún vissi hve mikið ég hræddist lífið án hennar. Síðustu árin notaði ég óspart til þess að segja henni í hverri heimsókn hve mikið ég elskaði hana og hve mikils virði hún væri mér og áttum við því ekk- ert vantalað eða ósagt er stundin kom, það er góð tilfinning. Það sem ég hef nú uppgötvað er að hún mun alltaf verða með mér, ég er enn að læra af henni og hún mun lifa áfram í mér í öllu því sem ég miðla til minna barna, að nota hverja stund vel, vera sannur og trúr í öllum verk- um hversu hversdagsleg sem þau eru, bera virðingu fyrir öllu fólki og lífinu sjálfu sem Guð gaf. María Th. Ólafsdóttir. Elsku langamma. Það bærast í okkur blendnar tilfinningar. Við erum sorg- mæddar yfir því að þú skulir vera farin og þetta tímabil í lífi okkar með þér sé lokið. Við er- um þakklátar fyrir að hafa kynnst jafn einstakri manneskju og þér. Með lífsorku þinni og gleði kenndir þú okkur snemma hvað það er sem skiptir máli í líf- inu. Minning um einstakan kar- akter, fas og útgeislun er eitt- hvað sem mun ætíð lifa með okkur. Þú hefur ávallt gefið mik- ið af þér og munum við gera okkar besta við að lifa eftir þínu fordæmi. Okkur er sérstaklega minnis- stæður vinskapur þinn og Gunnu systur þinnar. Við hugsum til ell- innar með tilhlökkun og von um að okkar systrasamband verði jafn einstakt og ykkar var. Við erum stoltar að vita að sama blóð rennur í æðum okkar. Unnur Þóra, Nanna Rún og Arna Sif. Það er með miklu þakklæti í huga, sem ég kveð háaldraða föðursystur mína Sigríði Bein- teinsdóttur, enda var hún af- bragðskona sem öllum vildi gott gera. Sigríður eða Sigga frænka eins og við frændfólkið kölluðum hana var í miðið af þremur systkinum, en elstur þeirra var faðir minn Ólafur og yngst var Guðrún Theódóra. Þau systkinin vöru öll barngóð með afbrigðum og fengu í vöggugjöf tónlistar- hæfileika sem þau náðu að þroska hvert á sinn hátt. Guðstrúin var einnig ríkur þátt- ur í fari þeirra og var eins og kjölfesta gegnum lífsveginn, hvað þau snertir. Sigga frænka var líka farsæl bæði í einkalífi og störfum öllum. Hún var lærður hárgreiðslu- meistari sem ekki var algengt í hennar ungdæmi og hún var mjög fær og hugmyndarík í því starfi. Ung giftist hún góðum manni, Ásgeiri Val Einarssyni dúklagningameistara, sem látinn er fyrir allmörgum árum. Sigga frænka helgaði sig fyrst í stað heimili og börnum.Var hjóna- band hennar og Vals afar ham- ingjuríkt og þau áttu barnaláni að fagna, sem hefur skilað sér í stórum ættboga. Sigríður heitin tók upp þráðinn eða öllu heldur greiðuna á ný þegar fram liðu stundir og naut vinsælda við hárgreiðsluna sem fyrr. Tónlist- argetu sinni hélt hún við eftir því sem tími gafst til og langt fram yfir nírætt tók hún í píanóið sér til ánægju og uppbyggingar. Hún var líka með hugann við tónlist og tónlistarviðburði al- mennt til hinstu stundar og fylgdist t.d. mjög vel með fram- gangi Ingibjargar dóttur minnar í óperusöngnum. Við feðgin erum líka þakklát fyrir að hafa daginn fyrir andlát Siggu heitinnar heimsótt hana á Elliheimilið Grund og sungið fyrir hana nokkur lög. Mér finnst því við hæfi að kveðja hana með sálmi sem til varð að henni látinni, nokkurs konar þakkaróður til hennar fyrir allt hið góða sem hún gerði mér og öðrum. Hafi mín kæra frænka þökk fyrir allt og allt. Farin ert’ í hinstu ferð fagrir himnalampar loftin lýsa. Ljúf þú varst af Guði gerð glaðir hörpuenglar veginn vísa. Hátt í dýrðarríkinu Drottinn er dável tekur hann Jesús Guðs sonur móti þér. Góða ferð, góða ferð. Kæra frænka góða ferð. Forðum hélst’ í litla hönd, hlýtt og milt var töfrabrosið bjarta. Greiddir sundur sorgarbönd, sem að snertu ungt og viðkvæmt hjarta. Göfug sefa vildir þú hverja sál þegar sjúkdómar hrjáðu og erfiðleikamál. Góða ferð, góða ferð. Kæra frænka góða ferð. Guðsríkið með gróður sinn gullnar röðulperlur laufið væta. Frændgarðurinn fagnar þinn, foreldrunum blíðum muntu mæta. Glettinn makinn, sem að forðum fór, kærleiksríkur þig faðmar, þín systkin stjórna kór. Góða ferð, góða ferð. Kæra frænka góða ferð. Góða ferð, góða ferð. Sjáumst síðar frænka góða ferð. (Ól. B. Ól.) Dýpstu samúðarkveðjur til sona hinnar látnu og þeirra af- komenda, svo og annarra ætt- ingja. Einnig til vina Siggu heit- innar, samferðafólks og starfsfólks á Elliheimilinu Grund. Drottinn blessi ykkur öll. Ólafur B. Ólafsson. ✝ Hjartkær bróðir okkar og mágur, GUNNAR ÖRN HÁMUNDARSON bankamaður, Barónstíg 43, Reykjavík, varð bráðkvaddur á heimili sínu sunnu- daginn 4. september. Útför fer fram frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 15. september kl. 15.00. Hrafnhildur Hámundardóttir, Kolbrún Hámundardóttir, Jón Guðnason. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐRÚNAR FJÓLU SIGURBJÖRNSDÓTTUR, Vatnsholti 3b, Keflavík. Gunnar Sveinsson, Ragnheiður Gunnarsdóttir, Ægir Magnússon, Sigurbjörn Gunnarsson, Jenný Sandra Gunnarsdóttir, Gísli B. Gunnarsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg frænka okkar, MARGRÉT PÉTURSDÓTTIR, Hrafnistu Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju mánudaginn 12. september kl. 15.00. Fyrir hönd annarra vandamanna, Dóra Pétursdóttir, Pálína Margrét Rúnarsdóttir, Guðrún Brynja Rúnarsdóttir. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar og afi, JÓN GUÐLAUGUR ANTONÍUSSON, lést á hjúkrunarheimilinu Mörk að kvöldi þriðjudagsins 6. september. Útförin verður auglýst síðar. Elísabet Jóna Erlendsdóttir, Gerður Jónsdóttir, Sigrún Jónsdóttir, Birna Jónsdóttir, Erlendur Jónsson, Gísli Jónsson, Elísabet Sara Gísladóttir, Arnar Logi Gíslason.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.